Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 Jacqueline du Pré: „Látið ekkert fara fram hjá ykkur, sem vekur áhuga eða veldur ykkur heilabrotum. Hlúið að því, finnið á þvf sffellt nýjar hliðar, og látið einskis ófreistað til að fá það til að blðmstra á ný.“ JaqueUne 'du Préogbar- átta hennar vió „multiple sc/erosis" þrisvar f viku, og smám saman er örlftill máttur að koma f fæturna. En hún er að heita má lömuð, þrátt fyrir það að færustu sérfræðingar hafi haft hana til meðferðar. örsjaldan koma þeir gleðidagar þegar hún kemst nokkur fótmál í göngugrindinni sinni og svo er það lfka lán f óláni að hún þjáist ekki. Saga Jaqueline du Pré ætti að vera til fyrirmyndar hverj- um þeim, sem hefur látið ar honum fannst hún hafa lok- að sig nægilega Iengi inni í sínu einkahelvíti. „Hann sagði mér umbúðalaust að nú skyldi ég fara að haga mér eins og al- mennileg manneskja, — ég hefði óþrjótandi listræna orku- lind, sem ég skyldi byrja að ausu úr i stað þess að láta þetta allt fara forgörðum. Hann sagði, að ég þyrfti aðeins að beita þessum styrk á allt annan hátt en áður. Það var eins og fargi væri létt af mér. Allt í f Lundúnum. Hún situr f hjólastólnum og að þessu sinni heldur hún i. Hljómsveitin er að æfa Leikfangasinfónfu Haydns. Jacqueline á æfingu f Albert Hall ekki á sellóboganum, heldur kjuðs neðan allar hellur, þá get ég þó að minnsta kosti reynt að spila. Ef maður hefur þetta í sér, þá verður það að fá útrás. Og ein- hvern veginn fær það útrás, — það er sama þótt allt mæli gegn því.“ Jaqueline verður að vera í hljólastól. Hún er upp á aðra komin með allt sem heilbrigt fólk gerir nánast sjálfkrafa og umhugsunarlaust, eins og að þvo sér og klæða sig. Þegar hún ætlar að æfa sig á sellóið er henni lyft úr hjólastólnum yfir f stól með örmum og háu baki. Hún fær aðstoð sjúkraþjálfa heilsuleysi buga sig. Hún hefur ávaxtað sitt pund vel og hún hefur gernýtt hæfileika sfna. Hún hefur tvo fasta nemendur, hún sækir tónleika ásamt vin- um sínum, og fer með manni sínum f tónleikaferðir þegar hún mögulega getur. „Látið ekkert fara fram hjá ykkur, sem vekur áhuga eða veldur heilabrotum. Hlúið að því, finnið á því sífellt nýjar hliðar og látið einskis ófreistað til að fá það til að blómstra á ný,“ segir Jaqueline du Pré. Þessa sömu ráðleggingu fékk Jaqueline hjá lækni sfnum þeg- einu varð mér ljóst, að það sem ég gat gert var svo ótal margt, Það þurfti bara að demba sér út í það, og byrja á byrjuninni." Ástin heldur öllu saman Þegar hún er að segja frá þessu leikur hún á als oddi, en um leið og minnzt er á þá stund þegar hún fékk að vita, að hún væri haldin „Multiple Soleros- is“, hverfur brosið aftur, og hún segir: „Ég fékk áfall og ég var óstjórnlega hrædd. Ég fékk JAQUELINE du Pré var ekki nema f jögurra ára þegar hún komst í kynni við sellóið. Hún heyrði leikið á þetta hljóðfæri í útvarpi, og um leið fékk hún á því slíkt dálæti, að hún gat vart um annað hugsað. Ekki liðu nema tvö ár þar til hún hafði náð slíkum tökum á sellóinu, að hún lék í fyrsta skipti opinberlega. Þetta var árið 1951, en 16 árum síðar var hún orðin heims- frægur sellóleikari, og það sama ár giftist hún Daniel Barenboim. Allt lék í lyndi, en þá dundi ógæfan yfir. Jaqueline fékk taugalömunarsjúkdóminn alræmda „multiple sclerosis“. Hún var of önnum kafin til að veita fyrstu sjúkdómseinkenn- unum verulega eftirtekt. Stundum kom fyrir, að hún sá allt eins og í þoku, fæturnir höfðu tilhneigingu til að dofna og fyrir kom, að hún fékk tor- kennilega stingi í fingurna. En fyrir þremur árum kom fyrir atvik, sem tók af öll tvfmæli Jaqueline var á tónleikaferð f Bandaríkjunum. Hún var á æfingu f Lincoln