Morgunblaðið - 23.09.1976, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976
37
VELA/AKAIMIDI
Velvakandi svarar I síma 10-
100 kl. 10—11 f.h. frá mánu-
degi tii föstudags.
0 Tillögur
um
skattamál
Enn berast bréf viðvíkjandi
skattamálunum. Menn hafa velt
þeim fyrir sér á ýmsar hliðar og í
þessu bréfi hér er stungið upp á
að einfalda nokkuð skattaútreikn-
ing:
„Það er trúlega að bera í bakka-
fullan lækinn að skrifa um skatta-
mál — og þó. I öllu talinu um
skattamisrétti hefur það komið
mér nokkuð á óvart, að ekki skuli
hafa verið nefnd sú leið til úr-
bóta, sem mér og reyndar mörg-
um fleirum, er ég hef fært þetta i
tal við, virðist bæði réttiát og
sjálfsögð.
Á vegum Hagstofu Islands fer
að staðaldri fram útreikningur á
framfærsluvisitölu. Ég held að
óhætt sé að fullyrða, að Hagstofan
nýtur almenns trausts sem
áreiðanleg og hlutlaus stofnun og
sé þess vegna marktæk.
Tillaga min er þessi:
Fyrri hluta hvers árs verði Hag-
stofunni falið að reikna út nauð-
þurftartekjur næstliðins árs, a)
fyrir einstakling b) fyrir hjón c)
fyrir einstakling með barn eða
börn á framfæri d) fyrir hjón
með barn eða börn á framfærí.
Þegar frádráttur fyrir börn
(skv. c- og d-lið) væri þannig
kominn inn i kerfið, mætti fella
barnalífeyrisgreiðslur niður og
einfalda þannig skattakerfið. Á
svipaðan máta mættí gera út-
svarsálagninguna einfaldari.
Þessar nauðþurftartekjur verði
algjörlega skattfrjálsar þ.e. að
hvorki verði lagt á þær útsvar né
tekjuskattur.
«,Rökin fyrir framangreindri til-
lögu eru augljós. Eins og orðið
„nauðþurftir" ber með sér, yrði
bókstafiega enginn afgangur tii
greiðslu skatta i einni eða annarri
mynd.
J. G. (5253 — 4305)“.
0 Seinlæti
í skilum
Símnotandi i Garðabæ
hafði samband við Velvakanda og
sagði sögu nokkra í sambandi við
greiðslu símareikninga. Sagðist
hann hafa greitt sinn símareikn-
ing i banka á föstudegi og á mánu-
dag hefði kona sín síðan haft sam-
band við sig í vinnuna og sagt
honum að það væri búið að loka
sima þeirra. Fannst manninum
þetta kynlegt af símayfirvöldum
að bíða ekki að minnsta kosti einn
dag eftir þvi að bankarnir sendu
skilagrein yfir þá sem hefðu
hugsanlega greitt sinar skuldir
fyrir helgina. Þegar hann spurð-
ist fyrir um hverju þetta sætti var
honum sagt að það væri svo og því
yrði ekki breytt, að simstöðin lok-
aði símum á ákveðnum tímum,
það væri unnið eftir ákveðnu
kerfi sem ekki yrði breytt. Var
honum sagt að bankarnir gætu
enga skýringar gefið á þessu,
hvers vegna ekki bærist strax frá
þeim skilagrein yfir þá sem
greiddu. Einnig kom það fram i
umræðum simnotandans við við-
komandi símayfirvöld að það
kæmi fyrir að bankarnir drægju
það enn lengur en yfir eina helgi
að gera grein fyrir þessum reikn-
ingum. Þetta fannst manninum
undarlegt þar sem hann vissi
mörg dæmi þess að fólk treysti á
þjónustu bankanna og svona
dæmi væru ekki til að auka þetta
traust. Með þessu móti væru
bankarnir að sitja af sér viðskipt-
in, því að maðurinn sagðist alveg
eins vel geta greitt þetta á póst-
húsinu þar sem leið hans lægi
alveg jafn oft þangað og i banka.
