Morgunblaðið - 19.10.1976, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.10.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTOBER 1976 33 — Hjöðnun verðbólgu Framhald af bls. 29 rétt. að þetta álit margra kæmi hér fram I orðum stnum Hann benti á að á sl 15 árum hefði verðlag hækkað um 75% i Vestur-Þýzkalandi, 85% I Bandarikjunum — og allt upp i 1 70% i einstaka riki frjáls hagkerfis. Hér væri þessi hækkun hinsvegar 750%! Verð- bólgan væri hér orðin að óskapnaði. Enn væri órói ( launamálum. Ef svo færi að nýtt launa- og verðbólguskrið færi af stað. væri vá fyrir dyrum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN VARO AO AXLA ÁBYRGÐINA Geir Hallgrlmsson forsatisráð- herra sagði að Sjálfstæðisflokknum hefði verið sýnt mikið traust i siðustu kosningum. Hann hefði þvl ekki getað hlaupið undan merkjum á erfiðleika- timum. heldur orðið að axla ábyrgðina. Taka bæri undir það að frjálst markaðs- kerfi héldi verðlagi bezt niðri, þegar til lengdar léti, en engu að slður væri ósanngjarnt að bera saman efnahagslif hér á landi og I grónum iðnaðarrikjum. Hér byggðist nær allt á sjávarútvegi Svipull væri sjávarafli og útflutnings- verð sveiflum háð í grónum iðnaðar- rlkjum. þar sem stoðir efnahagslifs væru margar og traustár. gegndi öðru máli. Þar högguðust lltt undirstöður. þó ein afmörkuð atvinnugrein mætti tlmabundnum erfiðleikum Forsætisráðherra sagði að stjórnvöld ákvörðuðu ekki ein verðlag I landi. Verð innfluttra nauðsynja, s.s. ollu, væri ekki á þeirra valdi Samskipti þjóðfélagshópanna innbyrðis, t d. um launamál, sem skiptu máli i almennu verðlagi, væru litt á valdi stjórnarinnar Hún bæri hins vegar ábyrgð á, að halda uppi fullri atvinnu, enda væri það eitt af ákvæðum stjórnarsáttmál- ans. Varðandi fjárlög væri þess að gæta að sú hækkun, sem orðið hefði á rlkisútgjöldum, væri nær öll innan ramma tryggingakerfis, ITfeyris og sjúkratrygginga. og niðurgreiðslna á vöruverði, þ.e. tekjutilfærsla I þjóð- félaginu, til góða þeim, sem miður mættu sin Erlend skuldasöfnun hefði og verið að verulegum hluta vegna skuldbindinga frá fyrri stjórn og vegna orkuframkvæmda, bæði á sviði raf- orku- og jarðvarmanýtingar. Hitt væri rétt að endurskoða þyrfti gaumgæfi- lega með hverjum hætti hlutfall rlkisút- gjalda i þjóðartekjum yrði fært niður, án þess að bitnaði á þeim er sizt skyldi, og þann veg að ráðstöfunartekjur fólks yrðu ekki skertar um of á skattheimtu. Það hefur dregið úr viðskiptahallan- um og hlutfallslegur samdráttur er verulegur i rlkisútgjöldum og rikisfram- kvæmdum Stefnt hefur til réttrar áttar og þessum árangri þarf að fylgja eftir. Og þá má ekki gleymast að stjórnar- andstaðan hefur ekki lagt fram hald- bærari leiðir til lausnar efnahagsvand- ans en þær, sem farnar hafa verið; raunar hefur hún haldið að sér hönd- um i því efni ALMENNAR FYRIRSPURNIR Sigurgeir Jónsson gagnrýndi bráðabirgðalög um kaup og kjör sjó- manna, sem skertu samningsrétt og hefðu verið óþörf Forsætisráðherra og Pétur Sigurðsson svöruðu þvi til, að lögin hefðu lögfest sáttatillögu. sem byggð hefði verið á samkomulagi, sem talið var fyrir hendi, eftir niðurfellingu sjóðakerfis (tilfærslu 4000 milljóna frá útgerð), m.a. til að tryggja jöfnuð inn- byrðis