Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2ttorg:unbI*it>it> ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 Alþingi Islend- inga sett í gær Tr y ggingaf élög bítast um Vængi Trygging hf. telur Almennar hafa brotið samkomu- lag tryggingafélaga um að taka ekki við skuldunaut ALÞINGI Islendinga, 98. iöggjafarþing, var sett í gær með hátíðlegri við- höfn, bæði í dómkirkjunni og þinghúsinu. Forseti ís- lands, biskupinn yfir Is- landi, ráðherrar og þing- menn gengu í kirkju og hlýddu á predikun séra Gunnars Gíslasonar, prests að Glaumbæ í Skagafirði og fyrrum alþingismanns. Að lokinni guðsþjónustu var gengið til þinghúss, þar sem forsetinn, herra Kristján Eldjárn, las for- setabréf um samkomudag Alþingis, setti 98. löggjaf- arþingið og bauð þing- menn velkomna til starfa. Fridrik tapaði en Guðmundur á betri biðskák ÞETTA gekk illa hjá mér i kvöld, ég tapaði fyrir Ivkov f 40 leikjum. Guðmundur ð aftur á móti hag- stæða bíðskák við Hort, sem bann á vissar vinningslikur f, sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari þegar Mbl. náði tali af honum i Novi Sad f Júgóslavfu í gær- kvöldi. Friðrik er nú í 6—8 sæti með 6 vinninga eftir 11 umferðir. Guð- mundur er hins vegar í 10.—11. Framhald á bls. 47 FORSÆTISRÁÐHERRA, Geir Hallgrfmsson, hefur sent þingflokkum, Alþýðu- sambandi íslands, Vinnu- veitendasambandi tslands, Bandalagi starfsmanna rfkis og bæja og Stéttar- sambandi bænda bréf, þar sem þessir aðilar eru beðn- ir að tilnefna menn f nefnd með fulltrúum rfkisstjórn- ar f þvf skyni að leita leiða til þess að ná hraða verð- bólgunnar niður f það, sem gerist f nágrannalöndun- um. Efni bréfsins fer hér á eftir: Þróuo efnahagsmála það, sem Að lokinni þingsetningu flutti hann þingmönnum ávarp. Þar næst kvaddi hann til starfa aldursfor- seta, Guðlaug Gíslason, unz Framhald á bls. 47 Reisir BSRB orlofsheimili á Eidum? STJÓRN Bandalags starfsmanna rfkis og bæja hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðu- neytið um möguleika þess að BSRB fái til umráða hluta af skólajörðinni Eiðum á Fljótsdals- héraði til að reisa þar orlofs- heimili fyrir félaga sfna. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði f gær á þingi sambandsins, sem nú stendur yfir, að þetta væri framhald á þeirri starfsemi, sem hafin hefði verið með byggingu orlofsheimilanna f Munaðarnesi, en fram hefðu komið óskir um að slfk orlofsheimili risu á vegum bandalagsins f öðrum landsfjórð- ungum. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra sagði að ósk BSRB hefði verið svarað á þá lund að ráðuneytið hefði boðið BSRB til viðræðu um málið, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar um þetta mál að öðru leyti. Vilhjálmur sagði að Prestafélag Austurlands hefði fengið til um- ráða hluta úr landi Eiða til að reisa þar sumarbúðir fyrir börn á Framhald á bls. 47 af er þessu ári sýnir, að verulega hefur miðað í átt til jafnvægis í þjóðarbúskapnum bæði í utanrfk- isviðskiptum og opinberum fjár- málum, jafnframt hefur atvinnu- ástand verið gott. Á árinu hefur einnig dregið nokkuð úr hraða verðbólgunnar, en þó verður hann á þessu ári 25—30% eða tvöfalt til þrefalt meiri en í flest- um nálægum löndum. Verðbólgan er þvf enn eitt alvarlegasta efn- hagsvandamál, sem þjóðin á við að stríða. A miklu veltur að okkur takist að draga enn verulega úr hraða verðbólgunnar á næsta ári. Því miður er ástæða til að óttast, að sú öra verðbólga, sem geisað hefur hér á landi undanfarín ár, hafi enn alið á þeim verðbólgu- hugsunarhætti, sem sett hefur svíd á bióðlífið. Á þessu þarf að ALMENNAR tryggingar hafa nú tekið að sér tryggingar á flugvéla- kosti Vængja hf., en flugfélagið hafði áður haft flugvélar sfnar tryggðar hjá Tryggingu hf. Að sögn forsvarsmanna Tryggingar skuldar félagið þar röskar sex milljónir króna af iðgjöldum fyr- ir rúmt ár, en sú regla hefur verið f gildi um árabil milli trygginga- félaganna, að eitt þeirra taki ekki að sér tryggingar fyrir aðila ef hann er f skuld gagnvart öðru tryggingarfélagi. Af hálfu Al- mennra