Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKT0BER 1976
Ragnar Júlíusson:
Dr. Bragi Jósepsson hafði víðtæk-
asta menntun allra umsækienda
Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ urðu
snarpar umræður í borgarstjórn
Reykjavíkur um veitingu stöðu
aðstoðarskólameistara við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti. Mun
flestum nokkuð kunnugt um
málavexti og þykir ekki ástæða til
að rekja þá nánar en skýra þess í
stað frá umræðunum. Fyrstur tók
til máls Ragnar Júlfusson (S) og
rakti aðdraganda að þeirri
ákvörðun menntamálaráðherra
að ganga gegn vilja fræðsluráðs
og veita ekki stöðuna þeim aðila
sem fékk flest atkvæði er leitað
var álits þar, eða 5 atkvæði. Hins
vegar veitti ráðherra þeim manni
stöðuna sem fékk eitt atkvæði,
reyndar eftir að leitað hafði verið
umsagnar fræðslustjórans í
Reykjavík og skólameistara Fjöl-
brautaskólans. Borgarfulltrúinn
sagði að fræðsluráðsmenn hefðu
aflað sér eins greinargóðra upp-
lýsinga og unnt var um alla þrjá
umsækjendurna áður en til
hinnar leynilegu atkvæðagreiðslu
kom í fræðsluráði um veitingu
stöðunnar. Ragnar sagði að
FRA
BORGAR-
STJÓRN
ákvörðun ráðherrans væri í meira
lagi mjög umdeilanleg og hreint
út sagt ögrandi í garð Reykjavík-
urborgar. Kvaðst hann fullviss
um að engum fræðsluráðsmanni
hefði dottið það I hug að ráðherr-
ann færi ekki að vilja þeirra.
Sagði borgarfulltrúinn síðan að í
grunnskólalögunum væri gert ráð
fyrir sem mestri valddreifingu og
að samskipti menntamálaráð-
herra við fræðsluráð Reykja-
víkurborgar hefði einkennzt af
slíkum ákvörðunum utan sára-
fárra undantekninga. Þá sgði
borgarfulltrúinn að auðvitað væri
endanlega valdið hjá ráðherra,
það væri óumdeilanlegt, en vald
ráðherra ætti fyrst og fremst að
vera varnagli ef mjög ríkar ástæð-
ur kæmu til. En væri slikt vald
notað nánast sem liður í persónu-
legum ofsóknum gegn tilteknum
einstakling þá væri illa farið.
Vegna ákvörðunar ráðherra
mætti því ætla að fræðsluráði
hefði orðið á geysileg mistök er
það mælti með dr. Braga Jósefs-
syni. Ragnai'sagði að ef umsóknir
umsækjendanna væru teknar til
athugunar kæmi í Ijós að dr.
Bragi Jósefsson hefði víðtækustu
menntunina af öllum þremur um-
sækjendunum til að gegna um-
ræddu starfi. Þá hafi dr. Bragi
stundað mikil rannsóknastörf á
sviði skólamála og ennfremur
sýnt mikinn dugnað í starfi sem
deildarstjórí í menntamálaráðu-
neytinu. Ekki kvaðst borgarfull-
trúinn vilja ræða frekar ágrein-
ing dr. Braga og ráðuneytisstjór-
ans sem leiddi til þess að honum
var veitt lausn frá embætti —
með ólögmætum hætti ef marka
mætti nýgenginn úrskurð borgar-
dóms Reykjavíkur. Kvaðst
Ragnar vilja halda þeim málum
öllum, sem enn sæi ekki fyrir
endann á, utan þessara umræðna
þvi ella væri ekki fjarri, að hugur-
inn beindist að því sem virzt gætu
ógeðfelldar persónuofsóknir og
þá um leið glórulaus misbeiting
valds.
