Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKT0BER 1976 43 Leiðrétting Af fyrirsögn fréttar Morgunblaðs- ins fra Kina á sunnudaginn mátti skilja að Chiang Ching, ekkja Maos Tse-tung, hefði verið líf- látin. Eins og fram kemur i fréttinni, sem var fyrirsögnina „Ekkja Maos í snöru böðuls“ voru það dúkkur sem áttu að tákna ekkjuna, sem héngu i snörunum. — Iðnkynning Framhald af bls. 25 manns. Þeir skiptast jafnt niður á nýsmíðina, sandblásturinn og þá húðun, sem honum er samfara og heithúðunina. Verkefnin eru alltaf að aukast og þannig erum við farnir að vinna á vöktum allan sólarhringinn i heithúðuninni, en þrátt fyrir það hefst varla undan. — Gengið Framhald af bls. 44 áhrif á gengisskráningu hér að danska krónan hefur fallið gagn- vart íslenzku krónunni um 2.6%. Norska krónan hefur fallið um 0,5% og hin sænska um 0.3% svo og dollarinn en sterlingspundið hefur styrkzt lítillega eða um 0.22% Ef borin er saman gengi ýmissa gjaldmiðla, eins og þeir voru skráðir hér í upphafi ársins og síðan eftir þessa hækkun þýzka marksins kemur í ljós að íslenzka krónan hefur sigið allverulega gagnvart þessum gjaldmiðlum á þessum tíma. Þannig hefur Bandaríkjadollar hækkað um nær 10% gagnvart krónunni á þessum tíma, danska krónan um 11.2% norska krónanan 12.9% sænska krónan um 11.7% og þýzka markið hefur hækkað um 15,6% gagnvart krónunni á þessu tímabili. Sterlingspundið hefur hins vegar fallið um rétt 11% gagnvart krónunni og spænski pesetinn um 3,4% á sama tíma. — Fíkniefna- málið Framhald af bls. 44 viku og fíkniefnamagnið aukizt. Að sögn Arnars er mál þetta það umfangsmesta og erfiðasta og jafnframt alvarlegasta, sem fíkni- efnarannsóknarmenn á Islandi hafa glfmt við til þessa. Smyglað hefur verið inn til landsins fíkni- efnum af mörgum gerðum, mestu af hassi en einnig hassolíu og marihuana. Frá því að rannsóknin hófst, hafa verið uppkveðnir 15 gæzlu- varðhaldsúrskurðir vegna máls- ins. Nú sitja inni 4 ungir menn. 21 árs gömlum manni var sleppt í gær, en hann hafði þá setið inni í 75 daga. 1 gær var hins vegar liðlega tvftugur maður úrskurðaður f allt að 30 daga gæzluvarðhald vegna málsins. — Garnaveiki Framhald af bls. 2 hefði fyrst borist í féð á Þúfum. Sigurður fór vestur um helgina og skoðaði fé á Þúfum en ekki fann hann fleiri kindur, sem greinilega væru sýktar en eftir er að rann- saka blóðsýni, sem hann tók. Um til hvaða aðgerða yrði grip- ið til að hefta útbreiðslu veikinn- ar, sagði Sigurður ekki geta sagt um en Sauðfjársjúkdómanefnd yrði væntanlega kölluð saman innan tiðar og þá tekin afstaða til hvaða aðgerða yrði gripið. Eins og áður sagði hefur oft verið gripið til þess ráðs að skera niður fé á þeim bæ sem veikin hefur komið upp en bóndinn á Þúfum er með milli 200 og 250 fjár. Verði honum fyrirskipað að farga fénu fær hann bætur fyrir það fé, sem skorið verður niður. Garnaveiki er langvinnur smit- sjúkdómur og eru einkenni hennar vanþrif eða uppdráttur þrátt fyrir góða eða sæmilega lyst. Langur tími líður frá þvf að skepnan tekur sýkina þar til ein- kenna hennar verður vart. Fyrstu einkenni garnaveikinnar eru yfir- leitt skituköst eða langvarandi niðurgangur og þó hægt sé að lækna þetta í bili með ormalyfja- gjöf eða fúkkalyfjum, kemur um síðar að því að