Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 31

Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 31 Minning: Guðrún Jóhanna Benedik tsdó ttir Fædd: 25. janúar 1902. Dáin: t janúar 1976. Guðrún var búin að liggja all- mörg ár á Sólvangi og þar var vel um hana hugsað, hún þjáðist af heilarýrnun sem jókst mjög eftir þvi sem árin liðu. Andlát hennar kom mér ekki á óvart því ég var farinn aó sjá að brátt kæmi að endalokunum og sá að það var til lítils að heimsækja hana, því miður. Mér var tjáð að hún hefði þekkt dóttur sina, Sigrúnu Viggósdóttur er hún heimsótti hana að nóttu til, þegar hún fékk hjartaáfall. Guðrún var gift Gisla Viggó Hólm Sigurjónssyni, sem kvaddi þennan heim fyrir aldur fram. Það var stundum erfitt heimilið hjá Guðrúnu, en með góðra manna hjálp-komst hún yfir það versta áður en kallið kom. Þau Gisli og Guðrún áttu fjögur börn en það voru þau Rafn Viggósson, Benedikt Hólm Viggósson, Sigrún Viggósdóttir og Kristín Viggósdóttir. Þegar menn eru teknir að gaml- ast eins og ég þá dettur margt í djúp gleymskunnar. Minar minningar varðandi Guð- rúnu eru fyrst og fremst þær hve léttlynd hún var, en kynni okkar voru tiltölulega stutt en aldrei gleymi ég völsunum sem við döns- uðum eftir. Þótt kynni okkar hafi Kristján Jóhanns- son — Minning Fæddur 22.9. 1922 Dáinn 1.9. 1976 Mér var harmur i hug, er ég frétti að vinur minn Kiddi, en það kölluðum við félagar hans hann flestir, væri horfinn yfir móðuna miklu. Það veldur alltaf sársauka að sjá af góðum vini, en huggun í hamri þegar maður á I hjarta sér fyrirheit Krists, „ég fer til að búa yður stað á himnum í húsi föður mins“, og það er trúa min að þar fáum við að sjást aftur á eilifðar- ströndu. Kristján var fæddur á Akur- eyri, sonur hjónannna Tómasínu Þorsteinsdóttur og Jóhanns Hall- grímssonar. Ungur snerist hugur- inn um sjómennsku.og á sjónum upphófust okkar fyrstu kynni og æxlaðist það svo að við áttum eftir að vera oft samskipa á hinum ýmsu togurum Bæjarútgerðar Reykjavikur, og var hann þá ávallt matsveinn. Matsveinsstarf á fiskiskipum hjá okkur íslendingum hefur fengið mönnum sem það hafa stundað mismunandi vinsældir, en ég vil fullyrða að i það starf hafi Kiddi komið, séð og sigrað, enda natinn og samvizkusamur að eðlisfari og lét sér annt um sam- ferðamenn sína, dagfarsprúður og vildi allra götu greiða. Þjón- ustulundin var hans aðalsmerki og það er ómissandi náðargjöf hverjum þeim manni, sem slík störf fyrir sig leggur. Nú siðari árin hittumst við Kiddi sjaldnar en ég hefði kosið, en svo er ekki óalgengt þegar um tvo sjómenn er að ræða, en ávallt urðu það fagnaðarfundir, og fyrir það verður minningin um hann mér ávallt hugljúf, því þó ég vissi að lif hans væri ekki alltaf dans á rósum þá bar hann það ekki utaná sér í vina hópi þó á móti blési, enda kom maður ávallt hressari og glaðari af hans fundi. 