Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 21 m n I—i Elías setti íslands- met í fimmtar- þraut - bætti eldra metið um 66 stig „Ég veit ekki hvernig stendur á þessu, ég er alltaf í beztu formi á haustin. Svona hefur þetta verið a.m.k. hin síðustu ár. Kannski er þetta einhver galli í kerfinu hjá manni, en það er auðvitað ekki gott um það að segja. En hvað sem Einar Bollason skorar fyrir KR f leik gegn IS. KR-ingar sigurstranglegir - í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik NÚ HAFA veriS leiknir fjórir leikir i Reykjavikurmeistaramótinu i körfu- knattleik og að þeim loknum hafa KR-ingar tekið forystu, og háfa hlot- ið 4 stig. Hafa KR-ingar lagt bæði ÍS og Ármann af velli, og verða þeir að teljast mjög sigurstranglegir i mótinu að þessu sinni. Fyrstu leikir mótsins fóru fram s.l fimmtudagskvöld og léku þá fyrst KR og Fram og siðan Ármann og ÍS. Um helgina fóru svo fram tveir leikir g mættust þá fyrst Valur og ÍR og síðan KR og Ármann Allir þessir fjórir leikir voru heldur slakir, nema þá helzt leikur KR og Ármanns. Er greinilegt að kröfuknatt- leiksmennirnir eru tæpast komnir i æfingu enn. Hins vegar bendir margt til þess að íslandsmótið verði jafnara og tvisýnna að þessu sinni en oft áður. En vikjum þá að einstökum leikjum. KR — Fram, 85—67. Framliðið er slakt og verður það sennilega i fall- baráttunni i vetur, enda búast menn ekki við miklu af þvi. Það er í raun og veru aðeins einn maður, Helgi Valdimarsson, sem hægt er að segja að sé góður, enda skoraði hann 3 1 stig eða hér um bil helming stiga liðsins. Um KR-inga er það að segja að þeir voru mun slakari en búast mátti við og verða þeir að laga ýmislegt fyrir vetur- inn Skástu menn þeirra voru gömlu kapparnir Einar Bollason, sem varð stigahæstur KR-inga með 16 stig, og Kolbeinn Pálsson, sem skoraði 1 2 stig Ármann — ÍS 77—69. Þó að þessi leikur væri slakur var hann mun betri en sá fyrri, enda var hann jafnari og i honum sýndu menn oft skemmtileg tilþrif Alveg fram i miðjan seinni hálf- leik var jafnt, stúdentar þó oftast með nauma forystu, en um miðjan seinni hálfleik kom slæmur kafli hjá stúdentum, sem Ármenningar nýttu vel og komust i 1 0 stiga forystu og það reyndist of mikið fyrir stúdenta Beztu menn Ámanns i þessum leik voru þeir Jimmy Rogers, sem gerði margt mjög fallegt eins og honum einum er lagið, en hann skoraði 28 stig, þá var Jón Sigurðsson góður að vanda, gerði 16 stig og átti auk þess mikið af góðum sendingum Stúdentarnir voru frekar daufir i þessum leik en beztu menn þeirra voru Ingi Stefánsson, sem skor- aði 1 9 stig, og Bjarni Gunnar Sveins- son, sem gerði 1 8 stig og átti auk þess mikið af frákröstum Valur — ÍR 74—69. Þetta var frernur slakur leikur og voru ÍR-ingar mun slakari en við mátji búast en þess ber þó að gæta að Kristinn Jörundsson lék ekki með Kristinn er erlendis en verður með í vetur og það var greini- Myndir þessar tók ágás á laugardaginn er Eltas setti met sitt. Efri myndin er af Ólafi Unnsteinssyni og Björgvin Hólm, sem fyrir 17 árum settu met f þessari fþróttagrein, Ólafur unglingamet g Björgvin íslandsmet. Neóri myndin er svo af hinum nýja methafa, er hann var að búa sig undir spjótkastið f fimmtarþrautinni. legt að ÍR-inga munaði mikið um hann Hins vegar hefur Val borizt góður liðs- auki, þar sem Kristján Ágústsson er, en hann var beztur V lsmanna ásamt Þóri Magnússyni. Flest stig Valsmanna gerðu þeir Þórir 22 og Kristján 12 Flest stig ÍR-inga gerðu Kolbeinn Kristinsson 14, Jón Jörundsson 11, Þorsteinn Guðnason 1 1 og Sigurður Gíslason 1 1. KR- Ármann 71 — 63. Þetta var nokkuð fjörugur leikur, Ármenningar tóku forystuna i byrjun og komust i 20—1 2 en KR-ingar jöfnuðu 20 £ 20 og voru yfir 37—32 i leikhléi í upp- hafi seinni hálfleiks kom þokkalegur leikkafli hjá Ármanni, jafnframt þvi sem KR-ingar slöppuðu dálitið af og þegar 