Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 29 EITTHVAÐ er á seyði eða öllu heldur' ekki á seyði i Moskvu. Rík ástæða var til að ætla að miðstjórnarfundur yrði haldinn í síðasta mánuði, en honum hefur verið frestað án nokkurrar aug- ljósrar ástæðu. Lengi hefur verið um það rætt, að á þessum miðstjórnarfundi yrði skýrt frá mannaskiptum, sem næðu til æðstu manna landsins, þar á meðal sjálfs Leonid Brezhnevs flokks- ritara. Breytingarnar hafa lengi verið nauð- synlegar, þó ekki væri nema vegna þess að æðstu valdamönnunum í Kreml hefur stöðugt fjölgað og aldurinn færzt yfir þá. Engar breytingar voru gerðar á flokksþinginu fyrr á þessu ári, þótt það væri tilvalinn staður og stund fyrir Brezhnev að segja af sér með sóma. Hann hefði getað borið við veikindum, sem hafa hrjáð hann að undanförnu, og tilnefnt eftirmann sinn. EKKI SAMKOMULAG En valdaforystunni hefur greinilega ekki tekizt að koma sér saman um arftaka þá. Síðan hafa heldur ekki komið fram nokkrar vísbendingar um, að samkomulag hafi tekizt um málið i Kreml, því enginn úr valdaforystunni hefur verið búinn undir það að taka við stjórnartaumunum. Ganga má að því sem visu að þess sæjust fljótt merki í sovézkum blöðum að samkomulag hefði tekizt i Kreml um arftaka. Þau fengju skipun um að auðvelda honum valdatökuna með því að auðsýna hon- um þá virðingu, sem mundi auka álit hans meðal almennings. En þess sjást nokkur merki, að unnið sé að þvi að gefa að minnsta kosti einum manni valdaforystunnar andlits- iyftingu, jafnvel þótt hann hafi ekki tryggt sér stuðning allra samstarfs- manna sinna. Flestir vestrænir sér- fræðingar vísa þvi á bug, að Yuri Andropov stjórnmálaráðsfulltrúi hafi nokkra möguleika á þeirri forsendu, að hann er yfirmaður sovézku leynilög- reglunnar og þar með nánast sjálfkrafa útilokaður úr keppninni um ríkiserfð- irnar. En við skulum athuga nokkrar vísbendingar. NAFNBÆTUR Andropov 1 april var hann valinn til þess að halda ræðuna á afmæli Lenins, sem er í sjálfu sér mikill heiður, en þeim mun mikilvægari en ella í þessu tilfelli vegna þess, að brjóta varð reglu, sem hefur verið stranglega fylgt í Kreml i tuttugu ár, til þess ,að Andropov gæti stigið í ræðustólinn og flutt mál sitt. Síðan 1956 hefur einhver ritara flokks- ins alltaf flutt Lenín-ræðuna og val ræðumannsins var viðurkenningarvott- ur og vísvitandi ábending um, að hon- um væri ætlaður meiri frami. í öðru lagi fékk skipun stjórnmálamanna í herforingjastöður augljósa þýðingu þegar Brezhnev hafði verið sæmdur marskálkstign — og nú hefur Andropov verið heiðraður með því að vera sæmdur æðstu hershöfðingjanafn- bót, þeirri tign innan hersins, sem gengur næst marskálksnafnbót Brezhnevs. Að vísu var ráðherra sá sem fer með mál hinnar borgaralegu lögreglu, Shchelokov, heiðraður með svipuðum hætti, en þvi má halda fram að sá kostur hafi verið valinn að heiðra þá báða samtimis, þar sem erfitt kunni að hafa reynzt að fá yfirstjórn hersins til að samþykkja að hækka Andropov einan í tign. En stöðuhækkunin hefur miklu meiri pólitíska þýðingu hvað Andropov snertir en Shchelokov, ef öll önnur völd hans eru höfð í huga, þvi Shchelokov stendur utan við valdabar- áttuna. 