Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR Í2. OKTÓBER 1976
Réðust inn í
sendiráð Sýr-
lands í Róm
Róm, 11. október. Reuter.
ÞRÍR skæruliðar sem
fylgja Palestínumönnum
að málum réðust inn í sýr-
lenzka sendiráðið í Róm í
dag vopnaðir vélbyssum og
handsprengjum, en gáfust
upp fyrir lögreglunni.
Einn maður særðist af
völdum þeirra.
Foringi skæruliðanna sagði að
árásin hefði verið gerð til að
beina athygli almennings að ör-
lögum Palestínumanna í Líbanon.
Bertil prins
fær að eiga
leikkonuna
Stokkhólmi, 11. október. Reuter.
Bertil Svíaprins geng-
ur að eiga Lilian Craig,
fyrrverandi velska leik-
konu 7. desember og þau
fara í brúðkaupsferð til
Kenya f janúar að því er
tilkynnt var f konungs-
höllinni f Stokkhólmi f
dag.
Kynni þeirra hófust fyrir 33
árum í London þegar hún var
hjúkrunarkona og hann her-
málafulltrúi. Bertil prins segir
að það hafi verið ósk föður
hans, Gústafs konungs Adolfs,
að hann kvæntist ekki Lillian
Craig fyrr en Karl Gústaf nú-
verandi konungur væri kvænt-
ur.
Gústaf konu ur Adolf lézt í
september 1973. Sonarsonur
hans Karl Gústaf, varð kon-
ungur og kvæntist Siliviu
Sommerlath frá Vestur-
Þýzkalandi í júni.
Fyrir helgi veitti Karl
Gústaf frænda sinum formlegt
leyfi til að kvænast frú Craig
að höfðu samráði við nýju
stjórnina.
Frú Craig sagði blaðamönn-
um að hún vonaðist til að fá
sænskan borgararétt í næsta
mánuði. Hún fluttist til Stokk-
hólms á árunum fyrir 1960
þegar hún hafði skilið við
skozka leikarann Ian Craig.
Friðarverðlaunin
veitt á föstudag
Ósló, ll.oklóber. NTB.
NAFN friðarverðlaunahafa
Nóbels verður birt á föstudag. Að
þessu sinni koma 50 menn til
greina.
Ekkert hefur spurzt út um hver
komi helzt til greina. Sagt er að
eins gæti verið að engum verði
veitt friðarverðlaunum f ár.
Hann sagði að þeir væru félagar i
„Svarta júní“, hreyfingu sem hef-
ur aðsetur í írak og er kennd við
mánuðinn þegar Sýrlendingar
sóttu inn í Líbanon í ár.
Samtökin sögðust bera ábyrgð á
árás sem var gerð á hótel í Dam-
askus i siðasta mánuði þegar fjór-
ir gíslar voru drepnir. Þrir árása-
mannanna voru hengdir í gálgum
fyrir utan hótelið daginn eftir.
Lögreglan telur að árásin hafi
verið gerð til að taka Farouk A1
Shara sendiherra i gislingu, en
hann var ekki í byggingunni þeg-
ar árásin var gerð.
Um svipað leyti réðust þrir
palestínskir stúdentar inn í sýr-
lenzka sendiráðið í Islamabad i
Pakistan. Einn þeirra féll í skot-
bardaga við öryggisverði.
Stúdentarnir ruddust inn á
sendiráðslóðina og vörpuðu hand-
sprengjum inn í bygginguna, ber-
sýnilega til að mótmæla íhlutun
Sýrlendinga i Libanon. Rúður
brotnuðu en annars varð lítið tjón
i árásinni.
Slmamynd AP.
Starfsmanni sýrlenzka sendiráðsins gefinn blóðvökvi f
sjúkrabfl á leiðinni f sjúkrahús.
Árás á írskar
fridarkonur
Belfast, 11. október. Reuter.
FÉLAGAR úr Provisional-
armi trska lýðveldishers-
ins (IRA) réðust áleiðtoga
friðarhreyfingar kvenna á
Norður-írlandi, Betty
Williams og Mairead
Corrigan, á fjöldafundi í
Belfast í gærkvöldi.
Þær sakaði lítið og þeim
Tal efstur
Varese. Italfu, 11. október.
