Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 38
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 Símamynd AP NÓBELSVERÐLAUNUM FAGNAÐ — Dr William N Lipscomb skálar við stúdenta sína í tilraunastofu Harvard- háskóla, eftir að tilkynnt var að hann hefði fengið Nóbels- verðlaunin í efnafræði. Á hinni myndinni talar Burton Richter, sem kennir við Stanfordháskóla, við fréttamenn, en hann deilir Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði með Samuel C.C. Ting, sem kennirvið MIT. Þrír Bandaríkja- menn hljóta Nóbelsverðlaun í eðlis- og efnafræði Stokkhólmi — 18. október — Beuter TVEIR Bandarfkjamenn hlutu í dag Nóbelsverð- laun f efnafræði, og landi þeirra hlaut eðlisfræði- verðlaun Nóbels. Þar með hafa sex Bandarfkjamenn hlotið Nóbelsverðlaun f ár, en sjöundu verðlaunaveit- ingunni, sem jafnframt er hin sfðasta, er ólokið. Verðlaunahafarnir í efnafræði eru Burton Richter, 45 ára, og Samuel Ting, sem er fertugur að aldri. Þeir hlutu verðlaunin fyrir uppgötvun sína á efni, sem vekur nýjar spurn- ingar um orku þá, sem tengir atóm. Þeir Ting og Richter hafa ekki starfað saman, og vissi hvorugur um rannsóknir hins. Verðlaunahafinn í eðl- isfræði, William Lipscomb, hlaut verð- launin fyrir uppgötvanir sínar í sambandi við við- loðun vetnisatóms og frumefnisins boron. KGB hótar starfemanni Amn esty International lífláti Valur vann FH VALSMENN sigruðu FH-inga í mjög góðum leik í 1. deildinni í handknattleik í Iþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Urslitin urðu 20:15, í leikhléi leiddi Valur 10:6. Hetja Valsliðsins í þessum leik var Ojafur Benediktsson markvörður, en af FH-ingum bar mest á Geir Hallsteinssyni Þá kepptu einnig Haukar og Grótta í gærkvöldi og sigruóu Haukar í þeim leik 23:19 — Efnahags- bandalagið Framhald af bls. 1 inga við önnur ríki. I fyrsta lagi er um að ræða lönd, sem banda- lagið vonist til að fá fiskveiðirétt- indi hjá án þess að um nokkurn gagnkvæman áhuga sé að ræða hjá ríkinu. 1 þessum tilfellum er aðallega um að ræða umframafla og verða samningaumleitanir að miðast við að fá hlut bandalagsins í aflanum aukinn í öðru lagi er um að ræða lönd, þar sem unnt er að tala um gagn- kvæm hagsmunamál og viðkom- andi land hefur áhuga á að veiða innan fiskveiðilögsögu bandalags- ins, sem tillögurnar gera ráð fyrir að færð verði út i 200 milur hann 1. janúar 1977. Gagnkvæm fisk- veiðiréttindi ættu þó ekki — segir í tiilögunum — að skerða réttindi bandalagsins til ákveðins hluta í umframafla, sem ekki er nýttur á fiskimiðunum. Jafnframt fellst bandalagið ekki á að þurfa að draga flota sinn stig af stigi til baka vegna þessa umframafla. I þriðja lagi eru lönd, sem bandalagið hefur engan sérstakan áhuga á hvað viðkemur fiskveið- um, en landið hefur hins vegar áhuga á að veiða innan sameigin- legrar fiskveiðilögsögu banda- lagsrikjanna. I slikum tilfellum verða samkomulagsumleitanir að beinast að því að viðkomandi riki dragi flota sinn stig af stigi út fyrir fiskveiðitakmörkin. Síðan er I tillögunum fjailað sérstaklega um hvert land utan bandalagsins fyrir sig, sem til greina kemur að semja við . Þar eru Banda kin fyrst nefnd, en þau falla undir flokkinn, þar sem viðsemjandinn hefur engan áhuga á veiðum í lögsögu banda- lagsins. Bandarikin hafa þegar sent bandalaginu drög að samn- ingi. I