Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 31 — Predikun Sr. Gunnars Framhald af bls. 19 ætluð að fullnægja þörfum hans; þau skyldu einnig notast til þess að bæta úr þörfum þeirra, sem með honum lifðu, til að bæta úr annarra neyð, til þess að lina þjáningar annarra. Það var það sem miskunnsami Samverjinn gjörði. Því er hann fyrir sjónir okkar settur sem sigild fyrir- mynd, stöðug og ævarandi áminn- ing' um að „gjöra slikt hið sama“ og hann gjörði. Og ríka manninn skorti skilning á þvi að auðsöfn- unin getur með engu móti, og má ekki vera, mannsins æðsta mark og mið i lífinu. Æðsta gæfan og rikasta ánægj- an verður aldrei í því fólgin að bæta krónu við krónu og eyða til þess öllum kröftum sínum að safna fé með öllu mögulegu móti; stundum með þeim hætti, sem dæmin sanna, að gert er með óheiðarleika og sviksemi. Sá, sem þannig lifir, og um þetta eitt hugsar, sá þarf sannarlega að gá að sér; gá að sér að hann vegna auðhyggju sinnar biði ekki tjón á sálu sinni. Við það að hann gleym- ir Guði, gleymir hann þvi að lif hans og velferð er ekki tryggð með eignum hans, heldur þeim verðmætum, sem hafa gildi fyrir eilífa framtíð hans. Sjálfsagt hljóma þessi orð eins og hégómaþvaður í eyrum þeirra, sem óhrjáleg efnishyggja hefur með öllu blindað. Þeir sem láta auðhyggjuna blinda sig opna ekki hlustir við slíkum kenningum. En það verða þeir þó að gera. Undir því er komin heill þeirra. Þeir verða að sjá og skilja, hvað það er, sem er eftirsóknarverðast, sjá hið eina nauðsynlega, það að gleyma ekki Drottni. Það „að leita rikis Guðs og réttlætis". — Það er langt síðan, að á það var bent, að mað- urinn þyrfti að gæta sín, þegar auðurinn er annars vegar, ekki sízt ef auðurinn hefur borizt hon- um i hendur án þess, að hann hafi aflað sér hans í sveita síns andlits. í 5. bók Móse, sem texti minn er tekinn úr, getur að lesa þessi orð: „Þegar Drottinn Guð þinn leiðir þig inn í landið, sem hann... feðr- um þinum Abraham, Isak og Jak- ob að gefa þér, stórar og fagrar borgir, sem þú hefur ekki reist, og hús fullt af góðum hlutum, án þess að þú hafir fyllt þau, út- höggna brunna, sem þú hefir ekki út höggið, vingarða og oliutré, sem þú hefir ekki gróðursett, og þú etur og verður saddur, þá gæt þú þin, að þú gleymir ekki Drottni." „Þá gæt þín að þú gleymir ekki Drottni." Þetta var sagt við ísra- elsmenn er þeir höfðu fengið í hendur eignir, sem þeir höfðu ekki aflað sér með þvi að vinna hörðum höndum ár og eindaga. Hversu oft höfum við ekki heyrt og séð þessa sögu endurtaka sig; að i gleði sinni yfir auðnum hafi maðurinn gleymt Guði sínum? Og hversu oft höfum við ekki séð auðfenginn aflahlut skjótlega eyðast og verða til lítilla nytja? Það hafa fleiri sólundað arfahlut sinum í óhófslifnaði en giataði sonurinn og þar með orðið með honum glataðir synir og dætur. Lát ekki verða hægt að segja um þig; „Þetta er maðurinn, sem ekki gerði Guð að verund sinni, heldur treysti á hin miklu auðæfi sin og þrjóskaðist í illsku sinni.“ Auður er valtastur vina. Það eru sannleiksorð. „1 sveita andlits þins skaltu neyta brauðs þíns.“ Það er heilnæmt heilræði. Það styður að því að þú gleymir ekki Guði þinum, að þú gleymir ekki „að frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir", að þú gleymir þvi ekki að gjafir hans átt þú að nota i samræmi við það, að þær eru gjafir frá honum. Gleymdu ekki Drottni þínum og gleymdu ekki hættum þeim, sem auðnum eru samfara fyrir líf þitt, hamingju og velferð. Við höfum séð dæmi þess að þeir sem auð- gast ekki sízt með skjótum hætti, ofmetnast og verða drembilátir og sjálfselskir. Þeim finnst að allir vegir séu þeim færir, þeir séu upp á engan komnir, hvorki Guð né menn. Slíkir álykta oft að þeir séu öðrum meiri, og eigi iof skilið, og þeim beri vegsemd og virðing. „Þeir elska meira lofstír manna en dýrð Guðs". Segja jafnvel: „Guð ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ekki eins og þessi tollheimtumaður," eða bjálfinn hann Lazarus, sem liggur þarna utan við dyrnar. Þannig ofurseljast menn því versta og heimskulegasta, sem getur i fari nokkurs manns, drambinu og hrokanum, verða „af aurum ap- ar“. — „Skömm- er óhófs æfi“, segir í Hrafnkötlu. Þau orð sagði lærifaðir minn, Sigurður skóia- meistari, að væru sálin í sögunni, innsti kjarni hennar, lífsspeki hennar og lærdómur. „Skömm er óhófs ævi.“ „Dramb er falli næst.“ „Sá, sem þykist standa, gæti að sér, að hann ekki falli". „Haf gát á sjálftim þér.