Morgunblaðið - 23.09.1976, Side 39

Morgunblaðið - 23.09.1976, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 39 það er líka gott að það komi fram, vegna þeirra skrifa sem orðið hafa um laun mín í sumar, að þau eru lakari en hjá tveimur enskum þjálfurum hjá 2. deildarliðum og þekkist slíkt líklega hvergi í heim- inum nema hér. Ég hef fengið hringingar frá Noregi og bréf frá Bandaríkjunum á þessu hausti þar sem mér eru boðin störf, en ég mun gefa mér góðan tíma til að skoða þau. Ég tel að árangur is- lenzka liðsins hafi verið svo góður undanfarin ár, að ég geti verið vandlátur á val á störfum sem mér bjóðast. Ég er t.d. ákveðinn í því að taka ekki tilboðum um störf í lægri deildunum ensku þótt mér bjóðist þau. SAMSKIPTIN VIÐ INGA BJÖRN — Ef ég lít enn einu sinni yfir sumarið er einkum þrennt sem hefur valdið mér vonbi^gðum. I fyrsta lagi leikurinn í Finnlandi, í öðru lagi úrslitin í leikjunum gegn Belgíu og Hollandi og í þriðja lagi Ingi Björn. Ég ber mikla virðingu fyrir Inga Birni sem leikmanni og harma það að hann skyldi yfirgefa landlsliðshópinn eftir leikinn við Belgíu. Ef hann hefði rætt við mig áður en hann tók þessa ákvörðun hefði þetta ekki þurft að fara svona. Málið var það, að ég ætlaði ekki að láta Inga Björn leika á móti Belgum en hafði hann á bekknum ef sérstök tilvik skyldu koma upp, alveg eins og hann sat á bekknum hjá Val í bikarleiknum á móti Breiðabliki. Ingi Björn var þá veikur, en Valsmenn ætluðu sér að setja hann inná ef allt væri komið i óefni. Ég tel að hann hafi ekki verið búinn að ná sér þegar að landsleiknum kom. Valsmenn unnu örugglega og ekki þurfti að setja Inga inná. Hins vegar kom upp sú staða í landsleiknum við Belga, að ég taldi rétt að reyna að setja hann inná, þar sem það vant- aði i liðið mann sem gæti komið á fullu upp miðjuna, kannski leikið á 1—2 menn og skotið á markið, en enginn er betri í slíku en Ingi Björn. Ég ætlaði að láta hann vera inná í 15 til 30 mínútur í mesta lagi og það gerði ég. Það er óþekkt hér á landi að varamenn séu tekn- ir útaf, en þetta gerist oft erlendis. Ég var mjög óánægður að Ingi Björn skyldi ekki verða áfram I hópnum þvi ég ætlaði að láta hann leika með á móti Hollandi. En hann tók sina ákvörðun og breytti henni ekki þótt hann væri beðinn um það. En þetta breytir því ekki, að ef ég verð hér næsta sumar og Ingi Björn verður eins góður og hann var í sumar mun ég velja hann í liðið. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að nota fáa leikmenn úr Val í landsliðið. Að mínu mati er Valur bezta liðið á Islandi í dag og hinn rússneski þjálfari liðsins hefur lát- ið liðið leika þá knattspyrnu, sem ég tel að dugi bezt á tslandi. En hún er gjörólík því sem ég tel henta landsliðinu bezt og ég hef' fyrst og fremst leitað manna, sem ég tel að hafi getað útfært það leikkerfi sem ég hef lagt upp. Ef ég hefði haft nægan tima til að undirbúa landsliðið hefði það ekki verið neitt vandamál að láta fleiri Valsmenn vera með landsliðinu, svo að þeir gætu vanizt því kerfi sem ég nota, en því miður var tíminn alltof naumur. KANN VELVIÐ SIG A lSLANDI — Ég vil að lokum að það komi skýrt fram, að ég hef kunnað ákaf- lega vel við mig á tslandi. Fólkið er vingjarnlegt og skemmtilegt að vinna með knattspyrnumönnum og forystumönnum knattspyrn- unnar. Núna í