tillögum bandalagsins er viðurkennt að á frinu 1977 þurfi það ef til vill að draga verulega úr veiðum sínum innan 200 míln- anna við Bandarfkin vegna alvar- legs ástands fiskstofna. Þá segar I lok kaflans um Bandaríkin, að fái bandalagið ekki sanngjarna með- ferð frá hendi Bandaríkjanna, verði það að grípa til ráðstafana eins og þeim, sem gert er ráð fyrir I bandarískri löggjöf. Kanada svipar mjög i afstöðu til bandalagsins til Bandaríkjanna en i kaflanum um A-Evrópulönd segir, að þar hallist mjög á þau. Einu hagsmunir bandalagsins eru þorskveiðar undan ströndum Sovétrikjanna, í Eystrasalti og Barentshafi. Um þessi réttindi vill bandalagið fá samning, en þar sem ekki er unnt að finna gagn- kvæm hagsmunamál við aðrar veiðar Sovétríkjanna, Póllands, og A-Þýzkalands er lagt til að þessar þjóðir eigi að draga flota sinn smám saman út úr fiskveiði- lögsögu bandalagsins. Bandalagið iítur svo á, að of snemmt sé að hefja viðræður við Færeyinga á meðan ekki sé ljóst hvað landsstjórnin í Færeyjum hyggst gera i sambandi við afstöðu sína til Efnahagsbanda- lagsins. Þó komi til mála að semja um gagnkvæm fiskveiðiréttindi fyrir árið 1977. Bandalagið vill gera fimm ára samning við Norðmenn, sem verði endurskoðaður að þeim tima liðn- um. Jafnframt vill bandalagið að tölur um árlegan afla hverrar fisktegundar verði endurskoð- aður á hverju ári. 1 kaflanum um Island segir m.a. að efnahagsleg framtið Islands sé mjög háð fiskveiðum. Fiskur sé fjórtán prósent af þjóðarfram- leiðslunni og af verðmætum, sem þjóðin aflar, sé fiskur sjötiu og þrjú prósent. Fimmtíu og fjögur prósent af því sem Efnahags- bandalagslöndin kaupa af Is- lendingum séu fiskur. I ljósi þessa sérstaka sambands milli landanna og á grundvelli við- skiptasamkomulags frá 23. júli 1972 og viðbótar við hann — bók- un 6 — eru það hagsmunir banda- lagsins að auka viðskiptin og selja tslendangum iðnaðarvörur. Hags- munirnir eru þó ekki miklir á þessu sviði þar sem útflutningur bandalagsins til tslands er aðeins á milli 0,1 til 0,2 prósent af öllum útflutningi bandalagsins. Siðan segir, að bandalagið vilji styðja við þróun iðnaðar á tslandi, en fiskveiðihagsmunir íslendinga séu aðeins fimm prósent innan fiskveiðilögsögu bandalagsins. Er þar minnzt á áhuga tslendinga á síldveiðum í Norðursjó og kolmunnaveiðar. Framkvæmdastjórn banda- lagsins vill komast að samkomu- lagi við tslendinga um verndun fiskstofnanna innan bandalags- lögsögunnar, sem liggur að ísienzku fiskveiðilögsögunni og vill náið samband um upplýsingar milli aðilanna um árlegan heildarafla tegundanna, sem byggðar yrðu á vísindalegum stað- reyndum. Þá vill bandalagið fá fimm ára samning um réttindi til veiða á fisktegundum, sem ekki heyra undir þau takmörk, sem áður hefur verið minnzt á. Þá segir, að einnig þurfi að gera samning við Svia, en ástæður þess eru eingöngu þær, að um er að ræða einhver nágrannavandamá^ Svía og Dana. Um Finnland er sagt, að Finnar eigi hagsmuna að gæta innan lögsögu bandalagsins, en það aftur mjög takmarkað hjá þeim. Því muni bandalagið stefna að þvi að finnski fiskveiðiflotinn verði smám saman dreginn til baka út úr fiskveiðilögsögu bandalagsins. En þrátt fyrir þetta allt saman og tal bandalagsins um gagn- kvæma hagsmuni sést að banda- lagið litur á eigin hagsmuni allt öðrum augum en hagsmuni