Morgunblaðið - 23.09.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976
29
Egill Hallgrímsson:
Rifjaðar upp
gamlar hugmyndir
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Öldruðum manni verður fátt
meira til fagnaðar en þegar hann
fréttir af því, að gamlar hug-
myndir hans komast í fram-
kvæmd. Þannig fór fyrir mér,
þegar ég heyrði frá því sagt i
hljóðvarpinu, að stofnaður hefði
verið Fjölbrautaskóli Suðurnesja
og hann settur 11. þ.m.
Sem borinn og barnfæddur
Suðurnesjamaður fékk ég
snemma, eftir að ég kbmst til vits
og ára, áhuga á að kynnast sem
nánast ævi og störfum Jóns Þor-
kelssonar Skálholtsrektors, sem
kallaði sig Thorchillius. Bar
tvennt til þess. Jón var Suður-
nesjamaður í húð og hár, nánar til
tekið Njarðvikingur. í annan
máta voru störf Jóns, kunnátta og
fræðiiðkanir með þeim hætti, að
forvitni hlaut að vekja hjá ungum
manni, ekki sízt þegar að því var
hugað, hvað hann taldi þjóð sinni
helzt til farsæls þroska, og hverju
hann vildi fórna til þess, að hún
gæti öðlast hann. — En ég var
kominn yfir miðjan aldur, þegar
ég f raun gerði mér ljóst hversu
hrapallega hafði farizt fyrir að
sinna kalli Jóns Skálholtsrektors
um skólastofnun í Gullbringu-
sýslu og ávaxta þann fjárstofn,
sem hann ætlaði skólanum. —
Kinnroðalaust var naumast hægt
að fjalla um Thorkillissjóðinn svo
nefnda og framkvæmdina á skóla-
hugmynd Jóns. Sem Suðurnesja-
manni lét ég það þó ekki aftra
mér að birta i Lesbók Morgun-
blaðsins 1. febrúar 1953 alllanga
grein, sem ég nefndi „Jón Þor-
kelsson og Thorkillisjóðurinn".
— Þegar ég hafði lýst hvernig
farið hafði um sjóð Jóns og skóla-
hugmynd hans, kom ég svo orð-
um:
„Eigi skal sakast um orðinn
hlut, en við svo búið má ekki
standa lengur. Og núlifandi kyn-
slóð verður að gera sér það ljóst,
að það verður að falla í hennar
hlut, að bæta úr þvi, sem vanrækt
hefur verið í þessum efnum, svo
sem verða má, og beini ég þar
máli mínu til þjóðarinnar allrar,
en þó einkum til íbúa Gullbringu
— og Kjósarsýslu og Kjalarnes-
þings hins forna um að ganga hér
fram fyrir skjöldu."
Síðan skaut ég fram þessari
hugmynd:
„Það sem gera ber nú er að
gangast fyrir því, að stofnað verði
veglegt menntasetur, þar sem
málvisindi og náttúruvisindi
skipa öndvegi, en auk þess yrði
þar fyrirmyndarskóli fyrir allt
landið um verknám og tækni,
helzt á fæðingarstað Jóns Þorkels-
sonar, Innri-Njarðvík — eða ann-
ars staðar syðra, þar sem hent-
ugraþætti."
En þessari hugmynd fylgdi
framtíðarsýn, sem ég lýsti með
þessum orðum:
„Fólksfjöldi á Suðurnesjum fer
nú ört vaxandi, og má benda á
það, að Keflavík, Njarðvíkur báð-
ar og borgin i heiðinni munu áður
en langt um liður byggjast saman
og verða, ef til vill, stærsta borg
landsins, nútímaborg, með hita-
veitu frá hverunum á Reykjanesi.
Þá gæti byggðin innan Vogastapa
fengið hita frá hverunum við
Trölladyngju. Jarðhiti myndi að
líkindum finnast víða á svæðinu
frá Reykjanesi að Trölladyngju."