“ Gott er okkur að muna upphafsorð fjall- ræðunnar. „Sælir eru fátækir I anda, því þeirra er himnaríki." Við þekkjum lifshagsmuna- kapphlaupið. Við þekkjum barátt- una um hin efnislegu gæði. Hún er sífellt háð, einnig í þjóðlífi okkar, ef til vill ekki hvað sizt i þjóðfélagi okkar í dag. Og við erum þátttakendur i þessari bar- áttu, látum ekki af að gera kröfur um hærri Iaun, meiri peninga, hvar í stétt sem við stöndum. En höfum við nokkuð leitt hugann að því til hverra tiðinda þessi bar- átta, sem oft vill verða illvig, get- ur dregið? Höfum við gert okkur ljóst, að los I fjármála— og efna- hagslífi og sá verðbólguvandi, sem árum saman hefur svifið yfir og svifur enn yfir vötnunum í þjóðlífi okkar, getur leitt til þess ófarnaðar sem m.a. verður að af- brotaöldu? Að þessu þurfa þeir að hyggja sem þjóðin hefur valið og treyst til að ráða fram úr þeim vandamálum sem upp koma. Þeir þurfa að hyggja að því, hvernig þeir fái með völdum sínum og áhrifum stuðlað að þvi, að sið- ferðileg verðmæti, Guðstrú og góðir siðir, svo sem heiðarleiki, réttlæti, kærleikur, stöðuglyndi og hógværð njóti vegs og virðing- ar með þjóðinni — og að í stað togstreitu og sundurlyndis verði barizt trúarinnar góðu baráttu. Styrkur stuðningur við kirkju og kristni er I þessum efnum gildis- mikill og mikilsverður. Sú þjóð, já og hver einstakling- ur þarf að gá að sér, sem fremur leitar sér munaðar en þeirra gæða sem gefin eru í rósemi hugans, friði hjartans, góðri samvizku— og trúin á Guð, föðurinn him- neska, ein getur veitt. Það sem okkur þvi á mestu riður er afstaða okkar til Guðs og samfélagið við hann, að við gleymum honum aldrei og látum orð hans og vilja vera okkur leiðarljós í framgangi okkar og breytni. „Gætið þvi þess að gjöra sem Drottinn Guð yðar hefur boðið yður. Víkið eigi frá þvi, hvorki til hægri né vinstri. Gangið þann veg, sem Drottinn Guð yðar hefur boðið yður. Guð gefi forustumönnum þjóðar okkar vit og styrk, svo að gjöra — og þjóðinni allri giftu til að feta þann veg er til lífsins liggur. Amen. — Ávarp forseta Framhald af bls. 18 fyrir fullt og allt. Þökk sé öllum sem átt hafa gó5an hlut að þeirri lausn Nú gefst Alþingi og rlkis- stjórn meira svigrúm til að snúast með óskiptari kröftum við öðrum málum sem ráða þarf fram úr. Þar munu allir þættir efnahagsmála verða efstir á blaði. Gera má ráð fyrir að athyggli þjóðarinnar muni nú mjög beinast að því hversu tekst að finna þar færar leiðir. Sú er vissulega ósk og von allra landsmanna við upphaf þessa þings, að í þeim efnum megi giftu samlega til takast. Undir það vil ég taka af einlægum huga. Ég býð yður heila til þings komna. Megi störf yðar verða landi og lýð til farsældar I hvlvetna. Að svo mæltu bið ég þingheim að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum." — Þingmanna minnzt Framhald af bls. 19 Isiands. Hann var vandfýsinn bókamaður og bókaútgefandi. Honum voru falin vandasöm og viðurhlutamikii störf i þeim stjórnmálaflokki, sem hann skip- aði sér í. i þessum og öðrum trúnaðarstörfum svndi hann elju og ósérhlífni, forustuhæfileika, skipulagsgáfu og baráttuhug. Hann unni náttúru íslands og starf og forusta í Náttúruverndar- ráði var honum mjög að skapi. Hann naut þess að ferðast um landið og dást að náttúru þess, fegurð hennar og fjölbreytni i smáu og stóru. Auk ritstarfa um stjórnmál og efnahagsmál samdi hann og birti nokkrar bækur, þar sem hann segir frá auðnustund- um sínum á ferðalögum um Is- land af næmri tilfinningu og með hlýjum huga. Ég vil biðja þingheim að minn- ast hinna látnu manna, Alfreðs Gislasonar og Birgis Kjarans, með þvi að rísa úr sætum. — Borgarstjórn Framhald af bls. 34 draga persónur umsækjendanna inn I deilurnar. Deilurnar væru milli ráðherra og fræðsluráðs. Þá taldi hann ósmekklegt af Alfreð Þorsteinssyni að draga fram allar stöðuumsóknir dr. Braga og telja saman atkvæðin sem hann hlaut hjá umsagnaraðiljum. Lauk þar þessari snörpu umræðu um marg- umrædda stöðuveitingu. Umræð- an stóð i nærri tvær klukkustund- ir og gustaði nokkuð um sal borgarstjórnar á meðan sem sjá má á málflutningi borgarfulltrúa. Þaðpassarfrá LeeGaoper Gallabuxur og flauelsbuxur í úrvali. KÓRÓNA BÚÐIRNAR KJÖRDÆMAFUNDIR FORSÆTISRÁÐHERRA Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta r REYKJANESKJÖRDÆMI Suðurnesjum þriðjudaginn 12 október kl 2 1 . í Stapa L A Takið þátt í fundum forsætísráðherra UTRÍK OG HAGKVAM HEIMILISSAMS1ÆÐA0 FYRIR VIÐRÁÐANLEGT VERÐ now HIJSGAGNAVERZLUN KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. l.augav«gi 13 Reykjavik simi 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.