Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1976 5 Nýlátinn lögmaður minn sagði við mig eitthvað á þessa leið: „Þó að varnarástæður séu ekki teknar til greina vegna 208 gr vlxillaga. þá mátt þú ekki viðurkenna að eignarréttur geti myndazt við þjófnað, og greiðir enga af þessum vixlum nema samkvæmt hæstaréttardómi." Engar aðrar hvatir búa þar á bak við Ef ég leita á siðara stigi réttar mins með kæru til saka- dóms, eða með einkamáli, þá tel ég það einkamál mitt Ég hef ekki séð að Morgunblaðið hafi gert að umtali neitt af þeim 6212 málum sem þingfest voru fyrir borgardómi Reykjavikur árið 1975, og vonast til þess að lög frönsku stjórnarbyltingarinnar, Prairal 22. verði ekki lögfest hérá landi Þegar fjallað er hlutlægt um mál, er ætlast til þess að allar hliðar málsins komi fram Hvers vegna skýrir blaða- maðurinn ekki frá þvi i umræddri grein, hvað vitundarvottar segja um skjalagerð þá, sem greinin fjallar um? Þar er þó hlutverk vitundarvotta að votta rétta dagsetningu Fór skjalagerð- in fram sama dag og ég afhenti téðan tryggingarvixil, eða daginn eftir? Það skyldi þó aldrei vera að sjálfur hæste- réttarlögmaðurinn sé vitundarvottur? Hefur lögmaðurinn staðil skil á téðum kr 1.040.000,- sem ég greiddi hon- um 23 júli sl ? Varðandi frétt blaðsins um falsaða Athugasemd frá Jósafat Arngrímssyni Þar sem ég hef talið það hlutverk dómstóla að útkljá deilumál einstalc- linga en ekki dagblaða, hef ég ekki elt ólar við blaðaskrif, enda sennilega þýð- ingarmest fyrir sérhvern einstakling sú mynd, sem þeir, sem umgangast hann dags daglega, hafa fyrir sér, heldur en einhver mynd sem fjölmiðlar eru að reyna að draga upp, og gera einstak- lingum upp annarlegar hvatir Ég minnist þess ekki að hafa séð i stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, að stefnt sé að því að meina einstakling- um að bera mál sín undir dómstóla, en eigi verður lagt annað mat á fyrirsögn í blaði yðar föstudaginn 8 október sl ..Jósafat hefur áfrýjað 1 2 víxilmálum á 1 8 mánuðum." Ef ég hef ekki rétt til að áfrýja, heldur beri mér frekar að þola rangan dóm af hræðslu við að ef ég leiti réttar mins, verði það gert að blaðamáli, þá á Morgunblaðið að hafa kjark og einurð til að segja það skýrt og skorinort. Ef Morgunblaðið telur að ég sé að áfrýja af einhverjum annarleg- um ástæðum, ber þvi að segja það Ég ætla mér ekki það hlutverk að fjalla um téð mál, enda myndu mér ekki nægja allar blaðsíður Morgun- blaðsins til þess, og enginn lesa slíkan langhund. En til að gefa smá spegil- mynd af einhverjum af téðum málum, svo að hinn almenni lesandi geti metið málefnalega hvaða „hvatir" búa á bak við, ætla ég að birta smá úrdrátt: 1 Mál þar sem fullnaðarkvittun stefnanda fyrir fullnaðargreiðslu á vixl- um komst ekki að sem varnarástæða vegna 208 gr víxillaga 2. Þar sem jrafa um greiðslujöfnuð við stefnanda komst ekki að þ.e , „samkvæmt 208 gr laga nr 85/ 1936, sem skýra ber þröngt, get- ur stefndi ekki haft uppi þá vörn i máli þessu". 3 Þar sem vixlar sem ákveðinn aðili hafði borið fyrir rétti að honum bæri að skila mér, komust í hendur á hæstarétt- arlögmanni. Þegar sá sami var spurður af dómara hvort téðir vixlar hefðu verið framseldir honum til eignar eða inn- heimtu, svaraði hann: „Að hann óskaði ekki eftir að svara þessari spurningu, og hann teldi sér ekki skylt að svara þeim spurningum sem snertu starf hans sem lögmanns." Þvi lögmaður þarf ekki að sanna handhöfn sina að víxli Þá var mér í sama máli meihað að láta fara fram aðila- og vitnaleiðslur i málinu, „þar eð varnarástæður minar megi ekki hafa uppi i vixilmáli samkv. 208 gr. laga." 4 Áfrýjun vegna vixils, þar sem banki greiddi mér kr 98 988 - fyrir vixil að fjárhæð kr. 200 000 -, og lét koma til frádráttar skuld þriðja aðila við bankann fyrir tæplega kr 100.000 -, þó að ég væri ekki að neinu leyti ábyrgur fyrir þeirri skuld 5. Áfrýjun vegna vixils, ráðstafað með ófrjálsri hendi. 