Morgunblaðið - 12.10.1976, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976
Gunnur Gunnars-
dóttir - Minningarorð
F. 18. 12. 1940,
D. 5. 10. 1976.
Við ætlum öll að lifa svo lengi. I
skýrslum er greint frá því, að
meðalævin sé sífellt að lengjast
og varla nokkurs staðar í heimin-
um sé hún eins löng og á Islandi.
Læknavísindunum fleygir fram
og æ fleiri mein má bæta. Samt
falla sumir ungi. Enn kunna
vísindin ekki ráð við öllu. Og 1
sérhvert sinn sem höggvið er
skarð 1 hóp vina, ættmenna og
kunningja erum við minnt á
þetta. Ströngust er áminningin,
þegar hinn brottkallaði er á bezta
aldri. Við vöknum til vitundar um
það, hve lítils við megum okkar
þrátt fyrir allt. Framfarirnar hafa
fært okkur margt, en engu að
siður verður það sem okkur er
kærara en allt annað frá okkur
tekið, án þess við fáum þar
nokkru um ráðið. Það er sárt, en
þvi verður að una.
I dag er kvödd Gunnur
Gunnarsdóttir, Álfaskeiði 107,
Hafnarfirði, brottkölluð frá
ungum syni, umhyggjusömum
eiginmanni og aldraðri fóstur-
móður. Það er sorg á heimilinu að
Álfaskeiði 107, og vinir og
kunningjar standa agndofa í
undrun og söknuði.
Gunnur var fædd á Norðfirði
hinn 18. desember 1940, dóttir
Gunnars Guðbrandssonar og Guð-
laugar Barneyjar Gunnarsdóttur.
Hún ólst upp hjá afa sínum,
Gunnari Gislasyni í Holti, Nes-
kaupstað og konu hans, Matthildi
Guðmundsdóttur. Tólf ára að
aldri missti Gunnur fóstra sinn og
afa, sem hún syrgði mjög. Eftir
lát hans fluttust þær Gunnur og
Matthildur til Hafnarfjarðar og
hafa búið þar síðan. Að loknu
gagnfræðaprófi frá Flensborg
hélt Gunnur til framhaldsnáms til
Bretlands um ársskeið en hóf
síðan störf á skrifstofu Alþýðu-
flokksins og vann þar í nokkur ár.
Á árinu 1961 flutti Gunnur starfs-
vettvang sinn til Hafnarf jarðar og
til Verkakvennafélagsins Fram-
tíðarinnar. Á skrifstfu þess vann
hún í tólf ár.
Haustið 1959 kynntist Gunnur
eftirlifandi manni sinum, Frið-
birni Hólm, kennara við Lækjar-
skólann í Hafnarfirði, og gengu
þau i hjónaband hinn 25. des.
1961. Sama ár fæddist þeim
sonurinn Gunnar Björn.
Friðbjörn og Gunnur bjuggu sér
myndarlegt heimili. En þótt
hamingjan væri oft mikil, var
mótlætið lika stundum þungt. Á
árinu 1963 urðu þau að sjá á bak
hálfsárs gömlum syni sinum,
Baldri, og á s.l. ári misstu þau
annan son i fæðingu.
Ég man Gunni fyrst sem unga
glæsilega stúlku. Við vorum
skólasystkin i Flensborg. Gunnur
var ein þeirra stúlkna sem maður
tók eftir. Ég minnist þess líka að
kennarar hennar höfðu orð á því
að hún væri næm til náms og
góður nemandi. Söm var sagan,
þegar hún hélt út í atvinnulifið.
Hún var duglegur og traustur
starfskraftur vann störf sin af
alúð og samvizkusemi og gerði
miklar kröfur til sjálfrar sin. En
löngunin eftir meiri þekkingu og
kunnáttu bjó sífellt með henni og
árið 1974 lauk hún t.d. prófi frá
einkaritaraskólanum, eftir vetur-
setu í honum. Starfhæfni Gunnar
og þekkingarlöngun kynntist ég
bæði af afspurn og eigin reynslu,
því að fyrir fáeinum árum störf-
uðum við saman um hríð.
Nú kveðjum við Gunni brott-
kallaða á bezta aldri frá heimili
sínu og fjölskyldu. Ég og fjöl-
skylda mín vottum eiginmanni,
syni, fósturmóður og öðrum
ættingjum okkar dýpstu samúð.
Kjartan Jóhannsson
r i
SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ’á'.
Börnin mln sækja kirkju, þar sem þau læra meira í
Bihlfunni en þau myndu læra I mfnum söfnuði. Ætti ég að
ganga 1 þennan söfnuð?
Nú er ég ekki þeirrar skoðunar, að við eigum að
leyfa börnunum að taka mikilvægustu ákvarðanirn-
ar fyrir okkur. En þér segið, að þau öðlist betri
fræðslu í Biblíunni en í söfnuðinum, sem þér hafið
kosið að vera i. Svo er ritað í Orskviðunum: „Fræð
þú sveininn um veginn sem hann á að ganga, og enda
á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“
(22,6). Yður er greinilega ljóst, hvílíkt gildi það
hefur, að börnin séu alin upp í sannleiksljósi ritning-
anna, og þessi skilningur yðar hlýtur að ráða úrslit-
um, er þér gerið upp hug yðar. En þetta er ákvörðun,
sem þér verðið að taka sjálfur. Ég get ekki tekið af
skarið fyrir yður.
Ég mundi í yðar sporum gera þetta að sérstöku
bænarefni. Þetta er mikilvægt mál. Biðjið Drottin
um skýra leiðsögn.
