Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 19 LJósm. Mbl. ÓI.K.Mag. Mannlaus jeppi á fleygiferð RÉTT fyrir kvöldmat á sunnudaginn gerðist það f Borgartúni, að jeppi valt þegar hann var að fara fram úr fólksbfl. Fór jeppinn heila veltu og hrukku ökumaður og farþegi úr bflnum. Jeppinn hélt aftur á móti áfram ferðinni mannlaus. Fór hann nokkra hringí á ógnarhraða, risti hlið Volkswagenbfls og hafði nær ekið yfir ökumanninn og farþegann tvfvegis. Attu þeir fótum sfnum fjör að launa. Að sfðustu tók jeppinn strikið yfir Borgartún og hafnaði þar á spennistöð, gjörónýtur. Enginn meiddist f þessum gauragangi og má það teljast mesta mildi. Myndin sýnir hvernig jeppinn var útleikinn eftir á. Hræddir við sókn Vöku og sigur? MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frétt frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Islands: „Sem kunnugt er sendi Vaka framboð sitt til 1. des. nefndar til kjörstjórnar með tveimur fyrir- vörum: (1) að kosningafundur yrði opinn allan fundartímann, (2) að kosið yrði á fundinum all- an timann — enda eiga fjölmargir stúdentar ekki heimangengt nema f stuttan tíma á kvöldin. Kjörstjórn hafnaði þessúm skil- yrðum Vöku um lýðræðislegra kosningafyrirkomulag. Vöku- menn báru þess vegna upp I Stú- dentaráði 14. okt. áskorun til kjör- stjórnar um að rýmka kosninga- 14% hækkun á taxta leigubíla A LAUGARDAGINN tók gildi 14% hækkun á taxta leigubíla. Frá sama tfma hækkar startgjald leigubfla um 13% úr 310 krónum f 350 krónur. Asgrímssýning í Vestmannaeyjum HALDIN var sýning á verkum úr Ásgrímssafni á vegum Verkalýðs- félaganna í Vestmannaeyjum og Listasafns A.S.t. Sýningin var opnuð laugardaginn 9. október í Félagsheimilinu við Heiðarveg og stóð f fjóra daga. Sýndar voru 34 myndir, olfu- og vatnslitamyndir, einnig nokkrar þjóðsagnateikningar. Fjöldi gesta skoðaði sýninguna, meðal þeirra nemendur úr Iðn- skólanum, Sjómannaskólanum og gagnfræðaskólanum. Hrafnhildur Schram list- fræðingur og Hjörleifur Sigurðs- son listmálari skipulögðu sýning- una og sáu um upphengingu myndanna. fyrirkomulagið skv. skilyrðum Vöku. Stúdentaráð samþykkti þessa áskorun með 17 atkv. gegn 9: 5 meirihlutamenn greiddu henni atkv. Kjörstjórn breytti úr- skurði sínum næsta dag, ákvað að hafa fundinn opinn og leyfa kosn- ingar allan fundartímann — með atkv. Ólafs Isleifssonar (Vöku) og Emils Bóassonar (Verðandi) gegn atkv. Skúla Thoroddsen (Verðandi). Skúli sagði sig þá úr kjörstjórninni. 17. október tók kjörstjórn þessa ákvörðun sína um lýðræðislegra kosningafyrirkomulag til bakaL Emil Bóasson hafði verið neyddur til þess að breyta um afstöðu. Kjörstjórnin ákvað aftur að hafa kjörfundinn lokaðan og kosning- ar í fundarlok — með atkv. Emils og nýs Verðandimanns, Atla Árnasonar. Greinilegt er, að Verðandi ætlar að neyta allra ráða til að koma f veg fyrir kosningar — f veg fyrir að stúdentar geti neytt atkvæðis- réttar síns. Og til þess beita Verð- andimenn öllum hugsanlegum bolabrögðum. Ástæðan er sú, að þeir eru hræddir við sókn Vöku — við sigur Vöku. En málið snýst ekki um sigur eða ósigur f einum kosningum, heldur um sanngjarn- ar, rúmar og Iýðræðislegar kosn- ingareglur. Vaka hefur þess vegna krafizt almenns stúdentafundar sem haldinn verður á miðvikudag kl. 14.00 f Félagsstofnun stúdenta, sem hnekkt getur úrskurði kjör- stjórnar og breytt fyrirkomulag- inu f lýðræðisátt. Vaka skorar á alla stúdenta, hvort sem þeir styðja meirihlutann eða minni- hlutann, að láta sanngirni og rétt- sýni ráða atkvæði sínu á almenna stúdentafundinum." Þá hefur blaðinu borizt yfirlýs- ing frá Verðandi, félagi róttækra í Háskólanum. Þar segir m.a. að það sé algjör lagaleysa að breyta kosningafyrirkomulagi eftir að framboðsfrestur sé útrunninn. Verðandi muni þó að sjálfsögðu hlýta úrskurði almehns stúdenta- fundar um málið. Blaðinu hefur einnig borizt yf- irlýsing frá Atla Árnasyni fyrir hönd kjörstjórnar, þar sem hann segir að kjörstjórn líti svo á að fyrri ákvörðun frá 12. október sé enn í fullu gildi. Loks er að nefna bókun frá Ólafi Isleifssyni um þessi mál þar segir m.a.: „Það hlýtur að vera meginverkefni kjörstjórnar að hafa kosningafyrirkomulag þann- ig að sem flestum stúdentum sé kleift að neyta kosningaréttar slns, enda gerir reglugerðin ekki ráð fyrir öðru“. Ennfremur: „Ég tel ekki I verkahring kjörstjórnar að hvetja til stúdentafundar um reglugerðina, heldur stúdenta sjálfra, eða 1. des. nefndar“. Tvö umferðar- slys á Kefla- víkurflugvelli TVÖ UMFERÐARSLYS urðu á Keflavíkurflugvelli um helgina. Á laugardaginn var ekið á fjög- urra ára gamlan dreng og slasað- ist hann talsvert, Iærbrotnaði meðal annars. Var hann að leik ásamt nokkrum öðrum börnum við veginn út af flugvellinum, en hljóp skyndilega inn á götuna og í veg fyrir bíl. I fyrrinótt var bakkað aftan á mann og skrámaðist hann allmik- ið, en hlaut ekki beinbrot. 