Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKT0BER 1976
Blóðug átök áhorfenda í vin-
áttuleik Villa og Rangers
Middlesbrough — liðið hans Jackie Charltons — hefur nú náð
forystunni I ensku 1. deildinni. Liðið þykir ekki leika skemmtilega
knattspyrnu, en hún er greinilega mjög árangursrfk.
VEGNA leikja I undankeppni
heimsmeístarakeppninnar I
knattspyrnu I næstu viku fór
aðeins einn leikur fram f ensku 1.
deildar keppninni f knattspyrnu
á laugardaginn, og einn leikur f
skozku úrvalsdeildarkeppninni.
Þrátt fyrir að ekki væri meira um
að vera hjá beztu liðunum, þá var
engan veginn tfðindalaust á
knattspyrnuvígstöðvunum f Eng-
landi á laugardaginn og þar kom
til alvarlegri átaka og óláta en um
langt skeið. Var það f vináttuleik
Aston Villa og skozka liðsins
Glasgow Rangers sem upp úr
sauð og áttu þar dómari og leik-
menn fótum fjör að launa er
æstur múgurinn ruddist inn á
völlinn, þegar seinni hálfleikur
leiksins var nýlega hafinn.
Eini 1. deildarleikurinn sem
fram fór á laugardaginn var milli
Middlesbrough og Norwich og
lauk honum með sigri Middles-
brough 1—0. Hefur Middles-
brough þar með unnið alla leiki
sína á heimavelli í vetur, fimm
talsins, en markatalan i leikjum
þessum er aðeins 6—1. Middles-
brough tók með þessum sigri for-
ystu i 1. deildar keppninni og
hefur liðið hlotið 13 stig eftir 9
leiki. Markið sem færði Middles-
brough sigurinn í leiknum á
laugardaginn skoraði Souness á
84. mínútu, en sigur Middles-
brough í þessum leik var i hæsta
máta verðskuldaður. Liðið var í
sókn nær allan leikinn, og var
auðséð að leikmenn Norwich
freistuðu að leika sama leikinn og
hefur gefizt Middlesbrough svo
vel er liðið leikur á útivelli — að
leika upp á markalaust jafntefli.
I 2. deild var svo mikið um að
vera, og þar var nokkuð um óvænt
úrslit. Þannig vann Blackburn
6—1 sigur í leik sinum við Notts
County og Notthingham Forest
lagði Sheffield United að velli
með sömu markatölu. Fyrr í
vikunni hafði svo Southampton
sigrað Ulfana á útivelli með sex
mörkum gegn 2. Staðan á toppn-
um í 2. deild er óbreytt eftir leiki
laugardagsins. Hin þekktu lið
Chelsea og Wolverhampton
Wanderes eru þar í forystu.
I leik Charlton Atletic við Hull
City skoraði sami leikmaðurinn,
Derek Hales, öll þrjú mörk
Charltons og er þetta í annað
skiptið I vetur sem hann skorar
þrennu. Er Hales jafnframt mark-
hæsti leikmaðurinn í deildar-
keppninni í Englandi og er búinn
að skora 13 mörk.
Fjölmargir áhangendur Glas-
gow Rangers fylgdu liðinu til
Birmingham, þar sem það átti að
leika vináttuleik við Aston Villa.
Þegar hópurinn kom til Birming-
ham voru margir orðnir mjög
ölvaðir og slógu um sig. Hafði
lögreglan handtekið um 50 manns
áður en leikurinn hófst. I fyrri
hálfleik hafði lýðurinn tiltölulega
hægt um sig en er Aston Villa
náði 2—0 forystu á 53. minútu
leiksins var sem æði gripi um sig.
Áhangendur Glasgow Rangers
ruddust inn á völlinn, og réð fjöl-
mennt lögreglulið ekki neitt við
neitt. Leikmennirnir og
dómararnir áttuðu sig á
hættunnni i tima og tókst að forða
sér áður en áhorfendur náðu til
þeirra. Langan tíma tók að stilla
til friðar á vellinum og meiddust
um 100 áhorfendur og um 30 lög-
reglumenn í þeim átökum, þar af
fjórir lögreglumenn mjög alvar-
lega.