skepnan dragast upp og drepast. Sigurður tók fram að mikilvægt væri að fólk á Vest- fjörðum fylgist vel með fé sínu og lét vita ef einhverjar grunsemdir væri um að garnaveiki væri í fé. Garnaveiki hefur að sögn Sig- urðar eins og undanfarin haust fundist á nokkrum stöðum á landinu en ekki á nýjum svæðum fyrir utan Véstfirði. Gera má ráð fyrir að nálægt Í000 sauðkindur og tíu kýr dragist upp af völdum garnaveiki árlega hér á landi. — Grimsby Framhald af bls. 44 var, að hér væri um víra- klippurnar frægu að ræða. Og þá um daginn komu sjónvarps- menn og ætluðu að gera sér mat úr þessu. Ég benti mönnunum hins vegar á það rétta í málinu og sneru þeir frá við svo búið. í samráði við Jón Olgeirsson sendi ég duflið í rannsókn og hef nú fengið staðfest að duflið er v-þýzkt mælingadufl." Jón Olgeirsson ræðismaður sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann, að virzt hefði sem sumir f Grimsby hefðu talið að Rán hefði verið notuð til vfraklippinga f sfðasta þorskastríði, — „en mönnum létti líka mikið er þeir komust að raun um að „klippurnar" illræmdu voru ekkert annað en v-þýzkt mælingadufl“. — Kína Framhald af bls. 1 arnir fjórir". Skilst mönnum að f jórmenning- arnir hafi verið settir í stofufang- elsi 7. október. A spjaldinu segir ennfremur: „Dagana eftir lát Maos voru allir bugaðir af ,sorg. 800 milljónir manna vonuðu innilega að lfkami hans yrði varðveittur svo að kyn- slóð eftir kynslóð gæti virt fyrir sér andliti hans en þorpararnir fjórir settu sig algerlega upp á móti þvf að lfkami formannsins yrði varðveittur." Dularfull þögn ríkti I 4 vikur um það hvað ætti að gera við lík Maos. Það var ekki fyrr en 9. október, sem tilkynnt var, að lfk hans yrði smurt eins og lík ann- arra stórmenna kommúnismans. Veggspjaldið, sem bar yfir- skriftina „stórglæpir þorparanna fjögurra", sagði að stúdentarnir vpru himinlifandi yfir fréttunum af því, að eftirmaður Maos, Hua Kuo-feng, hefði mætt róttæku uppreisnarmönnunum með „festu og ákveðni" og er líklega átt við handtöku þeirra. Var fjórmenningunum lýst á spjaldinu sem „hættulegu krabbameini" sem hefði lengi undirbúið valdatöku í Kfna. „Þau höfðu þegar á meðan Mao lifði, myndað kliku sína og teygt út afturhaldsklær sfnar. Þau ætluðu að brjóta niður flokkinn og ná völdum. Þau héldu að þau yrðu húsbændur Kfnverja eftir lát Maos.“ í Shanghai, þar sem herferðin gegn vinstri sinnum stendur einn- ig f fullum blóma, voru róttækir sakaðir um að hafa undirbúið hernaðarlegt valdarán. Sagði á veggspjaldi, að einn af æðstu mönnum borgarinnar Ma Tien- hsui, hefði verið búinn að vopna herdeildina í Shanghai, sem telur milljón menn, og hefði hann von- azt til að geta lagt undir sig út- varpsstöðina, höfnina og aðrar mikilvægar stofnanir. Var Ma, samkvæmt spjöldunum, í vitorði með „þorpurunum f jórum". — Hillir undir Framhald af bls. 1 Líbanons, Kuwaits, Egyptalands, Sýrlands, Saudi-Arabíu og Frelsishreyfingar Palestínu- manna (PLO) í gærkvöldi. Búizt er við að fundurinn sam- þykki sameiganlega ,yfirlýsingu, þar sem skýrt verður f stórum dráttum frá áætlun um að binda enda á borgarastríðið. Sarkis, Yasser Arafat, leiðtogi PLO, og utanríkisráðherrar fjögurra ríkja luku f dag við gerð vinnuplaggsins, sem er f 13 liðum. Sættir Sýrlendinga