Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976
15
ustu í mannvirkjagerð hefir Sig-
urður haldið i heiðri og unnið
þjóð sinni vel við erfiðar
aðstæður í strjálbýlu landi, en
tekist hefir að koma upp vega- og
samgöngukerfi til gjörvallrar
byggðar á þessarri öld, og er sú
saga ævintýri líkust.
Lögum samkvæmt á vegamála-
stjori sæti I skipulagsstjórn ríkis-
ins ásamt vita- og hafnarmála-
stjóra og húsameistara ríkisins,
auk tveggja fulltrúa, öðrum frá
félagsmálaráðuneyti en hinum
frá sambandi sveitarfélaga. Enn-
fremur átti vegamálastjóri sæti í
smvinnunefnd um svæðaskipulag
stór-Reykjavíkur, Suðurnesja,
Mosfellssveitar og Kjalarness sem
fulltrúi skipulagsstjórnar, og var
þar formaður frá upphafi.
Allt frá þvl lög voru sett um
„skipulag bæja og kauptúna" og
nefnd skipuð til þess að annast
framkvæmd laganna, var vega-
málastjóri þar sjálfsagður svo
mjög sem allt vegakerfi, vatns-
veitur og fleiri tæknileg atriði
hafa áhrif á þróun þeirra mála og
eru forsendur byggðarinnar.
Fyrirrennari Sigurðar, Geir G.
Zoega vegamálastjóri átti því sæti
I hinni fyrstu skipulagsnefnd
rfkisins, ásamt prófessor
Guðmundi Hannessyni og
Guðjóni Samúelssyni húsameist-
ara. Brautryðjendastörf þeirra
lögðu grundvöll að framkvæmd
og framvindu skipulagsmálanna,
á þann veg, sem þau hafa mótast
hér á landi til þessa tíma.
I þeirri framvindu bar hátt
áhugi Sigurðar Jóhannssonar.
Hann gjörþekkti staðhætti I öllum
landshlutum. örugg kunnátta,
smekkvisi og staðarþekking gerði
störf hans að skipulagsmálum
mikilvæg og farsæl. Samnings-
lipurð hans og persónuleg kynni
af forráðamönnum flestra eða
allra sveitarfélaga stuðluðu að
lausn margra vandasamra mála er
oft fylgja framkvæmd skipulags.
Réði þar einnig miklu sterkur
persónuleiki Sigurðar, rökhyggja
og glöggur skilningur á hverju
máli.
Starf vegamálastjóra er eitt
yfirgripsmesta og erfiðasta
embætti landsins. Ekki fer hjá
því að sá sem slíku starfi gegnir
sæti á stundum gagnrýni einkum
þeirra, sem ekki meta rétt þá
erfiðleika sem vegagerð rikisins á
við að stríða I byggingu sam-
göngukerfis okkar víðfeðma og
strjálbýla lands. Vegamálin taka
þannig drjúgan skerf úr sameig-
inlegum takmörkuðum sjóði og
jafnan er togstreyta forráða-
manna um fjárveitingar til hinna
ýmsu landshluta.
Það mun þó sanni næst að fram
hjá þeim skerjum hafi Sigurður
Jóhannsson komist klakklaust,
enda embættisferill hans allur,
hæfni og mannkostir slíkir, að
hann vann sér hvarvetna trausts
og virðingar. Óhætt er að fullyrða
að vegamálastjóri var einn
besti embættismaður Islenskrar
þjóðar.
Við, vinir Sigurðar
Jóhannssonar og starfsbræður
söknum mikilhæfs forustumanns
og félaga. Hinni mætu og góðu
konu hans, frú Stefaníu, efnileg-
um syni þeirra Skúla og ástvinum
öðrum, sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur. Missir þeir,ra er
mestur, en eigi slður mikill hjá
þeim, er nutu starfa hans til
heilla Islenskri þjóð.
Blessuð sé minning Sigurðar
Jóhannssonar.
Hörður Bjarnason
„Mínir vinir fara fjöld“. 1 dag
er kvaddur einn hinn traustasti
og tryggasti þeirra, Sigurður
Jóhannsson vegamálastjóri.