Iþróttamálaráðherra Englands,
Denis Howell, lýsti þvi svo yfir á
laugardagskvöldið að hann myndi
fara fram á rannsókn á máli
þessu, og lýsti hann miklum
áhyggjum sínum á því hvernig
komið væri.
En það var ekki bara I Birming-
ham sem ólæti urðu. Tottenham
sótti Arsenal heim á laugardaginn
og léku liðin vináttuleik. Totten-
ham hafði algjöra yfirburði í
þeim leik, en sigraði þó ekki
nema 2—1. Eftir leikinn sló i
brýnu milli áhangenda liðanna og
slösuðust þar margir og lögreglan
handtók 70 ólátaseggi. Mikið tjón
varð á mannvirkjum í grennd við
völl Arsenals og einnig voru
unnin skemmdarverk á mörkum
bifreiðum og almenningsvögnum.
UEFA RBÐIR VÖNDINN
LEIÐTOGAR UEFA — Evrópu-
sambands knattspyrnumanna —
komu saman til fundar í Helsinki
um helgina og var þar fjallað um
mál leikmanna og knattspyrnufé-
laga sem brotlega höfðu gerzt I
Evrópubikarkeppninni f knatt-
spyrnu, en sem kunnugt er hefur
UEFA lagt á það mikla áherzlu að
halda uppi röð og reglu I leikjum
þessum, og hefur ekki verið hikað
við að beita hörðum refsingum til
þess að ná því markmiði.
Refsivöndur UEFA féll líka á
mörg lið og leikmenn að þessu
sinni. Einna harðastan dóm fékk
franska liðið Olympic Marseilles,
sem dæmt var i 1.200 sterlings-
punda sekt og gert að leika næsta
leik sinn í Evrópubikarkeppninni
i a.m.k. 300 kílómetra fjarlægð
frá heimaborg sinni. Refsingu
þessa fékk liðið vegna framkomu
áhangenda sinna i Evrópubikar-
leik gegn enska liðinu Southamp-
ton á dögunum. Auk þess var svo
einn af leikmönnum Marseilles,
Lambert Emon, dæmdur i fimm
leikja bann vegna mótmæla sinna
við dómarann í umræddum leik.
Southampton slapp heldur ekki
við refsingu, þar sem einn leík-
manna liðsins, Hugh Fisher, var
dæmd’tr I þriggja leikja bann I
Evrópukeppni.
FC Porto frá Portúgal var dæmt
til þess að leika næsta heimaleik
sinn í 200 kílómetra fjarlægð frá
heimavelli sinum, vegna þess að
áhangendur liðsins gerðu aðsúg
UEFA reynir að stemma stigu við
ólátum áhorfenda á knattspyrnu-
leikjum, en stundum fer þó allt á
verri veg eins og sjá má á mynd
þessari þar sem stólsetum og stól-
um hefur verið grýtt inn á völl-
inn.
að dómara f leik liðsins við vestur-
þýzka liðið Schalke 04 í UEFA-
bikarkeppninni.
Hollenzku landsliðsmennirnir
Wim van Hanegem og Johan
Nesskens voru dæmdir í fjögurra
og þriggja leikja keppnisbann
vegna framkomu sinnar í úrslita-
leik Evrópubikarkeppninnar í
knattspyrnu 16. júni s.l.
önnur lið sem dæmd voru til
refsingar voru eftirtalin:
FC ZUrich frá Sviss og Glasgow
Rangers frá Skotlandi voru dæmd
í 250 sterlingspunda sekt.
Partizan Belgrad var dæmt í 1.200
punda sekt vegna þess að áhang-
endur liðsins köstuðu flöskum
inn á völlinn og skutu flugeldum
er liðið mætti Dynamo Kiev í
Evrópubikarkeppninni. Austria
Vín var dæmt i 500 punda sekt,
Akademik Sofia var dæmt í 250
punda sekt og nokkur önnur félög
fengu minni sektir vegna brota
leikmanna eða áhorfenda.
' Eftirtaldir leikmenn voru
dæmdir í fjögurra leikja bann:
Giancarlo Oddi (Cesena),
Nurettin Guenes (Adanaspor),
Engin Verel (Fererbahce
Istanbul.).
Þriggja leikja bann fengu:
Vladimir Onitchenko (Dynamo
Kiev), Ivo Lubas (Slavia Prag),
GiorgioMariani (Cesena).