1 1 mínútur voru liðnar af hálf- leiknum komust Ármenningar yfir 54—53. Eftir það kom mjög slakur leikkafli hjá Ármanni og þeir gerðu aðeins 9 stig það sem eftir var leiksins, en KR-ingar léku þá mun betur og sigu fram úr og unnu verðskuldað. Beztu menn KR-inga voru þeir Einar Bolla- son, sem gerði 1 9 stig, Kolbeinn Páls- son með 18 stig og Bjarni Jóhanns- son, sem var þeirra beztur, en hann gerði 1 7 stig Hjá Ármanni eru og verða sennilega ekki nema tveir góðir menn i vetur, þeir Jimmy Rogers og Jón Sigurðs- son Rogers gerði 22 stig, en Jón 16 Næstu leikir verða á miðvikudag i Hagaskóla og hefjast kl 20 H.G. þvi líður, þá er ég ánægður með að hafa náð metinu því hefði það ekki komið núna hefði ég reynt um næstu helgi, en það hefði ver- ið afar útslitandi að standa i svo- leiðis. Nú er ég að vísu laus við að þurfa þess, en verst er að hafa ekki getað bætt metið aðeins meira.“ Þetta voru orð Elíasar Sveinssonar þegar hann hafði ný- lokið við að setja nýtt íslandsmet i fimmtarþraut á Melavellinum sl. laugardag. Elias lék á alsoddi eft- ir að hann hafði jafnað sig eftir 1500 metrana sem var siðasta grein, enda þetta hans fyrsta islandsmet. Hlaut hann alls 3533 stig, en eldra metið var 3467 stig, sem Björgvin Hólm setti 3. okt. 1969 á Melavellinum. Elias var í miklum ham þegar i upphafi, og það var greinilegt hvað hann ætlaði sér. Er hann vanur að gefa frá sér mikil hljóð þegar hann tekur á honum stóra sínum, og í þetta sinn voru þessi hljóð öllu meiri en menn eiga að venjast. Eftir langstökkið stóð árangur Björgvins betur, því Björgvin stökk 6.97 m á móti 6.53 m Eliasar. Það bar þó ekkert á neinni örvæntingu hjá Elíasi, því hann vissi að hann átti eftir grein- ar sem yrðu honum drjúgar. Að spjótkastinu loknu hafði Eli- as saxað á forskot Björgvins þvi hann kastaði 60.84 m á móti 55.97 m Björgvins. Stigin stóðu nú 1525 — 1492 fyrir Björgvin. Árangur Eliasar i spjótkastinu er hans bezti í ár. Það urðu engar breyt- ingar á stöðunni að 200 metrun- um loknum þvi Elías hljóp á sama tíma og Björgvin hafði náð. þ.e. 23,1 sek. Stigin voru nú 2254 — 2221 fyrir Björgvin. Nú var komið að kringlukast- inu, en í þeirri grein er Elias nokkuð sterkur. Kastaði hann 46,06 m, en Björgvin hafði kastað 42.28 í sinni keppni, og nú tók Elias forystuna i stigun;, þvi stað- an var nú 3022 — 2984 fyrir Elias. Siðustu greinina, 1500 m, hljóp Elías nokkuð yfirvegað á 4:42,3 mín og hlaut því alls i keppninni 3533 stig, sem er 66 stigum betra en eldra metið. Annar i keppninni var knatt- spurnumaðurinn kunni, Ingi Björn Albertsson. Hlaut hann 1989 stig, en árangur hans varð 6.32 m í langstökki, sem er nokk- uð gott af byrjanda, 34.11 m f spjótkasti, 24,1 sek. í 200 m, 18,62 m í kringlukasti og 6:10.0 min, í 1500 m. VÍKINGSSTÚLKUR MEISTARAR Nú hafa verið leiknir tveir leik- ir í Reykjavikurmótinu í blaki bæði í meistaraflokki karla og kvenna. i kvennaflokknum hafá Vikingar unnið báða sina leiki og eru þar með orðnir Reykjavíkur- meistarar. Fyrst unnu Víkingar Þrótt 3—1 og i gærkvöldi unnu þeir ÍS 3—0. Víkings-stúlkurnar eru vel að sigrinum komnar, þær hafa sýnt áberandi bezta leiki og er ólikt meira lif í þeim en hinum liðunum. 1 karlaflokknum hafa Vikingar einnig leikið tvo leiki, fyrst við Þrótt og síðan við ÍS. í fyrri leiknum unnu Þróttarar 3—2 í spennandi og fjörugum leik. i seinni leiknum, sem leik- inn var á sunnudagskvöldið, unnu stúdentar Víkingana 3—0. Vík- ingar voru mjög daufir og fremur slakir þegar á heildina er litið, þó þeir sæktu sig i lokin. Hávörnin var óvenju slök og „bagger" var lélegur og réð það miklu. Stúdent- ar voru mun öruggari og mér sýn- ist að ekki verði nein breyting á sigurgöngu þeirra, þeir eru enn með bezta liðið og halda ábyggi- lega áfram að vinna flest mót, sem þeir taka þátt í. H.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.