og Egypta, sem komu nokkuð á óvart, eru taldar mikill diplómatfskur sigur fyrir Khalid, konung Saudi- Arabfu. Skýrt var frá þvf f Kairó, að Sadat hefði sent stjórn sinni skeyti frá toppfundinum f Riyadh og látið f ljós góða von um að endi yrði brátt bundinn á borgara- stríðið í Líbanon. Ekkert lát er á bardögum f Líbanon, og var skotið með fallbyssum án miskunnar á fbúða- hverfi f Beirut. Álitið er, að 80 manns hafi týnt lífi og um 200 særzt f Fallbyssueinvígi kristinna og múhameðstrúarmanna. Er þetta annar dagurinn, sem skotið er af fallbyssum á milli borgar- hluta, sem eru f höndum þessara aðila. Beirut-útvarpið, sem er f hönd- um vinstrasinna, segir að bardag- arnir í dag séu þeir grimmustu sfðan strfðið byrjaða fyrir 18 mánuðum. Fréttir frá Riyadh um að ráðstefna leiðtoga Araba ætlaði að bera árangur höfðu engin áhrif á bardagana. Kenna hvorir öðrum um upptök þeirra. — Ford Framhald af bls. 1 6% forskot á Ford. Það sem mest kom á óvart vað skoðanakönn- unina var að fyrrverandi öldunga- deildarmaður demókrata, Eugene McCarthy, sem er með óháð framboð, nýtur stuðnings 6% þeirra 1503 manna er spurðir voru. Að sögn Reuters geta vinsældir McCarthys minnkað möguleika Carters f kosningun- um 2. nóvember nk. Staða Fords, sbr. úrslitum Harris-skoðanakönnunarinnar, kann að versna vegna hugsan- legra vandræða sem kunna að fylgja í kjölfar ummæla hins metna manns, George Brown hershöfðingja, þess efnis að ísrael væri hernaðarleg byrði á Bandaríkjunum. Þess er skemmst að minnast, að fyrir tveimur árum vitti forsetinn Brown fyrir að láta svo um mælt að Gyðingar hefðu óvenjuleg áhrif á þing Bandaríkjaanna, bankana þar í landi og á blöðin. Þessi ummæli voru höfð eftir Brown í viðtali, sem verður opin- berað f næstu viku. 1 frétt frá Hvfta húsinu segir, að það hafi ekkert um þessi ummæli að segja fyrr en þau koma fyrir almenn- ingssjónir. Talsmaður Hvíta húss- ins, Ron Nessen, sagði að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, væri að kanna frásagnir þess efn- is að George Brown hefði f viðtal- inu sagt „að frá hernaðarlegu sjónarmiði séð, yrði að líta á ísra- el sem byrði á Bandaríkjunum". Þessi ummæli koma tæpri viku eftir að Ford forseti hafði gefið út þær yfirlýsingar að Israelum yrðu fengin ný og fullkomin bandarisk vopn, en þá ákvörðun neitar for'- setinn að setja í samband við til- raunir hans til að efla vinsældir sínar meðal kjósenda af Gyðinga- ættum. Kosningabarátta þeirra Fords og Carters verður frekar tak- mörkuð þessa vikuna, þar sem sem báðir búa sig af kappi undir lokaeinvígið, sem verður sjón- varpað frá Williamsbury í Virginiu-fylki á föstudag. — Keflavík Framhald af bls. 2 spyrna við fótum ef lýsingarn- ar reyndust sannar. A laugardagskvöldið kom einn rútubill frá Reykjavík til Suðurnesja með unglinga á dansleik. Að sögn Hauks Guðmundssonar voru 45 unglingar í bílnum, langflestir undir tvítugu. Var rútubíllinn stöðvaður og 13 unglingum snúið við, annaðhvort vegna ölvunar eða vöntunar á skilríkj- um. Töluvert af áfengi var get upptækt. „Við munum halda þessu eftirliti áfram," sagði Haukur. „Við ætlum að koma f veg fyrir, að ungir krakkar komi hingað ölvaðir og skilrfkjalausir til þess eins að hanga fyrir utan samkomu- húsin, þvf ekki komast þeir inn. Margvfsleg vandamál hafa sprottið upp af þessum sæta- ferðum. Til dæmis er alltaf eitt- hvað af „eftirlegukindum", unglingum sem missa af rútun- um og eiga í ekkert hús að venda.