Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGURÍ2. OKTÓBER 1976 Takmarkið: Engin slysaalda í ár Þórscafé opnaó á ný: Húsið rúmar nú yfir tólf hundruð manns Það getur farið illa þegarað- albrautarréttur er ekki virtur manns og danssalur, þar sem hljómsveitin Þórsmenn, áður Galdrakarlar, leikur fyrir dansi. Að sögn Ragnars Jónssonar, annars eiganda staðarins, á Þórs- café að rúma nákvæmlega 1238 manns. Sagði hann að gífurleg aðsókn hefði verið að staðnum um helgina og komust færri inn en vildu, en hátt á annað þúsund manns stóðu í biðröð á laugar- dagskvöldið. Aðspurður um kostnað á breyt- ingunum, svaraði Ragnar því til, að hann hefði verið gífurlegur og væri „buddan nú galtóm". Til að bæta fyrir það, sagði hann, að það stæði til að leigja staðinn út til veizluhalda í miðri viku. En enn sem komið er, er matur ekki framreiddur í hádeginu, en það stendur jafnframt til, sagði Ragnar að lokum. !r matsalnum, þar sem f jögur hundruð gestir geta borðað. I.iósm ()1. K. M. Öll Norðurlöndin eiga töluverðar birgðir af svínainflúensubóluefni Skyldubólusetning gegn kúabólu numin úr gildi bráðlega? MÓT heilbrigðisyfirvalda Norðurlanda ásamt forstöðu- mönnum sýkla- og veirurann- sóknastöðva var haldið 1 1. sinn dagana 4. og 5. október i Reykja- vik. A fundinum voru ræddar al- gengustu farsóttir og varnir gegn þeim. Það kom fram, að varnir gegn algengum farsóttum s.s. mænuveiki, barnaveiki, kíkhósta og stífkrampa eru haldgóðar. Ákveðið var að samræma bólu- setningaraðgerðir frekar en verið hefur á Norðurlöndum. Skandí- navisku löndin eru nú sem óðast að nema úr gildi skyldubólusetn- ingu gegn kúabólu. Ákveðið var að koma upp sameiginlegum banka fyrir kúabóluefni í Noregi, Islendingar geti því með stuttum fyrirvara fengið æskilegt magn af bóluefni ef smit berst hingað. Þegar þessu fyrirkomulagi hefur verið komið á er ekkert því til fyrirstöðu að kúabólusétning verði numin úr gildi sem skyldu- bólusetning hér. Mikið var rætt um bólusetningu gegn inflúensu. Fulltrúar voru sammála um að ekki væri útlit fyrir að svlnainflúensa næði að breiðast verulega út á Norður- löndum. Orsakir væru m.a. að stofninn virtist ekki vera sterkur og að mótefnismælingar í Skandi- navíu og á Islandi gæfu til kynna að fólk 40 ára og eldra hefði góða vörn gegn veikinni. íslendingar lögðu fram umfangsmestu könn- unina en niðurstöður hennar eru að mótefnamyndun meðal fólks sem, fætt væri fyrir 1928, er mjög góð. Þó ber þess að geta að veru- lega minni mótefnamyndun er meðal fólks sem búsett var á Norður- og Austurlandi 1918. öll löndin eiga töluverðar birgðir af svínainflúensubólu- efni. Það eru tilmæli islenskra heil- brigðisyfirvalda að eftirfarandi hópar hafi forgang að þessu bólu- efni: l.öryrkjar. 2. fólk með hjarta- og lungnasjúk- dóma og aðra langvinna sjúk- dóma. 3. Roskið fólk (60 ára og eldra) og þá sérstaklega það sem búsett var á Norður- og Austurlandi 1918. Sérstaklega ber að huga að fólki á elliheimilum. Fulltrúar voru sammála um að ekki væri ástæða til að hefja nú bólusetningar á yngra fólki. Yfir- itt er ráðið frá þvi að bólusetja unglinga 18 ára og yngri m.a. vegna aukaverkana. Meðal annarra mála sem rædd voru á þinginu var heilabólgufar- aldur sem vart hefur orðið viða um heim. Bólusetning lík þeirri sem framkvæmd hefur verið hér á landi á vissum stöðum virðist gefa allgóða vörn gegn vissum stofni, þ.e. stofni A. Þau börn sem voru bólusett í haust verða nú endurbólusett. Áframhaldandi samstarf verðr við Norðurlöndin um bólusetning- ar. Elliheimilum og öðrum stofn- unum hér á landi verða næstu daga sendar niðurstöður svínain- flúensumótefnamælinga þeirra einstaklinga er þar dveljast. En þessar mælingar voru fram- kvæmdar af próf. Margréti Guðnadóttur. (frétt frá landlækni). Týndi veski UNG stúlka varð fyrir því óhappi aðfararnótt s.l. sunnudags, að týna veski einhvers staðar á leið- inni Hvassaleiti — Laugalækur. Gerðist þetta á tímabilinu 1—2 um nóttina. 