Væri hins vegar vikið að hinum
umsækjandanum væri Rögnvald-
ir Sæmundsson ágætlega
menntaður maður og hefði haft
meó höndum 24 ára stjórnun á
-.kólurn i Keflavik. Rögnvaldur
hefði enn fremur átt stóran þátt í
undirbúningi Fjölbrautaskóla
Suðurnesja og sótt um starf skóla-
meistara þar en ekkert atkvæði
hlotið umsagnaraðila ráðherra
þar. Hinum sama ráðherra hefði
þótt hlýða að skipa kennara við
menntaskóla hér í Reykjavík
skólameistara þar en ganga fram
hjá þeim sem mestan veg hafði
haft af undirbúningi að stofnun
skólans syðra. Sagði Ragnar að
þessi staðreynd vekti óneitanleg
grunsemdir um, að ekki hefði
verið með þessari ráðningu í
Breiðholti verið að ráða Rögnvald
Sæmundsson heldur verið að
koma sér hjá með öllum tiltækum
ráðum að ráða dr. Braga Jósefs-
son. Kvaðst Ragnar harma að
borgarfulltrúinn Kristján Bene-
diktsson skyldi á borgaráðsfundi
kjósa að bregða sér úr borgarfull-
trúastarfinu sem hann er til kjör-
inn og launaður til að gegna og
tala þar eins og hver annar
launaður starfsmaður þingflokks
Framsóknarflokksins og verja
framferði ráðherra sem gengi
þvert gegn hagsmunum og óskum
borgarstofnunar. Þessi afstaða
kæmi flestum á óvart ekki sízt
þeim sem þekktu Kristján Bene-
diktsson vel. Sagðist Ragnar
Júliusson vel geta fellt sig við
tillögu Björgvins Guðmundssonar
sem lögð var fram á borgarráðs-
fundi 21. sept. þar sem stöðuveit-
ingunni er harðlega mótmælt.
Kristján Benediktsson (F)
sagðist líta á umrædda deilu sem
misklið milli fræðslustjórans í
Reykjavik og formanns fræðslu-
ráðs, Ragnars Júlíussonar. Barátt-
an sem fram kæmi í deilu þessari
væri hrein valdabarátta milli
þeirra tveggja. Sagðist Kristján
ekki taka minna mark á umsögn
þess ágæta skólamanns Kristjáns
Gunnarssonar fræðslustjóra en
meirihluta fræðsluráðs. Ennfrem-
ur yrðu menn að gera sér grein
fyrir þvi að fræðsluráð væri að-
eins umsagnaraðili en ráðherra
bæri ábyrgðina. Kvað Kristján
meirihluta fræðsluráðs vera þann
pólitiskasta meirihluta sem til
væri í starfandi nefnd eða ráði á
vegum borgarinnar. Hann sagðist
siðan vilja lýsa furðu sinni að
formaður fræðsluráðs talaði um
glórulaust ofstæki og persónuleg-
ar árásir og þar meinaði hann
liklega menntamálaráðherra.
Kristján Benediktsson kvaðst
vilja gera orð Ágústs kaupmanns
í Stykkishólmi að lokaorðum sín-
um: „Þetta væru stór orð
„Ragnar" ef einhver annar hefði
sagt þau en þú.“ Björgvin
Guðmundsson (A) sagðist vilja
gera grein fyrir afstöðu sinni.
Ástæðurnar fyrir stuðningi sínum
við dr. Braga Jósefsson væru: 1)
Dr. Bragi hefur mun meiri
menntun en sá er stöðuna hlaut.
2) Dr. Bragi væri góður stjórn-
andi og hefðu störf hans i ráðu-
neytinu borið vitni um það. 3)
Bragi væri mun yngri maður.
Björgvin sagði siðan að við
þessa embættisveitingu hefði ráð-
herra misbeitt valdi sínu og þar
hefðu annarleg sjónarmið ráðið.
EHn Pálmadóttir (S) sagði að
deilurnar hefðu verið gagnlegar
þó ekki væru þær skemmtilegar.
Hún sagðist ekki ætla að meta
persónur mannanna. Skrifin
bentu aðeins á framkomu ráð-
herra gagnvart sveitarstjórn og
fræðsluráði. Ráðherra túlkaði lög-
in kannski svo að ráð og nefndir
mættu svo sem segja sina skoðun
en hann hefði valdið. Ráðherra
getur dregið úr áhrifum „heima-
stjórnar" með þvi að skýla sér á
bak við fræðslustjóra. Elín sagðist
ekki efast um að þeir sem leitað
var til með umsögn um mennina
hefðu unnið eins samvizkusam-
lega og þeim var unnt. Þá veltu
menn fyrir sér stórri spurningu.
Hvers vegna var Rögnvaldur ekki
ráðinn til Fjölbrautaskóla Suður-
nesja? Síðan sagði Elin að sjálf-
sagt væri að ræða stöðuveiting-
una við Fjölbrautaskólann ekki
eingöngu vegna stöðuveitingar
þessarar heldur vegna þess
hversu alvarlegt mál væri hér á
ferðinni. Alfreð Þorsteinsson (F)
spurði Ragnar Júlíusson hvað
hann ætti við þegar hann ræddi
um ógeðfelldar persónuárásir.
