Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 3 30. þing BSRB sett í gær: Öhjákvæmilegt að samræma laun opinberra starfsmanna launum á almennum vinnumarkaði ÞING Bandalags starfsmanna rfkis og bæja hið 30. f röðinni hófst f gærmorgun að Hótel Sögu. Þing bandalagsins sækja að þessu sinni 233 fulltrúar en alls eru félagar BSRB rúmlega 12 þúsund. Höfuðvið- fangsefni þingsins er mótun stefnu f væntanlegum kjarasamningum BSRB á næsta ári en þeir samning- ar verða þeir fyrstu, sem BSRB gerir hafandi verk- fallsrétt til að fyigja eftir kröfum sfnum. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, setti þingið og sfðan tóku til máls fulltrúar annarra launaþegasamtaka, sem borðið var til þingsins. Þingforseti var kjörinn Albert Kristinsson úr Hafnarfirði og varaforsetar þau Kristín Tryggvadóttir og Guðmundur Gunnars- son. 1 upphafi þingsetningarræðu sinnar minntist Kristján Thor- lacius, félagsmanna BSRB, sem látist hafa frá síðasta þingi sam- bandsins. Þá rakti Kristján nokkuð þróun kjaramála opin- berra starfsmanna frá því að siðasta þing BSRB var haldið og tók fram að höfuðviðfangs- efni þessa þings yrði mótun stefnu vegna væntanlegra kjarasamninga á næsta ári en þeir samningar yrðu í fyrsta skipti gerðir i skjóli verkfalls- réttar. Um siðustu aðalkjara- samninga opinberra starfs- manna sagði Kristján að með þeim samningum hefði verið stefnt að því að ná eins langt með launahækkanir og unnt var til að vega á móti verð- hækkunum og ekki sist að ná fram verkfalls rétti til þess að samtökin þyrftu ekki í framtíð- inni að heyja jafn vonlitla kjarabaráttu og löngum áður, eins og Kristján orðaði það. Sagði Kristján stærsta verk- efni launþegasamtakanna, sem framundan blasti væri að vinna upp þá stórkostlegu kjaraskerð- ingu, sem launafólk hefði orðið fyrir á síðustu árum. auk þess sem óhjákvæmilegt væri að samræma launakjör annars vegar starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum og hins vegar hjá öðrum atvinnurekendum í landinu. Með samanburði á launum opinberra starfsmanna í ná- grannalöndunum og hér sýndi Kristján fram á áð þrátt fyrir háar þjóðartekjur er íslenzkt launafólk ekki nema hálfdrætt- ingar f launum miðað við launa- fólk á Norðurlöndunum. Lægstu mánaðarlaun opinberra starfsmanna í Danmörku voru í april 1976 126 þúsund fsl. krón- ur en hér á landi voru þau 63 þúsund krónur. Kristján gerði þessu næst að umtalsefni hversu mjög opin- berir starfsmenn hafa dregist afturúr f laununum og bar sam- an hækkun vísitölunnar, ann- ars vegar frá því að hætt var að greiða visitöluuppbót eftir 1. marz til 1. ágúst 1976 og hins vegar launahækkanir, sem opinberir starfsmenn hafa fengið á sama tíma. Sagði Kristján að vfsitala framfærslu- kostnaðar hefði á þessu tíma- bili hækkað um 150% og ef kaupgjaldsvfsitala hefði verið reiknuð út á þessu tfmabili hefði hún líklega hækkað um 130%. Aftur á móti hefði kaup opinberra starfsmanna hækkað á sama tíma um 40—70%. Um skattamál sagði Kristján orðrétt: „Stefnan i skattamál- um er óþolandi. Atvinnu- rekendur sleppa að mestu við tekjuskatt. Þeim er lögheimil- aður frádráttur vegna fyrninga, vaxtaútgjalda, varasjóðs o.fl. liða. Síðan er söluhagnaður vegna verðbólgu við sölu at- vinnutækja skattfrjáls. Vegna þessa er auðvelt fyrir atvinnu- rekendur að stofna nýtt fyrir- tæki, selja þvi atvinnutækin og byrja að fyrna á nýjan leik.