Tveggja leikja bann: Herbert
Prohaska (Austria Vin)
Eins leiks bann: Stefan
Parvano (Akademik Sofia),
Derek Johnstone (Glasgow Rang-
ers), Borislav Sredkov (SSK
Sofia), N. Keilen (nuddari hjá
Roda FC), Frank Vercauteren
(Anderlecht), Julianivano
(Akademik Sofia) Max Heer (FC
Zúrich), John Buchanan (Cardiff
City), Andras Sarlos (Ujpest
Dosza), Necip Erdogan (Adana-
spor), Marius Ciugarin (Sportul
Studentes) og Simeon Jankov
(Akademik Sofia).
| 1. DEILD |
I. HEIMA Uti STIG
Middlesbrough 9 5 0 0 6—1 0 3 1 0—2 13
Manchester City 9 4 0 1 9—6 1 3 0 6—4 12
Manchester United 8 1 1 1 6—5 3 2 0 9—3 11
Everton 9 2 2 1 8—5 2 , 1 1 7—4 11
Liverpool 8 3 1 0 6—1 2 0 2 5—5 11
Arsenal 8 2 1 1 6—4 2 1 1 8—6 10
Newcastle United 9 2 3 0 7—4 1 1 2 6—6 10
Ipswich Town 8 2 2 0 8—4 1 1 2 6—9 9
West Bromwich Albion 9 2 1 1 7—4 1 2 2 5—7 9
Leicester City 9 1 3 0 6—5 0 3 1 1—3 9
Stoke City 9 3 1 0 5—2 0 2 3 1—7 9
Aston Villa 8 3 0 1 12—4 1 0 3 3—5 8
Birmingham City 8 2 1 I 7—3 1 1 2 5—6 8
Coventry City 8 3 1 I 9—6 0 1 2 2—5 8
Queens Park Rangers 9 3 0 2 7—8 0 2 2 6—8 8
Norwich City 10 2 1 1 5—5 1 1 4 4—9 8
Bristol City 8 1 2 1 7—5 1 1 2 2—4 7
Leeds United 9 1 2 1 6—6 1 1 3 5—7 7
Tottenham Hotspur 8 1 2 1 2—3 1 0 3 6—11 6
Derby County 8 0 3 1 4—5 0 2 2 3—9 5
West Ham United 9 1 2 2 3—6 0 1 3 4—11 5
Sunderland 8 0 2 2 2—5 0 2 2 3—7 4
• * » % • *
V
2. DEILD
L HEIMA UTI ! STIG
Chelsea 9 3 1 0 7—4 3 1 1 7—7 14
Wolverhampton Wand. 9 2 1 2 11—8 2 2 0 11—4 11
Oldham Athletic 9 3 2 0 8—3 1 1 2 3—8 10
Notthingham Forest 9 3 1 1 17—9 0 3 1 4—5 10
Blackpool 9 2 ' 3 7—7 3 0 1 8—3 10
Millwall 9 3 0 8—0 1 1 3 6—10 10
Charlton Athletic 9 3 . 1 14—9 1 1 2 5—9 10
Bristol Rovers 9 2 2 I 9—7 1 1 2 2—4 9
Bolton Wanderes 9 3 0 1 10—5 1 1 3 6—9 9
Fulham 8 2 2 0 7—3 1 1 2 5—8 9
Luton Town 9 2 1 2 8—7 2 0 2 5—6 9
IIuII City 9 3 1 0 9—2 0 2 3 3—10 9
Sheffield United 9 2 3 0 8—4 0 2 2 3—10 9
Notts County 9 2 0 2 4—3 2 1 2 8—15 9
Blackburn Rovers 9 2 1 1 9—3 1 1 3 3—9 8
Carlisle United 8 2 2 0 9—6 1 0 3 4—11 8
Cardiff City 9 2 1 2 8—8 1 0 3 5—8 7
Southampton 9 1 2 I 7—5 2 1 3 8—14 7
Hereford United 9 2 0 2 6—8 0 2 3 7—13 6
Orient 9 1 1 2 5—4 0 2 3 3—9 5
I Knatlspyrnuúrsilt
...- ...... ■ . . 11 -
ENGLAND 1. DEILD:
Middlesbrough — Norwich 1—0
ENGLAND 2. DEILD:
Blackburn — Notts County 6—1
Blackpool — Plymouth 0—2
Burnley — Orient 3—3
Cardiff — Bolton 3—2
Charlton—Hull 3—1
Luton — Hereford 2—0
Notthingham — Sheffield Utd. 6—1
Oldham — Millwall 2—1