Hvað fælist í þvi, hver hefði stað-
ið I sliku og hvernig væru þær.
Sagði hann að Ragnar yrði að
standa við þessi orð ef hann ætl-
aðist til að honum yrði trúað.
Ragnar Júlíusson sagði greinilegt
að Alfreð hefði misskilið sig, sjá
nánar orðrétt úr ræðu Ragnars
hér að framan. Alfreð Þorsteins-
son sagðist ekki sjá annað Ragnar
hefði ekki staðið við orð sín. Taldi
Alfreð síðan upp sjö stöður sem
dr. Bragi hefur sótt um undanfar-
in ár og greindi nákvæmlega frá
hvernig atkvæði hefðu fallið hjá
umsagnaraðila á hverjum stað.
Albert Guðmundsson (S) sagði
eftir mál Alfreðs að allir sem
hlutu stuðning fræðsluráða á
hverjum stað hefðu hlotið um-
ræddar sjö stöður. Kvaðst Albert
vilja benda á að bæði sá er fékk
umdeilda stöðu í læknadeild HI
fyrir nokkru og sá er fékk stöð-
una í Breiðholti væru báðir fram-
sóknarmenn. Þetta væri kannski
tilviljun. Kristján Benediktsson
sagði að deilan snerist að miklu
leyti hvort hér hefðu verið framin
embættisglöp af ráðherra. Ekki
væri hægt að sakfella mennta-
málaráðherra fyrir að leita álits
fræðslustjóra. Kristján sagði að
sín ósk væri að deila dr. Braga við
kerfið yrði senn á enda; henni
lyki á sómasamlegan hátt fyrir
hann. Kvaðst hann fúslega vilja
styðja Ragnar Júlíusson til að
koma dr. Braga I gott og vel laun-
að embætti hjá Reykjavíkurborg
sem þá um losaði dr. Braga úr
hinu mikla sálarstriði sem hann
ætti i við hið vonda menntamála-
ráðuneyti. Davið Oddsson (S)
lýsti undrun sinni yfir hversu
ákafir borgarfulltrúar Fram-
sóknarflokksins væru í að verja
gerðir ráðherra sem framkvæmd-
ar væru þvert gegn vilja meiri-
hluta fræðsluráðs. Kvað hann
menntamálaráðuneytið ofstýrt
ráðuneyti. Og öllum ætti að vera
ljóst að dr. Bragi Jósefsson hefði
lengi staðið i striði við einræðis-
herrann i menntamálaráðuneyt-
inu; ráðuneytisstjórann Birgi
Thorlacius. Sagði Davið að tvi-
skinningur hefði verið hjá Kr.
Benediktssyni er hann lýsti yfir
áköfum stuðningi við veitingu á
góðri stöðu til dr. Braga á næst-
unni. Nú er tækifærið liðið
Kristján og af hverju notaðir þú
það ekki? spurði Davíð. Elín
Pálmadóttir sagði að Kr. Ben.
hefði sagzt mundu styðja dr.
Braga í góða stöðu hjá borginni.
En málið væri ekki svona einfalt.
Sérgrein dr. Braga væru einmitt
fjölbrautaskólar og Fjölbrauta-
skólinn i Breiðholti hefði einmitt
verið heppilegur fyrir svo víð-
menntaðan mann sem dr. Braga.
Sigurjón Pétursson (ABL) sagð-
ist telja það sjálfsagt að ráðherra
notaði vald sitt í svona málum þar
sem nægilega sterk rök lægju til.
En þvi væri ekki til að dreifa hér.
Sigurjón taldi ósmekklegt að
Framhald á bls. 31
Misskilningur í sím-
tali leiddi til mistaka
Páll Gíslason:
Hagkvæm kaup á húsgögnum
Undanfarið hafa orðið nokkrar
umræður i biöðum um kaup á
húsgögnum fyrir Heilsugæzlu-
stöðina í Árbæ. Mál þetta kQm til
umræðu á borgarstjórnarfundi
síðastliðinn fimmtudag. Rakti
Sigurjón Pétursson (ABL) máls-
atvik og vitnaði síðan í greinar-
gerð bygginganefndar Heilsu-
gæzlustöðvarinnar sem birtist í
Morgunblaðinu 7. október.