22. nóvember 1943 kvæntist Kiddi eftirlifandi konu sinni Rósu Pálsdóttur frá Reykjavík. Ég þekki ekki þá konu, en veit það eftir Kidda að það mun vera mikil ágætiskona, þvi hann taldi við mig það hafa verió sin æðsta hamingja i lífi sinu að hafa eign- azt hana. Mun hún hafa búið hon- um þá Paradís sem sjómanninum er ástrikt heimili þegar hann kemur úr þreytandi striti sínu af sjónum. Við tölum oft um erfiði sjómanna á hafinu, en við megum ekki gleyma þætti sjómannskon- unnar, sem öll vandamál heimilis- ins lenda einni á, þegar eiginmað- urinn er langtímum á hafinu, en Kidda var oft hugleikið við mig að lýsa ánægju sinni með verk konu sinnar og kom þá fleira til en heimili þeirra því t.d. rak hann verzlun hér i bænum um tima og lenti það mest á hennar herðum verið stutt þá voru þau góð og innileg. Hún trúði á annað lif og fylgdi spiritismanum, og ég vona að hún hafi nú þegar fengið réttar sann- anir. Vinur. þar sem hann stundaði sjóinn fyr- ir þvi. Siðasta skipið er Kiddi sigldi á var fragtskipið Suðri og mun and- lát hans hafa borið að langt frá ættjörðinni eða nánar tiltekið í Líberiu, og um leið og ég kveð Kidda með þakklæti i huga fyrir alla okkar viðkynningu, vil ég færa konu hans og syninum Tóm- asi minar hugljúfustu samúðar- kveðjur, og bið Guð að blessa ykk- ur minninguna um góðan dreng og verði ykkur huggun í harmi 23. sálmur Davíðs, vers 1—5. „Drott- inn er minn hirðir, mig mun ekk- ert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvilast, leiðir mig rétta vegu sakir nafns síns. Jafn- vel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig.“ Asgeir H.P. Hraundal. Camillus Bjarnar- son — Minningarorð Fæddur 24.9 1905 Dáinn 12.9 1976 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstfr deyr aldrei hveim sér gódan getur. Afi minn, Camillus Bjarnarson málarameistari, lést í sjúkrahúsi þann 12. þ.m. Mig langar til þess að minnast hans með fáeinum orðum. Um ætt hans eða ævistarf ætla ég ekki að ræða, það gera efalaust aðrir kunnugri. Það er nú svo á meðan maður er ungur, þá finnst manni dauðinn vera svo fjarlægur og þrátt fyrir það að vitað væri að afi var sjúkur og búinn að vera á sjúkrahúsi öðru hvoru nú á annað ár, þá hresstist hann svo ótrúlega fljótt og okkur virtist hann þá lita svo vel út Nú fyrir stuttu ók hann I bíl sinum hér um borgina, meðfram höfninni að líta á skipin og það sem þar var að gerast. Sjó- mennsku stundaði hann á yngri árum, og var hún honum I blóð borin, þó svo að hann stundaði iðn sína áratugum saman. I heimsóknum minum á sjúkra- húsið til hans þótti mér sárast að sjá hann liggja aðgerðalausan I rúminu. Hann hafði alltaf þurft að hafa eitthvað fyrir stafni og fannst mér legan hafa mikil áhrif á hann. Hann gerði sér vel ljóst hvert stefndi og talaði oft um það, og nú eftir á gleðst maður yfir því að vita að hann hvarf af þessari jörð án ótta við það sem tæki við. Hann var sú manngerð sem hafði sínar ákveðnu skoðanir á því sem var að gerast I kringum hann og lét þær í ljós þó hann stæði einn að baki þeim. Hræsni og yfirborðsmennska fannst ekki i fari hans og var hann óhræddur við að segja frá hlutunum eins og þeir voru. Þegar svo nákomnir eru burt kallaðir ríkir sorg og söknuður en ef maður trúir þvi að dvölin fyrir handan sé betri og fegurri en lífið á þessari jörð þar sem helstefnan rikir, þá verður sorgin margfalt léttbærari. Við barnabörnin munum sakna þess að hafa hann ekki lengur