haust hef ég í fyrsta skipti sem ég man eftir misst af byrjun knattspyrnuvetíðarinnar í Englandi. Og það skrítna er, að ég hef ekkert saknað ensku knatt- spyrnunnar. Þetta sýnir bezt að ég er farinn að kunna mjög vel við mig hér á tslandi. Ég hef aldrei kvænst, hef verið kvæntur knatt- spyrnunni. Hér á tslandi hefur mér skilizt betur að maður verður stundum að útiloka knattspyrn- una, hafa sitt einkalíf. Og einka- lífsins hef ég hveggi notið betur en hér á Islandi. _ SS. ÚRSLIT [ RON-RICO Helztu úrslit I hinni árlegu Ron Rico-golfkeppni, sem fram fór á Hvaleyrarvellinum við Hafnar- fjörð, dagana 4. og 5. september s.l., urðu þessi: 3. flokkur: Jón Karlsson, GR 193 Samúel J ónsson, G R 196 Björn Karlsson, GK 197 2. flokkur: C. Keyser, K 186 Kári Knútsson, GK 189 Pétur Eliasson, GK 189 1. flokkur: Helgi Hólm, GS 168 Guðjón Guðmundsson, GK 171 Hilmar Þórðarson, GR 172 Meistaraflokkur: Hálfdan Karlsson, GK 156 Júllus R. Júliusson, GK 159 Magnús Halldórson, GK 163 Helgina 11. og 12. september fór svo fram keppni I kvenna- flokki og urðu úrslit þessi: Hanna Gabrielsdóttir 145 Inga Magnúsdóttir 147 Kristín Þorvaldsdóttir 148 Meðfylgjandi myndir eru af sigurvegurunum í keppninni og fulltrúa fyrirtækisins sem gaf verðlaunin. Framarar gáfust upp og fengu skell á móti Þrótti (JRSLIT urðu nokkuð óvænt er Reykjavíkurmótinu í handknatt- leik var haldið áfram á þriðju- dagskvöldið. Þróttur sigraði Fram örugglega og KR átti í erfiðleik- um með Fylki. Leikirnir hófust ekki fyrr en 25 mínútum eftir boðaðan tíma vegna fjarveru dómara og er það leitt hvernig þeir lítilsvirða íþróttina með skeytingarleysi slnu. En snúum okkur nú að gangi leikjanna. Fram — Þróttur 17—24 Fyrri hálfleikur var jafn og skiptust liðin á um að skora, I leikhléi var staðan 12—11 Fram I vil, en I seinni hálfleik tók Þrótt- ur forystu og hélt henni til leiks- Grav enn á skotskónum ANDY Gray skoraöi tvö mörk fyrir Ii8 sitt, Aston Villa, er það mætti Nor- wich City i þriðju umferð ensku deildarbikarkeppninnar i knatt- spyrnu i fyrrakvöld. Hefur Gray þar me8 skoraS 11 mörk i þeim niu leikjum sem hann hefur leikið á þessu keppnistimabili með Villa. Nægðu þessi tvö mörk Aston Villa til sigurs i leiknum, þar sem leikmenn Norwich náðu aðeins einu sinni alla Iei8 i mark Villa me8 knöttinn. Óvæntustu úrslitin í leikjunum i fyrrakvöld urðu i viðureign Arsenal. sem nú er i þriðja sæfi i 1. deild og 2. deildar liðsins Blackpool. George Armstrong skoraðí lyrir Arsenal á 17. minútu i þeim leik. en Dick Walsh jafnaði fyrir Blackpool á 58 minútu. Eftir það sótti Blackpool- liðið ákaft, en frábær frammistaða Jimmy Rimmer i markí Arsenal kom i veg fyrir að 2. deildar liðið gengi með sigur af hólmi. Úrslit leikja i deildarbikarkeppn- inni i fyrrakvöld urðu: Aston Villa — Norwich 2—1 Blackpool — Arsenal 1 — 1 Charlton — West Ham 0—1 Millwall — Orient 0—0 Nottingham — Coventry 0—3 Q.P.R. — Bury 2—1 Sheffield Wed — Watford 3— 1 loka. Það var ljótt að sjá til Fram- ara I þessum leik, en þeir hrein- lega gáfust upp I lokin þegar þeim tókst ekki að vinna upp forskotið og Þróttarar gerðu fjögur mörk á slðustu minútunni. Flest mörk Þróttar gerðu þeir Konráð Jóns- son, 7, og Halldór Bragason, 6, I vörninni var Sigurður Þorgrlms- son beztur og Sigurður Ragnars- son var góður I markinu. Þrótt- arar