trygginga er þvf svarað til að Trygging hf. hafi tekið veð f flugvélum Vængja til tryggingar verða breyting. ör verðbólga hef- ur óæskileg áhrif á tekju- og eignaskiptinguna f landinu, veld- ur óhagkvæmri nýtingu fram- leiðsluafla og auðlinda og síðast en ekki síst veikir hún samkeppn- isstöðu útflutnings atvinnuveg- anna og felur því í sér hættu á atvinnuleysi. Ríkisstjórnin telur nú sérstaka ástæðu til að leita leiða til þess að ná hraða verðbólgunnar niður í það, sem gerist i nágrannalöndum okkar. t þessu skyni mun hún skipa nefnd til þess: a. að kanna vandlega horfur í verðlagsmálum á næstu miss- erum og greina ástæður þeirra verðhækkana, sem orð- ið hafa að undanförnu, og or- sakir verðbólguþróunar hér á landi undanfarin ár, skuldinni og þar af leiðandi verði flugfélagið að teljast skuldlaust. I samtali við Morgunblaðið stað- festi Árni Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Tryggingar, að Al- mennar tryggingar hefðu nú tek- ið við tryggingum Vængja hf. af Tryggingu hf., þrátt fyrir að í gildi væri millí tryggingafélag- anna eins konar samkomulag um, að þau tækju ekki við tryggingum eins aðila meðan hann væri skuld- ugur við annað tryggingafélag. Almennum tryggingum hefði ver- ið gerð grein fyrir því, að Vængir skulduðu iðgjald hjá Tryggingu fyrir rúmt ár og forráðamenn b. að gera tillögur um ráðstafan- ir til þess að draga úr verð- bólgu. Tillögur þessar skulu taka mið af því, að þau mark- mið, sem sett eru á þessu sviði, þarf að vega og meta við hlið annarra markmiða stefn- unnar í efnahagsmálum, svo sem jafnvægis í utanrfkisvið- skiptum og fullrar atvinnu. Ríkisstjórnin telur mikilvægt, að sem flest sjónarmið komi fram í starfi nefndarinnar og fer því þess á leit við aðila vinnumarkað- arins og þingflokkana, að þeir nefni menn í nefndina, auk þess mun ríkisstjórnin skipá fjóra menn án tilnefningar, og er einn þeirra Jón Sigurðsson, hagrann- sóknarstjóri, formaður nefndar- innar. Framhald á bls. 47 flugfélagsins hefðu ekkert greitt niður af skuld félagsins nú um langt skeið. Iðgjaldsskuldin nem- ur alls röskum sex milljónum króna. Árni kvað sér þykja leitt hvern- ig þessi mál hefðu þróast, þar sem Vængir hefðu verið viðskiptavin- ir Tryggingar allt frá byrjun. Fé- lagið hefði lengst af átt í erfiðleik- um með að standa skil að iðgjalds- greiðslum og skuldir áður safnast fyrir, en það hefði þó ætið verið í góðu samkomulagi við forráða- menn flugfélagsins allt til þess að eigendaskiptin urðu, en frá þeim tima hefðu hinir nýju forráða- menn Vængja ekkert samband haft við Tryggingu út af skuld- inni. Hins vegar virtist Almenn- um tryggingum hafa litist nógu vel á viðskiptin við Vængi til að taka félagið að sér. í samtali við Morgunblaðið sagði Baldvin Einarsson, forstjóri Almennra trygginga, hins vegar, að frá sjónarhóli Almennra trygg- inga hefðu Vængir verið búnir að gera upp skuld sína við Trygg- ingu. Fyrir hefði legið, að Vængir hefðu sent inn reikninga til Tryggingar, sem tryggingafélagið gat ekki fallizt á og vegna þessa ágreinings út af reikningunum milli forráðamanna Vængja og Framhald á bls. 47 Einbýlishús selt á 40 milljónir MORGUNBLAÐINU er kunn- ugt um, að fyrir helgi var gengið frá sölu á einbýlishús- inu Laugarásvegur 31. Hefur blaðið fregnað að kaupverð hafi verið tæpar 40 milljónir króna, og er það hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir einbýlishús. Rigning vakti ótta Egils- staðabarns ÞAÐ óvænta skeði á Egilsstöð- um fyrir nokkrum dögum að stórviðri brast á með hellirign- ingu sfðdegis. Einn af blaða- mönnum Morgunblaðsins kom þann dag á heimili á staðnum, en einn af heimilisfólkinu, þriggja ára snáði, hafði grátið hástöfum um stund og var auð- sjáanlega mjög óttasleginn. Þegar að var gætt kom f Ijós að drengurinn var svona hræddur við rigninguna, hann hafði aldrei gert sér grein fyrir slfku áður, enda lifað við aðrar aðstæður en sunnlenzk börn. Ríkisstjórniii óskar víðtæks samstarfs — um aðgerðir gegn verðbólgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.