1 veskinu voru 50 þúsund krónur 1 peningum og 30 þúsund króna ávísun, auk per- sónuskilríkja. Bagalegt er fyrir stúlkuna að missa þessa fjármuni, þar sem hún er 1 skóla. Er finn- andi vinsamlegast beðinn að skila veskinu á lögreglustöðina. Nú stendur yfir cnn ein um- ferðarvikan. Þessa sömu viku 1 fyrra urðu samtals 87 óhöpp og í þeim slösuðust 11 manns. Flestir árekstranna voru mjög harðir og eignatjón varð mikið. Nokkrir þeirra sem slösuðust eiga enn 1 dag langt f land með að ná aftur fullri heilsu og ná henni jafnvel aldrei. Mjög áberandi var hversu illa aðalbrautarréttur var virtur. Það eru því miður allt of marg- ir ökumenn sem álíta að það sé nóg að stöðva bifreiðina við bið- skyldu eða stöðvunarskyldu- merkið og þar með sé varúðar- skyldunni sinnt, en aka siðan af stað inn á gatnamótin í veg fyr- ir næstu bifreíð. Algengasta svar ökumanns eftir að hafa lent 1 árekstri við þessar að- stæður er: „Ég kom að gatnamótunum og stöðvaði, en ók síðan inn á og þá var hinni bifreíðinni ekið á mina. Ég sá enga bifreið koma svo að hinni bifreiðinni hlýtur að hafa verið ekið alít of hratt." Það sem þessi ökumaður gerði rangt var í fyrsta lagi að hann hefur ekki litið nægilega vel eftir umferð áður en hann ók inn á gatnamótin. Hann sinnir ekki bið— eða stöðvunarskyldu með því einu að stöðva, hún felst í því fyrst VEITINGASTAÐURINN Þórscafé var opnaður í þriðja sinn, síðastl. föstu- dag. Staðurinn, sem stend- ur við Brautarholt 20, hef- ur verið lokaður síðan í júní, en á þvi tímabili hafa farið fram miklar breyting- ar og húsið verið stækkað u.þ.b. þúsund fermetra. Eigendur Þórscafé eru þeir Ragnar Jónsson og Björgvin Árnason. Við hátíðlega opnun hússins á föstudaginn var viðstatt mikið f jölmenni. Frummælendur og kaupmenn ð ráðstefnu Kaupmannasamtákanna. Rádstefna um málefni smásöluverzlunarinnar og fremst að vfkja fyrir allri umferð. Hann ekur f veg fyrir bifreið á aðalbraut og heldur því mjög oft fram að bifreið sem hann sá aldrei hafi verið ekið allt of hratt. En það er einnig hægt að aka eftir aðal- braut á þann hátt að meiri hætta sé en ella að viðkomandi lendi í árekstri. Þá er algengast að ekið sé of hratt, þannig að ekki sé mögulegt að koma 1 veg fyrir árekstur ef ekið er í veg fyrir bifreiðina, því hver ein- asti ökumaður verður að gera ráð fyrir því að lenda í þeirri aðstöðu að þó hann sé á aðal- braut, geti hvaða ökumaður sem er ekið i veg fyrir hann án þess að sjá bifreiðina. Húsakynni eru öll hin glæsileg- ustu. Á efri hæðinni er matsalur fyrir rúmlega fjögurhundruð KAUPMANNASAMTÖK íslands héldu um helgina ráðstefnu um málefni smá- söluverzlunarinnar, og sóttu um 40 manns ráð- stefnuna. Fyrri dag ráð- stefnunnar voru frummæl- endur þeir Gunnar Snorra- son, formaður Kaup- mannasamtakanna, Albert Guðmundsson alþingis- maður, sem ræddi um inn- heimtu smásöluverzlunar- innar á opinberum gjöld- um, og Georg Ólafsson verðlagsstjóri, sem talaði um ný viðhorf í verðlags- málum. 1 ræðu sinni fjallaði Georg meðal annars um frumvarp að nýjum verðlagslögum og lýsti við- horfum sínum til þess i stuttu máli, þar sem efni frumvarpsins væri enn ekki orðið opinbert. Síðan voru pallborðsumræður, þar sem frummælendur sátu fyrir svörum ásamt varaformanni Félags ísl. stórkaupmanna, Jóhann Ólafsson. Seinni hluta laugardagsins voru auk þess starfandi þrir umræðuhópar, sem skiluðu áliti. Eftir hádegi á sunnudag mættu ritstjórar allra dagblaðanna og lýstu viðhorfum sínum til verzl- unarinnar. Á eftir urðu miklar umræður um samskipti dagblað- anna og verzlunarinnar almennt en ráðstefnunni lauk síðan um sexleytið á sunnudag. (FGG—slysarannsóknardeild lögreglunnar) Það er heldur alls ekki nægi- legt að vikja fyrir bifreiðum. Allt of oft höfum við sem sinn- um þessum óhöppum heyrt ökumann segja eftir að hafa ekið á hjólreiðarmann og brotið á honum aðalbrautar- eða um- ferðarrétt: Ég leit eftir götunni og sá enga bifreið og ók þess vegna ipná. Við viljum leggja sérstaka áherzlu á það við öku- menn bifreiða að hjól hafa sama rétt í umferðinni og bif- reiðar og þér ber að víkja jafnt fyrir strák á skellinöðru og vörubifreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.