léku þennan leik vel bæði I vörn og sókn og ættu að geta orðið góðir I vetur þegar Friðrik Frið- riksson bætist I hópinn, en hann er nú á sjúkrahúsi. Framarar voru slakir I þessum leik og áttu ekki annað skilið en tap. Flest mörk Fram gerði Pálmi Pálma- son, 7 alls. Fylkir — KR 16—19. Þetta var slakur leikur af beggja hálfu og mikið um klaufa- leg mistök. Bezti maður leiksins var markmaður KR, Pétur Hjálmarsson, en hann var I mark- inu allan leikinn og varði nokkuð vel. Flest mörk KR gerðu Hilmar Björnsson, 5, og Haukur Ottesen, 4. Flest mörk Fylkis gerðu Einar Einarsson, 6, og Gunnar Baldvins- son, 4. H.G. Mörg A- námskeið ívetur - Það fyrsta á vegum ÍBR hefst 5. október EINS og flestum er kunnugt hefur verið unnið að þvi und- anfarin tvö ár að skipuleggja fræðslustarfsemi fyrir leið- beinendur I fþróttum og hafa á vegum Iþróttahreyfingarinnar verið haldin leiðbeinendanám- skeið sem hafa tekizt með miklum ágætum. Til þess að frétta hvað framundan væri I málum þessum hafði Mbl. samband við Jóhannes Sæ- mundsson, Iþróttakennara, fræðslufulltrúa iSl. — Það skipulag sem nú er unnið eftir er fólgið I því, að náminu er skipt I fjögur stig, sagði Jóhannes, og kallast þau A-, B-, C- og D-stig. Fyrst er A-stigið, sem er almennt nám, ætlað öllum iþróttagreinum. Lýkur þvi með prófi og öðlast þátttakendur að þvi loknu leið- beinendaréttindi hjá iþrótta- hreyfingunni. Að loknu A-stigi á að vera unnt að taka B- námskeið og hljóta 1. stigs þjálfararéttindi. B-, C- og D- námskeið eru nám I ákveðinni iþróttagrein. Jóhannes sagði, að þessa dagana væri verið að vinna að þvf, hvernig þessu námi yrði hagað, hvernig samvinna sér- sambanda og fþróttakennara- skólans yrði hagað, hvernig samvinna sérsambanda og fþróttakennaraskólans yrði og sv. frv. Sú hugmynd hefði komið fram, að hvert sérsam- band ynni með fþróttakenn- araskólanum að samningu námsefnis fyrir leiðbeinendur i iþróttum. Mætti þá nota það námsefni til kennslu, bæði hjá sérsamböndunum og fyrir nemendur fþróttakennaraskól- ans. Sagði Jóhannes, að þetta hefði gefið góðar undirtektir og mjög brýnt væri, að gengið yrði skipulega til verks og að allir störfuðu saman að þessu sameiginlega hagsmunamáli fþróttahreyfingarinnar. Jóhannes sagði er.nfremur, að f vetur yrðu haldin nám- skeið fyrir leiðbeinendur f iþróttum viðs vegar um landið. A-stigs námskeið fyrir leið- > beinendur hefðu verið haldin hjá allmörgum skólum og einu fþróttabandalagi s.l. vetur. Nú væru ráðgerð A-stigs námskeið á eftirtöldum stöðum f vetur: 1 Reykjavfk á vegum Iþrótta- bandalags Reykjavfkur og á það að hef jast 5. október n.k.; f Leirárskóla f Borgarfirði; I Menntaskólanum á tsafirði; i Reykjaskóla i Hrútafirði; f Menntaskólanum á Akureyri og einnig verður á Akureyri námskeið fyrir almenning á vegum IBA; i Laugaskóla f Þingeyjarsýslu og i Eiðaskóla á vegum Ul A. — Það eru ef til vill fleiri sem hafa áhuga á þvf að halda A-stigs námskeið nú f vetur, Framhald á bls. 28 STAÐAN STAÐAN I Reykjavikurmótinu I handknattleik er nú þessi: A-riðiII: Víkingur 2 2 IR 1 1 Armann 2 1 Valur 2 0 Leiknir 1 0 B-riðilI: Þróttur 2 2 KR 2 1 Fram 2 0 Fylkir 2 0 0 0 47—42 4 0 0 24—15 2 0 1 31—39 2 0 2 38—40 0 0 1 19—23 0 0 0 48—30 4 1 0 34—31 3 1 1 32—39 1 0 2 29—43 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.