Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 40
Al*(JLYSINÍJASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 ifioT0imbIníiiíi FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 Litsjónvarpssmyglið: Hófu rannsókn í sumarleyfi sínu Grunsemdir um málið nái til fleiri umdæma SKÓLAFÖLKIÐ setur hvarvetna svip á byggð bðl og stöðugt verða töskurnar úttroðnaði af bðkum hvað sem öðru Ifður. Mærin sð fremri virðist ekki kippa sér upp við hlassið en eitthvað hefur sú aftari áhyggjur af innihaidi buddu sinnar. Ljðsmynd Mbl. Friðþjðf- Sölubann sett á kart- öflur úr Þykkvabænum? Bændur óánægðir með verð og telja 41—50% hækkun nauðsynlega RANNSÓKN á litsjðnvarpssmygl- inu var fram haldið I Reykjavík og Hafnarfirði i gær. Sá angi málsins, sem sakadðmur Reykja- vlkur rannsakar, snýst um smygl á litsjðnvörpum f gámi með m.s. Dettifossi en rannsðknin f Hafnarfirði mun á þessu stigi ekki beinast að ákveðnu skipi heldur ákveðnum einstaklingum. Rannsðknarmenn f Hafnarfirði fundu í fyrradag litsjðnvarpstæki f húsi á Selt jarnarnesi. Hafði tæk- ið verið falið. Liggur fyrir játning um að tækinu hafi verið smyglað til landsins. Sveinn Björnsson, yfirlögregluþjðnn rannsðknar- lögreglunnar f Hafnarfirði, sagði við Mbl. i gær, að grunur væri um fleiri tæki en svo virtist sem menn hefðu falið þau. Sveinn vildi Iftið tjá sig um málið en Mbl. hafði fregnir af þvf að f gær hefði átt að kalla til yfirheyrslu tvo menn, hæsta- réttarlögmann og starfsmann toll- gæzlunnar. Löggæzlumennirnir úr Keflavfk, Kristján Pétursson og Haukur Guðmundsson, vinna ekki lengur að rannsókn litsjðn- varpssmyglsins, sem þeir hófu upphaflega rannsðkn á, en sak- sóknari rfkisins tók úr höndum þeirra og flutti til sakadóms Reykjavíkur. Þeir voru einnig upphafsmenn að rannsókn þeirri sem fram fer f Hafnarfirði en þeirri rannsókn hleyptu þeír af stað f sfnum eigin frftfma (sumarleyfi) TOLLVERÐ 130—170 ÞtJSUND KRÓNUR Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær, er talið að vörugámur taki um 30 litsjón- varpstæki. Litsjónvarpstæki kosta í verzlun í Reykjavík 290—320 þúsund krónur, og er tollur af slfkum tækjum 130—170 þúsund krónur, þannig að ríkis- sjóður hefur orðið af dágóðum tolltekjum ef tækjum hefur verið smyglað inn í einhverjum mæli. RANNSÓKN AFRAM 1 HAFNARFIRÐI Guðmundur Jóhannesson dómari við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hann teldi að allt of mikið hefði verið gert úr þessu máli. Hann sagði að þeir Kristján Framhald á bls 22. Óvíst hvort Norglobal kemur NO ER óvfst hvort norska bræðsluskipið Norglobal fæst leigt til loðnubræðslu við Is- land á komandi loðnuvertfð. Framkvæmdastjóri Norglobal, Jan Fossbakk f Tromsö, stað- festi þetta f samtali við Morg- unblaðið f gær og sagði ástæð- una vera vaxandi þrýsting sjó- manna og útgerðarmanna norskra loðnuskipa, sem vilja hafa skipið f eigin þágu. — A sfðustu loðnuvertfð tók Norglóbal á móti um 65 þús- und lestum af loðnu af 400 þús. lesta heildarafla og var útflutningsverðmæti afurð- anna úr skipinu 550 milljónir króna. Jan Fossbakk sagði i samtal- inu við Morgunblaðið, að norskir sjómenn og útgerðar- menn vildu hafa Norglobal fyrir utan strönd Finnmarkar í Noregi i vetur á meðan loðnu- vertíðin stæði yfir þar, þar sem Framhald á bls 22. MIKIL óánægja er rfkjandi meðal kartöflubænda f Þykkva- bænum með kartöfluverðið sem ákveðið var á dögunum. Hefur Mbl. fregnað það, að ýmsir bænd- ur f Þykkvabænum vildu setja sölubann á kartöflur til Græn- metisverzlunarinnar þar til leiðrétting hefði fengizt. Ingvi Markússon á Parti, formaður Félags kartöfluframleiðenda f Þykkvabænum, sagði f samtali við Mbl. f gær að engar slfkar aðgerð- ir hefðu verið ákveðnar. Sagði Ingvi það rétt vera, að bændur teldu