Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 25 lKUREYRI — idnkynningarvika á AKUREYRI — idnkynningarvika á AKUREYRI — iðnkynning orfhælum. Ljósastaur ( smfðum Frá heithúðuninni. Fljótandi zinkið er um 400 gráðu heitt. Jóhann Guðmundsson, forstjóri vélin Akureyrsk iðnkynningar- vika hófst með þvi að fáni íslenzkrar iðnkynningar var dreginn að húni i nágrenni verksmiðja SÍS. Fáni þessi er jafnframt merki islenzkr- ar iðnkynningar en hann er ifánalitunum íslenzku. Þegar Morgunblaðið var á ferð nyrðra i sl. viku voru teknar þessar myndir frá gerð fánans. Áannarri þeirra eru þau Þorsteinn Gunnarsson og Jóna Aðal- björnsdóttir að leggja sið- ustu hönd á verkið, en á hinni sýna þær Jóna og Halla Guðmundsdóttir okk- urfánann fullfrágenginn. Þau þremenningarnir sögðu tiðindamanni, að það hefði verið sérlega skemmtilegt og spennandi að vinna að þessu verki. Framleida svo til alla ljósastaura hér á landí Sandblástur og málmhúdun hf. „VEGNA vaxandi verkefna er húsrými hér fyrir löngu orðið of lftið. Við hefðum eiginlega þurft að stækka við okkur fyrir mörg- um árum en lóð okkar hér er alltof lftil, ef hugsað er til fram- tfðarinnar. Fyrirtækið hefur ekki fengið lóð ennþá, en við gerum okkur vonir um úrbætur f þeim efnum.“ Þannig fórust orð Jóhanni Guðmundssyni forstjóra fyrirtækisins Sandblástur og málmhúðun h/f á Akureyri, f við- tali við Mbl. Það var á árinu 1960 að Jóhann stofnaði fyrirtækið ásamt bróður sfnum Aðalgeir. Fyrst um sinn var einvörðungu fengizt við alls konar sandblástur ásamt kálkhúð- un og sprautuhúðun málmhluta. Með tilkomu eigin húsnæðis og aukins starfsrýmis var alls konar járnsmiðum bætt við starfsemina. A árinu 1972 hófst rekstur heit- húðunar, en þar eru ýmsir málm- hlutir varðir tæringu með þvi að, þeir eru baðaðir zinki, sem er um 400 stiga heitt. EITT SINNAR TEGUNDAR Jóhann sagði okkur, að með til- komu zink-baðkarsins og heithúð- unarinnar væri fyrirtækið orðið sérstætt innan íslenzks iðnaðar, og í reynd eitt sinnar tegundar á landinu. „Aðstaðan í dag býður upp á mjög fjölþætt verkefni, enda sýnir listi viðskiptavinanna það mjög vel. Það yrði langt mál að telja þá upp því þeir eru úr öllum áttum og alls staðar að af landinu. En til að gefa einhverja hugmynd þá má nefna þá stærstu. Við höfum smíðað nokkuð af grindamöstrum fyrir Vita- og hafnamálaskrifstofuna, sem sett eru niður á bryggjum, þá fram- leiðum við töluvert af stellverki fyrir endastöðvar langlinu en það gerum við fyrir Rafmagnsveitur ríkisins. Talsvert höfum við fram- leitt af frystirömmum fyrir SlS, og einnig sorpílát fyrir Akureyr- arbæ.“ FRAMLEIÐA ALLA LJÓSA- STAURA LANDSINS „Þessi framangreind verkefni eru öll innan sandblástursins ogj kaldhúðunarinnar hjá okkur, en| auk þeirra er eitt verkefni sem| ekki má gleyma, en það eru ljósa-j staurarnir. Við höfum undanfarinl ár framleitt alla málm ljósastaural fyrir rafveitur landsins. Viðj smíðum staurinn alveg fráj byrjun. Flytjum við efnið að | sunnan, sögum niður, skeytum saman, sandblásum og gal- vaniserum. Síðan er staurinn fluttur ýmist suður, vestur, norður eða austur. Við smfðuðum um 2000 straura 1975, en i ár erum við ekki komnir ýkja langt með þetta verkefni, en það á þó eftir að verða meira. Þessa fram- leiðslu, þ.e. aðstöðu hennar, erum við alltaf að reyna að byggja betur og betur upp, en þetta er skemmtilegt verkefni að vinna. Við höfum litla samkeppni í | þessu, en þó mun annað fyrirtæki framleiða eitthvað af staurum ] lika fyrir Reykjavíkurborg. Það sem ég hef talið upp hér að | framan, en það er alls ekki tæmandi, er allt nýsmíði. Við I stundum eingöngu nýsmiði. Með tilkomu heithúðunarinnar I höfum við getað tekið að okkur mörg skemmtileg verkefni. Auk okkar eigin smíði og framleiðslu þá húðum við alls konar stykki fyrir Slippstöðina hér svo og fyrir alla þá er á okkar þjónustu þurfa að halda. Stærsti aðilinn í heit- húðuninni er þó án efa Rafmagns- veitur ríkisins. Fyrir þær höfum við smíðað og húðað allt járnverk varðandi byggðalinuna og Kröflu- línu. En auk rafveitnanna þá er Slippstöðin hérna mjög stór og góður viðskiptavinur okkar. Við húðum fyrir stöðina allskyns hluti sem viðkoma skipasmíðinni. LÍTIL SAMKEPPNI — VERKEFNIN AUKAST Núna vinna hjá okkur um 15 Framhald á bls. 43 Myndir og texti: Ágúst Ásgeirsson Iðnaður undir- staða atvinnulífs IÐNAÐUR á Akur- eyri er sú megin- stoð sem atvinnulff kaupstaðarins hvfl- ir á. Sú iðnvæðing sem þar nú rfkir á sér nokkuð langan aðdraganda. Það var mjög snemma að áhugi vaknaði á iðnaði sem notaði afurðir landbúnað- arins sem hráefni til útflutnings. Þessi iðnaður var í smáum stfl f fyrstu en honum hefur vaxið mjög fiskur um hrygg sfðustu árin. Með vaxandi fólksfjölda og ytri þörf og eftirspurn hefur svo þróazt meðfram land- búnaðariðnaðinum annar iðnaður af ýmsu tagi. Þá hefur átt sér stað með ár- unum nokkuð ör framleiðni- aukning, en það má rekja til framfara f verktækni og stjórnun. Ekki eru til nýrri tölur um atvinnuskiptingu en frá 1. desember 1974, en þær sýna að hlutur iðnaðar f atvinnulffi Akur- eyrar er afar stór. Þannig er hinn al- menni iðnaður 33,3% af öllum starfsgreinum. Auk þessa er svo fiskiðnaður 6,6% og hlutur byggingarstarf- semi er 12,4%. Af þessum tölum má sjá að hlutur iðnaðar er mikill f efnahagslffi Akur- eyringa, og á þessi hlutur eflaust eftir að aukast, þvf það er samdóma álit sérfræðinga að það vinnuafl sem kemur á vinnu- markaðinn f náinni framtfð verði f auknum mæli að sækja á svið fram- leiðsluiðnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.