MIKHAIL Tal frá Sovétíkjunum
gerði jafntefli við Lajos Portisch
frá Ungverjalandi f annarri um-
ferð millisvæðamótsins á Varese
á Italfu f gærkvöldi. Hann gerði
jafntefli við landa sinn Tigran
Petrosjan i fyrstu umferðinni.
Keppendurnir eru aðeins þrír
og Tal er efstur með tvo vinninga
en Petrosjan og Portisch hafa
hálfan vinning hvor. Telfdar
verða 12 skákir.
Tveir efstu menn á mótinu tefla-
á móti átta skákmanna á næsta ári
og sigurvegarinn í þvf móti öðlast
rétt til að skora á heimsmeistar-
ann Anatoly Karpov 1978. Bobby
Fischer frá Bandarfkjunum hefur
öðlazt rétt til þátttöku á mótinu
1977.
tókst að komast undan f
bifreið að sögn lögreglunn-
ar. Unglingar sem grýttu
þær eyðilögðu bíl þeirra
sjálfra.
Flestir IRA-félagarnir sem réð-
ust á frú Williams og frú Corrigan
voru konur. F'jöldafundurinn þar
sem árásin var gerð var haldinn
til að mótmæla því að 13 ára gam-
all piltur lézt af völdum meiðsla
sem hann hlaut í mótmælaaðgerð-
um fyrir 10 dögum. Pilturinn
varð fyrir plastkúlu af sömu gerð
og brezkir hermenn nota.
Mairead Corrigan var nýtekin
til máls þegar ungur maður þreif
hljóðnemann frá henni. Skömmu
síðar réðust á hana konur úr hópi
áhorfenda. Þær spörkuðu f hana
og drógu hana á hárinu.
Margar konur réðust á frú
Williams sem féll f öngvit. Um
klukkustundu síðar var þeim
smygglað út úr byggingunni.
Brenndur til bana
Áður hafði kaþólskur maður
verið brenndur til bana í bænum
Ballymena og það virtist vera
verk mótmælenda sem vildu mót-
mæla eldsprengjuárás skæruliða
IRA á bæinn. Manninum hafði
verið misþyrmt áður en hann var
brenndur til bana.
flokkur
á Spáni
Madrid. 11. október. Reuter.
SJÖ hægrisinnaðir stjórn-
málamenn á Spání, þar á
meðal Manuel Fraga
Iribarne fyrrverandi inn-
anrfkisráðherra, hafa til-
kynnt stofnun nýs íhalds-
flokks, sem muni styðja
stjórnmálaumbætur en
leggjast gegn þvf að tengsl-
in við fortfðina verði rofin.
Fraga sagði I viðtali við blaðið
Informaciones í Madrid að Spán-
verjar þyrftu stjórnmálaflokk
eins og Ihaldsflokkinn í Bretlandi
og gaullistaflokkurinn í Frakk-
landi. Flokkurinn kallast Alþýðu-
bandalagið og er stofnaður til að
bjóða fram í þingkosningum sem
eiga að fara fram í júní sam-
kvæmt áætlunum stjórnarinnar.
Flokkurinn leggur áherzlu á lög
og reglu og er þvf andvígur að
samtökum kommúnista, hryðju-
verkamannanna og aðskilnaðar-
sinna verði leyft að starfa þótt
hann vilji leyfa starfsemi annarra
flokka. Flokkurinn styður kon-
ungdæmið, vill efna heraflann og
lögregluna og standa vörð um
fjölskyldulíf og „sigild verðmæti
almenns siðgæðis".
1 stefnuskrá flokksins er harm-
að að grafið hafi verið undan friði
og reglu og þjóðareiningu. Þar
segir að núverandi kreppa í
stjórnmálum og efnahagsmálum
séu skylda fyrirbrigði og vaxandi
verðbólga og atvinnuleysi valdi
mörgum Spánverjum alvarlegum
erfiðleikum. Flokkurinn gagnrýn-
ir síðustu sparnaðarráðstafanir
stjórnarinnar, þar á meðal
tveggja mánaða verðstöðvun og
skatt til að draga úr orkuneyzlu
þar sem þær séu ófullnægjandi og
ljósar.
Allir leiðtogar flokksins nema
einn voru ráðherrar í tíð Francos
hershöfðinga og auk Fraga eru
Framhald á bls. 47
Loftbelg bjargað
Ramstein, Vestur-Þýzkalandi,
11. október. Reuter.
