Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 3 Frá setningu Menningarvikunnar f Kópavogi. Auk fulltrúa frá félög- um f Kópavogi og boðsgesta má sjá nokkra af hinum 20 fulltrúum frá vinabæjum Kópavogs á myndinni. (ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.). Menningarvika hófst í Kópavogi á laugardag NORRÆNA menningarvika hófst f Kópavogi á laugardaginn en auk Kópavogskaupstaðar taka vinabæ- irnir Norrköping, Odense, Tampere, Þrándheimur, Ang- magsalik, Klakksvfk og Mariehamn þátt f menningarvik- unni. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra setti menn- ingarvikuna á laugardaginn að viðstöddum forsetahjónunum. Við athöfnina fluttu ávörp Rjörg- vin Sæmundsson bæjarstjóri f Kópavogi, Else Skjerven frá Þránheimi og Hjálmar Ólafsson formaður Norrænu félaganna á lslandi. Þá fluttu þeir Garðar Cortes og Halldór Kristinsson fs- lenzk þjóðlög og rfmnalög. Sýningar voru sfðan opnaðar að Hamraborg 1 og má þar nefna Grafiksýningu og sýningu þar sem lýst er mannlífi og atvinnu- háttum f vinabæjunum, sem þátt taka I menningarvikunni. Á laug- ardagskvöldið frumsýndi Leikfé- lag Kópavogs síðan leikritið „Glataðir snillingar" í Félags- heimili Kópavogs. Á sunnudaginn hófst ráðstefna um tómstunda- málefni f vinabæjunum í Félags- heimilinu og lýkur þeirri ráð- stefnu f dag. I gær var meðal atriða á menn- ingarvikunni fyrirlestur Cliffords Long um fornleifarannsóknir í Þrándheimi, en þar er mjög stuðzt við íslenzkar heimildir. 1 kvöld verður í Félagsheimili Kópavogs dágskrá um Norrköp- ing, Odense, Tampere og Þrán- heim, en á sunnudaginn var dag- skrá um Mariehamn, Angmagsalik, Klakksvík og Kópa- vog. Herferd gegn slysum á bömnm UNDANFARNA mánuði hefur starfshópur á vegum Landsam- bands íslenskra barnaverndar- félaga unnið að öflun og greiningu víðtækra upplýsinga um slys á börnum á aldrinum 0—10 ára hér á landi. Ma. hefur verið stuðst við skýrslur slysa- deildar Borgarspítalans um þessi mál og úttekt gerð á þeim með aðstoð tölvu. Landsamband fsl. barna- verndarfélaga, sem nú mun taka upp heitið og kjörorðið „BYRGJUM BRUNNINN" fyrir starfsemi sína, vonar að þær upplýsingar sem birtast munu f dagblöðunum á næst- unni um slys á börnum, muni vekja almenning til vaxandi skilnings á nauðsyn þess að „byrgja brunninn" í þessu efni sem öðru, þar sem börn eiga í hlut. Fyrrnefndur starfshópur hefur þar með skilað fyrsta áfanga verkefnisins, en f framhaldi af honum mun verða leitast við að fylgja málinu eftir á ýmsan hátt, þ.á m. með athug- un á löggjöf um öryggismál og framkvæmd hennar. Starfshóp L.Í.B. um slys á börnum skipa Eiríkur Ragnars- son félagsráðgjafi, Regína Höskuldsdóttir sérkennari og Margrét Sæmundsdóttir fóstra, og hafa þau unnið að þessari könnun ásamt Jóni Björnssyni, sálfræðingi, sem samræmt hefur og undirbúið verkið f.h. Landsambands ísl. barna- verndarfélaga. (Frá Landsambandi íslenskra barnaverndarfélaga) Loðnan; Skipin luku við að fylla sig á nokkrumtímum GÓÐ veiði var hjá þeim fáu loðnuskipum, sem voru á miðunum fyrir vestan land f fyrrakvöld og fylltu öll skipin sig þar á skömmum tfma. Guðmundur fékk 750 tonn, sem skipið fór með til Keflavfkur, Hrafn fékk 400 tonn sem farið var með til Siglufjarðar og Arsæll Sigurðsson fékk 200 tonn, sem skipið fór með til Bolungarvfkur. Hjálmar Vilhjálmsson leiðangursstjóri á rannsóknaskip- inu Bjarna Sæmundssyni sagði i samtali