“ Haukur sagði að lokum, að þetta eftirlit væri gert í samræmi við 19. grein áfengis- laganna frá 1969 en þar segir m.a: „Ökumönnum leigubif- reiða og annarra almennings- bifreiða er bannað að taka ölvuð ungmenni yngri en 20 ára til flutnings i bifreiðum sfnum eða leyfa þeim áfengisneyzlu þar. Þó skal heimilt að flytja slík ungmenni án tafar til heimila þeirra, til lögregluyfir- valda og á sjúkrahús.“ — Bragi Framhald af bls. 44 ég ekki tjá mig um þetta mál, þar sem ég mun gera ráðherra nánari grein fyrir afstöðu minni f bréfi nú f vikunni. Ölafur Jóhannesson dóms- málaráðherra sagði f gær, að hann hefði fengið skeyti frá Braga og biði nú eftir bréfi frá honum. Þar til hann hefði fengið það bréf vildi hann ekk- ert segja um málið. Ólafur sagði að staða sú sem Braga hefði verið veitt f rannsóknar- lögreglunni yrði ekki auglýst að nýju þar sem umsækjendur væru fyrir hendi. Bragi Jósepsson tók það fram við Morgunblaðið f gær, að hann hefði sótt um stöðuna í rannsóknarlögreglunni í fullri alvöru. — Ég vil ekki á þessu stigi málsins gefa upp ástæðurnar fyrir því að ég hafna stöðunni, en eftir að hafa hugsað þessi mál i ró og næði yfir helgina tók ég þessa ákvörðun. — Hækkunin Framhald af bls. 1 aðeins tfmabundið álaginu á gjaldeyriskerfinu. í Briissel lét framkvæmda- nefnd Efnahagsbandalags Evrópu i ljós óánægju yfir að ekki var ráðgazt við hana áður en gengishækkunin var framkvæmd. Willy de Clercq, fjármála- ráðherra Belgíu, tók f sama streng, og sagði að stjórn sfn væri ákveðnari nú en nokkru sinni fyrr í að beita sér fyrir meiri samræmingu á efnahagsmálum EBE-landanna sjö, sem eiga aðild að „gjaldeyrisorminum." Á erlendum gjaldeyrismörkuð- um einkenndust viðbrögð af óvissu um hvort breytingin væri nægileg til að tryggja varanlegan stöðugleik í gjaldeyrismálum. Markið sjálft sýndi hæga svörun við gengisbreytingunni og færðist rólega frá efri flotmörk- um sínum til hinna neðri. Yfir daginn sýndi markið litla breyt- ingu gagnvart bandarískum dollar, þó að taugaveiklun hefði valdið tímabundnum breytingum. 1 London, við lokun gjaldeyris- markaða var gildi vesturþýzka marksins gagnvart dollar 2.4450 sem er örlftið fall miðað við gildi þess á föstudag, sem var 2.4430. Gjaldeyriskaupmenn f Ztirich sögðust álíta að hækkun marksins hefði verið of lítal til að geta verið varanleg. Sögðu kaupmennirnir að nýja gengið gæti staðizt í nokkrar vikur eða mánuði, en álag á orminn hlyti að aukast aftur, nema efnahagshorfur bötn- uðu hjá þeim aðildarþjóðum, sem höllum fæti stæðu. Samkvæmt gengisbreyting- unni, sem fjármálaráðherrar og stjórn seðlabankans samþykktu í Franfurt f gærkvöldi hækkaði markið um 2% gagnvart belgfskum franka og hollenzkri gyllini, 3% gagnvart norskum og sænskum krónum og 6% gagn- vart dönskum krónum. Gjaldmiðlar innan ormsins munu halda áfram að fljóta upp eða niður um 4.5% gagnvart hver öðrum, en gagnvart dollar og öðr- um gjaldiðlum fljóta þeir sameig- inlega. Fjármálaráðherra Hollands, Wim Duisenberg, sagði á blaða- mannafundi i Haag, að gengis- hækkunin ýtti að líkindum undir