TII.RAUN Bandarlkjamannsins
Kdward Yost til að fljúga fyrstur
1 loftbelg yfir Atlantshaf fór út
um þúfur f gær þegar hann hrap-
aði f sjóinn um 300 km suður af
Azor-eyjum. Honum var bjargað
um borð f vestur-þýzkt vöruflutn-
ingaskip.
Frönskumenn
í Belgíu sigra
Briissel, 11. október. Reuter.
FYLGISAUKNING flokks
herskárra frönskumælandi
manna í bæjarstjórnar-
kosnmgunum í Briissel
hefur haft í för með sér
hættu á því að tungumála-
deilur frönsku og hol-
lenzkumælandi Belga
blossi upp á nýjan leik.
Flokkurinn (Front
demorcatique des francophones)
bætti við sig 10% atkvæða í kosn-
ingunum sem fóru fram í gær.
sigraði í fimm af 19 hverfum
borgarinnar og dró mikið fylgi frá
stuðningsflokkum núverandi
samsteypustjórnar mið- og hægri
flokka og sósíalistaflokknum sem
er í stjórnarandstöðu.
FDF jók einnig fylgi sitt í bæj-
Framhald á bls. 47
Skömmtun matvæla
er spáð 1 Bretlandi
London, 11. október. Reuter.
CROMER lávarður, fyrrver-
andi bankastjóri Englands-
banka, hefur varað við þvf að
standi Bretar ekki f skilum við
erlenda lánardrottna verði
skortur á Iffsnauðsynjum er
hafa muni matvælaskömmtun f
för með sér.
Þessi viðvörun kemur f þann
mund sem þingmenn snúa aft-
ur úr sumarleyfum sfnum og
umræður hefjast f Neðri mál-
stofunni um efnahagsmál. Gert
er ráð fyrir að stjórnin verði að
grfpa til nýrra sparnaðar-
ráðstafana þar sem ráðstafanir
sem hún gerði í sfðustu viku
virðast ekki hafa nægt.
Stjórnin stendur illa að vígi
og verður að standa gegn
kröfum íhaldsmanna um niður-
skurð ríkisútgjalda og kröfum
vinstrisinna um að ríkisútgjöld
verði ekki skorin niður. Vax-
andi áhrif vinstri sinna f Verka-
mannaflokknum hafa orðið til
þess að íhaldsmenn gera sér
vonir um að stjórnin klofni og
hrökklist frá völdpm.
Staða pundsins hefur ekki
batnað þrátt fyrir hækkun út-
lánsvaxta Englandsbanka í
15% og fleiri sparnaðar-
ráðstafanir og því er gert ráð
fyrir að stjórnin verði að grípa
til róttækari ráða til að tryggja
sér 3.9 milljarða dollara lán
sem hún hefur farið fram á hjá
Alþjóða gjaldeyrissjóðnum
(IMF).
Talið er að stjórnin verði
annað hvort að hækka neyzlu-
skatta eða draga úr erlendum
lánum sem nema 10 milljörðum
punda á ári. Þar sem neyzlu-
skattar munu auka verðbólg-
una munu þeir stofna í hættu
samkomulagi stjórnarinnar og
verkalýðsforingja um hófstill-
ingu í launamálum.
íhaldsmenn byggja kenningu
sina um að Verkamanna-
flokkurinn muni klofna á því
að ekki verði hægt að samræma
kröfur vinstrisinna um aukin
útgjöld og innflutningshömlur
og þá stefnu stjórnarinnar að
bjarga sér á erlendum lánum.
Stuðningsmenn Verkamanna-
flokksins eru þó vissir um að
flokkurinn haldi völdunum
þrátt fyrir nauman þingmeiri-
hluta.
Vinstri armur Verkamanna-
flokksins hefur tekið fram að
hann hyggi ekki á uppreisn sem
gæti komið íhaldsflokknum til
valda þrátt fyrir ágreininginn
við stjórnina. Auk þess hefur
orðið vart við reiði í garð
vinstrisinna hjá miðjumönnum
og hægri armi flokksins vegna
kröfu þeirra um víðtæka þjóð-
nýtingu og aukin rikisútgjöld.
Hófsamir þingmenn Verka-
mannaflokksins íhuga nú hvort
þeir eigi að leggjast gegn því að
vinstrisinninn Michael Foot
verði skipaður aðstoðarleiðtogi
flokksins og leggja til að frú
Shirley Williams, sem er hóf-
söm, verði skipuð i hans stað.