annarra. Þannig eiga t.d. Austur- Evrópulöndin að draga sig til baka, þar sem ekki er um gagn- kvæma hagsmuni að ræða, en þegar dæmið snýr að bandalaginu eins og t.d. við strendur Bandaríkjanna og Kanada, lætur Efnahagsbandalagið meira að segja að þvi liggja að þá þurfi það að ihuga gagnráðstafanir, mæti það ósanngirni að eigin mati. Það segir á einum stað eins og áður er minnzt á, að Islendingar hafi áhuga á síldveiðum í Norður- sjó, en í tillögunum er þess getið, að sennilegast verði að stöðva allar síldveiðar I Norðursjó á árinu 1977. ívar Nörgaard, markaðsmála- ráðherra Dana, sem situr fundinn ásamt K.B. Andersen, utanríkis- ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að Danir litu á Grænland sem algert sértílfelli og þess vegna myndu þeir ekki vilja að fiskveiðilögsaga landsins yrði hluti af fiskveiðiiögsögu banda- lagsins. Sagði Nörgaard, að Danir litu ekki svo á að Skotar og Irar væru slík sértilfelli sem Græn- lendingar. ALEXEI Kosygin, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, sem verið hefur fjarver- andi s.l. þrjá mánuði vegna hjartaáfalls, kom aftur fram á sjónvarsviðið í dag. Birtist hann f sjónvarpi þar sem hann bauð vel- kominn framámann frá Mongólfu á Moskvuflug- velli. Kosygin var að vanda tekinn og fölur, en önnur merki sáust ekki um heilsubrest. Lundúnum 18. okt. — Reuter. SOVÉZKA leynilögreglan, KGB, Tilnefning Nikolai Tikhonovs í embætti varaforsætasráðherra í síðasta mánuði þótti benda til þess að breytingar i forystuliðinu væru í aðsigi, og var jafnvel búizt við þvi, að Kosygin væri horfinn af sjónarsviðinu. I lok október verður næsta fimm ára efnahagsáætlun lögð fyrir Æðsta ráðið, löggjafar sam- kundu Sovétríkjanna, í endan- legri mynd, og þá er að vænta vísbendingar um framtíð Kosygins, en venja er að forsætis- ráðherra landsins mæli fyrir áætl- uninni. hefur hótað starfsmanni Amnesty International 1 Moskvu, Vladimir Albrecht, lifláti. Frá þessu var skýrt 1 bækistöðvum Amnesty International I Lundúnum I dag. Munu starfsmenn KGB hafa veitt Albrecht eftirför skömmu eftir að hann sótti um leyfi til að sækja fund Amnesty i Frakklandi í ágústmánuði s.l. „Þeir gáfu sig á tal við hann og tjáði einn þeirra Albrecht að honum yrði hrint út á teina neðanjarðarbrautarinnar í Moskvu," segir I yfirlýsingu sam- takanna um mál þetta. Þar segir ennfremur, að annar í hópnum hafi hótað með barsmíðum, en hinn þriðji hafi sagzt mundu drepa Albrecht ef „þeir fyrirskip- uðu“. Vladimir Albrecht var synjað um leyfi til að sækja Amnesty- fundinn, sem haldinn var í Stras- burg. Hann er stærðfræðingur, og hefur hann veitt Moskvudeild Amnesty International forstöðu síðan eðlisfræðingurinn Andrei Tverdokhlebov var handtekinn í fyrra. Tverdokhlebov var dæmd- ur I fimm ára útlegð fvrir „and- sovézkan áróður“. Gód kjörsókn í Finnlandi Helsingfors — 18. október — NTB YFIR helmingur kosningabærra Finna greiddi atkvæði fyrri dag sveitarstjórnarkosninganna, og virðist heildarkjörsóknin ætla að verða meiri en i síðustu sveitar- stjórnarkosningum í landinu. Þá kusu um 75%, en I þing- kosningunum í fyrra kusu um 80%. 3.4 milljónir manna hafa kosningarétt. Kosnir verða um 12.500 fulltrúar úr hópi 75 þQsund frambjóðenda. Kosygin kom- inn á stjá Moskvu — 18. október — Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.