Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 Um Eyjagosmálið . . . . Framhald af bls. 17. minni og týndist i kerfinu á annað ár. Einmitt þetta hús átti samkvæmt upp- haflegri ósk gefenda að vera gjöf til fátækustu og barnflestu fjölskyldunnar í Eyjum Það kom þá á daginn að bæjarstjórn var fátækust og barnflest „En fðlk verður" Þá talar Sigurður til Vestmannaey- inga eins og barnakennari sem ekki heldur aga, talar við nemendur sína, en Sigurður segir eftir að hafa talið upp almenn þjónustufyrirtæki sem tíðkast i öllum samsvarandi bæjar- félögum á landinu. „En fólk verður að gera sér grein fyrir þvi, að eftir þvi sem þjónustan við borgarann er meiri á þessum sviðum verðum minna til af fjármunum i verklegar framkvæmdir " Hvert er fokin vitneskja þin frá siðasta ári, Siggi minn, og hvert hafa 1 700 milljónirnar horfið? Einhvers staðar hefur þeim skolað niður, þótt þær hafi ekki farið i nýju skolplögnina Telur að gagnrýni eigi ekki rétt á sér Þá segir Sigurður: „Margir hafa orðið til þess að gagnrýna Viðlagasjóð fyrir slæma frammistöðu gagnvart Vest- manneyingum. Einnig hefur ríkisvaldið verið dregið inn i þessa gagnrýni. Min skoðun er sú að gagnrýni þessi eigi ekki rétt á sér á þessu stigi málsins," og síðan bugtar hann sig og beygir og segir „Ég bendi háttvirtri ríkisstjórn á, að enn vantar verulega fjármuni til að bæjarsjóður geti í framtiðinni staðið á eigin fótum." Samt var engin þörf að gagnrýna, það er bara beðið um gott veður, beðið eftir því sem að verður rétt eins og alltaf hefur verið gert i þessu máli illu heilli fyrir Eyjamenn. Sigurði finnst ekkert óeðlilegt það feikilega tjón sem þorri Eyjamanna hefur orðið fyrir ekki siður en bæjarsjóður sjálfur og tölur sýna og sanna að hér er aðeins, um 40—45% bætur að ræða. Gráttrfóið og 95% Gráttrióið G.G.Þ., M.M. og S.J. ber sig illa undan gagnrýni þröngsýnu mannanna sem skoða málin frá hærra plani en þeirra eignhagsmunapoti, en hvorki M.M. né S.J. hafa leyfi til þess sem bæjarfulltrúar Vestmannaeyja að vera það mikil börn að leyfa sér að halda þvi fram að það sé nóg að treysta á það sem að er rétt. Það verður að berjast, berjast fast og ákveðið og þess vegna ættu þessir menn að geta verið sammála mér ef þeir slepptu þessu pólitiska poti í allflestum málum. Pólí- tikin i Eyjagosmálinu hefur orðið heimamönnum allt of dýrt spaug. í þvi máli hafa menn átt 95% sameiginlegt, hitt er sérvizka, og hún hefur ráðið ferðinni allt of mikið Svo margt hefur verið misnotað í sambandi við Eyjagosið að engum er að treysta fyrr en upp er staðið Skrýtilegheit í ýmsum málum Upphaflegar bótareglur voru tóm vit- leysa, mikill hluti Viðlagasjóðsstarfa voru hjáverk embættismanna og önn- um hlaðinna mann. Ekki er reiknað með að tekjuafgangurinn af Viðlaga- sjóðsveltunni, 1 700 millj kr , renni til Vestmannaeyja, vaxtatekjur Seðla- banka íslands af Viðlagasjóði eru um 700 millj. kr , þá má nefna 600 millj kr lánið