Þannig var mér innanbrjósts
fyrir 23 árum, og hef aldrei látið
af þeirri trú siðan, aldrei viljað
sætta mig við, að hún yrði sér til
skammar. — En áður en lokið er
við að greina frá, hvort svo hafi
orðið, þykir mér rétt að geta þess,
að fyrir góðan skilning og áhuga
margra mætra manna var ekki
gleymt að minnast 200 ára ártíðar
Jóns Þorkelssonar Skálholtsrekt-
ors, sem var 5. mai 1959. — Það ár
kom út rit um hann, en það hafði
Gunnar M. Magnúss rithöfundur
samið. Nokkru síðar var honum
reistur minnisvarði á fæðingar-
stað hans, en hann hafði gert Rík-
harður Jónsson. — Skólahug-
myndinni hafði ég reynt að halda
vakandi og afla henni fylgis, t.d. á
þingi kennara, i útvarpi og mað
blaðagreinum. — Eftir að minnis-
varðinn um Jón hafði verið af-
hjúpaður, en það gerðist 29. maí
1965, söfnuðust menn saman í
húsinu Stapa. Féll þar í minn hlut
að flytja erindi um Jón Thorcillii
og notaði ég þá tækifærið að
minna með þessum orðum á skóla-
hugmyndina:
„Vonandi verður þess ekki
langt að bfða, að Thorkilli-
sjóðurinn verði notaður á nýjan
leik og hugmynd mín frá 1953
verði að veruleika, en hún er sú,
að f Innri-Njarðvfk rfsi upp æðri
menntastofnun, sem stæði meðal
annars vörð um islenzka tungu og
önnur þjóðleg verðmæti og yrði
útvörður norrænnar menningar."
Mér er ljóst, að frómar óskir má
orða á ýmsa vegu, þótt í þeim
felist sama markmið. Lög um
sams konar tækni- og verknáms-
skóla og ég minntist á f grein
minni 1953 voru samþykkt áratug
sfðar og slikur skóli tók til starfa
árið 1964. — Þegar ég bryddi
fyrst upp á skólahugmynd f sam-
bandi við minningu Jóns Skál-
holtsrektors, einblíndi ég ekki á
fæðingarstað hans sem skólaset-
ur, heldur hafði þann vara á, að
hann yrði þar syðra, sem hent-
ugra þætti.
— Dagur
dýranna
Framhald af bls. 27
flækingskettir og dúfur eru þau
dýr, sem verst eru leikin hér f
borginni.
Eitt af skáldum okkar, snilling-
ur og mannvinur, en ekki sízt
dýravinur, allt í senn, virðist
unna einmitt köttum og fuglum.
Þetta er Þorsteinn Erlingsson
skáld.
Hann syngur um sólskríkjuna í
Þórsmörk og þröstinn, sem fennti
í hretinu, en hafði sungið fegurst
um vorið og blómin, en „hugurinn
deyjandi sólina sá og sumar á
hlfðarnar runnið“. Og um kisu
segir hann.
Marga hunda og mannadyggð veita
másér aftur veita.
En þegar ég tapa þinni tryggð
þýðir ei neitt að leita.
Eg vil ráðleggja kennurum,
fóstrum og mæðrum að lesa dýra-
sögur Þorsteins Erlingssonar og
dýraljóðin hans fyrir börn bæði f
skóla og útvarpi á heimilum og
félagsfundum.
Meðan enn bærist barnslegt
hjarta, mun hann hafa áhrif, sem
efla mannúð og miskunnsemi,
skilning og samúð með öllu sem
er minni máttar, en bægja brott
grimmd og ódrengskap.
Munið eftir að merkja kettina.
gefa dúfunum. Gætið þess að
meiða ekki sláturféð á leiðinni í
dauðaklefana. Farið um það
mjúkum höndum.
Látið svo ekki hrossin hnfpa
hungruð og skjálfandi heilar
vetrarnætur í stormi og hrfð.
Og leyfið rjúpunni að lifa f friði
og njóta frelsis og fegurðar lands-
ins. Takmarkið leyfi til að bera
byssur og drápstæki.
Árelíus Nlelsson.
AUGLÝSiNGASÍMINN ER:
22480
JRorflimblnhib
Tónabær opnað-
ur til reynslu á ný
Egill Hallgrfmsson
Ég vænti þess, að Fjölbrauta-
skóli Suðurnesja, sem nú hefur
verið stofnaður, verði þess megn-
ugur að halda á loft þvf merki,
sem sæmir minningu hins fram-
sýna vísinda- og skólamanns, sem
Jón Þorkelsson Skálholtsrektor
var. Og með þá von f brjósti óska
ég skólameistara, kennurum sem
nemendum heilla í starfi. — Sem
gamall Vogamaður, að klifa hátt á
nfunda tuginn, vil ég telja víst, að
Suðurnesjamenn láti sér annt um
þessa menntastofnun sfna í bráð
og lengd, um leið og ég samgleðst
þeim, að hinn 23 ára gamli draum-
ur minn um heimafengna hita-
veitu um byggðir þeirra ætlar
sýnilega ekki að verða sér til
skammar.
Reykjavík 12. september 1976.