“ Kristján ræddi þá almennt um kjaramál launafólks og efna- hagsmál þjóðarinnar og sagði að launaþegasamtökunum bæri réttur og skylda til þess að beita áhrifum sinum, ekki að- eins á kjaramál í þrengstu merkingu, heldur á öllum svið- um efnahagsmálanna. Hann tók fram að forgangsverkefnið nú, sem höfuðsamtök launa- fólks ættu að vinna að sam- eiginlega, væri að ná fram auknum kaupmætti launa í landinu. Að síðustu ræddi Kristján nokkuð þær skoðanir, sem fram hafa komið i fjölmiðlum að undanförnu að samtök opin- berra starfsmanna væru að gliðna i sundur og f því sam- bandi sagði hann orðrétt: „Öánægja með launakjörin koma mér síst á óvart og ekki heldur þótt einstaklingar og jafnvel einstakir smáhópar hugsi svo þröngt, að þeir sjái ekki skóginn fyrir trjánum. En þegar slikar raddir eru birtar i fjölmiðlum á áberandi hátt, verður ekki hjá því komist að um þær verði rætt á þessu þingi — þar verði fjallað um sjálfa Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, setur þing bandalagsins. tilveru samtakanna. Þessar raddir geta veikt aðstöðu sam- takanna, ef þær eru ekki ræddar og svarað skýrt af þing- inu. Ég skal segja mína skoðun strax. Ég tel, að allt frá stofnun BSRB hafi verið mikil þörf fyrir félög opinberra starfs- manna að hafa með sér heildar- samtök. Og að aldrei — aldrei — hafi þörfin fyrir heildar- samtökin verið brýnni en ein- mitt nú.“ Þegar Kristján Thorlacius hafði sett 30. þing BSRB tóku til máls gestir þingsins. Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, sagði að islenskir launamenn litu með eftirvæntingu til þings BSRB nú og þings ASÍ, sem haldið yrði innan skamms. Barátta síð- ustu missera hefði einkennst af varnarbaráttu en nú væri það krafa islenskra launamanna að þessari varnarbaráttu yrði lokið. Sagði Björn að þrátt fyrir áfanga i lífeyrissjóðamálinu á vettvangi ASÍ og verkfallsrétt til handa félögum BSRB, yrði ekki framhjá því litið að launa- kjörum hefði stórlega hrakað og verðbólgan haldið áfram að geysa. Þá hvatti Björn til auk- ins samstarfs BSRB og ASÍ og sagði að menn yrðu að viður- kenna það hreinskilnislega að þetta samstarf hefði ekki verið nóg en óþarfi væri að tilgreina þar ástæður. Að endingu fagnaði Björn þeim tillögum, sem liggja fyrir þingi BSRB um inngöngu BSRB i Alþýðu- samband Norðurlanda og Alþýðusamband Evrópu. Aðrir gestir, sem töluðu við þingsetninguna, voru Jónas Bjarnason, formaður Banda- lags háskólamanna, Ingólfur Stefánsson, fulltrúi Farmanna og fiskimannasambands ís- lands, Sólon Sigurðsson, for- maður Sambands ísl. banka- manna og Sæmundur Friðriks- son, fulltrúi Stéttarsambands bænda. Þá tilkynnti formaður BSRB að þrjú ný félög hefðu gengið í BSRB frá því að siðasta þing var haldið en það eru Félag starfsmanna Mosfells- hrepps, Starfsmannafélag Sel- tjarnarness og Starfsmanna- félag Garðabæjar. Eftir hádegi i gær flutti Kristján Thorlacius skýrslu stjórnar BSRB, Einar Olafsson gjaldkeri skýrði reikninga og gerð var grein fyrir tillögum, sem lagðar voru fyrir þingið, en þar má nefna tillögur um kjara- mál, vinnuvernd, samningsrétt, skattamál, efnahagsmál, jafn- réttismál og tillögu um stofnun Reiknistofnunar launamála. Þingi BSRB verður fram- haldið í dag en gert er ráð fyrir að því Ijúki siðdegis á fimmtu- dag. FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI........... \ Alþjóðleg sýning ■ á skrifstofuvörum mSSk köln | ■ ig._24.okt.'76 H _ 14. IKA Alþjóðleg matreiðslusýning |j FRANKFURT WJ 21—28 okt. '76 ^^'Pantið snemma Hótelherbergin verða af- pöntuð 7 dögum fyrir sýningu Ódýrar Lundúnaferðir eru aö hefjast aftur. Brottför hvern laugardag. m SIAL '76 Alþjóðleg matvælasýning pP PARÍS 1 5 —20 nóv '76 Pantið snemma. Hótelherbergin verða af pöntuð 7 dögum fyrir sýningu. Alþjóðleg vélasýning ^ fyrir fataiðnað KÖLN 3.— 7. nóv. '76 Pantið snemma Hótelherbergin verða af- pöntuð 7 dögum fyrir sýningu Kanaríeyjaferðir byrja 27. október. Pantið tímalega. JT """ Utvegum sýningarskrár, sýningarsvæði, aðgöngumiða, hótelherbergi Seljum einnig farseöla með öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.