Morgunblaðið - 23.09.1976, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976
33
félk í
fréttum
„Andlit mittþótti bezt
hœfa hryllingsmyndum ”
+ Charles Bronson er
ekki aðeins hugaður og
harður af sér í kvik-
myndunum, hann er það
einnig utan þeirra. Bron-
son og kona hans, Jill
Irelansmt börnum þeirra
fimm búa næstum því i
algerri einangrun á bú-
garði í Vermont í Banda-
rfkjunum.
„Ég forðast stórborg-
irnar, samkvæmi, bíla og
fólk. Ég er hamingju-
samur og þarf ekki á
kunningjum og vinum að
halda,“ segir Bronson.
Hann er nú 55 ára gamall
og hefur unnið sér inn
milljónir dollara á kvik-
myndaleik, enda einn af
þeim leikurum, sem bezt
eru launaðir í Holly-
wood.
„Fyrir fimmtán árum
þótti andlit mitt ekki
hæfa öðru en hryllings-
myndum en nú fæ ég svo
sannarlega /Jhlutverk
hetjunnar,“ segir hann
og dregur enga dul á að á
yngri árum hafi hann
ekki alltaf þrætt hinn
gullna meðalveg dyggð-
ugs lífernis.
„Ég var það sem kallað
er „kaldur karl“ og ég
veit hvað það er að sitja f
fangelsi. Nú slæ ég þó
engan utan kvikmynda-
veranna. Ég þarf ekki
lengur á þvf að halda að
sanna eitt eða annað fyr-
ir sjálfum mér eða öðr-
um með ofbeldi.“
Magadans
er allra
meina bót
Linda leikur
á als oddi
+ Vicky Canale, 29 ára
gömul bandarfsk hús-
móðir, var svo illa haldin
af bakveiki að við henni
blasti ekkert annað en
hjólastóllinn. Læknir
hennar ráðlagði henni þá
að iðka magadans og
Vicky lét tilleiðast, með
hálfum huga þó. Árang-
urinn var svo góður að
allur bakverkur hvarf og
hún gerðist magadans-
mær að atvinnu. Vicky
tók sér nafnið Sabra Star,
setti upp ráðningarskrif-
stofu og hefur nú meira
en 100 magadansmeyjar
á sfnum snærum.
+ Linda Blair hefur nú snúið
aftur til Hollywood til að fara
með aðalhlutverkið I nýrri
mynd um „Særíngamanninn“,
sem fjallar eins og kunnugt er
um unglingsstúlku sem haldin
er illum anda og lætur sér
margt um munn fara sem ekki
þykir sæma siðprúðri stúlku.
Linda virðist ekki hafa beið
neitt tjðn á sálu sinni þrátt
fyrir þetta erfiða hlutverk en
geislar þvert á móti af llfsfjöri
og góðum anda.
Til sölu
Ford
Mustang '71
V 8 sjálfskiptur með
vökvastýri.
Útborgun 800.000.
Sími 32774.
Fimleikar — Í.R.
Vetraræfingar eru hafnar.
1. og 2. flokkur stúlkna þriðjud. miðvikud. og
fimmtud. kl. 6.50.
3. flokkur stúlkna laugard. kl. 3.05.
4. flokkur stúlkna laugard. kl. 1.50.
Allar æfingar eru í íþróttahúsi Breiðholtsskóla.
Innritun og uppl. hjá kennurum í æfingartím-
um.
Stjórnin.
VERÐLÆKKUN
Lifur
500 pr. kg.
Súpukjöt
500 pr. kg.
V
J
Opiö til 10 föstudagai
lokað laugardaga