sem fór í Þorlákshöfn út á Eyjagosið, en ekkert i brýn verkefni við Vestmannaeyjahöfn, engin fullnægj- andi skrá er til yfir gjafaféð, hvers vegna þrýstir bæjarstjórn Vestmanna- eyja ekki á að flugbrautirnar i Eyjum séu malbikaðar úr því að til eru 200 millj kr lán í þá framkvæmd fyrir flugmálastjórn. Hvers vegna er ekki þrýst á. Og þannig mætti lengi telja eitt og annað furðulegt í þessu máli. Það er svo margt sem hefur alls ekki skilað sér og sumt veit maður ekki um. Til dæmis á Rauði krossinn eftir að ráðstafa úm 1 70 millj. kr. til Eyja, Stórstúka ís- lands hefur ekki skilað til Eyja öllu gjaffé sem henni barst vegna Eyjagoss- ins og ýmislegt er það sjálfsagt sem maður hefur ekku hugmynd um. Svo koma upp smáatvik þar sem mönnum ber ekki saman. Ég spurði t.d. mjög ákveðið að því hjá Rauða krossi íslands hvort hann hefði fengið ákveðna þóknun í rekstrarkosnað vegna Eyjagossins Framkvæmdastjóri RKÍ og gjaldkeri svöruðu því mjög ákveðið á móti að ekki hefði verið tekin króna fyrir slíkt, en hins vegar tjáði formaður RKÍ mér að strax á meðan gosið stóð yfir hefðu 7 millj kr. verið færðar yfir á RKÍ vegna kostnaðar. Hvers vegna ber mönnum ekki saman, hér er um að ræða 15—20 millj. kr. miðað við verðgildi i dag Að geta starfað saman eða ekki Þeir menn sem ekki sjá ástæðu til að gagnrýna ýmsa þætti gosmálsins bera sig ótrúlega vel, sérlega þeir sem sitja uppi með 1000—2000 millj kr. skuldabagga bæjarsjóðs Vestmanna- eyja i vasanum Það er ekki von að ferðamenn hafi áhyggjur af slíku, en forsvarsmenn Vestmannaeyja ættu að hafa það, þvi þaðeru Vestmannaeying- ar allir sem þurfa að standa skil ef ekki fæst eðlileg leiðrétting á þessum mál- um af nálfu rikisvaldsins. Mergurinn málsins er sá að sú bæjarstjórn sem hefur starfað undan- farin ár, hefur ekki getað starfað sam- an. Á örlagatímum hefur hún ekki náð að vinna saman eins og einn hugur og ein hönd. Frumkvæðið hefur verið i lágmarki og hér er við forsvarsmenn bæjarins að sakast ekki almenna starfs- menn bæjarsjóðs. Upp með áralagið En þessi lognmolla bæjarstjórnar af- sakar ekki þær vanefndir sem rikisvald- ið ber ábyrgð á i sambandi við fjár- málaþætti Eyjagosmálsins Ef hinir kostum búnu bæjarfulltrúar Vestmannaeyja og þingmenn tækju sig saman og settust niður i bróðerni til þess að taka fast og ákveðið á þessum málum fyrir hönd Vestmannaeyja áður en málið verður gert upp af kerfi skrif- stofubáknsins. þá væri von til þess að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja og Eyjamanna I heild liti betur út en horfir í dag Þetta myndi kosta talsverða vinnu og það að einhverjir yrðu að brjóta odd af oflæti sinu, en i staðinn gæfist ábyrg bæjarstjórn Lítil saga um stórt mál Til þess enn einu sinni að sýna fram á réttmæti gagnrýni minnar og þeirrar staðreyndar að fjárhagslegt tap þorra Eyjamanna vegna eldgossins er upp á 50—60% af eignum þeirra, ætla ég að rekja stutta sögu hjóna úr Eyjum, hjóna