Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1976
ÆFINGAR ÞURFA AÐ TAKA MIÐ
AF ATVIKUM LEIKSINS SJÁLFS
MEIRI hluti íslenzkra knatt-
spyrnumanna vinnur ekki
nægjanlega vel með knöttinn.
Tækni þeirra er yfirleitt of gróf.
Þeir spyrna oft dálitið stórkarla-
lega og eins eru sendingar þeirra
of ónákvæmar. 1 knattspyrnu er
það ekki endilega aðalatriið að
geta gert ótal kúnstir með
knöttinn, heldur hitt að hafa vald
á honum og geta samræmt tækni
sína og hraða. lslenzkir knatt-
spyrnumenn þurfa yfirleitt um-
fram allt að geta hreyft sig hraðar
með knöttinn og hika minna I leik
sfnum.
Nauðsynlegt er að ná valdi á
knettinum strax og tekið er við
honum, og sleppa þannig við að
eyða of miklum tíma í að koma
honum í þá aðstöðu sem leik-
maðurinn vill hafa hann í. Þarna
er pottur brotinn hjá okkar
mönnum, og verður það til þess að
sendingar milli þeirra mistakast
oft, og eins eru þeir oft of seinir
að koma knettinum frá sér, áður
en andstæðingurinn er kominn.
Þetta þýðir auðvitað það að allar
áætlanir mistakast.
I leik sér maður fslenzka knatt-
spyrnumenn yfirleitt ekki nota
mörg kænskubrögð, t.d. plata and-,
stæðinginn með bolvindum eða
þess háttar. Yfirleitt reyna þeir
að nota hraðann einan þegar þeir
ætla sér framhjá andstæðingi.
Þetta getur verið ágætt þegar
verið er með knöttinn úti á
miðjum vellinum, þar sem nóg
rými er, en þegar nálgast mörkin
og margir eru orðnir til varnar
gildir slíkt ekki nema þá í fáum
tilfellum. Þar með er orðin lítil
hreyfing í leiknum, og
leikmennirnir komnir í erfiða að-
stöðu. í bezta falli lendir knöttur-
inn þá hjá leikmanni frá sama
liði, en í flestum tilfellum tapast
hann til mótherjans. Þannig
glatast mörg tækifæri sem boðist
hefðu ef leikmennirir hefðu yfir
meiri tækni að ráða við að komast
framhjá andstæðingi.
Það er ósjaldan sem góð mark-
tækifæri bjóðast í leikjum, en fá
mörk eru skoruð. Hvernig
stendur á því. Aðalástæðan er sú,
að leikmennirnir eru ekki
viðbúnir þegar tækifærið býðst,
hafa ekki nógu mikið sjálfsöryggi
og eru of seinir að taka ákvörðun.
Þarna kemur ekki bara skortur á
tækni til. Allir sem fylgjast með
knattspyrnumönnum á æfingum
og i leikjum vita það. Þeir eru
ófáir knattspyrnumennirnir sem
eru miklu betri á æfingum og
skora þá ef til vill mörg mörk. Þá
eru þeir afslappaðir og öruggir.
Aðstæðurnar breytast eðlilega
ekki eins fljótt á æfingum og i
leikjum, þar sem knattspyrnu-
mennirnir fá ekkí nema örfá
andartök til þess að ákveða sig og
dæma um hvað þeir eigi að gera
— hvort þeir eigi að skjóta eða
senda. Menn venja sig því á að
vera lengi að hugsa.
Við þjálfun þarf því að leggja
aðaláherzluna á að æfa upp svip-
aðar stöður og kunna að koma
fyrir í leikrium. Það er að segja að
leikmennirnir verða að haga sér
eins á æfingum og þeir gera í
leikjum. hlaupa af fullum krafti
og sækja ákveðið að markinu.
Nauðsynlegt er að leikmennirnir,
jafnt á æfingum sem í keppni, séu
tilbúnir að beita brögðum og mis-
munandi spyrnum a markinu
þcgar fær; gefasí Meö í jölbreytni
í leik sínum ei oft hægt að plata
andstæði - fnvel ekki
bara einn ■ ii,u íu l(iui þrjá eða
fjóra.
1 þjálfun isletizk ra knatt-
Syyrnumanna í'innst mér
áberandi að leikmennirnir æfa
sig að skjóta og skora allt frá
vítateigslínu þar sem þeir standa
og jafnvel stilla knettinum upp
áður en þeir skjóta. Slíkt skeður
ekki í leikjum, og þessi þjálfun
veitir ekki þá kunnáttu sem þarf
til þess að geta leikið I meistara-
flokki. Þess vegna álit ég að
hverjum einasta leikmanni sé
nauðsynlegt að staldra við, reyna
að finna eigin veikleika og miða
síðan æfingar sina r við að reyna
að uppræta þá. Hlutverk
þjálfarans er fyrst og fremst að
hjálpa leikmönnunum að finna
þessa veikleika sína og þjálfa þá
tækni og þær leikaðferðir sem
hann vill að liðið noti i leiknum.