Fulham—Carlisle frestað
ENGLAND 3. DEILD:
Bury — Brighton 3—0
Chesterfield — Readang 4—0
Crystal Palace — Oxford 2—2
Grimsby—Chester 0—0
Peterborough — Mansfield 2—1
Portsmouth — Walsall 1—1
Sheffield Wed. — Gillingham 2—0
Swindon — Shrewsbury 1—0
Wrexham—Lincoln 3—0
York — Rotherham 1—1
ENGLAND 4. DEILD:
Aldershot—Stockport 2—0
Bournemouth—Exeter 2—0
Brentford — Newport 1—1
Crewe — Wathford 2—0
Doncaster — Barnsley 2—1
Halifax—Scunthorpe 0—1
Hartlepool—Cambridge 2—2
Huddersfield — Bradford 3—0
Workington — Rochdale 0—2
Torquay — Swansea 2—1
SKOTLAND — (JRVALSDEILD:
Hearts — Ayr United 2—2
Skotland 1. DEILD:
Dumbarton — Morton 1—1
Dundee — Raith Rovers 3—1
East Fife—Airdrieonians 0—4
Falkirk — Arbroath 1—3
Hamilton—Clydebank 3—2
Queen of the South—Montrose 4—2
St. Johnstone — St. Mirren 1—1
SKOTLAND 2. DEILD:
Berwick — Forfar 2—2
Brechin — Stenhousemuir 3—3
Cowdenbeath—Clyde 4—3
East Stirling — Albion Rovers 1—1
Meadowbank — Stranraer 2—1
Queens Park—Dunfermline 0—0
Stirling Albion—Alloa 2—1
AUSTURRlKI l.DEILD:
Sturm — Vienna 0—0
SSWInnsbruck — Voeest Linz 4—0
Lask — Rapid 2—2
Austria Salzburg — GAK 0—1
AustriaWAC—AdmiraWacker 1—I
SSW Innsbruck hefur forystu f deildinni
með 15 stig, en næstu lið eru Rapid og
Austria WAC með 14 stig.
AUSTUR-ÞVZKALAND 1. DEILD:
Lok. Leipzig — Vorwaerts Frankfurt 1 —0
Hansa Rostock — Sachsenring Zwickau 1—0
Rot-WeissErfurt — Dynamo Dresden 0—1
Union Berlfn — Carl Zeiss Jena 2—1
Stahl Riesa — Karl-Marx Stadt 1—0
WismutAue—ChemieHalle 1—1
Magdeburg — Dynamo Berlfn 2—1
VESTUR-ÞYZKALAND 1. DEILD:
Borussia Dortmund — WerderBremen 2—4
Hertha SC Berlín — Rot-Weiss Essen 2—1
Karlsruhe SC — Eintracht
Braunschweig 1—1
FC Saarbruecken — Tennis Borussia 0—0
Bayern Munchen — Schalke 04 0—7
Borussia Mönchengladbach — Fortuna
Dusseldorf 3—1
MSV Duisburg — Eintracht Frankfurt 4—3
VFL Bochum — Kaiserslautern 1—0
HamburgerSV — FC Köln 2—1
Borussia Mönchengladbach hefur nú for-
ystu í þýzku 1. deildar keppninni og er liðið
með 16 stig eftir 9 leiki. Eintracht
Braunschweig er f öðru sæti með 14 stig, en
með 12 stig eru svo Köln, Duisburg og Hertha
Berlfn.
STAÐANÍ
SKOTLANDI
STAÐAN í skozku úrvalsdeildinni I
knattspyrnu er nú þessi:
Dundee
United 5 5 0 O 11 — 3 10
Aberdeen 5 2 3 0 7
Rangers 5 1 4 f - o 6
Celtic E 1 3 1 9 r
Hearts 6 0 5 1 •» o 1 9 6
Motherwell 5 1 2 4
Hibernian 5 0 4 1 ö— 6 4
Partick 5 1 2 2 5— 6 4
Ayr United 6 1 2 3 7— 16 4
Kilmarnock 5 0 3 2 3— 9 3