6. Svo og mál það sem rakið var I téðri rétt um heimildarlausa útfyllingu hæstaréttarlögmanns á tryggingarvixli. Ég ætla ekki að þreyta lesendur með frekari upptalningu vixla, vil ég að boðorð og breytni fari saman, og að ég brjóti ekki mina eigin reglu um að láta dómstóla útkljá um mál, frekar en blöð, en ég sé mig tilknúinn tii að fjalla um mál þetta, þar eð umsögn Morgunblaðsins varð til þess að dagblaðið Visir fullyrti að ég „notaði fullyrðingar um fölsun til að lengja greiðslufrest" Þegar ég kærði mál þetta þann 7. júlí sl. hafði sá einstaklingur, sem hafði haft téða vixla með höndum, þegar samið um greiðslu þeirra við lögmann, og tekið fram að greiðsla þeirra væri mér óvið- komandi. Ef einhver heldur að einstak- lingar geri slíka hluti af hjartagæsku einni saman, þá hefur heimurinn mikið breytzt. Ef fullyrðing min er röng, af hverju eru ekki veittar upplýsingar um hvaða viðskipti liggja á bak við téða vixla, hvaða afhending á verðmætum hafi átt sér stað, og svo framvegis, frekar en að gera mönnum upp hvatir? Það er háttur margra manna að gefa sér fyrirfram forsendur, og segja sem svo: Ruglaðu mig ekki með staðreynd- um, ég hef þegar myndað mér skoðun Ég ætla mér ekki það hlutverk að reyna að hafa áhrif á skoðanir lesanda, en ég vil að þeir vita mina afstöðu — rétta eða ranga — til málanna, þó að ég telji mig hafa þann andlega þroska til að bera að gera mér grein fyrir þvi, að fræðilega eru þrjár hliðar á öllum deilumálum Min hlið, þin hlið, og sannleikurinn. Því miður sannast sú skoðun stóista oft, að „sannleikurinn" er aðeins hlgtak, sérstaklega þar sem lög og réttur eru annars vegar, og sannleikurinn fær ekki að komast að vegna lagagreina um varnarástæður Þeir, sem ætla sér að klífa metorða stigann i þjóðfélaginu, verða að nota sina eigin fætur til þess en ekki bakið á fólki Ég hef þá bjargföstu trú, að þrátt fyrir það fen, sem íslenzk blaða- mennska hefur nú siglt út i — og Morgunblaðið að mestu verið laust við — þá sé þvi þannig háttað hér á landi, að meirihluti fólks vinnur sin daglegu störf — með misjöfnum árangri reynd- ar — en alger minnihluti sem tali um þá Af þeim tugum þúsunda vixla sem hafa farið milli min og sveitunga minna gegnum árin, hefur nákvæmlega aldrei skapazt deilur eða málaferli Reynslan er ólygnust þegar til lengdar lætur Meðan svo er, verða öll orð og yfirlýsingar ómerk, og athafnir einar sem máli skipta, þvi hef ég þessi orð ekki fleiri Jósafat Arngrímsson Njarðvík Nýja skólahúsið f Vfk. Vík í Mýrdal: Ljósm. Þórður Magnússon. Nýtt skólahús vígt síðastl. laugardag Vík. ll.okl. NÝTT skólahús var vfgt I Vfk í Mýrdal s.l. laugardag. Fjölmenni var vid vfgsluna og veður var mjög fagurt. Var það mál manna, að hið nýja hús sé glæsilegt f útliti og vandað að öllum frá- gangi. Athöfnin hófst með því, að sr. Ingimar Ingimarsson oddviti bauð gesti velkomna. Því næsl rakli formaður skólanefndar, Magnús Þórðarson, byggingar- sögu skólans. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- Framhald á bls. 33 Stórkostlecjt stereosett ^PIONEER Sambyggt stereosett með útvarpi (lang-mið og FM bylgja), sjálfvirkur plötuspilari með léttum armi og kassettutæki. Sett fyrir alla fjölskylduna. Pioneer tækin eru löngu orðin þekkt hér á landi fyrir frábær tóngæði. Þetta sambyggða stereosett uppfyllir kröfurallra tón- listarunnenda hvort sem menn hlusta á útvarp, hljómplötur, eða kassettuband. Tækið er ekki fyrirferðamikið og er á hagstæðu verði. Auðvitað er hægt að fá hvaða hátalara, sem er við settið en við mælum með nýju HPM-40 hátölurunum frá Pioneer. M-6500 settið er sett fyrir alla fjölskylduna. KOMIÐ OG HLUSTIÐ. áfSSmm^ Hljómdeild KARNABÆR V LAUGAVEG 66 Stmi frá skiptiboröi 281S5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.