Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTOBER 1976 17 ÞAÐ ER MUNUR AÐ FÁ L YKIL MEÐ SLUFFU ÓLAFUR Sigurðsson og Sigrún Guðmundsdóttir, en þau fengu afhent fyrsta húsið af þeim 10 sem Kanadamenn gáfu vegna Eyjagossins. Við hátfðahöidin fengu þau afhentan sérstakan lykil með sluffu, en það var dýr sluffa. „ Bæjarf ulltrúinn" er heimaskítsmát Sigurði Jónssyni kennara og bæjar- fulltrúa ferst ill a úr hendi I svargrein sinni, Uppbyggingin I Eyjum gengur vel, enda eitthvað annað sem stýrir penna hans en betri vitund Hann byrjar á þvi að vitna I að allir ferða- menn sem komi til Eyja dáist mjög að uppbyggingunni eftir gos, en auðvitað er það eðlilegt, bara það hve bæjar- bragurinn komst skjótt i eðlilegt horf er stórkostlegt og svo hefur margt verið gert, en ferðamennirnir þekkja ekki skuldafenið og óreiðuna I fjármála- stjórninni, skuldabaggann, sem er jöfnum höndum kominn vegna óstjórn- ar og þess að eðlilegar bætur hafa ekkí verið greiddar. Það er þvi þunnt hald að gripa I yfirlýsingar ferðamanna, sem renna I gegn á einum degi Annars vorkenni ég Sigga vini min- um svolitið að þurfa að leggja hann á borðið eins og ég ætla að gera með þvi að tefla saman yfirlýsingum hans með árs míllibili Munurinn er aðeins sá að Þá var hann I andstöðu við krata I bæjarstjórn. en nú kúrir hann á kodda þeirra og reynir hentirlm. Og hvað er svo hentirlm? í grein sinni í Mbl. 1. okt. s.l. segir Sigurður eftir að hafa vitnað í hrós ferðamanna: „Þrátt fyrir það er litill hópur þröngsýnismanna I Eyjum og á fastalandinu, sem neitar að viðurkenna að enduruppbyggingin hafi tekizt með ágætum. Telur þröngsýnishópurinn að það þjóni betur ímynduðum pólitískum hagsmunum. Reynt er á allan hátt að grafa undan trausti bæjarstjórnar Því er lætt inn hjá fólki, að bæjarstjórn, upp til hópa, sé samsett af úrræða- lausu, framkvæmdalausu og jafnvel illa meinandi fólki. Hún hafi ekkert jákvætt gert. Af og til hefur þessum sjónarmiðum verið hampað i Morgunblaðinu af Árna Johnsen blaðamanni.” Þá vikjum við hins vegar að ummæl- um sama Sigurðar bæjarfulltrúa fyrir einu ári i Morgunblaðinu þann 10. ágúst, en þá er hin hliðin uppi á teningnum og allir sem vilja vita, kunna skil á þvi að engin breyting hefur orðið á starfsháttum bæjarstjórn- ar siðan. Leyfum bæjarfulltrúanum að máta sjálfan sig með tilvitnun I hans eigin orð: ,.Þá sagði Sigurður að ýmsar sögur væru á kreiki varðandi bæjarstjóra- skiptin og hinn nýja meirihluta. ..Raun- verulega skýringin á þvi." sagði Sigurður, ,.að sjálfstæðismenn gátu ekki stutt fyrrverandi bæjarstjóra eða myndað meirihlutastjórn með krötum, er sú a) fjármálastjórn bæjarins var i molum, ékkert aðhald i rekstri og ýmsu varðandi fjármál og öðru hreinlega haldið leyndu fyrir bæjarfulltrúum Starfið byggðist orðið á snakki og óstjórn og ýmsar samþykktir bæjar- stjórnar bæði um framkvæmdir og annað. hunzaðar Vinstri bæjarstjórnar- meirihlutinn hafði mjög slakt samband við Viðlagasjóð og notaði sér ekki rétt til að sitja á fundum sjóðsins til þess að fylgjast náið með málum, gæta réttar Eyjamanna og hafa möguleika á frum- kvæði í ýmsum málum Það að sjóður- inn væri búinn að greiða