Morgunblaðið - 12.10.1976, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.10.1976, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1976 35 Þekking á hegdan haf- íss hef ur hagnýtt gildi Nýlega voru blaðamönnum kynntar tillögur svokallaðrar Hafísnefndar varðandi skipu- lag hafisrannsókna á Islandi. Niðurstöður tillagnanna eru I meginatriðum þær að stofnuð verði sérstök deild við Veður- stofu íslands til hafísrann- sókna, og verði þessar rann- sóknir að meginhluta stundað- ar af föstu starfsliði sem geti helgað sig þeim eingöngu. í þessu sambandi verði ráðinn sérstakur sérfræðingur til haf- Isrannsókna að Veðurstofunni, I fullt starf. Haffsrannsóknir hafa hagnýtt gildi Eins og mönnum er eflaust í fersku minni ollu miklar fskom- ur á síðasta áratug miklum sam- gönguerfiðleikum fyrir Norður- og Austurland á sfðasta áratug. Einnig má rekja til þessarar iskomu miklar veðurfarsbreyt- ingar sem meðai annars ollu miklu kali f túnum. Hvenær sem mikill ís kemur að landinu hefur hann mikil áhrif á efnahag og afkomu, að langmestu leyti til hins verra. Veðurfar verður óhagstæðara og gróðurskilyrði versna að mun, bæði á ræktuðu landi og óræktuðu. Jafnvel verða gróðurskilyrði f sjónum fyrir skakkaföllum. Samgöngur á sjó truflast, eins og áður hefur ver- ið vikið að, eða hættir til að gera það. Sjósókn á íssvæðum er oft f hættu fssins vegna, og jafnvel þótt fiskgengd geti stundum aukist við komu hans, þá vegur það sjaldnast upp á móti skaðanum sem af honum leiðir. Af ofangreindu má draga þá ályktun að aukin þekking á háttum haffssins og möguleikar á að segja fyrir um hafísleysi eða haffsmagn við landið, hefur beina þýðingu fyrir iandsmenn. Nefndin bendir á það í tillög- um sinum að árangur náist þvf aðeins að rannsóknir verði stundaðar hér á skipulegan hátt, en nú séu hafísrannsóknir á frumstigi. Erlendir aðilar stunda fsrannsóknir undan Islandi Það kom fram á blaðamanna- fundi Rannsóknaráðs og hafis- nefndar að um hrið hefðu verið stundaðar rannsóknir á hafís undan Islandi og íslendingum var boðið að vera þátttakendur I þeim rannsóknum. Það eru helzt Sovétrikin og Bandarikin sem stundað hafa þessar rannsóknir. Að sögn Steingríms Hermannssonar hefur öllum boðum þessum ver- ið hafnað á þeirri forsendu að við værum ekki undir það bún- ir að vinna úr þeim gögnum sem safnað yrði, vegna aðstöðu- leysis f þessum efnum. Sagði hann miklar upplýsingar berast frá þessum aðilum, en þær söfnuðust bara fyrir og rykféllu vegna þess að enginn aðili er til að vinna úr þeim. Þá fyrst verð- ur hægt að vinna úr þessum gögnum og taka þátt í rann- sóknarsamstarfi, þegar komin verður stofnun með deild til að vinna úr þessum og öðrum gögnum varðandi haffsrann- sóknir, sagði Steingrímur að lokum. áá Menntamálarádherra býður Poul P.M. Pedersen til íslands Menntamálaráðherra Islands, Vilhjálmur Hjálmarsson, hefur boðið danska rithöfundinum og þýðandanum Poul P. M. Pedersen til Islands. Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri I menntamála- ráðuneytinu sagði f samtali við Mbl., að með þessu boði væri ráð- herra að þakka hinum danska þýðanda þau miklu störf, sem hann hefur unnið við útbreiðslu fslenzkra bókmennta f Dan- mörku. 1 frétt frá fréttaritara Mbl. f Kaupmannahöfn, Lars Olsen, kemur fram að Poul P. M. Peder- sen hefur sótt um styrk til Norrænu þýðingamiðstöðvarinn- ar vegna útgáfu safns fslenzkra ljóða á dönsku. Hefur frétta- ritarinn það eftir Poul P. M. Pedersen að þessari styrkbeiðni hafi ekki verið svarað, þrátt fyrir að hún hafi legið fyrir f heilt ár. Kveðst þýðandinn óttast að styrk- beiðninni verði hafnað og að Earl Ray áfrýjar Washington, 9. október. Reuter. JAMES Earl Ray, sem var dæmd- ur fyrir morðið á blökkumanna- leiðtoganum Martin Luther King 1968, hefur skotið máli sínu til hæstaréttar og farið fram á ný réttarhöld. Hann heldur