57 óhöpp í síðustu viku — 87 í fyrra I SÍÐUSTU viku gerði lögreglan í Reykjavík skýrslur um 57 óhöpp í umferðinni. I þeim slösuðust 5 manns, en of snemmt er að segja til um meiðsli. I sömu viku í fyrra voru skráð 87 óhöpp og 11 hlutu meiðsli. A bls. 14 er frásögn af ferð Morgunblaðsmanna með lög- reglunni aðfararnótt s.l. laugar- dags. Opin ráðstef na um fíkniefna- og áfengismál LANDSAMBAND sjálfstæðis- kvenna og Sjálfstæðiskvennafé- lagið Hvöt á Reykjavfk gangast fyrir ráðstefnu um ffkniefna- og áfengismál laugardaginn 23. oktðber f Átthagasal Hótel Sögu. Er þetta eins dags ráðstefna með framsöguræðum fyrir hádegi, en pallborðsumræðum eftir hádegi. Ráðstefnan er öllum opin og hefur verið vandað sérstaklega til vals á framsögumönnum, sem eru sérfræðingar, og fólk með reynslu, þekkingu og áhuga á þessum málum. I framhaldi af þessari ráðstefnu hafa fleiri sjálfstæðiskvennafélög út um land hug á að efna til funda um þessi mál hver á sfnum stað, i þeirri 'von að þetta megi verða upphafið að Itarlegum umræðum um málið. A Akureyri er ráðstefn- an fyrirhuguð um miðian næsta mánuð. Landsamband sjálfstæðis- kvenna og Hvöt hafa nokkrum sinnum áður genið fyrir áðstefn- um um ákveðna málaflokka, svo sem skólamál, sveitastjórnarmál, jafnstöðumál o.fl. og hafa þær verið vel sóttar. Nýjung á Litla svidinu: Leiklestur á Don Juan í helvíti FITJAÐ verður upp á nýjung f starfsemi Þjóðleikhússins f kvöld, en þá verður fluttur á Litla sviðinu f upplestrar formi leik- þátturinn Don Juan f helvfti eftar Georg Bernard Shaw. Þáttur þessi er hluti af leikritinu „Man and Superman", sem f fslenzkri hefur það verið flutt hér i útvarpi en aldrei leikið á sviði. George Bernad Shaw er meðal kunnustu leikritahöfunda Breta. Hann var af írskum ættum, fæddur 1856 og ólst upp I Dyflinni. Um tvltugt fluttist hann til Lundúna og gaf út sina fyrstu Frá æfingu á „Don Juan f helvíti“ — Erlingur, Gunnar, Margrét og Ævar. þýðangu Arna Guðnasonar hefur hlotið nafnið „Menn og ofur- menni". Þátturinn um Don Juan er draumkafli I leikritinu, en sjálf- stæð heild og oft fluttur sér. Leik- stjóri er Baldvin Halldórsson, fjórir leikarar lesa hlutverkin; Gunnar Eyjólfsson er I hlutverki Don Juans, Erlingur Gíslason les djöfulinn, Margrét Gumunds- dóttir les önnu og Ævar R. Kvaran er I hlutverki styttunnar. Leikritið „Menn og ofurmenn" er meðal þekktari verka Shaws og skáldsögu 26 ára en það var ekki fyrr en hann var kominn hátt á fertugsaldur að hann gaf út sitt fyrsta leikrit. Shaw náði 94 ára aldri og samdi alls 53 leikrit. Alla sína ævi var hann einn umtal- aðasti maður samtíðarinnar I Bretlandi. Sem fyrr segir verður flutningurinn á „Don Juan I helvíti" I kvöld kl. 20.30 og verður endurtekinn annað kvöld. Gefi tilraun þessi góða raun er fyrir- hugað framhald á og fleiri verk tekin til flutnings síðar I vetur. VINNINGAR: 1. Austín Allegro árgerö 1977 2, Úrvalsferð lyrir 2 tif íbiza 3. Kenwood hlióm«utningst»ki 4, ~ 8. Sanyo útvarps- og kassettutækl kr. 1.450.000.- kr. 145.000,- kr. 140.000,- kr. 192.500,- HAUSTHAÞPDRffiTTI SJALFSTÆDISFLOKKSINS1976 HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA KR.: 1.927.500.- OHBOm 13. NOVmBBB 1976 • tim* e?íC0 Miömn dgiidw »r* 13. nfifmlutt Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Fjáröflun til flokksstarfsins — Dregið 13. nóvember SJALFSTÆÐISFLOKKURINN er um þessar mundir að hrinda af stokkunum hausthappdrætti I fjáröflunarskyni og er verið að ganga frá útsendingu á happdrættismiðum til stuðnings- manna flokksins. Vinningar verða að þessu sinni Austin Allegro-fólksbifreið og auk þess ferðir fyrir tvo með Urvali til Ibiza, Kenwood- hljómflutningstæki og fimm Sanyo-útvarps- og kassettutæki. samtals að verðmæti kr. 1.927.500,— 1 bréfi formanns, varaformanns og framkvæmdastjóra flokksins, sem látið er fylgja til þeirra, sem fá senda miða, segir: Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.