sem bæði eru yfir sjötugt og urðu eins og svo margt fólk, sérstak- lega eldra fólk leiksoppur kerfisins sem byggt hefur verið á Það er munur að fá lykil með sluffu í dagblöðunum þann 13. marz 1974 birtust í dagblöðunum í Reykja- vík myndir og frásagnir af því er afhent var fyrsta húsið af 10 sem Kanada- menn gáfu Vestmannaeyingum, segja blöðin. Húsið stendur við Heiðvang 20 \ Hafnarfirði og þennan dag voru fánar dregnir að húni þar og fyrirmenn úr öllum áttum komu til mótsins sem var þegar öldruðum hjónum úr Eyjum var afhent húsið, en hús þeirra i Eyjum hafði gjöreyðilagzt i eldgosinu Ræður voru haldnar með pomp og prakt og gömlu hjónunum voru afhentir tveir lyklar að húsinu, annar upp á venjuleg- an stíl, hinn var 30 sentimetra langur platlykill úr treflaplasti og feikn mikil sluffa á. Áttu gömlu hjónin að hengja þann lykil á áberandi stað i húsinu og siðan var þeim óskað innilega til ham- ingju af öllum viðstöddum, tekið þétt- ingsfast i hendur þeirra og axlir og allir voru svo ánægðir að gömlu hjónin voru búin að fá hús aftur. Þau vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið, því aldrei hafði þetta dagfarsprúða verka- fólk látið sér detta í hug að þau ættu eftir að fá hús gefið á erfiðleikatimum, þótt þau væru nú ekki alveg viss á þvi, en allavega hafði þeim verið lofað að þarna gætu þau verið eins lengi og þau vildu. Ólafur Sigurðsson og Sigrún Guð- mundsdóttir heita þessi sæmdarhjón. Hér fer á eftir frásögn Ólafs i stuttu máli af framhaldi afhendingarhátíðar- innar: „Já, það var nú svo," sagði Ólafur," við fengum þarna eitt af kanadísku húsunum. Okkur var lofað því þegar það kom fyrst til tals að þar fengum við að vera eins og við þyrftum án þess að kaupa húsið. Þegar að þessu kom var feikn mikið hátíðarhald þar og það voru 30 kallaðir í boð á hóteli í Hafnar- firði Við fengum vist kost frá kana- diska sendiráðinu, en annars veit ég það ekki vel. Nú svo var húsið afhent okkur og það voru teknar myndir af okkur að taka á móti gjöfunum. Við fengum líka sérlykil með sluffu og áttum á geyma hann og kanadiska merkið á áberandi stað í stofunni. Enginn vildi tala um húsaleigu við okkur og menn óskuðu okkur svo mikið til hamingju að við vorum alls ekki viss hvort okkur hafði verið gefið húsið eða hvað. Konan sagði að þetta væri eins og draumur og það endaði örugglega þannig að við myndum standa úti á götu einhvern tíma. Nú, ekki leið á löngu þar til við fengum bréf þar sem sagði að við ættum að borga 12 þús. kr. i húsa- leigu eftir að hafa spurt hvort þetta væri rétt gerðum við það. Liðu nú 6 mánuðir þar til við fengum bréf frá. Viðlagasjóði þar sem okkur var tilkynnt að við ættum að fara út úr húsinu eftir 6 mánuði ella kaupa það. Það endaði með þvi að við keyptum húsið með aðstoð sonar okkar, en þetta hefur verið erfitt. Ég er nú orðinn 72 ára gamall og verð að vinna 10 tíma á dag í fiskvinnslu til þess að geta staðið í skilum. Ég