verðið alltof lágt, en það er að meðaltali 56,67 krónur til bænda hvert kg. Telja bændur að verðið þurfi að vera 80—85 krónur kg en það er 41—50% hækkun. Ingvi staðfesti, að engar kartöflur hefðu verið afgreiddar til Grænmetisverzlunarinnar f þessari viku. Ingvi sagði að Félag kartöflu- framleiðenda hefði sent landbún- aðarráðuneytinu bréf með beiðni um breytingu á reglugerð þess efnis að 2. flokkur yrði færður niður um 2 millimetra. Væri það mikið hagsmunamál bænda að fá þetta f gegn, en ekkert svar hefði borizt frá ráðuneytinu. Þegar Mbl. talaði við Ingva í gærkvöldi, Stækkun álversins: Ákvörðun tekin inn- an 6 vikna ,,F,G á von á þvf að ákvörðun um stækkun álversins verði tekin innan 6 vikna,“ sagði Ragnar Halldórsson forstjóri Isals f sam- tali við Mbl. f gær. Svo sem kunnugt er af fréttum liggur fyrir heimild um stækkun álversins sem nemur 10 þúsund tonna ársframleiðslu. Ef stækkun verður ákveðin, verður skáli 2 lengdur þannig að hann verði jafnstór skála 1. Verður kerjum fjölgað um 40 þannig að þau verði samtals 320. Þegar þau verða öll komin í gagnið verður fram- leiðsluaukning verksmiðjunnar 14,3% miðað við það sem áður var. Aðalforstjórar Alusuisse eru væntanlegir til landsins í nóvem- ber og verður hugsanleg stækkun álversins vafalaust ofarlega á baugi á fundum þeirra hér. Alverð hefur farið ört hækk- andi á heimsmarkaði að undan- förnu, og er það helzta ástæðan fyrir því að stækkun álversins kemur nú sterklega til greina. var hann að ljúka kartöfluupp- töku. Kvaðst hann ætla að halda til höfuðborgarinnar í dag til að ræða við ráðamenn landbúnaðar- ins um málefni kartöflubænda I Þykkvabænum. Ingvi sagði að allur tilkostnaður við kartöflurækt hefði aukizt stór- lega á síðustu árum, áburðar- kostnaður t.d. um 116% á s.l. tveimur árum og vélar hefðu hækkað um 500% á s.l. fjórum árum. Hefði kartöfluverð ekki hækkað nándar nærri eins mikið og tilkostnaðurinn og væri þetta vissulega bagalegt, sérstaklega í árferði eins og nú, þegar upp- skeran væri lítil. Þegar Mbl. bar undir Ingva sögusagnir um að einstaka bændur vildu kanna hvort hægt væri að selja framleiðsluna til útlanda til að fá réttlátt verð, kvað hann það lausasagnir, sem ekki væri takandi mark á. Mælt hjá Breta: 76% aflans var stór- þorskur STARFSMENN Landhelgis- gæzlunnar fóru I gær um borð I tvo brezka togara, sem voru á veiðum undan Suð-Austurlandi, nánar tiltekið útaf Seley, til að kanna aflasamsetningu. Voru þetta togararnir Ross Altair H- 279 og Ross Trafalgar H-279. Þegar Mbl. ræddi við Gunnar Ólafsson í stjórnstöð Landhelgis- gæzlunnar í gær lágu fyrir niður- stöður um afla Ross Trafalgar. Af Framhald á bls 22. Hvolfþakshús fyrir andabú hitað með vindmylluafli A Eystri-Hellum I Gaulverjabæ er risið nýstárlegt hús. Það er 205 rúmmetra hvolfþakshús, sem í fyrstu verður notað fyrir andabú en siðar sem gróður- hús. Einar Þorsteinn Asgeirs- son, arkitekt, hefur hannað húsið en hann sýndi lfkön af slfkum húsum á sýningu f fyrra. Astráður Guðmundsson, bóndi, trésmiður og Ifkan- smiður sem býr á Hellum, hefur reist húsið og hyggst byggja slfk hús fyrir aðra lfka, enda þegar komnar pantanir um 3 hús og enn stærri sem Einar Þorsteinn er að gera áætianír um. Jafnframt þvf hefur hann gert líkan og tilraunir með sér- staka gerð af vindmyllum eins og farið er að nota í Banda- ríkjunum, Frakklandi og Kanada, og hyggst Astráður hita upp hvolfhúsið með raf- magni frá vindmyllunni. Myllan er ekki hin hefðbundna vængjamylla, heldur leikur á lóðréttum ási. Framhald á bls 22. Grindín að hvolfþakshúsinu, sem reist var á Eystri-Hellum, ádur en hún var þakir. Líkan af vindmyllunni, sem framleiða á rafmagn fyrir andabúið á Kystri-Hellum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.