0 Sjónvarps-
málið
„Hvernig stendur á því að
hið opinbera sér þessu fólki fyrir
kaffi og rafmagni og hita meðan
það er við prjónaskap sinn?“
spurði einn viðmælenda Velvak-
anda. Honum fannst það ótækt að
það væri verið að útvega þessu
fólki húsnæði i sínar fristundir á
kostnað hins opinbera. Hann
sagði jafnframt að hann héldi að
þeir í sjónvarpinu ættu ekki þá
samúð fólks sem þeir kannski
héldu, og það væri ekki að sjá að
margt af þvi væri mjög launalágt
þegar litið væri í skattskrána. Þá
sagði þessi viðmælandi Velvak-
anda að honum fyndist alveg
óhætt að einhver af yfirboðurum
fólksins tilkynnti þvi að það
skyldi fara heim og stunda sinn
prjónaskap og annað þar, en ekki
i húsnæði sjónvarpsins.
Annað vildi hann taka fram og
það er í sambandi við birtingu
sjónvarpsdagskrárinnar. Honum
fannst ekki ástæða til að vera að
lesa og birta hana í sifellu og
þurfa svo alltaf að heyra það að
ekkert yrði af útsendingu það og
það kvöldið. Verst væri þetta
fyrir börnin, þau biðu fyrir fram-
an tækin á kvöldin, og tryðu ekki
orðum foreldra sinna um að ekk-
ert sjónvarp væri, fyrr en þau
sæju sjálf einungis stillimyndina
á skerminum.
Kona nokkur hringdi og sagðist
vilja benda á það að oft hefðu
komið fram nokkuð óréttma'tar
ásakanir á hendur sjónvarps-
starfsmönnum. Hún sagði að við
yrðum að meta störf sjónvarps-
manna þar sem þeir væru mjög
fáir, þetta va'ri margfalt fáliðaðri
stofnun en hliðstæðar erlendar og
þvi væri það svo að sumir hefðu
kannski á herðum sínum eitt og
hálft starf eða jafnvel hátt í tvö,
og því væri það að laun gætu
orðið svo há, það væri eingöngu
vegna mikillar yfirvinnu.
tala víð hana, hugsaði hann,
m.vndi hún vera lifandi enn.
— Mér þykir leitt að heyra það.
Yður gazt vel að henni, skildist
mér.
— Mér fannst eins og ég þekkti
hana meira en ég gerði ... Hún
minnti mig á einhvern ... Það var
eins og að hugsa til þess að Eloise
væri dáin, Imynda sér að hún
hefði legið þarna I heilan sðlar-
hring með hásinn mölbrotinn.
Linn sagði bllðlega.
— Þér megið ekki kenna yður
um þetta.
— Ég veit að minnsta kosti eitt,
sagði hann hásum rómi.
— Og það er að ég vil ekki að
slfkt komi fyrir yður. Nú bið ég
yður að halda heimleiðis til New
York.
— Nei.
Rödd hennar var svo einkenni-
leg að hann leit snöggt á hana.
Torráðinn glampi var I augum
hennar.
Það var engin önnur lausn.
Hann gat ekki bara skilið hana
eftír hér og látið hana fara að
snuðra I málum Everests án þess
hún vissi um málið.
H:nn ákvað þvf að segja henni
HÖGNI HREKKVÍSI
„Ég Vona bara að garnagaulið haetti.
Er byrjuó með
megrunarkúrana aftur
Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma
megrunar kúrum.
Nudd — sauna — mælingar
— vigtun — matseðiH.
Nudd- og snyrtistofa
Astu Baldvinsdóttur
Hrauntungu 85, Kópavogi
'nÆíX OPIÐ TIL KL. 1 0 ÖLL KVÖLD.
Bílastæði. Simi 40609.
í baksturinn
FYRSTA FLOKKS
HEILHVEITI
FÆST í NÆSTU BÚÐ