Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 7 Stóriðja Flestir eru sammála um það að orkufrekur iðnaður hljðti að gegna þýðingarmiklu framtiðarhlutverki i þjóðarbúskap okkar. Í fyrsta lagi sýnist hann ðhjákvæmilegur ef nýta á innlenda orku- gjafa að þvi marki, sem æskilegt er, og raunar forsenda þess að raforkuframleiðsla okkar verði byggð upp með þeim hætti, sem að er stefnt og hyggi- legt þykir. 1 öðru lagi getur hann haft afger- andi áhrif i útflutn- ingsframleiðslu okkar og viðskiptajöfnuði út á við. 1 þriðja lagi þjónar hann sinu hlut- verki f þvi að tryggja öllum landsmönnum atvinnuöryggi f kom- andi framtfð. Engu að sfður er nauðsynlegt að gera sér glögga en öfga- lausa grein fyrir hugsanlegum nei- kvæðum hliðum stór- iðju. Þar er einkum tvennt sem vefst fyrir mönnum. Mengunar- varnir og eignar- aðild Gæta þarf fyllstu varúðar sökum hugsanlegrar meng- unar og byggja varnaraðgerðiir á vfs- indalegum athugun- um og niðurstöðum. Þetta er f flestum til- fellum hægt og sú stóriðja ein á rétt á sér þar sem vfsindalegum vörnum verðut við komið og tryggt er að engin veruleg hætta stafar af. I þeim tilfellum, sem stóriðja er f senn háð hráefnum erlend- is frá og mörkuðum, er erlendir fram- leiðsluhringir ráða, þarf að gaumgæfa vel eignaraðild okkar áð- ur en til hennar er stofnað. Ef að auki bætast við lfkur á miklum verðsveiflum framleiðslunnar, sem geta haft tfmabundin neikvæð áhrif á rekstrargrundvöll framleiðslufyrirtækis, er umtalsverð eignar- aðild enn tvfeggjaðri. Ef erlendir samstarfs- aðilar hafa sýnilega ráð okkar f hendi sér, bæði um verð hráefna og söluverð fram- leiðslu, sýnist hyggi- legar að taka okkar hlut á þurru f formi orkugjalds, skatt- heimtu og gjaldeyris- tekna. 1 öðrum tilfell- um getur eignaraðild að meirihluta verið hagkvæmari. Hér þar að meta hvert einstakt dæmi sérstaklega og byggja ákvarðanatöku á þvf einu, hvað er okkur sem þjóð hag- kvæmast f hverju til- felli. Tíminn og lánamál Tfminn segir svo f sunnudagshugleið- ingu um lánamál utanrfkisráðherra: „Samkvæmt venjum hefur Landsbankinn ekki viljað gera grein fyrir ástæðunum til þess, að umrætt lán var veitt. En benda má á, að utanrfkisráð- herra hefur ekki að- eins sérstöðu varðandi húsnæði, eins og kem- ur fram f viðtalinu, heldur átti hann óvenjulega annrfkt um þessar mundir vegna þorskastrfðsins. Það hvíldi á honum að hafa forustu um mál- flutning tslendinga út á við, jafnhliða stöð- ugu samningaþófi. Það er ekki ólfkleg til- gáta að bankastjórar Landsbankans hafi lit- ið þannig á, að ekki væri óeðlilegt að létta af honum vfxlabaslið undir þessum kring- umstæðum. Þess á þjó- in Ifka eftir að minn- ast, að Einar Ágústs- son átti rfkan þátt f þvf, að þjóðin vann hér einn glæsilegasta sigur sinn. Þess mun áreiðanlega lengur minnzt, en þess úlfa- þyts, sem reynt er að vekja f sambandi við umrædd skipti hans og Landsbankans." HVÖT félag sjálfstæðiskvenna heldur fund í kvöld 12. október kl. 20.30 í fundarsal sjálfstæðishússins við Bolholt. Fundarefni: Ingólfur Jónsson fyrrv. ráðherra talar um samstarf dreifbýlis og þéttbýlis Á fundinum skal kjósa uppstillingarnefnd. Stjórnin. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ÞL' AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐJNU Dauf Ijós skapa hættu vetrarmyrkrinu eru ökuljosin augu bilstjorans Þessir hlutir ráða mestu um Ijósmagnið. Skiptið um peru og spegil og Ijósin verða björt og ný. VOLKSWAGEN EIGENDUR Of dauf ökuijos skapa óþarfa hættu. Nú er tími Ijósastillinga. Látið mæla Ijósmagnið um leið og Ijósin eru stillt. HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240 ☆ Hringið í síma 17650 og fáið hljómplötur sendar í póstkröfu ÍSLENZKAR PLÖTUR Lonlí Blú Bojs Áferð Magnús Guðmundur Guðjónsson Lög eftir Sigfús Halld. Vilhjálmur Vilhjálms. Með sinu nefi Megas Fram og aftur blíndgötcna Megas Millilending Áfram stelpur Simsalabim ERLENDAR PLÖTUR Cleo Lane Born on a friday Gentle Giant Interview Hollies Write on Roxy music Viva Roxy music The fifth Black Sabbath Sabbotase Urian Heep The best of Urian Heep High and mighty Gensis A trick of the tail Dr. Hook A little bit more Stomuyamashta Tvær plötur Beatles Allar gömlu plöturnar John Denver Spirit Nilson That s the way it is Jesus Crist Superstar Gordon Lightfoot Summertime dream Cliff Richard l am nearly famous. Framtow Comes alive! Einnig jazzhljómplötur og ýmsar fleiri. myndiðian ÁSTÞÓRf Bankastræti 8. sími 17650.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.