Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 Forseti íslands vid þingsetningu: „Þar munu allir þættir efnahagsmála verða efstir á blaði” Háski landhelgisátaka liðinn hjá HÉR fer á eftir ávarp forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns, sem hann flutti í sameinuSu þingi I gær, eftir að hafa lesið forsetabréf um samkomudag Alþingis, lýst því yfir að Alþingi íslendinga væri sett og boðið alþingis- menn velkoma til starfa. Heiðarleiki, Kærleikur, réttlæti, stöðuglyndi og hógværð ,,Mér er IjúfY að bjóða alla al þingismenn velkomna til starfa á nýju þingi. Sagt er að fyrr á tíð hafi þingsetningardagur jafnan vakið talsverða athyggli f bæjarlff inu hér í Reykjavík Nú hafa menn stundum á orði að honum sé Iftill gaumur gefinn, enda sé það að vonum þar sem landsmenn láti sig yfirleitt iftið varða um Alþingi og störf þess. Þetta á að vera til marks um að vegur Alþingis fari þverrandi með þjóðinni. Um þetta er þó erfitt að dæma með öruggri vissu en margt virðist mér benda til að slfk ummæli eigi ekki við rök að styðjast. Menn eru ósparir á að gagnrýna allt og alla, og Alþingi fer ekki varhluta f því efni. Til gagnrýni hafa menn rétt, eða allt að þvf skyldu, er stundum sagt, f lýðfrjálsu landi. En gagnrýni er ekki sama og óvirðing eða for- dæming. Og það er ekki heldur sérstakt nútfmafyrirbrigði að menn segi Alþingi til syndanna. í þingsetningarpredikun árið 1925 var afstöðu almennings lýst á J þessa lund orðrétt: „Alþingi verð ur fyrir þungum áfellisdómum. Varla heyrist nokkur maður leggja þvf liðsyrði sem þar fer fram". Þannig stóðu málin þá, ef taka mætti þessi stóru orð bókstaflega. Ætla mætti að sú stofnun væri komin að fótum fram sem ætti sér ekki formælendur fleiri en hér er lýst. En sfðan þessi orð voru mælt i sjálfri dómkirkjunni hafa lands menn nú f hálfa öld haldið áfram að kjósa fulltrúa sfna til Alþingis, oftast með miklum áhuga og at hygli, og sýna þeim traust til að fara með málefni sfn þar. Jafn framt er þá f verki sýndur skilning- ur á grundvallarþýðingu Alþingis f þjóðlffi voru. Þetta ætla ég aðgefi sanna mynd af stöðu þingsins f vitund þjóðarinnar ef þörf væri á að minna á jafn sjálfsagðan hlut f grónu lýðræðis og þingræðisþjóð félagi eins og þvf sem vér búum f. Hvað sem öllum dagdómum líð ur bæði fyrr og nú er það stað- reynd að fslenska þjóðin hefur ætfð sett traust sitt á forustu og forsjá Alþingis um mál sfn, og hún gerir það enn. Þess vegna fer sá dagur þegar þingið kemur saman að nýju eftir nokkurt hlé, þing- setningardagurinn, ekki fram hjá þeim sem um þjóðmál hugsa, og þeir eru margir. Þvert á móti er nú hingað hugsað f dag og þess beðið með eftirvæntingu hversu skipast um lausn þeirra vandamála sem nú knýja á. Þvf að ekki þarf að fara í grafgötur um að fyrir hverju nýju þingi liggja mörg og vanda- söm úrlausnarefni. Þess er að minnast að sfðasta þing hófst á þeim örlagatfma þegar óséð var hvernig oss reiddi af f átökunum um fiskimiðin kringum landið. Sá háski er nú liðinn hjá, vonandi Framhald á bls. 31 HÉR fer á eftir predikun sr. Gunnars Gíslasonar, sóknarprests að Glaumbæ í Skagafirði, fyrrum alþing- ismanns, er hann flutti við guðsþjónustu í dómkirkj- unni í Reykjavík í gær, að viðstöddum þorra þing- manna og gesta við þing- setningu. „Gæt þú þín, að þú gleymir ekki Drottni". Náð sé með yður og friður frá Guði föður ogDrottni Jesú Kristi. Vart getur hjá því farið, að óhug veki með öllum hugsandi mönnum, að nær dagiega berast okkur til eyrna váleg tíðindi af hryðju- og hermdarverkum og hvers kyns afbrotum, sem