Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 45 VELV/VKAIMDI Velvakandi svarar ( slma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- degi til föstudags. 0 Að gera eins og „hinir“ Margrét Guðjónsdóttir, Dals- mynni, skrifar: „Það var haft eftir mér i Morgunblaðinu að ég væri fædd full. Það er góður kostur þegar ölvun er eins í hávegum höfð og nú til dags. En ekki er nóg að vera laus við fordóma, vera í hressara lagi og enginn dragbítur á gleði manna til að vera talinn í húsum hæfur þar sem vin er veitt verður maður að drekka vín og vera með eins og hinir. Mér hefur oft fundizt þetta æði broslegt enda jafnan látið mér í léttu rúmi liggja hvað aðrir hugsa og segja um mig, en ég skil vel unga fólkið og þá sem vilja vera eins og aðrir, því tízkan er harður húsbóndi. Vindýrkendur hafa komið á þeim tíðaranda og hefð að vín verður helzt að vera með í leiknum ef á að gera sér dagamun og má segja ef tveir eða þrír eru samankomnir s<; viðeigandi að taka tappa úr flösku. Þetta verður til þess að .fólk missir hæfileikann til að skemmta sér á eðlilegan hátt og kemst aldrei í kynni við sanna lífsnautn og gleði. Eldra fólkið er búið að koma því inn hjá krökkunum frá blautu barnsbeini að vín sé ómissandi, nauðsynlegt og spennandi ef á að skemmta sér. Það þarf að útvega vín fyrir partýið, réttirnar, þorrablótið, af- mælið eða veizluna og ef farið er út af heimilinu sjá börnin að þeir fullorðnu telja vín skilyrði fyrir góðri skemmtun. Það_ er talað af fyrirlitningu um tertuboðið sem var hundleiðinlegt enda sátu þar allir eins og þeir væru í biðstofu tannlæknis, og þau heyra ungling- ana sem hafa náð þeim langþráða 16 ára aldri tala um svaka fylleri á siðasta balli og hverjir hafi drukkið mest og iátið verst, og það voru þeir athyglisverðustu. Þau líta á vínið sem forréttindi þeirra fullorðnu, ómissandi gleði- gjafa, sem þau bíða með óþreyju eftir að komast í snertingu við. Enda sjá þau fljótt að meirihluti unglinga sem sækir skemmtanir og þeir sem mest ber á telja enga menn með mönnum nema þeir 'drekki, þeim finnst litið á sig sem þriðja flokks fólk, ef þeir eru ekki með. Og ef þeir kæra sig ekki um vin láta þeir öllum illum látum svo allir haldi að þeir séu fullir þvi það er i takt við timann. íslenzk gestrisni er orðlögð og hefur margur komist í hann krappan við kaffi- og kökugleðí húsmæðra. Ekki er ofrausnin minni þegar vín er annars vegar og sá sem ekki neytir víns á í vök engu llkara en hann botnaði hvorki upp né nlður 1 neinu. Jack fylgdi dæmi hans og talaði hægt eins og hann héldi að piltur- inn væri f vandræðum með að skilja ensku. — Þessi herra er kominn frá vini mfnum, sem ég var að leita að. Frá senor Fix, skilurðu? Hann fékk geislandi bros sem svar. — Senor, Feez. Góða nótt. Miguel leit giaður á Whelock. — Nei, þetta er ekki senor Fix. Hann ætlar að fylgja mér til hans. Svo að ég þarf ekki á bfl og bfl- stjóra að halda lengur. Hvað skulda ég þér mikla peninga? Hann tðk upp veskið sitt. Aftur spánska f löngum bunum. Bersýnílega var Miguel að reikna út upphæðina og tók fingurna sér til hjáipar. Að lokum nefndi hann upphæðina f pesos og Jack varð að umreikna það f dollara. Honum lék hugur á að vita hvort I þessari upphæð væri og falin greiðsla fyrir þau aukaverk sem Miguel hafði unnið fyrir hann. Þó svo væri var upphæðin hlægilega Iftil, Hann taldi seðlana og lét hann hafa helmingi meira. Tryggð var að vfsu ekki að verjast í samkvæmum. Þó hann reyni að láta bera sem minnst á þessum skorti á háttvisi og fái sér gosdrykk og skáli eins og hinir, kemur venjulega ein- hver góðglaður og reynir með öllu móti að fá hann til að fá sér neðan i því og vera með. Margir sjá sér þann kost vænstan að fá sér lögg í glas og sitja yfir henni en þeir fá ekki heldur að vera í friði með það. Fljótlega kemur húsráðandi eða einhver áhugamaður að- vífandi og talar um það á áberandi hátt að þetta gangi ekk- ert, hann sé enn með fyrsta glas- ið, og venjulega sér sá óheppni sér ekki annað fært en herða drykkjuna. Ég hef oft hugleitt hvort drykkjuvenjur fornmanna séu svona lifseigar þar sem hver þóttist mestur að geta svolgrað meira en aðrir. Mín reynsla er sú að sá sem skemmtir sér með vini geti helzt ekki liðið annað en allir séu á sama báti og gildir þá einu þó þeir bindindissömu séu kátari og skemmtilegri en hinir, þeir eru ekki á réttri linu. Allir sjá hvað alvarlegt það er ef vín er skilyrði við sem flest tækifæri, enda er vínneyzla alltaf að verða almenn- ari, ekki sízt meðal unglinga og kvenna og þarf hvorki feimni til né minnimáttarkennd. Ég sendi ykkur liugleiðingu bindindismannsins sem er litinn hornauga, sniðgenginn og óvel- kominn þar sem vín er haft um hönd sem er við æðimörg tæki- færi, Margrét Guðjónsdóttir, Dalsmynni." Með bréfi Margrétar fylgdu nokkrar vísur og verða sumar þeirra birtar hér: Almenningur reynir í tfskunni að tolla tekur staup f samkvæmum eins og mektarfólk, það er Ijóta vitleysan að lepja kaffi úr bolla límonaði, spur og kók eða kúa- mjólk. Um gamla og nýja sveitasiði þarflaust er að þylja. Þeir sem fylgja tízkunni kunna á öllu lag. Sauðina frá höfrunum sjálfsagt er að skilja sá sem ekki drekkur vfn, kann sig ekki í dag. HÖGNI HREKKVÍSI Við verðum að .taka af honum gjallarhornið, jafnvel þó hann sé verndari félagsins. Verkamannadeild Verkalýðsfélagsins Rangæings FULLTRÚAKJÖR Ákveðið er að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa Verkamannadeildar Rangæings á 33. þing A.S.Í. Tillögum, með nöfnum 3ja fulltrúa og jafn- margra til vara skal skila á skrifstofu deildar- innar að Laufskálum 2, Hellu fyrir kl. 17 mánudaginn 18. október. Tillögum skal fylgja skrifleg meðmæli minnst 32ja fullgildra félagsmanna. Stjórn Verkamannadeildar Rangæings. LANCÖME LANCÓME LANCÓME ANDLITSBÖÐ, HÚÐHREINSUN. LITUN. HANDOC FÓTSN YRTINC VINNUM EINGÖNGU MEÐ HINUM FRÆGU OG VIÐURKENNDU, FRÖNSKU LANCÓME SNYRTIVÖRUM TÖKUM EINNIG . K VÖLDSN YRTINGA R. opiðA /t LAUGARDÖGUM. LANCÓME LANCÖME LANCÓME LYFTARADEKK, samdægurs, allar stærðir /1USTURBAKKI HF SUÐURVERI SÍM*R 38064-30107 M “iM- rfUMijOS* | Lyf tara dekk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.