á meðal okkar. Sárastur verður þó söknuðurinn hjá ömmu okkar, konu hans Þuriði Tómasdóttur, sem ekki er óeðlilegt þar sem þau voru búin að lifa í farsælu hjóna- bandi I hart nær hálfa öld, aðeins f áar vikur að því væri náð. Guð ljær líkn með þraut og minningarnar um góðan dreng munu ilja henni og draga úr sár- asta söknuðinum. I þeirri trú kveðjum við afa með kærri þökk fyrir allt það sem hann var okkur. Fyrir hönd barnabarnanna, Skarphéðinn Þórisson. Ingibjörg Jóhannesdóttir Ólafsfirði — Minning Fædd 22. nóvember 1906. Dáin 31. ágúst 1976. Það mun hafa verið snemma árs 1968 er leiðir okkar Ingu lágu fyrst saman, en þá hafði ég nýlega flutzt til Ólafsfjarðar með fjöl- skyldu minni, og ekki alveg fritt við, að hálfgerður leiði væri I mér. Ekki hafði ég lengi dvalið á staðnum, þegar ég kynntist Ingu, en hún átti heima I næsta nágrenni við okkur, og þá var sem allur leiði hyrfi, er ég talaði við hana. Hún var gædd þeim einstaka hæfileika, að engum leiddist i nærveru hennar. Auk þess, að vera óvenju góð- um gáfum gædd, hafði hún svo næmt auga fyrir því broslega i lífinu, og hnyttin svör hennar eru mér ávallt ógleymanleg. Ekki hafði ég lengi þekkt hana, er mér varð ljóst, að llfið hafði ekki farið um hana neinum silkihönskum, en hún kvartaði aldrei, heldur var hún þakklát fyrir það sem hún fékk að halda eftir. Inga giftist Ottó Guðnasyni, og eignaðist með honum tvö börn, Þóru og Guðna. Ekki fékk hún að njóta sonarins lengi, því hann dó ungur, svo og eiginmaður hennar, sem dó nokkru sfðar. Inga eignað- ist dóttur, Dönu, áður en hún gift- ist, en ekki fékk hún að njóta hennar, hún dó einnig ung. Þann- ig stendur hún nú uppi með dótturina, Þóru og snerist nú allt hennar lif um að sjá sér og henni farborða og mun hún oft hafa lagt nótt við dag til að það tækist. Þóra er gift Herði Sigurðssyni sjó- manni, og eiga þau tvö börn, Ottó og Guðna, en þau búa hér I Ólafs- firði. Ég vil geta þess, að Inga dáði tengdasoninn, öðrum frem- ur, enda var hann henni sem besti sonur. Ólafsfjörður getur verið mikil snjóakista á vetrum, og innilokun því mikil, þannig var einmitt þennan vetur, er kynni okkar Ingu hófust. Ég held þvi fram, að hún hafi stytt þennan fyrsta vetur minn mikið og efa- laust átti hún sinn þátt I því, að Ólafsfjörður varð i mínum augum fagur bær, með hækkandi sól. Inga átti við mikla vanheilsu að striða nú seinni árin, en það var sama, aldrei kvartaði hún. Sl. vet- ur lágum við saman á sjúkrahús- inu á Akureyri og var hún þá oft þjáð, en það var eins, alltaf var sami neistinn fyrir hendi, ein setning, og allir komnir í gott skap. Ég er nú að ljúka þessum fátæklegu orðum. Inga var aldrei rík að veraldarauði, en tókst að veita öðrum auð sem aldrei verður mældur. Ég og fjölskylda mín, vottum Þóru, Herði og drengjunum, okkar dýpstu samúð. Ég veit að nú liður Ingu vin- konu minni vel. Far þú I friði friður guðs þig blessi. Gógó. UTSALA - BUTASALA — UTSALA Útsalan hefst á morgun, föstudaginn 24.9. G&dínuhúsið s.f., Ingóffsstræti 1A, Sími 16259 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmBmK? ara»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.