Center í New York. Leonard Bernstein stjórnaði konsert eftir Brahms þar sem Pinchas Zukerman lék á fiðlu, en Jaqueline fór með sellóhlutverkið. „Það er ekki of sterkt að orði komizt, að kadenzan f upphafi konsertsins sé afar erfið viðfangs, jafnvel þegar bezt fætur. En f þetta skipti var hún ekki aðeins erfið heldur réð ég einfaldlega ekki við hana. Ég skammaðist mfn hræðilega, en allir voru mér svo góðir og héldu að þetta hlytu bara að verataugarnar," segir Jaqueline. Engin sorgarsaga „Þrátt fyrir þetta lftur hún ekki svo á, að líf hennar sé nein sorgarsaga. „Ég er manneskja, sem hefur verið mjög heppin," segir hún. „Ég hef fengið minn skerf ríkulega útilátinn. Eg hef elskað sellóið og það hefur fært mér svo mikla hamingju.Ég komst þó alltént yfir það að leika hvert einasta verk, sem samið hefur verið fyrir selló. Svo hefur það lfka hjálpað mér mjög mikið, að ég var gædd miklum hæfileikum, þvf að nú nærist ég á þeim.“ Um þessar mundir er hún að reyna að leika á sellóið af veikum mætti. „Þótt ég sé með þennan sjúkdóm þá þýðir það samt ekki að ég þurfi að hætta að spila", segir hún. „Ég hef ennþá hendurnar og enda þótt hljóðin sem ég næ úr hljóð- færinu séu auðvitað fyrir „Eg gat ekki látið mér detta f hug hver djöfullinn var á ferðinni þegar ég kom í Lincoln Center kvöldið sem tónleikarnir áttu að fara fram, þá var ég að heita má til- finningalaus, ég fann enga snertingu. Hvorki fann ég fyrir töskunni, sem sellóið var í né heldur gat ég náð sellóinu úr töskunni. Ég missti stjórn á mér, því að þarna úti í salnum voru nokkur þúsund manns, og ég skynjaði ekki einu sinni strengina. Þegar ég gekk inn á sviðið fannst mér eins og ég vær á leiðinni á höggstokkinn. Ég hafði ekki stjórn á hand- leggjunum eða fingrunum, — ég vissi ekki hvar þeir voru eða hvað þeir voru að gera.“ Þetta var í síðasta sinn, sem Jaqueline du Pré lék opinber- lega á selló. „Multiple sclerosis" hafði tekið sér bólfestu þar sem sízt skyldi, — f höndunum. Með sellóið f stofunni heima. Þessa mynd tók Snowdon lávarður. „einkennadillu", — ég var bók- staflega með sjúdómseinkenni á heilanum. Sffellt var ég að segja við sjálfa mig: Ég finn ekki fyrir þessu og ég finn ekki fyrir hinu. Ég skildi ekki alveg strax hvernig málið var vaxið. Þetta síaðist smám saman inn f mig, — læddist eiginlega inn bakdyramegin, og svo var eins og ég sæi drauginn allt I einu.“ „Áður en ég fór í fyrsta skipt- ið í sjúkrahús hringdi ég í Daniel, sem þá var f tónleika- ferð f Israel, en ég minntist ekki á að læknarnir hefðu grun um að ég væri með „Multiple Sclerosis". Ég skammast mín fyrir að hafa ekki sagt honum sannleikann strax. Hann er svo næmur og umhyggjusamur, að auðvitað átti ég aldrei að láta mér detta I hug annað en að segja honum eins og var. Alla vega hefur hann fundið á sér, að ekki var allt með felldu, þvf að strax næsta morgun opnuð- ust dyrnar á sjúkrastofunni, og þar var hann kominn. Ég varð gagntekin af gleði. Hann er sá, sem hefur hjálpað mér mest af öllum. Þegar ég veiktist bjugg- um við ein í húsinu, og hann gerði alla hluti. Hann kunni ekki einu sinni að búa til pokate, en honum varð ekki skotaskuld úr þvf að snúa sér að eldamennskunni. Hann komst yfir þetta allt um leið og hann var önnum kafinn við tónleika- haldið. Sjálf var ég bundin við rúmið og gat eiginlega ekki gert neitt, en stundum komst ég upp og niður stigann með því að brölta þetta sitjandi," segir hún. Nú búa hjónin f húsi þar sem lyfta er, og hafa auk þess ráðið bæði hjúkrunarkonu og ráðskonu í sina þjónustu. Daniel Barenboim: „Erfiðast að sætta sig við að geta ekkert að gert.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.