Ég kynntist Sigurði fyrst lífs-
glöðum, aðlaðandi ungum stúdent
á leið yfir Atlantsála til náms við
Verkfræðiháskólann I Kaup-
mannahöfn. Þetta var á þeim tlm-
um, fyrir heimsstyrjöldina aðra,
þegar þriðja farrýmið á Gullfoss
gamla og lest á Brúarfossi voru
eftirsótt pláss af stúdentum. Nán-
ari urðu kynni okkar I Svíþjóð á
styrjaldarárunum, en þangað
flúði Sigurður frá Danmörku
1942 og vann síðan I Stokkhólmi,
aðallega að mig minnir, hjá Al-
mánna Ingeniörsbyrán, þar til við
urðum samferða heim i allvið-
burðarlkri ferð með Lýru síðasta
styrjaldarveturinn. Síðan höfum
við haft margt saman að sælda og
þá einkum i stjórn Ferðafélags
Islands slðustu áratugina.
Sigurði Jóhannssyni mun
snemma hafa orðið ofarlega I
huga að gerast vegaverkfræðing-
ur. Faðir hans, Jóhann Hjörleifs-
son, var vegaverkstjóri, annálað-
ur fyrir vandvirkni og snyrti-
mennsku I végagerð. Eftir heim-
komuna 1945 réðst Sigurður til
þáverandi vegamálastjóra, Geirs
Zoéga, og hafði starfað þar i ára-
tug er hann tók við af honum.
Það var áreiðanlega ekki heigl-
um hent, að setjast i sæti Geirs
Zoéga, sem var aðsópsmikill em-
bættismaður af gamla skólanum
og embættið eitt af þeim virtustu
og umsvifamestu I landinu. En
Geir Zoéga vissi hvað hann gerði,
er hann, eftir áratugar reynslu af
Sigurði Jóhannssyni sem sam-
starfsmanni, mælti með honum
sem eftirmanni sínum. Flestir
munu og á einu máli um það, að
Sigurður hafi rækt þetta
ábyrgðarmikla embætti af sér-
stakri prýði og mjög til fyrir-
myndar. Hér verður ekki rakið
nánar starf hans að vegamálum,
né fjallað um önnur þau mikils-
verð störf, sem á hann hlóðust,
utan eitt, sem segja má, að hann
hafi einnig, þótt með óbeinum
hætti væri, erft eftir Geir Zoéga.
Sigurður var kosinn I stjórn
Ferðafélags Islands 1959 og
tveimur árum síðar, á aðalfundi
félagsins 19. desember 1961, var
hann kosinn forseti þess og hafði
gegnt því starfi i hálfan annan
áratug er hann féll frá. Reyndist
stjórn hans þessu stóra félagi
heilladrjúg, eins og vænta mátti.
Hann bar hag þess mjög fyrir
brjósti og stjórnaði því af rögg-
semi, festu og framsýni, þá bezt
er mest á reyndi, trúr hugsjónum
frumherja þess. Er félaginu nú
mikill vandi á höndum, þvl þar er
nú opið skarð, sem erfitt verður
að fylla. Fyrir hönd Ferðafélags-
ins, sér I lagi stjórnar þess, flyt ég
Sigurði Jóhannssyni hugheilar
þakkir fyrir frábært starf félag-
inu til heilla.
Fjölskylda mín og ég þökkum
honum af hjarta trygga vináttu.
Við vottum Stefaníu hans og
einkasyninum, Skúla, innilega
samúð okkar og geymum þakklát
minninguna um mikilhæfan
drengskaparmann.
Sigurður Þórarinsson.
I DAG fylgja vegagerðarmenn
húsbónda sínum Sigurði Jóhanns-
syni, vegamálastjóra, til grafar,
harmi lostnir yfir hinu óvænta og
ótímabæra fráfalli hans.
Sagurði var falin stjórn Vega-
gerðar ríkisins snemma árs 1956.
Honum var ljóst frá upphafi, að
það starf yrði ekki unnið með
sóma nema fylgt væri ströngum
siðareglum, sem hann og aðrir
starfsmenn yrðu jafnt að lúta, og
að honum bæri skylda til að fara
fyrir vegagerðarmönnum og
halda merki þeirra á lofti.
Það hafði fyrirrennari hans,
Geir G. Zoéga, gert af mikilli
reisn I nærfellt 40 ár, og var þvl
Sigurði mikill vandi á höndum,
þegar hann tók við þessu erfiða
og vandasama embætti.
Þegar litið er um öxl blandast
engum hugur um, að Sigurður
gerði það með prýði þau 20 ár,
sem honum entist aldur til, og nú
skilar hann merkinu hreinu og
flekklausu I hendur þeirra sem
við taka.
Sigurður var vel undir starf sitt
búinn. Hann vann sem verkfræð-
ingur hjá Vegagerðinni frá því
hann kom heim frá námi að lok-
inni síðari heimsstyrjöld, auk
Framhald á bls. 37