Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR fl. OKTÖBER 1976 Ljósm. Mbl RAX Eg kann kvota- Valdimar kokkur í eldhúsinu. Síldinni hellt í kassa. Skroppið á síldarmiðin SILFUR hafsins — síldin — er nú farin að setja svip á sjávarpláss á Suðurlandi á ný og undanfarið hefur verið saltað af miklum krafti á mörgum söltunarstöðvun- um. Ekki er ólíklegt að eitthvað fækki á biðstofum lækna sums staðar meðan aðalsöltunin stend- ur yfir. í það minnsta var það svo, að meðan síidin var og hét, hér fyrr á árum, var lítið um að kven- fólk kæmi á biðstofur lækna á meðan svo stóó á. „Nú já, er sölt- un í dag?“ sagði þekktur læknir á Suðurnesjum þegar engin konan sást á biðstofunni. En það er ekki aðeins að það þurfi að salta síld- ina, fyrst er að veiða hana og nú er sumargotssiidin veidd í annað sinn eftir nokkurra ára friðun, sem virðist ætla að bera góðan árangur. Á þessu hausti er heim- iit að veiða 15 þúsund lestir af síld, þar af mega hringnótabátar veióa allt að 10 þús. lestir, en alls hafa 52 skip heimild til að veiða það magn eftir ákveðinni kvóta- skiptingu, þannig að hvert skip má veiða rétt um 200 lestir. LENGDUR UM FIMM METRA er heimahöfn skipsins. Þórarinn skipstjóri gerði ráð fyrir 18 klst. siglingu á miðin, en síðustu daga höfðu sildarskipin aðallega verið að veiðum austan við Ingólfs- höfða og mörg fengið þar góðan afla. Menn áttu því ekki von á að neitt gerðist á næstu klukku- stundum, en engu að síður fór það svo, að um morguninn er Albert var kominn nokkuð austur fyrir Vestmannaeyjar, að fréttist að Harpa RE hefði fundið sild skammt undan Alviðru og fengið þar gott kast, — sildin er ekki vön að gera boð á undan sér. Það var því ekki eftir neinu að biða og strákarnir kallaðir út til að gera allt klárt, fyrir fyrsta kastið, — en oft á tíðum er það svo að eftir breytingar koma upp ýmis vanda- mál í fyrstu skiptin, sem veiðar- færi eru látin í sjó. „LAGÓ" „Ég kann vel við kvótaskipting- una, það er alltaf svo að fyrst þegar reglur sem þessar eru sett- ar, þá tala menn mikið um þær og sitt sýnist hverjum, en þegar frá líður held ég að allir muni kunna vel við þetta,“ sagði Þórarinn Ólafsson skipstjóri og eigandi Alberts GK 31, en blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins skruppu meó Albert í fyrsta síldartúrinn i haust í s.l. viku. Albert var þá kominn fyrir þrem- ur dögum frá Noregi, þar sem skipið var lengt um 5 metra og byggt yfir aðalþilfar þess. Kemur þetta sér mjög vel á öllum veiði- skap, enda er það spá manna að búið verði að byggja yfir þilfar flestra fiskiskipa á islandi, innan fárra ára. Fyrir lengingu tók Albert góð 250 tonn af loðnu, en nú mun skipið taka yfir 500 tonn, þá er núna miklu fljótlegra að kassa síld í skipið, auk þess sem það tekur helmingi fleiri kassa en áður, og hefur það ekki svo lítið að segja á síldveiðum, bæði hér heima og í Norðursjónum. Það var blíðuveður þegar við lögðum af stað frá Grindavík, sem Þegar Albert kom á síldarslóð- ina undan Alviðru var Harpa þar með gott kast á síðunni. Þegar Harpa fékk þetta kast var hún á leið til lands frá Ingólfshöfða- miðunum með þokkalegan afla, en þarna fylltí hún alla kassa um borð. Ekki vorum við búnir að vera lengi á þessum slóðum, þeg- ar sæmileg torfa kom inn á asdik- ið, og kallað var klárir. Þórarinn fór nokkra hringi kringum torf- una til að kanna hvernig hún gengi og eins þurfti að athuga vei með botninn, þar sem slæmur botn er þarna og þvi getur iila farið ef nótin nær að leggjast í botn. Svo kom hrópið alit i einu. „Lagó,“ var kallað og nótin byrjaði að renna út úr nótakass- anum aftast á skipinu og að lok- um var hún öll komin út, og skip- ið komið hringinn. Þegar nokkur hluti nótarinnar var kominn inn á ný, fór að koma síld í garnið og því fór ekki milli mála að eitthvað var í garninu. Þórarinn skipstjóri vildi ekki meina að mörg tonn væru í nót- inni, „en nokkrar pöddur ættu vera í,“ sagði hann. Að lokum var búið að draga og þurrka að. Menn gizkuðu á hve mikið væri, i, og flestir héldu fram 30—50 tonn. 40 KÍLÓ í KASSA Nú var farió að dæla síldinni- um borð, og allt gert klárt til að Nótin dregin inn. una segir Þórarinn w Olafsson skip- stjóri á Albert GK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.