og fyrirbyggja vinnustöðvanir fram til maimánaðar nk Samningsrétt- ur hefði hins vegar i engu verið skert- ur, enda sýndu dæmin, að verið væri að semja milli samningsaðila vlða á Vestfjörðum —Vilhjálmur Egilsson spurðist fyrir um veiðisókn, með hlið- sjón af ábendingum fiskifræðinga, og áform til að leiðrétta misrétti, er verð- bólgan ylli Þvi var svarað til að virða bæri sjónarmið fiskifræðinga, en ákvarðanataka hlyti að byggjast bæði á fiskifræðilegum og efnahagslegum niðurstöðum. Veiðisókn hefði verið beint með ýmsum ráðum I aðra fisk- stofna en þorsk, s.s loðnuveiði nyrðra, með hærra verði á öðrum fisktegund- um s.s. karfa, fiskileit og vinnslutil- raunum. Kvótakerfi gilti á sildveiðum Friðunarsvæði hefðu verið stækkuð og strangar reglur settar um veiðarfæri o.fl Veiðisókn útlendinga hefði verið verulega skert með samningum og það tryggt að þeir virtu islenzkar friðunar- reglur. Hihsvegar hefði atvinnu- og efnahagsstaðreyndir komið I veg fyrir það að hægt hefði verið að fylgja ábendingum fiskifræðinga eftir I jafn rlkum mæli og æskilegt hefði verið, út frá fiskifræðilegum sjónarmiðum ein- um Hvað verðbólgu áhrærði væri eina trygga leiðin til að mæta misrétti, er af henni stafaði, sú að ná verðbólgunni niður á það stig, sem rikti I viðskipta- löndum okkar Samstarfstilboð það, sem rikisstjórnin hefði gert launþega- félögunum. væri viðleitni I þá átt Þá þyrfti að freista þess að einangra hag- kerfi okkar fyrir utanaðkomandi sveifl- um, m.a með öflugum verðjöfnunar- sjóðum, einkum i sjávarútvegi. Ólafur Björnsson áréttaði að hafa þyrfti gát á þremur þáttum efnahagsmála, kjara- málum, rikisfjármálum og peningamál- um, ekki sizt þeim siðast nefnda Hann nefndi i þvi sambandi vaxtakjör og verðtryggingu fjárskuldbindinga. Guðjón Hansson gagnrýndi bráð- birgðalögin og ýmsa þætti stjórnar- samstarfsins Fleiri fyrirspurnum var svarað, s s. varðandi hugsanlegt álver við Eyja- fjörð, en rúm blaðsins leyfir ekki að rekja þær umræður frekar. Fundur þessi var fjölsóttur og hinn gagnlegasti vettvangur skoðanaskipta Kosta Party X BodaDruva Handunninn glerboröbúnaöur. Sænsk listasmíöi frá snillingunum hjá Kosta-Boda Lítiö inn í hina glæsilegu nýju verzlun okkar í Verzlanahöllinni viö Laugaveg. Bodal _________J Laugavegi 26 — Sími 13122 ítÍS ÚRVALS, MATURI FRYSTIKISTUNA Ódýrara en heimaMlbúið og meira ao segja jafn goM. Verd pr. kg. Saftar rúllupylsur 500.- Kindabjúgu 650.- Reyktar rúlluylsur 500.- Saftar fambasídur 450.- Kindakæfa 750.- KJÖTBÚÐ SUÐURVERS Stigahlíð 45-47 Simi 35645 Námskeið í postulíns- málun Gler og postulln s.f. mun efna til örfárra námskeiða I postullns og gler-málun á vetri komanda. Tilgangur námskeiðanna er ma.að kveikja áhuga á þessari skemmtilegu og þroskandi tómstundaiðju ásamt því að komast í kynni við hæfileikafólk, sem síðar kynni að hafa tekjur af listgrein sinni. Kynntur verður nýr litur sem auðveldar mjög alla meðferð postulins og glermálunar, þá verður og kynntur alveg nýr möguleiki i færimy.ndamálun og úrklippuaðferðinni. Sérstök verkefni fyrir byrjendur verða útbúin. Upplýsingar í síma 41 544 kl. 13— 1 5 e.h. ^ GLER * POSTULÍN S.F. J- Innbrennslan, Auðbrekku 35. Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.