Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 13 Jaqueline minnist áður á „einkennadilluna", en nú segist hún vera haldin „sfmadillu". „Hvar sem hann er staddur f veröldinni hringjumst við á daglega. Við höfum alltaf haft þessa þörf fyrir að vera saman. Ástin er það, sem hefur gert okkur mögulegt að kljást við þessa erfiðleika. Þegar maður verður að gjörbreyta lifnarhátt- um sfnum og skipuleggja lffið upp á nýtt með því að halda f höndina á hinum aðilanum, þá er það ástin, sem heldur öllu saman,“ segir Jaqueline. Þegar styrjöldin f Miðaustur- löndum hófst f október 1973 R* Daniei Barenboim til Israels til að halda tónleika fyrir her- mennina þar. Fjórum dögum eftir að hann kom þangað sagði Jaqueline honum, að hún væri á leiðinni 1 sjúkrahúsið til rann- sóknar. Hann hafði tafarlaust samband við lækni hennar og vildi fá að vita hvað væri eigin- leg að. Læknirinn vildi sem minnst segja um það, en Daniel gekk á hann og vildi fá að vita hvað væri það versta sem búast mætti við. Læknirinn sagði þá, að verið gæti, að Jaqueline væri með multiple sclerosis. „Ég hafði varla heyrt minnzt á þennan sjúkdóm. Þetta var meðan strfðið stóð sem hæst og um reglulegar áætlunarferðir flugvéla var ekki að ræða. Sama dag aflaði ég mér eins mikilla upplýsinga um þennan sjúkdóm hjá taugasérfræðing- um og hægt var, og síðan tókst mér að fá far með flugvél, sem flutti útlendinga úr landi vegna ástandsins. „Þegar hann kom til Lundúna höfðu læknar Jaqueline komizt að raun um hvað að henni var.“ „Þótt undarlegt megi virðast þá var það nokkurs konar léttir að fá að vita hvað var að Jackie. Þá vissum við þó hvað við var að etja. Ég hafði haft mestar áhyggjur af því að þetta væri einhver sálrænn sjúkdómur. Menn þurfa að geta beitt sálar- kröftum sfnum til að sigrast á sjúkdómum, sem eru lfkamlegs eðlis, líkamleg heilsa getur ekki aðstoðað þá við að sigrast á sálrænum sjúkdómum." Hætt við að draga sig í hlé Og hann heldur áfram: „Það var erfiðast að sætta sig við, að geta ekkert að gert. Ég hef ver- Jacqueline og Daniel áður en barðttan við „multiple sclerosis" hófst. ið frekar jákvæð sál alla mína ævi, en þarna stóð ég allt f einu andspænis nokkru, sem ég gat alls engin áhrif haft á. Ég ákvað strax í upphafi að taka ekki að mér verkefni, sem hefðu það f för með sér, að ég yrði lengi f burtu frá henni í einu. Fyrsta árið aflýsti ég öll- um samningum mfnum f Amerfku. Ég átti að stjórna Sinfónfuhljómsveitinni í Chicago og Fílharmóníuhljóm- sveitinni í New York, sem báðar eru stórkostlegar. En það Hvað er „multiple sclerosis"? „MULTIPLE sclerosis" er sjúk dómur. sem herjar á miðtauga kerfið. Sjúkdómurinn er hverki arfgengur né smitandi. Nafniö er þannig til komið a8 sjúk- dómurinn skilur eftir sig fjöt- mörg ör á himnu, sem hllfir sjálfum taugunum. þannig aS taugatrefjarnar skemmast. Þetta getur haft I för með sér lomun. sem stigmagnast. Sjúkdómurinn leggst mjög misjafnlega á fólk. Suma lamar hann og leggur aS velli á tiltölulega skömmum tlma. en aSrir ganga meS