þvf fram að lögreglan hafi neytt sig til að játa sig sekan. Fulltrúadeildin hefur skipað sérstaka nefnd til að rannsaka morðin á King og Kennedy for- seta. Ásakanir um að leyni- þjónustan CIA hafi gert samsæri um að myrða Fidel Castro, for- sætisráðherra Kúbu, hafa endur- vakið kenningar um að morðingjarnir hafi ekki verið ein- ir að verki. ítalir herða sultarólina Róm 9. október Reuter ITALSKA stjórnin tilkynnti í gærkvöldi um umfangsmiklar efnahagsráðstafanir sem eiga að auka framleiðni, minnka einka- neyzlu og hamla gegn verðbólgu, skattsvikum og fjárglæfrastarf- semi. Benzínverð hækkar um 25%, einnig hækka póstburðar- gjöld, símagjöld og fargjöld með járnbrautarlestum. 7 trúarlegir helgidagar eru afnumdir og vísi- töluhækkun á laun tækjuhæstu manna á 3 mánaða fresti felld niður. Þá hækka einnig allir bif- reiðaskattar. Gert er ráð fyrir að auknar tekjur rfkisstjórnarinnar af þessum ráðstöfunun)' fyrsta árið nemi um 28 milljónum sterlings- punda. Poul. P. M. Pedersen ljóðasafnið komi þvi ekki út á dönsku. Segir Poul P. M. Pedersen að hann hafi fengið þær upplýsingar að Islendingar hefðu ekki áhuga á þvf að islenzk ljóð yrðu gefin út á dönsku. Vegna þessara ummæla sneri Mbl. sér til Gylfa Þ. Gislasonar sem haft hefur mikil afskipti af norrænum menningarmálum. Sagði Gylfi að það væri mikill misskilningur, að Islendingar vildu ekki að þýðingar Poul P. M. Pedersen yrðu gefnar út. Virtist sem einhver misskilningur hefði komið upp varðandi umsókn hins danska þýðanda og yrðu þessi mál öll vafalaust rædd þegar Poul. P. M. Pedersen kæmi hingað til lands f boði menntamalaráðherra Islands. „Poul P. M. Pedersen hefur unnið mikið og gott starf að útbreiðslu fslenzkra bókmennta í Danmörku og það yrði okkur mikill fengur ef Ijóðasafn hans yrði útgefið á dönsku. Boð ráð- herra ætti að taka af öll tvímæli um hug okkar í þessu máli.“ sagði Gylfi Þ. Gfslason að lokum. Ný bók til ferm- ingarfræðslu ÆSKULYÐSSTARF Þjóðkirkj- unnar hefir nýlega gefið út nýja bók til notkunar við fermingar- fræðslu. Er hún sænsk og heitir á frummálinu Vem skal jag tro pá? eftir Jan Carlquist og Henrik Ivarsson og heitir á íslenzku Líf með Jesú. Sr. Einar og Karl Sigur- björnssynir þýddu bókina og stað- Sfða t bókinni Lff með Jesú. 1 þessum kafla er fjallað um Biblfuna. færðu en hún er prentuð f Litbrá og um setningu og umbrot sá Prentstofa G. Benediktssonar. I bókinni, sem er rúmlega 60 síður i stóru broti, er fjallað um helztu atriði kristindómsins og annað, sem talið er til fermingar- fræðslu, um kirkjuárið, kirkjuna og fleira. Bókin er prýdd fjölda mynda og hefur nokkrar þeirra VERIÐ FYRRI TIL Hafið Chubb Fire slökkvitæki ávallt við hendina. tekið Pétur Maack en forsfðu- myndina tók Rafn Hrafnfjörð. Bókinni Líf með Jesú er skipt f 26 kafla og er hver þeirra stuttur og aðgengilegur til kennslu. Aft- an við hvern kafla eru rifjuð upp með spurningum helztu atriði sem lögð er áherzla á, en með sænsku útgáfu bókarinnar fylgdi sérstök vinnubók. Þá er komið út hjá Æskulýðs- starfi Þjóðkirkjunnar lítið hefti sem er nefnt Sunnudagspóstur- inn. Er þetta eins konar vinnubók ætluð til notkunar við sunnudaga- skóla og er börnunum afhent eitt vinnubókarblað í hvert skipti sem þau sækja sunnudagaskólann. Eftir veturinn er orðin til lftil bók eða hefti og hefur þetta verið mikið notað af prestum siðustu ár, en þetta er i þriðja sinn sem Sunnudagspósturinn kemur út hér. Vill vingast vid Kína Bangkok 9. október Reuter. BANGKOKBLAÐIÐ The Bang- kok Post, sem gefið er út á ensku, sagði í dag, er það kom út f fyrsta sinn eftir byltingun á miðviku- dag, að hin nýja stjórn landsins myndi reyna að koma á vinsam- legum samskiptum við kfnverska alþýðulýðveldið og stjórnir kommúnista í Indókina. faCctfu? Gallabuxur og flauelsbuxur í úrvali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.