Þjálfun, í heild, þarf að byggja
upp á miklum hraða og allar
æfingar verða að vera við það
miðaðar að þar komi upp sömu
aðstæður og svipuð tækifæri og
leikurinn sjálfur býður upp á.
Þess vegna er það mjög áríðandi
að leikmennirnir æfi undir
ákveðnu álagi, þ.e. að þeir hafi
takmarkaðan tíma til stefnu á
ákveðnu svæði á vellinum.
LEIKAÐFERÐIR HAFA
BREYTZT MIKIÐ
Leikaðferðir íslenzkra liða hafa
breytzt mikið á undanförnum
árum. Mesta breytingin hefur átt
sér stað I varnarleiknum, og þá
vegna tilkomu nýs varnarleik-
manns, svokallaðs „sweepers“.
Nokkur liðanna hafa éinnig sett
mann inn I stöðu milli varnar og
tengiliða og er hlutverk hans að
gæta tengiliða hins liðsins og
freista þess að kæfa sóknar-
aðgerðir hins liðsins í fæðingu. I
heild hefur tala þeirra leikmanna
sem leika í vörn hækkað á kostn-
að sóknarleiksins.
Formið á vörninni er ekki aðal-
atriðið, heldur leikur varnarinnar
sín i milli og innra samband leik-
manna hennar. Á þessu keppnis-
tímabili töpuðu mörg íslenzku
liðanna leikjum sínum með
miklum mun, jafnvel þótt þau
hefðu marga menn í vörn.
Það er auðvitað vandalítið að
bæta endalaust við mönnum í
vörn og til að byrja með bar mikill
varnarleikur árangur. Austur-
ríkismenn byrjuðu á þessum
varnarieik kringum 1940. siðar
var hann tekinn upp á Italíu og
marar þjóðir tóku hann síðan upp
í framhaldi af því. Var þetta góð
leikaðferð allar götur að þvi að
önnur lið fundu upp mótleikinn. 1
nútíma knattspyrnu gildir það
fyrst og fremst að leggja verður
hæfilega mikla áherzlu á hvert
atriði leiksins, þannig að unnt sé
að verjast vel og vera samtímis
tilbúinn að gera áhlaup.
Ef ég nefni hér leik Vals sem
dæmi, þá notuðum við í mörgum
leikjum okkar aðeins þrjá menn i
vörninni. Samt sem áður veikti
það hana ekki, heldur gerði hana
einmitt styrkari og jafnframt
jukust verulega möguleikar
liðsins til sóknarleiks. Miðlínan
varð hins vegar alltaf að vera
tilbúin til þess að hjálpa varnar-
leikmönnunum ef á því þurfti að
halda, en gat tekið virkan þátt í
sókninni. Þannig varð nýting leik-
mannanna mun betri en ella —
allir leikmennirnir voru virkir og
viðbúnir að bregðast við í sókn og
vörn þegar á þurfti að halda.
Þegar slíkt leikkerfi er notað
gefast einnig betri tækifæri fyrir
leikmenn að hvíla sig örlítið öðru
hverju í leiknum og slappa af.
Hitt er svo auðvitað rétt, að Vals-
menn náðu ekki alltaf að útfæra
þetta leikkerfi. Leikmennirnir
eru ekki atvinnumenn og þótt
þeir hefðu marga góða kosti til að
bera, þá gátu þeir einfaldlega
ekki leikið svona mótið út í gegn.
En þrátt fyrir allt tel ég að þeir
hafi á þessu keppnistímabili oft
náð að sýna íslenzkum knatt-
spyrnuáhugamönnum hvernig
nútímaleg knattspyrna er í raun
og veru.
Að mínum dómi er það aðal-
hlutverk góðs þjáfara um þessar
mundir að breyta leikskipulaginu
þannig að sóknarleikurinn skipi
hærri sess. Með þvi að vinna sér-
stakar æfingar, æfingaskrár og
leikkerfi sem miða að þessu ætti
að vera unnt að ná bærilegum
árangri. En þá verður líka að
leggja á hilluna ýmíslegt sem er
enn of áberandi í íslenzkri knatt-
spyrnu, eins og t.d. grófar
sendingar og spyrnur.
Þjálfararnir þurfa að leggja á
það áherzlu í æfingum sinum að
byggja upp hreyfingar hvers og
eins leikmanns og samstilla þær
hreyfingu liðsins og tengja þær
samvinnu hópsins. Þetta er undir-
staðan og út frá henni þarf að
leggja lfnurnar um heildarleik-
kerfi liðsins. Allir leikmennirnir
þurfa að vita nákvæmlega um
hlutverk sitt á vellinum og hvaða
aðstæður kunna að koma þar upp.