Vestmanna- eyjabæ 600 millj kr kom jafn flatt upp á alla I bæjarstjórn þegar það upplýstist í vor. Það hafði ekki verið sinnt bráðnauðsynlegum málum eins og gatnakerfinu fyrir og eftir gos og frárennsli úr höfninni og þannig var bænum stjórnað raunverulega án nokkurrar heildarskipulagningar eða yfirsýnar." Bæjarstjórn reyndist fátækasta fjölskyldan Sigurður vikur einnig að iþróttahöll- inni, Herjólfi og fleiri framkvæmdum I svargrein sinni og víst er þar um að ræða sluffur i barm bæjarstjórnar, en þær eru nú ekki til að hampa eins og staðan er og forseti bæjartjónar stað- festi i upphafsorðum þessa greinar- korns. Sigurður vikur einnig að hita- veitumálum, en þar er einnig um að ræða mál sem hefur átt erfitt uppdrátt- ar innan bæjarstjórnar Áhugamenn um nýtingu hraunhitans ruddu braut- ina, siðan kom Guðlaugur Gislason til liðs við þá, en þar kom að málið strandaði i bæjarstjórn. Vegna þrýst- ings er það mál þó sem betur fer aftur komið á stað. Nýtt ráðhús nefnir Sigurður, gamla sjúkrahúsið sem breytt var i ráðhús og hefur það tekizt mjög vel. Lóðamálum vikur hann að varðandi lóðamál vestur i hrauni þar sem nýbyggðin rís nú upp Eftir að þau hrapallegu mistök voru gerð að fylla þetta stórfagra hraun af ösku er hreinsun á bænum stóð yfir, var það tiltölulega auðvelt verk að leggja i það skolpkerfi. Flestir kannast við fegursta hluta Hafnarfjarðarhrauns sem byggt hefur verið i og hraunið fékk að njóta sin. Þannig hraun var öskufyllt i Eyjum. Þá hrósar Sigurður bæjarstjórn fyrir það að nýr smábarna- skóli skuli vera risinn i nýja Hamars- hverfinu, en hér er um að ræða gjafa- hús frá Noregi, annað þeirra tveggja húsa sem ég nefndi i siðustu grein Framhald á bls. 28 fram að manni þykir vænt um Magnús, þvi hann er vinalegur náungi, en sá sem ætlar að stjórna framkvæmda- og fjármálum heils bæjarfélags getur ekki alltaf sagt já, já. Meðan eldgosið stóð yfir túlkaði Magnús rödd þeirrar bjart- sýni, en i stað þess að leggja höfuð- áherzlu á starf sitt sem bæjarstjóri, kom hann miklu fremur fram sem blaðafulltrúi. Og einmitt vegna af- skiptaleysis í stjórn og framgangi mála eftir gos ber hann ábyrgð á þvi að hundruð milljónir eru ekki reiknaðar með i uppgjöri Viðlagasjóðs Það ból- aði ekki á frumkvæðinu. í slfkum mál- um hefst ekkert nema að það sé barizt fyrir þvi og það gleymdist hjá þeim góðu mönnum. Sluff ubúskapur á tyllidögum Magnús reynir að hengja á sig nokkra stuffur eins og byggingu iþróttahallar, Herjólf og ibúðasölu Herjólfsmálið er fyrst og fremst mál Guðlaugs Gíslasonar alþingismanns. en þegar ég segi að mikil óráðsia hafi verið i fjármálastjórn baejarmála, þá er auðvelt að standa við slikt, þvi upp- talning MM á framkvæmdum bæjar- sjóðs er ekki bitastæð miðað við það að á s I þremur árum hefur bæjarsjóð- ur haft til framkvæmda tæplega 1 700 milljónir króna, liðlega 900 milljónir i ýmsar bætur frá Viðlagasjóði, bætur sem þó eru meira en 1 00% of lágar og liðlega 700 millj. útsvar og fasteigna- gjöld Miðað við rekstrarkostnað bæjarins og þær framkvæmdir sem bæjarsjóður hefur staðið fyrir er Ijóst að víða eru lausar skrúfur i fyrirtækinu. „Og vantar mikið þar á" í lokaorðum segir MM: „Stjórn Við- lagasjóðs og rfkisstjórnin gera sér áreiðanléga grein fyrir þvi að áður- nefndar bótareglur Viðlagasjóðs bæta ekki tjón bæjarsjóðs svo að viðhlitandi sé og vantar mikið þar á." Gott að þú fellst á meginatriðin I máli minu, Magnús, það sem öll min skrif snúast fyrst og fremst um. og auðvitað hafa allir einstaklingar i Eyjum einnig farið stórlega varhluta af eðlilegum bóta- greiðslum ekki síður en bæjarsjóður íbúðakaupahneykslið Magnús Magnússon reynir I svar- grein sinni að verja ibúðasölu þá sem hann gekk frá f.h. bæjarsjóðs til Georgs Tryggvasonar bæjarlögmanns Þeirri rökleysu ætla ég að svara með bókun Sigurgeirs Kristjánssonar fyrrv. forseta bæjarstjórnar, bókun Þórarins Magnússonar bæjarfulltrúa og vitna i greinargerð Arnars Sigurmundssonar endurskoðanda bæjarins Bókun frá Sigurgeir Kristjánssyni: Með hliðsjón af athuga semdum bæjarsjóðs fyrír árið 1972 varðandi sölu bæjarins og kaupum Georgs H. Tryggvasonar lögfr á Ibúð við Hásteinsveg 60, 1 hæð til hægri, geri ég eftirfarandi athugasemdir: 1. Kaupsamningurinn er afbrigðileg- ur, að þvi leyti, að ibúðin er að fullu greidd með 1 0 ára skuldabréfi. 2. Kaupandi ibúðarinnar, sem sér um innheimtu fyrir bæjarsjóð. greiðir með sama 10 ára skulda- bréfi gjöld sin til bæjarsjóðs. 3. Umrætt skuldabréf var áður eign þriðja aðila, sem hafði boðið bæjar- sjóði það til kaupS með afföllum, en þvi var hafnað á sínum tlma af bæjarráði og þáverandi bæjarstjóra M.H.M. 4 Með skirskotun til þriðja liðar, tel ég hæpið að þáverandi bæjarstjóra hafi verið heimilt að festa kaup á umræddu skuldabréfi og það á nafnverði og mótmæli þeim vinnu- brögðum sem voru gerð á bak við bæjarráð og bæjarstjórn i þessu tilfelli Jafnframt leyfi ég mér að benda á. að þessu máli tel ég hagsmunir bæjarins hafi ekki verið i fyrirrúmi og minni þá um leið á samþ um stjórn bæjarmála Vestmannaeyja- bæjar, þar sem fjallað er um rétt- indi og skyldur bæjarfulltrúa og bæjarstjóra. Með fyrirvara um ofanritað sam- þykki ég reikningana " Bókun frá Þórarni Magnússyni: „Mér finnast óeðlileg kaup bæjarsjóðs á skuldabréfum Georgs H. Tryggvasonar, ( sambandi við kaup hans á ibúð á Hásteinsvegi 60, en ég tel málið of gamalt til að elta ólar við það nú og samþ þvi reikningana." „Og tölum nú ekki um" Annar af kjörnum endurskoðendum bæjarins, Arnar Sigurmundsson, segir I bréfi til bæjarstjórnar um ibúðakaupa- málið: „Mitt álit er að fyrrv. bæjarstjóri (MM) hafi haft heimild til þess að ganga frá sölu á ibúðinni á matsverði og miðað við venjulega kaupsamninga og þá hefði kaupandi gefið út skulda- bréf tryggt með veði i hinni seldu eign, en þar sem skuldabréf tryggt með veði i eign annars staðar og ekki gefið út af kaupanda og ekki tryggt með veði i hinni seldu eign, og tölum nú ekki um að greiða útsvar með skuldabréfi, þá heimild hafði þáverandi bæjarstjóri ekki til þess að taka skuldabréfið sem greiðslu nema með samþykki bæjar- stjórnar." í funargerðabók bæjarstjórnar er einnig að finna þær upplýsingar að bæjarlögmaður hafi haft um 700 þús. kr. I beinan hagnað af þessum kaupum árið 1972. en þá upphæð má þrefalda i dag a.m.k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.