1 þriðja lagi var Lenín-ræðan svo áberandi ólik venjulegum flokks- foringjaræðum, að minnsta kosti stíll hennar, að það gaf til kynna að Andropov væri að gera vísvitandi til- raun til að halda fram sjálfstæði sinu, að fjarlægja sig frá hinum valdamönn- unum, til að sýna að hann væri hafinn yfir þau úr sér gegnu slagorð og þær einstrengislegu kreddur, sem setja svip sinn á slík tækifæri. Þetta mátti túlka sem ábendingu til þeirra manna, sem hann kynni að hafa reynt að fá til liðs við sig, að ef hann yrði fyrir valinu yrði annað uppi á teningnum. „FRJALSLYNDI" Andropov stefnir átindinn Efni ræðu hans bar vott um furðu- mikið frjálslyndi, ef þess er gætt að í hlut átti sá maður, sem ábyrgðina ber á því að viðhalda þeim einkennum lögregluríkisins, sem enn eru snar þátt- ur í lífi sovézkra borgara. Þegar hann fjallaði um innanlandsmál lagði hann áherzlu á „sósialistiskt lýðræði", en gerði það þannig að það var hægt að túlka á þá leið, að enn væri mikið verk eftir óunnið til þess að það næði fullum blóma. Þegar hann fjallaði um utan- ríkismál lagði hann meiri áherzlu á slökunarstefnuna détente en jafnvel Brezhnev hefur gert upp á siðkastið og gaf ýmislegt í skyn, sem benti til þess að baráttunni milli haukanna og dúfn- anna í Kreml væri hvergi nærri lokið — og hann væri einn af „englunum“ hvað sem um aðra mætti segja. „Frjálslyndur“ yfirmaður KGB er nánast mótsögn í sjálfu sér og flestir sérfræðingar telja að þær hugmyndir, sem hann reyndi að gefa um sjálfan sig, séu falskar. Raunar reyndu tveir fyrrverandi yfirmenn leynilögreglunn- ar, sem sóttust eftir æðstu stöðunni í Kreml, Lavrenty Beria eftir daga Stalins og Alexander Shelepin eftir fall Krúsjeffs, að láta í veðri vaka að þeir væru frjálslyndari en menn héldu og það var liður i valdabaráttu þeirra, en uppgerð þeirra lá í augum uppi. Andropov er hins vegar margbrotnari persónuleiki og enginn frýr honum vits, jafnvel þótt skapgerð hans hljóti sem fyrr að vera vestrænum sér- fræðingum hulin ráðgáta. HINDRANIR Hindranirnar á vegi hans eru svo margar og svo margt mælir gegn hon- um að skiljanlegt er að því sé neitað á Vesturlöndum að hann hafi nokkra möguleika. En sannanirnar, sem benda til hins gagnstæða, ætti ekki að snið- ganga. Auðvitað er Andropov langt frá því marki að tryggja sér stöðu rikis- arfa. En hann stefnir i þá átt — og það gerir enginn annar sovézkur forystu- maður, að minnsta kosti sjást þess ekki merki. Möguleikar hans mundu stór- batna ef hann hætti hjá KGB og tæki sæti í framkvæmdastjórn flokksins, en það hefði i för með sér endurskipu- lagningu á valdaforystunni. Það mundi hins vegar raska því við- kvæma jafnvægi, sem rikir i æðstu forystunni, sem hefur varðveitt einingu sína aðeins vegna samtrygging- ar mannanna, sem skipa hana. Afleiðingin er sú, að af sextán fulltrú- um stjórnmálaráðsins verða sjö sjötug- ir og eldri í lok þessa árs. FRESTUR Veikindi Alexei Kosygins forsætis- ráðherra geta kollvarpað þessu kerfi i einu vetfangi og þá mundi jafnvægið raskast. Ef nú er verið að reyna að leggja fyrir miðstjórnina tillögur um nýtt kerfi gætu erfiðleikarnir, sem eru því samfara, vel verið skýringin á þeirri töf, sem hefur orðið á fundinum. Sagan sýnir að þetta verk hefur alltaf verið svo erfitt, að þvi hefur hvað eftir annað verið slegið á frest, og verið getur að þvi verði enn frestað — en jafnvel í Rússlandi er ekki hægt að fresta því endalaust. Kosygin Beria.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.