Þorbjörn Þórðarson
Kveója frá Knattspyrnufélaginu
Vfkíngi:
Þorbjörns Þórðarsonar verður
sannarlega lengi saknað af okkur
Víkingum. Hann sótti „völlinn"
og leiki félagsins svo lengi sem
heilsan leyfði og jafnvel lengur
en fært var hin seinni árin. Hann
gerðist mjög ungur félagi I
Víkingi, lék þar í öllum
aldursflokkum og á leikvelli lék
hann flestar þær stöður í sókn og
vörn sem þar er mögulegt að
leika. Hann naut þess að leika
knattspyrnu og hafði hina mestu
ánægju af uppbyggingu og Ieik
hennar, var sjálfur fljótur og
t
Hjartkær eiginmaður minn
MAGNÚS HELGASON
Bauganesi 3
lést á Landakotsspitala aðfaranótt 1 0 október
Jarðarförin verður ákveðin síðar
Magnina J. Sveinsdóttir.
kappsfullur en ætíð drengilegur
og góður leikmaður.
Þorbjörn átti lengi sæti í stjórn
félagsins og var eitt ár formaður
þess. Hann starfaði þar auk þess í
ótal ráðum og nefndum, sem
nauðsynlegt er i hverju slíku
félagi. Hann slitnaði raunar
aldrei úr tengslum við félagið,
eins og þó alltof algengt er þegar
menn hætta íþróttaiðkunum
sjálfir og ný áhugamál skjóta upp
kollinum. Seinni árin tók hann
þátt i störfum fulltrúaráðs
félagsins en fyrir nokkrum árum
var hann sæmdur gullmerki
félagsins fyrir sín frábæru störf í
þágu Vikings.
I lifsstarfi sinu sem málari var
Þorbjörn hinn mesti snillingur og
nutum við Víkingar þess er hann
teiknaði og hannaði félagsmerki
okkar, sem að allra mati er bæði
stilhreint og fallegt. Þess má þá
einnig minnast að eitt seinasta
verk er hann vann fyrir félag sitt
var að mála félasmerkið stórt og
myndarlegt til notkunar og prýðis
í Skiðaskála Víkings.
Vikingar munu jafnan minnast
þess hve Þorbirni var annt um
félagið og hann bar hag þess og
gengi ætið fyrir brjósti. Við
blessum minningu Þorbjarnar
Þórðarsonar og öll hans störf
fyrir Viking eru geymd en ekki
gleymd af ungum sem öldnum.
Við sendum eftirlifandi maka
hans frú Charlottu, og vensla-
mönnum öllum okkar innilegustu
samúðar- og saknaðarkveðjur.
— Minning
Ingvar
Framhald af bls. 37
Með kurteisri og stillilegri
framkomu ásamt fjölhæfum
gáfum og vandvirkni, ávann hann
sér aðdáun kennara sinna og
skólasystkina. Við munum öll
sakna hans, en ekki síst foreldrar
hans og systkini. Guð leggur
okkur líkn með þraut, bænina til
hans, sem geislabrot hins eilifa
ljóss.
Við biðjum góðan Guð að blessa
Ingvar elskulega drenginn okkar,
og að hann verði hans leiðarljós á
ókunnum æðri stigum.
„Sem sjálfur drottinn mildum lófum lykí
um Kfsins perlu (gullnu augnabliki.**
Amma.
t
Móðír okkar
UNNUR HELGADÓTTIR,
Brúarfölt 1,
Garðabæ,
andaðist í Landskotsspítala 10 október
Börn hinnar látnu
Skrifstofa
samgönguráðuneytisins
verður lokuð þriðjudaginn 12. okt., frá kl.
13:00, vegna útfarar Sigurðar Jóhannssonar,
vegamálastjóra.
t
Eiginmaður minn,
PÁLL ÓSKAR GUNNARSSON,
vélstjóri.
Hllðarvegi 42. Kópavogi.
andaðist á Heilsuverndarstöðinni, sunnudaginn 10. október.
Fyrir mína hönd, föðurs, systkina og annarra vandamanna.
Margrét Eirfksdóttir.
Vegna jarðarfarar verður skrifstofan
lokuð e.h. í dag
Skipulagsstjóri ríkisins.
— Síldarverð
Framhald af bls. 36
manna á austurströnd Ný-
fundnalands m.a. sent sím-
skeyti, þar sem skýrt var frá
því, að menn á Islandi væru
undrandi yfir hinu lága sölu-
verði á saltaðri síld, sem
Kanadamenn byðu á hinum
ýmsu saltsildarmörkuðum.
Jafnframt var óskað eftir því að
fá upplýsingar um verð það,
sem söltunarstöðvarnar í Kana-
da greiða sjómönnum fyrir
fersksíldina. Var forsvars-
manninum, til samanburðar,
skýrt frá íslenzka ferksíldar-
verðinu. Ekkert svar hefur enn-
þá borizt við þessu skeyti
sun.“
útfaraskreyllngar
blómouol
Groðurhusið v/Sigtun simi 36770
+
Móðir mín og tengdamóðir
CAMILLA FRIÐBORG KRISTJÁNSDÓTTIR,
bókavörður,
Stykkishólmi
lézt ! BorgarspítaJanum. 6 október Minningarathöfn verður í Stykkis-
hólmskirkju, laugardaginn 1 6 okt kl 10.30 Jarðað verður að Skarði,
á Skarðströnd sama dag kl. 16
Gunnfrlður Ólafsdóttir Helgi Rúnólfsson.
Skrifstofurnar verða
lokaðar í dag
vegna útfarar Sigurðar Jóhannssonar vega-
málastjóra.
Vegagerð rfkisins.
llnholtl 4 Slmar 74477 og 14754