framin eru I heimi okkar mannanna. Og það er ekki aðeins, að slík tíðindi berist okkur utan frá hinum stóra heimi; einnig hér í fámennu þjóð- lífi okkar Islendinga eru framin hin verstu verk, jafnvel voðaverk. Það er talað um að afbrotaalda gangi yfir og hafi gengið yfir f þjóðfélagi okkar. „Ottalegt og hryllilegt er það, sem við ber landinu" (Jerimias). Það gengur illa, að þvi er virð- ist, að upplýsa mörg þessara mála. Ljóst virðist þó, að mörg eru þessi afbrot framin i auðgunarskyni. Það sýnir okkur þann gamla og nýja sannleika, að fégirndin er rót og undirstaða alls þess, sem illt er. Það sýnir okkur, að oft fer svo sem segir i I. bréfi Páls postula til Timoteusar, að þeir sem rikir vilji verða, „falli i freistni og snörur og margar óviturlegar fýsnir og skaðlegar, er sökkvi mönnunum niður í tor- tíming og glötun". Þráfaldlega varar heilög ritning okkur, og ekki sízt Jesú Kristur í orðum sínum, við fégirndinni. Gætið þess að varast alla ágirnd, því að þó að einhver hafi allsnægtir, þá er lif hans ekki tryggt með eign- um hans. „Sá, sem treystir á auð sinn, mun falla, en hinn réttláti mun grænka eins og laufið". Og Jesú varaði við áhyggjunum, sem svo oft eru auðnum samfara: „Þeir sem láta áhyggjur og auð- æfi og unaðssemdir lifsins glepja sig, bera engan þroskaðan ávöxt“. Og er hann segir söguna af hinum rangláta ráðsmanni og hugleið- ingar út frá henni, þá segir hann: „Þér getið ekki þjónað Guði og Mammon." Sem sagt, með orðum sem þessum segir Jesús að auð- girnin leiði til þess, að maðurinn gleymi Guði skapara sínum og Drottni, að sá, „sem gerir gullið að athvarfi sinu, hann drýgi þá synd að afneita Guði á hæðum.“ „Þar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera“. Og þegar Jesús ræddi um auðgirnd- ina á þennan veg og varaði við henni, þá segir, að farisearnir, sem voru menn fégjarnir, eða á þann veg lýst, hafi gert gys að honum. Þá var það að hann sagði söguna um ríka manninn og Lazarus. Ekki er þess getið, að sú saga hafi orðið fariseunum um- hugsunarefni. Ekki er fyrir að taka að svo hafi orðið, og enn er lærdómur þeirar sögu ferskur og gildur. Enn eru næg dæmi um mismun auðs og fátæktar, bæði með einstaklingum og þjóðum, og enn gerast þess dæmin, sem sýna, hversu viðsjáll auðurinn er, hvern veg hann afvegaleiðir — og að hann er valtastur vina. 1 þeirri sögu erum við vöruð við að „gera gullið að athvarfi okkar“, þvi þá gleymist að leita þeirra gæða, sem eru hinum jarðnesku svo óendan- lega miklu verðmætari og æðri, þeirra gæða, er hvorki mölur né ryð fá grandað. Gæða, sem hafa varanlegt gildi og eru okkur til blessunar, ekki aðeins í þessu lifi, heldur og einnig í því komandi. Þess vegna þarf boðið: „leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis" að veru okkur sífelldlega i huga og minni. Ræktin við það má ekki niður falla, en þá rætist fyrirheit- ið: „allt annað veitist yður að auki.“ Þetta var ráðið sem Jesús gaf okkur til þess að lifa eftir. Fyrst og fremst ber að leita hinna and- legu og eilifu gæða. En heilagt orð hans bannar ekki að leitað sé hinna stundlegu gæða. Það er engum bannað að afla sér jarðneskra fjármuna með heiðar- legu móti og njóta þeirra. Ef svo væri þá fengjum við ekki skilið, hvers vegna Guð skapaði jörðina með öllum hennar gögnum og gæðum, og „skapaði manninn í sinni mynd og lét hann rikja yfir handaverkum sínum — og lagði að fótum hans sauðfénað allan og öll dýr merkurinnar, fugla lofts- ins og fiska hafsins.