við Morgunblaðið f fyrra- kvöld, að loðnuskipin hefðu öll haldið sig á svokölluðu syðra svæði þar til f fyrramorgun og fyrrakvöld. Þeir á Bjarna Framhald á bls. 43 Iðnkynningarvika á Akureyri hafin IÐNKYNNINGARVIK- AN á Akureyri hófst formlega í gærmorgun kl. 9 með stuttri athöfn við fánastöng Akureyrar- bæjar nyrzt á klöppunum austan Þórunnarstrætis. Margt manna var viðstatt í fegursta veðri, m.a. fjöl- mennti iðnverkafólk frá verksmiðjum SÍS í kaffi- tíma sínum til athafnar- innar. Formaður undirbún- ingsnefndar iðnkynning- ar á Akureyri, Jón Arn- þórsson, setti athöfnina með ræðu og stýrði henni, en einnig tóku til máls Höskuldur Stefáns- son iðnverkamaður og Hjalti Geir Kristjánsson formaður verkefnaráðs islenzkrar iðnkynningar. Jón rakti aðdraganda hinnar akureyrsku aðn- kynningarviku í ræðu sinni. Sagði hann, að i upphafi hefði ætlunin verið að halda hátíðlegan dag iðnaðarins á Akur- eyri og kynna við það tækifæri iðnað Akureyr- inga. Fljótlega hefói það þó sýnt sig, að ekki dygði minna en ein vika til að gera slíkri iðnkynningu sæmileg skil. Jón Arnþórsson teiknaði Fanney Valgarðsdóttir auglýsingateiknari, starfs- maður Auglýsingastofu Gisla B. Björnssonar. Merkið er í fslenzku fánalitunum. I tilefni iðnkynningarinnar á Akureyri kom í gærmorgun út kynningarrit um iðnfyrirtæki á Akureyri. Ritið er 84 bls. að stærð, en það hefur að geyma miklar upplýsingar og sögu- legan fróðleik um akureyrskan iðnað. Ritstjóri og ábyrgðar- maður er Jón Arnþórsson, kápu hannaði Kristján Kristjánsson en Prentsmiðja Björns Jónssonar prentaði ritið. I gær var einnig opnuð farandssýning með ýmsum fróðleik um íslenzkan iðnað, og verður sýningin í afgreiðslu- sölum Búnaðarbankans, Iðnaðarbankans, Lands- bankans og Utvegsbankans. Einnig kynna verzlanir islenzka iðnvöru i sýningar- gluggum sfnum í þessari viku, og eru margar gluggasýningar afar smekklegar. Sv.P. ágás n á*m Hjalti Geir Kristjánsson Þá rakti Jón dagskrá vikunn- ar, sérstaklega dagskrá dags iðnaðarins sem verður 22. okt., en f lokin hvatti hann til auk- inna átaka og umsvifa, iðnaðin- um á Akureyri og allri fslenzku þjóðinni til eflingar. Höskuldur Stefánsson iðn- verkamaður kom víða við í ávarpi sínu. Sagði hann m.a., að þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu árum í vélvæðingu iðn- aðarins væri enn margt óunnið á því sviði. Sagði hann betri árangur nást í hvaða starfi, þar sem aðstaða vinnandi fólks væri bætt, og fyrirhyggja réði framleiðslu. En þrátt fyrir tækniþróun sagði Höskuldur að nálægð verkamannsins yrði áfram höfuðnauðsyn, því víða þyrfti hugur og hönd að grípa inn í verk það sem vélar vinna. Hjalti Geir lýsti aðdraganda stofnunar islenzkrar iðn- kynningar og tilgangi átaks þess. Þá sagði Hjalti það sam- dóma álit, að mjög vel færi á þvf að fyrsti fánaíslenzkrar iðn- kynningar væri dreginn að húni á Akureyri, ef höfð væri í huga hin mikla og stórbrotna iðnaðaruppbygging sem Akur- eyringar hafa komið á fót. Sagði hann þá uppbyggingu hafa verið hvata iðnaðarupp- byggingar annars staðar á landinu. Athöfninni lauk með því að Þórey Aðalsteinsdóttir, Höskuldur Stefánsson iðnverkamaður i Fataverk- smiðjunni Heklu, dró fána Islenzkrar iðnkynningar að húni i fyrsta sinn, og vigði þar með merki hennar. Merkið Fáni lslenzkrar iðnkvnningar hefur verið dreginn að húni (ljósm. Sv.P.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.