Þá þarf hann að þekkja vel til
félaga sinna og vita hvernig þeir
bregðast við. Sé þetta í lagi er
unnt að komast hjá ýmsum mis-
tökum, eins og t.d. að tveir sam-
herjar rekist saman þegar þeir
eru komnir að eða í vítateig and-
stæðingsins eða að þvaga myndist
kringum knöttirin einhvers staðar
á vellinum.
UNGLINGAÞJALFUN
Nú langar mig til þess að fjalla
nokkuð um unglingaþjálfun.
Framtið ísllenzkrar knattspyrnu
er í höndum þeirra manna sem
fást við slíka þjálfun. Ég vona að
starfsfélagar mínir, aðrir þjálfar-
ar, móðgist ekki við mig, þegar ég
segi að vinna þeirra með ungling-
unum er oft nánast spegilmynd af
þvi sem gerist við þjálfun fullorð-
inna, og að slíkt sé rangt.
Likamlega og andlega eru börn
ekki tilbúin að meðtaka þjálfun á
sama hátt og fullorðnir og þar að
auki á hver aldurshópur sinar sér-
stæðu hliðar. Þess vegna hlýtur
líka þjálfun hvers aldursflokks
fyrir sig að verða að vera mismun-
andi.
Mjög áríðandi er fyrir unglinga-
þjálfara að skipuleggja vinnu
sína. Þjálfarinn þarf að vita ná-
kvæmlega að hverju hann stefnir
og hvað hann ætlar að fá út úr
hverjum þeim knattspyrnumanni
sem hann hefur með að gera.
Ég hef fylgzt með þjálfun í
yngri flokkunum hjá nokkrum is-
lenzkum liðum. Því miður verð ég
að segja, að ég hef tekið eftir því,
að þar er lögð alltof lítil áherzla á
að þjálfa hvern og einn einstakl-
ing og þroska hæfileika hans.
Meiri hluti þjálfarinna leggur
greinilega mesta áherzlu á að
skipta i tvö lið og láta börnin
síðan leika. I slíkum leikjum hef
ég séð að sum barnanna komu
aðeins við knöttinn þrisvar eða
fjórum sinnum á æfingunni. Er
Dr. Yuri skrífar
HÉR með birtist þriðja grein
dr. Yuri Ilichev, þjðlfara ls-
lands- og bikarmeistara Vals
um fslenzka knattspyrnu. Fjall-
ar dr. Yuri að þessu sinni um
þjálfun knattspyrnumanna og
þjálfun og aðstöðu fslenzkra
ungmenna sem stunda knatt-
spyrnu. Telur hann pott vera
brotinn I unglingaþjálfuninni,
og bendir á að nauðsynlegt sé
að standa sem bezt að málum á
því sviði — á þvl velti framtíð
tslenzkrar knattspyrnu. Þá
fjallar dr. Yuri einnig um Is-
lenzka knattspyrnudómara. 1
sfðari greinum sínum mun dr.
Yuri svo fjalla um skipulag
knattspyrnumóta, fslenzka
fþróttafréttamenn, Iandsliðið
og fl.
unnt að segja að þessi börn hafi
fengið einhverja þjálfun og þekk-
ingu á æfingunni? — Að þau hafi
lært eitthvað? — Ég tel, að svör
við þessum spurningum liggi í
augum uppi.
Ég er þvi ekki hliðhollur að
þjálfun barna fari fram á þann
hátt að skipt sé í tvö lið og síðan
leikið i ákveðinn tíma. Það er
miklu betra að æfa börnin með
alls konar leikæfingum, og litlum
leíkjum á afmörkuðu svæði, þar
sem ákveðin atriði eru tekin fyrir.
Þannig er mun auðveldara að
byggja upp tækni hvers og eins,
þjálfa upp hraða og leikkerfi. í
þjálfun liðsins I heild verður svo
að mínu mati að leggja mun meiri
áherzlu á nútímaleg vinnubrögð
en gert er almennt. Það á ekki að
kenna börnum gamaldas aðferðir,
heldur taka strax upp þær nýj-
ungar sem fram eru að koma í
knattspyrnunni. Það á ekki að
láta börnin leika útlifuð kerfi
Islenzkir knattspyrnuunglingar hafa oft staðið sig mjög vel 1 leikjum gegn erlendum jafnöldrum sínum og nú sfðast er þeir unnu Norðmenn
I—0 1 landsleik á Laugardalsvellinum, en þar var þessi mynd tekin. Dr. Yuri segir f meðfylgjandi grein sinni, að nauðsynlegt sé vanda
betur til þjálfunar fslenzkra ungmenna og bendir á leiðir f þeim efnum.