“ Af slíkum orðum heilagrar ritningar og fleirum áþekkum er ljóst, að okk- ur er fyllilega frjálst að leita okk- ur nægta og viðurlífs af jörðinni og auðsuppsprettum hennar. Þetta eigum við að gera. „I sveita andlits þins skalt þú neyta brauðs þíns“. Jesús bauð lærisveinum sinum að leggja net sín til fiski- dráttar og hann bauð þeim að fara vel með það sem aflaðist. „Takið saman brauðbrotin, sem afgangs eru, til þess að ekkert fari til ónýtis,“ sagði hann, er hann í mæfti sínum hafði mettað þús- undirnar. Og sem viti til varnaðar setti hann okkur dæmi sonarins, sem heimtaði arfshluta sinn, sem hann og fékk, en sólundaði I sukki og ólifnaði. Hin jarðnesku gæði eru ekki slik, að með þau megum við fara eins og okkur sýnist eða bezt líkar. Það skal munað, að þau eru okkur færð sem lán eða gjöf frá Guði, frá Predikun sr. Gunnars Gísla- sonar viö þingsetningu í gær Alfreðs Gíslasonar og Birgis Kjarans minnzt á Alþingi í gær ALDURSFORSETI Sameinaðs þings, Guðlaugur Gfslason, minntist tveggja látinna þing- manna, þeirra Alfreðs Gíslasonar og Birgis Kjarans, að lokinni þingsetningu f gær. Fara orð hans hér á eftir: Frá lokum síðasta þings hafa andast tveir fyrrverandi alþingis- menn, Alfreð Gíslason fyrrver- andi bæjarfógeti, sem andaðist aðfaranótt sunnudagsins 30. maf, á sjötugasta og fyrsta aldursári, og Birgir Kjaran hagfræðingur, sem varð bráðkvaddur að kvöldi fimmtudagsins 12. ágúst, sextug- ur að aldri. Vlfreð Gislason var fæddur I Reykjavik 7. júlí 1905. Foreldrar hans voru Gísli búfræðingur og fasteignasali i Reykjavik Þor- bjarnarson bónda að Einifelli og siðar Bjargarsteini í Stafholts- tungum Gíslasonar og kona hans, Jóhanna Sigríður Þorsteinsdóttir bónda að Brú í Biskupstungum Narfasonar. Alfreð Gíslason brautskráðist frá Menntaskólan- um í Reykjavik árið 1927 og lauk Iögfræðiprófi í Háskóla íslands vorið 1932. Að námi loknu starfaði hann um skeið í lög- mannsskrifstofum í Reykjavi, var um tima á árinu 1934 fulltrúi við lögtök I Vestmannaeyjum og rak síðan málflutningsskrifstofu í Reykjavík þar til hann var skipað- ur lögreglustjóri í Keflavík 1. janúar 1938. Gegndi hann því embætti þar til Keflavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1949. Þá var hann skipaður bæjarfógeti þar. Lausn frá þvi embætti fékk hann 1. júli 1961, en var aftur skipaður í það í september 1962. Jafnframt þeim bæjarfógetastörf- um var hann sýslumaður í Gull- bringusýslu frá 1. janúar 1974 og bæjarfógeti í Grindavík frá 10. aprfl 1974. Af bæjarfógeta- og sýslumannsstörfum lét hann rúm- lega sjötugur i septemberlok 1975. Alfreð Gíslason var oddviti hreppsnefndar í Keflavík 1938—1946. Síðar átti hann sæti í bæjarstjórn Keflavíkur 1954—1970 og var forseti bæjar- stjórnar þann tíma að undan- skildu rúmu ári 1961—1962, er hann var bæjarstjóri í Keflavík. Hann átti sæti f stjórn lands- hafnar f Keflavík frá 1947 og í flugráði 1964—1975. Á Alþingi átti hann sæti sem landskjörinn Alfreð Gfslason þingmaður á árunum 1959—1963, sat á fjórum þingum. Alfreð Gislason vann megin- hluta ævistarfs sins I Keflavík og í þágu Keflvíkinga. Hann lifði þar mikla breytinga-, framkvæmda- og framfaratíma. Var hann þar i fararbroddi á mörgum sviðum, sem lögreglustjóri og bæjarfógeti, forustumaður í sveitarstjórn og Birgir KJaran sfðar bæjarstjórn og frumkvöðull og formaður menningar- og líknarfélaga. Hann öðlaðist fljótt vinsældir og traust samborgara sinna, var ráðhollur og tryggur samstarfsmaður og drengilegur andstæðingur. Hann var skiln- ingsgóður og réttsýnn í embættis- störfum og mildur í dómum. Hann átti ekki langa setu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.