BORGARRÁÐ samþykkti f gær
afgreiðslu Æskulýðsráðs á mál-
efnum Tónabæjar, en I skamm-
tfmalausn, sem sérstök vinnu-
nefnd lagði til, er gert ráð fyrir að
mánuðina október og nóvember
verði á föstudags- og laugardags-
kvöldum eingöngu diskótek.
Dansleikir á föstudögum verði
frá klukkan 21 til 01 fyrir aldurs-
hópinn 17 ára og eldri og dans-
leikir á laugardögum frá klukkan
20.30 til 00.30 verði fyrir ungl-
inga á aldrinum 15 til 17 ára. Að
loknu þvf tfmabili verði gerð ftar-
leg úttekt á þvf hvernig til hefur
tekizt. t samræmi við niðurstöður
verði ákvörðun tekin um fram-
hald á dansleikjahaldi á staðnum.
Þá hafa forráðamenn Æskulýðs-
ráðs fengið loforð frá lögreglunni
f Reykjavfk um aukna gæzlu á
staðnum.
Þá eru ýmis atriði talin upp I
tillögunum um þessa skammtíma-
lausn, sem Borgarráð samþykkti f
gær. Eru þau fyrst og fremst að
rekin verði sérstök útideild í svip-
uðu formi og gert hefur verið f
tengslum við starfsemi Fellahell-
is. Utideild þessi hafi starfsað-
stöðu f kjallara Tónabæjarhús-
næðisins. Þá verði hert mjög eft-
irlit með aldri gesta, sem staðinn
sækja, bæði utan dyra og innan,
og að reynt verði að draga úr
söfnuði unglinga utan dyra með
aukinni samvinnu við lögreglu og
starfsemi útideildar. Þá á að reka
áróður utan dyra er hvetji ungl-
inga til að hverfa heim þegar að
dansleik loknum.
Þá var samþykkt að taka nú
þegar upp viðræður við fræðslu-
yfirvöld i Reykjavik um skemmt-
anahald i skólum, og að stefnt sé
að því að unglingar á skyldunáms-
stigi þurfi ekki að sækja skemmt-
anir út fyrir sitt skólahverfi.
Æ
Utvarpsmenn
ræða launamál
MJÖG fjölmennur fundur var f
fyrradag haldinn í starfsmannafé-
lagi útvarpsins. Aðalmál fundar-
ins var óánægja starfsfólksins
með þau launakjör sem það býr
við. Á fundinum var samþykkt að
fulltrúar starfsfólksins ræddu við
yfirmenn stofnunarinnar um
hugsanlegar úrbætur áður en
gripió yrði til aðgerða til að vekja
athygli á launamálunum. Engar
ályktanir voru gerðar á fundin-
um, en margir tóku til máls.
fSLENSK FYMRTÆKI
fyg *TT
er komin út
ÍSLEHSK FYRIRTÆKl 76—'77 er komin út. í
fyrirtækjaskrá bókarinnar er að finna
víðtækustu upplýsingar, sem til eru um
íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir í
einni og sömu bókinni, á öllum sviðum
viðskipta um allt land og jafnframt þær
aðgengilegustu.
fSLENSK FYRIRTÆKI 76—77 kemur út í
helmingi stærra upplagi en nokkur
önnur slík bók hér á landi.
fSLENSK FYRIRTÆKl birtir viðskiptalegar
upplýsingar á ensku um ísland í dag,
í „(SLENSK FYRIRTÆKI
sem notaðar eru hjá verslunarráðum og
upplýsingaskrifstofum víðs vegar um
heim. Þar er einnig að finna upplýsingar
um útflytjendur og útflutningsvörur og
innflytjendur og innflutningsvörur.
fSLENSK FYRIRTÆKl gefur upplýsingar í
viðskipta- og þjónustuskrá um fram-
leiðendur og seljendur vöru og þjón-
ustu um allt iand.
ÍSLENSK FYRIRTÆKI birtir umboðaskrá, þar
sem getið er umboða og umboðs-
manna.
“ ER AÐ FINNA M.A.:
Nafn
heimilisfang
sími,
pósthólf
stofnár
nafnnúmer
söluskatts
númer
simnefni
telex
stjorn
starfsmenn
starfsmanna
fjöldi
starfssviö
umboð
jónusta
amleiðandi
ytjandi
■smásala
starfssvið
ráðuneyta og
embættismenn
eirra.
sveitastjórnar
menn.
stjórnir féiaga og
samtaka
sendiráð og
ræðismenn
iiér og erlendis.
fSLENSK FYRIRTÆKI er uppseld á hverju ári. fSLENSK FYRIRTÆKI fæst hjá útgefanda.
Sendum í póstkröfu Verð kr. 4.500,—
Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf.
Laugavegi 178-Símar: 82300 82302