í máli Sigurjóns kom fram að
borgarstjórn hefði samþykkt
hvernig standa skyldi að innkaup-
um fyrir Reykjavíkurborg. Hann
sagði að húsgögnin hefðu verið
keypt og flutt í heilsugæzlustöð-
ina áður en stjórn Innkaupastofn-
unar Reykjavíkur kom saman til
að ræða málið. Þetta taldi Sigur-
jón slæmt. Síðan sagðist hann vel
geta sætt sig við kaupin á hús-
gögnunum i sjálfu sér, því ekki
væri hægt að neita að kaupin
væru nokkuð hagstæð þar sem
kaupsamningurinn hljóðaði upp á
40% Iægri upphæð en áætlað
hefði verið. Samt sem áður þó svo
kaupin hefðu verið hagstæð og
sjálfsögð vegna verðs og gæða
kvaðst Sigurjón vita hvernig að
kaupunum hefði verið staðið. Það
væri alls ekki á valdsvði
byggingarnefndar að ákveóa um
húsgagnakaup — heldur stjórnar
Innkaupastofnunarinnar.
Næst talaði Páll Gíslason, en
hann á sæti I umræddri
byggingarnefnd. Sagði Páll að hér
lægi ljóst fyrir að misskilningur í
simtali hefði leitt til þessara mis-
taka. Þessi misskilningur hefði
nú leitt til nokkurra deilna. 1 máli
Páls kom fram að hann teldi þetta
hagkvæm kaup enda hefði áætl-
unin hljóðað upp á rúmar 4,5
milljónir. Hins vegar hefðu hús-
gögninfengizt á 2,7 milljónir sem
væri u.þ.b. 1,7 milljónum undir
áætlun. Af þvi mætti augljóslega
sjá að kaupin hefðu verið mjög
hagkvæm. Um það væri ekki hægt
að deila. Páll sagði að byggingar-
nefndin hefði gert allt hvað hún
gat til að gera kaupin sem hag-
kvæmust og þá bætti hann þvi við
að vel hefði verið staðið að undir-
búningi húsgagnakaupanna.
Alfreö Þorsteinsson (F) sagði að
byggingarnefndin væri að reyna
að koma ábyrgðínni yfir á aðra
aðila i borgarkerfinu og að
greinargerðin bæri vott um dóm-
greindarleysi. Varpaði Alfreð
fram þeirri spurningu hvort
svona nokkuð hefði kannski gerzt
áður. Sigurjón Pétursson sagði að
greinargerðin hefði verið óþörf
og jafnvel gæti verið að hún væri
röng. Margrét Einarsdóttir (S)
kvaðst lýsa harmi sínum vegna
þessara mistaka, en minnti um
leið á að mistök væru mannleg.
Sagði hún að Alfreð Þorsteinsson
og Sigurjón Pétursson hefðu haft
í frammi mikla útúrsnúninga.
Mistök væru mannleg og gætu
alltaf hent.
Páll Gislason talaði síðan aftur
og endurtók að vel hefði verið
staðið að undirbúningi kaupanna
hvað sem öðru liði. Svo kom i ljós
i máli hans að öllum dagblöðun-
um hefði verið send greinargerð
byggingarnefndar sama daginn.
En ekki hefðu nú öll blöðin séð
þörf á að birta hana strax, og
gætu menn velt því fyrir sér hver
ástæðan væri.
Þá komu til umræðu byggingar-
framkvæmdir í Arnarholti vegna
fyrirspurnar frá Öddu Báru Sig-
fúsdóttur (ABL). Framkvæmd-
unum átti að vera lokið 1. ágúst
1976 en er enn ekki lokið. Spurði
Adda Bára borgarstjóra hvað nú
myndi gerast. Birgir tsleifur
Gunnarsson borgarstjóri (S)
rakti sögu málsins og sagði að
núverandi verktaki hefði hætt
framkvæmdum að miklum hluta
verksins en héldi áfram með
ýmislegt innan húss. Væri borgin
nú að leita nýs verktaka í afgang
verksins. Sagði borgarstjóri að
verkinu myndi seinka nokkuð,
jafnvel um eitt ár. Adda Bára
lýsti ánægju sinni með að verkið
væri ekki strandað, og myndi nú
áfram haldið.