verðbólgu í Hollandi en gerði hollenzkan iðnað betur sam- keppnisfæran við þann vestur- þýzka. í Kaupmannahöfn sagði Svend Andersen, bankastjóri seðla- bankans, að gengishækkunin hefði komið á réttum tíma og að hann byggist við að spákaupmenn sneru jsér nú f ríkari mæli að dönsku'krónunni. — Loðna Framhald af bls. 3 Sæmundssyni hefðu komið á miðin fyrir nokkrum dögum og leitað fyrst á syðra svæðinu og nokkur loðna fundizt þar. Þá hefði verið haldið norður með Vestfjörðum á svæðinu 67° norður og um 35°30’ vestur, 20—30 sjomílur úti af Hala, hefði fundizt nokkur loðna. Fyrst í stað hefði loðnan á þessu svæði verið nokkuð dreifð en sfðustu þrjá sólarhringana hefði hún aukizt og um leið og gott veður kom hefði loðnan hlaupið saman i góðar torfur, sem hefðu haldið sig uppi undir yfirborði sjávar. „Torfurnar hafa haldið sig á 15—20 sjómílna svæði og yfirleitt ekki á meira dýpi en 5—10 föðm- um, þannig að auðvelt er að ná loðnunni. Flestar torfurnar eru 10—15 faðma þykkar og þær stærstu sem við höfum fundið eru 20—25 faðma þykkar" sagði Hjálmar. „Við fengum um 140 tonn á þessum slóðum í fyrramorgun í einu kasti og f fyrrakvöld fengum við 200 tonn í einu kasti á þessum slóðum," sagði Hrólfur Gunnars- son skipstjóri á Guðmundi RE 29 þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gær, en þá var Guðmundur á leið til Keflavfkur með á áttunda hundrað tonna af loðnu. Hrólfur sagði að köstin, sem fengust í fyrrakvöld, hefðu verið þau beztu sem fengizt hefðu í langan tfma. Loðnan, sem væri á þessu svæði, væri mjög góð. Þá sagði hann að Guðmundur myndi að líkindum fara eina veiðiferð enn á loðnuna áður en farið væri á síldveiðar við Suð- austurland. Andrés Finnbogason starfs- maður Loðnunefndar sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að bátarnir hefðu fyrst kastað á nyrðra svæðinu milli kl. 7 og 8 f fyrrakvöld og verið lagðir af stað til lands upp úr 11. Ef fleiri skip hefðu verið á þessum slóðum, hefði mátt búast við miklu meiri veiði. Samkvæmt upplýsingum Andrésar er ekki ólfklegt að ein- hvér loðnuskip haldi til veiða næsta daga, eða þau skip sem bæði eru búin með síldarkvótann í Norðursjó og hér heima. — Fjáröflun Framhald af bls. 19 „Happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins hafa á undanförnum árum að verulegu leyti staðið undir fjáröflun til starfsemi flokksins. Nú er enn á ný efnt til happ- drættis, sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna með tilliti til þeirra viðfangsefna sem fram- undan eru og þess margvislega flokksstarfs sem nauðsynlegt er, þegar tryggja á stefnu og markmiðum Sjálfstæðisflokksins fylgi. Við væntum þess að landsmenn bregðist vel við nú, þegar til þeirra er leitað. Með samstilltu átaki er styrkurinn mestur til ávinnings þeim hugajónum, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir baráttu sína á.“ Ákveðið er, að dráttur fari fram 13. nóvember næstkomandi. Hér er því um skyndihappdrætti að ræða og mikils um vert, að þeir sem fá miða heimsenda, geri vinsamlegast skil sem allra fyrst og auðveldi þar með skrifstofu happdrættisins það mikla starf, sem þar þarf að vinna. Skrifstoa happdrættisins er í Sjálfstæðishúsinu, Bolholti 7, simi 82900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.