ætlaði mér aldrei frá Vestmanna- eyjum að fara, við vorum búin að gera okkur gott elliheimili í húsi okkar þar og höfðum rétt lokið við að gera mikið fyrir húsið og kostaði sú viðgerð 800 þús. kr. Ég var sá asni að vera ekki búin að endurtryggja þegar gosið skall á og því fékk ég ekki nema 1400 þús kr fyrir ágætt hús okkar, Kalmans- tjörn. Og þetta fauk fljótt i verðbólg- unni Ég, gamall maður, gat ekki verið að vasast i þessu dag eftir dag. Manni þykir dýr hver vinnudagurinn í sliku, en húsið i Hafnarfirði kostaði hins vegar 4 millj og 380 þús. kr. Ég skal segja þér eins og er, ég fékk 600 þús kr lán úr lífeyryrissjóði, 1 700 þús. kr úr byggingarsjóði og ég gat borgað upp undir 2 millj kr. með því að pina mig eins og ég gat og með því að treysta á heilsu mina til vinnu, en konan min er sjúklingur og getur ekki unnið Mismuninn á þessum pening- um borgaði sonur minn og sagði að við skyldum vera í húsinu á meðan við gætum. Okkur hafði nú verið ráðlagt að kaupa ekki húsið, þvi við værum orðin of gömul og einhverjir höfðu bent okkur á að við gætum farið á elliheimili. En saman vildum við vera á okkar heimili. Sjálfur gekk ég síðan frá lóðinni við húsið og við höfum þetta með herkjum. Það er nú ,svo. Það var verst farið með þá sem voru elztir og gátu ekki beitt sér gegn þessu kerfi eins og þeir kalla það, höfðu ekki bolmagn né vit til baráttunnar Það var ósegjanlegt tap sem við urðum fyrir, en við Vest- mannaeyinga sakast ég ekki Þar er min gata. Ég var hár gjaldandi í Eyjum, var búinn að vinna inn mikinn gjaldeyri til sjós og lands, i fiskvinnslu og á beztu bátum í gegnum árin. 6 börn ólum við upp. En það er ekki hinu opinbera að þakka að ég hef heilsu til að vinna ennþá." Viðlagasjódur: REKSTRA RYFIRLIT TIL 31.08. '76 TEKJUR Af söluskalti Af eignaskatti Af landsútsvari Af viðlagagjaldi Fri rfkissjóði Frá atvinnuleysistryggingasjóði Framlög Norðurlandanna Gjafir ýmissa aðila Tekjur af leigu húsa Vaxtatekjur Tekjur af húsasölu sbr. eignfært söluverðm Vmsar tekur Kr. 3.415.883.825 101.291.992 15.782.723 651.778.292 160.000.000 160.000.000 •Alls: 4.504.736.832 1.575.088.805 238.172.219 41.597.978 172.106.315 378.568.559 8.182.173 Kr. 6.918.453.181 Viðlagasjóður: RFKSTRAR YFIRLIT TIL 31.08. 76 GJOLD Kr. Björgun varnir og viðhald 343.165.125 Flutningar 121.724.314 Þjónustustarfsemí 174.135.776 (Jtlegðarkostnaður 19.320.029 Heimflutningar 74.698.421 Fndurreisn 33.325.709 Hreinsun gosefna 443.601.705 Matskostnaður og áætlanagerð 69.589.553 Skrifstofukostnaður ofl. (f Rvík) 68.209.381 Staðaruppbætur 38.679.848 Vmis kostnaður 4.087.596 Opinber gjöld 27.105.377 Afskriftir véla 17.135.992 + Endurgreiddur kostnaður Alls: 1.434.778.825 54.681.312 Tekjurbætur einstaklinga Alls: 1.380.097.513 21.000.220 Tekjubætur fyrirtækja 197.194.281 Bætur fyrir ónýt hús 1.179.935.659 Bætur fyrir skemmd hús 272.934.979 Bifreiðabætur 36.291.562 Fyrirtækjabætur 534.327.669 Lausaf