sjúkdóminn I marga áratugi, án þess aS hann hafi veruleg áhrif á hreyfingar og þrek. Fyrstu ein- kenni geta veriS þau. aS einn eSa fleiri útlimir lamast, sjúklingurinn sér tvöfalt eBa I þoku, jafnvaegisskyn minnkar eSa hverfur. þvaglát eru óeSli lega tlS. sjúklingurinn finnur að staSaldri til kulda og/eSa dofa I fótum og fótleggjum. Læknar og vlsindamenn hafa háS baráttu viS þennan sjúk dóm I meira en eina öld Lengst af náðist lltill sem eng- inn árangur, en á undanförnum árum hefur tilefni gefizt til ör- lltillar bjartsýni, þótt ekki hafi veriS komiit fyrir um upptok sjúkdómsins eSa einstakar aS ferSir hafi reynzt öSrum árangursrlkari til aS lækna sjúkdóminn eSa koma I veg fyrir hann. eru þó nokkrar frábærar hljóm sveitir í til I heiminum, en aftui á móti er ekki til nema ein Jackie." Daniel Barenboim finnst hann ekki hafa fórnað sjálfum sér. „Það er ekki aðeins skylda mín að hugsa um hana, heldur er þetta nokkuð, sem ég vil endilega gera. Ég velti því alvarlega fyrir mér að draga mig í hlé, en komst að þeirri niðurstöðu, að tónlistin væri svo rikur þáttur í lífi mlnu, að ef ég þyrfti að vera án þess að starfa á þessu sviði, þá væri ég ekkert lengur. Og þá hefði ég heldur ekki verið fær um að hjálpa henni. Niðurstaðan hefði orðið sú, að tvær manneskjur hafðu orðið óvirk- ar í stað einnar." „Jacie er að þvi leyti óvenju- lega gerð, að hún gerir sér grein fyrir þvl, að hún þarfnast stuðnings I rlkum mæli, en er samt sem áður gersneydd sjálfsvorkunn. Hún hefur aldrei kvartað og hún býst aldrei við þvl, að henni sé sýnd samúð. Hún hefur alltaf látið mig finna að ég get-og á að halda áfram að sinna tónlist- inni á þann hátt, sem mér finnst sjálfum skipta máli.“ „Framtlðin? Að halda þvl fram, að þetta sé ólæknandi sjúkdómur og ekkert sé hægt að gera nema sitja og blða þess sem koma skal er auðvitað ömurlegt og niðurdrepandi. En að það sé aðeins tlmaspursmál hvenær vísindamenn hafi sigrast á sjúkdómnum, að bati sé framundan og að hún eigi eftir að spila á ný, — slíkt tal er ekkl síður niðurdrepandi, af þvl að það er óraunsætt. Það þýðir ekkert að velta þvl fyrir sér hvort þetta sé réttlátt eða ekki. Þetta er raunveruleiki, og þvl fyrr sem hægt er að gera sér grein fyrir þvl, þeim mun meiri möguleikar eru á þvl að hægt sé að sigrast á erfiðleikunum," segir Daniel Barenboim að lok- um. (Þýtt úr The Sunday Times Magazine). Nýtt íra Andvöku Hjónatrygging Odýr, sameiginleg líftrygging fyrir hjón LEITIÐ NANARI UPPLÝSINGA UFTKYGGIIMIVIKIAUI) ANDVAKA Gagnkvæmt vátryggingafélag Liftryggingar. sjúkra - og slysatryggingar Ármúla 3 Reykjavik Simi 38500 Þaðpassarfiá LeeCooper ÞÉR TRYGGIÐ RÉTT LJÓSMAGN OG GÓÐA LÝSINGU MEÐ ÞVÍ AÐ VELJA RÉTTA PERU Engin ein pera getur fullnægt öllum kröfum yöar. Þess vegna býöur OSRAM yður fjölbreytt úrval af hvers konar perum, til þess aö þér getið valiö rétta peru og þaö Ijósmagn sem þér þarfnist. Peru-úrval OSRAM gerir yöur kleift að velja rétta lýsingu. OSRAM vegna gæðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.