járbætur 246.129.563 Jarða-og lóðabætur 19.713.865 Til Vestmannaeyjakaupst. og stofnana (Þar af Rafveilan mfíum I20mlllj. kr) 936.626.275 Rekstur fasteigna Alls: 3.444.154.073 80.737.452 Vaxlagjöld (Seölabanka Island 628.979.700 Tekjur umfram gjöld 1.384.484.443 Kr. 6.918.453.181 Viðlagasjóður: EFNAHAGSREIKNINGLR 31.08. '76 EIGNIR Innflutt og keypt hús. sölu- og matsverð <■ Afsalað til kaupenda Hús f Vestmannaeyjum, sölu- og matsverð + Afsalað til kaupenda Vélar, áhöld og búnaður Skuldabréf og víxlar: a) Vegna húsasölu, til 25 ira b) Vegna húsasölu, til 5—10 ára c) Sveitafélög vegna lóða og gatna ^ d) Vestmannaeyjakaupstaður e) FyrirtJeki I Vestmannaeyjum f) Rafmagnsveitur rfkisins g) Vmsir aðilar Kr. 2.688.464.821 1.560.628.515 Alls: 1.127.830.306 223.414.000 59.354.000 Alls: 164.060.000 19.324.288 415.150.000 314.605.253 170.459.728 169.605.000 65.853.100 16.537.174 43.278.033 1.212.038.288 Alls: Skuldunautar: a) Rfkissjóður, (v/Verðtrygglnga) b) Vestm.kaupst. v/lþróttahúss d) Landsdeild Viðlagasjóðs e) Herjólfur f) Flugmálastjóri g) Stakkur h) Vmsir aðilar 3.209.2398 60.549.202 19.867.141 39.481.525 8.843.916 15.000.000 7.891.438 Alls: t54.842.620 Innstaeður f bönkum 66.880.918 CJtistandandi af greiðslu afborgana og vaxta 1973 8.116.430 Kr. 2.754.098.850 Viðlagasjóður: EFNAHAGSREIKNINGLR 31.8. '76 SKULPIR Kr. Yfirdráttur á reikningi f Seðlabanka 822.784.893 Fasteiguaveðslán yfirtekin 6.925.383 Fasteignaveðslán umsamin 41.714.847 Skuldabréf til atvinnufyrirtckja 20.286.329 Verðtryggðar innstæður 3.209.398 Skuldabréf vegna Iþróttahúss 22.904.526 Skuld f Dkr. vegna fþróttahúss 134.644.500 Skuldheimtumenn: a) Kaupendur húsa, innborganir 312.159.000 b) Erlendir húsasalar 3.345.941 c) Vmsir aðilar 1.639.590 Alls: 317.144.531 Eignir umfram skuldir 1.384.41*'*.443 Kr. 2.754.098.850 LAGT var fram á stjórnarfundi Viðlagasjóðs 8. júnf s.l. yfirlit að sundurliðun á bótum Viðlagasjóðs til Vestmannaeyjakaupstaðar dags. 25. maf 1976, svohljóðandi: MANNVIRKI: 62.339.000,00 16.776.050,00 78.099.000,00 72.369.000,00 3.232.000,00 13.582.000,00 90.954.110,00 112.300.000,00 75.902.032.00 4.359.000,00 Alls: 529.912.192,00 17.995.432,00 1.520.800,00 Höfn Holræsi Götur Vatnsveita Sjóveita Skip Hreinsun Rafveita Húseignir Rekstur tæknideildar Lausafé: Lönd og lóðir: TEKJUTAP: Utsvar og aðstöðugjald Fasteignaskattar/lóðaleigur önnur tekjutöp Vatnsveita Hafnarsjóður Rafveita REKSTRARTAP: Skrifstofuhald Félagsmál Heilbrigðismál Annar kostnaður Brunamál Bráðabirgðaaðgerðir: Stofnskolplögn: Sorpkvörn: Sundlaug Viðbót við hreinsun og ræktun 72.900.000,00 30.100.000,00 2.100.000,00 15.000.000,00 16.300.000,00 16.600.000,00 153.000.000,00 3.890.000,00 6.843.000,00 8.048.000,00 1.000.000,00 1.250.000,00 21.031.000,00 26.800.000,00 86.400.474,00 17.800,000,00 18.100.000,00 46.633.000,00 Alls 919.192.898,00 Alls: Alls: Hil'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.