Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976
31
Úr dreifibréfí Félags ísL fískmjölsframleióenda:
Meðalfita loðnunnar
var 16-17% í ágúst
t nýútkomnu dreifibréfi Félags fsl. fiskmjölsfram-
leiðenda birtist eftirfarandi frásögn frá Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins:
Fita í 104 loðnusýnum, sem
Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins fékk til rannsóknar í
ágústmánuði reyndist að meðal-
tali 16—17%. Hæst mældist
fitan 20.8%, en minnst 12.5%.
Það er þvl ekki alls kostar rétt,
sem bæði skipstjórnarmenn og
sjómenn hafa haldið fram, að
fitan I loðnunni I ágúst hafi
almennt verið yfir 20%.
Á tímabilinu frá 20. ágúst til
mánaðamóta fékk stofnunin 44
sýni. Sjö þeirra mældust minna
en 14%, önnur sjö mældust á
bilinu 14—16%. Fimmtán sýni
höfðu 16—18% fitu og fimmtán
sýni 18—20% fitu.
Á tímabilinu frá 2. til 18.
ágúst höfðu aðeins 4 sýni meiri
fitu en 19%.
í september bárust alls 53
sýni. Eitt þeirra mældist innan
við 11% feitt, 12 sýni voru
11—12% að fituinnihaldi, 12 á
bilinu 12—13%, 13 á bilinu
13—14%, 8 á bilinu 14—15%, 4
á bilinu 15—16% og aðeins 2
reyndust yfir 16% feit.
I fréttaauka i rfkisútvarpinu
þann 1. okt, ræddi Helgi H.
Jónsson, fréttamaður, við Björn
Dagbjartsson, forstjóra
Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins. Leyfi hefur fengist
til að birta viðtalið og fer það
hér á eftir. Sv.Ben
Loðnuveiðum fyrir norður-
landi fer nú sennilega að verða
lokið I sumar. Aðeins eru eftir
3—4 bátar á þessum veiðum.
Fréttamaður útvarpsins spurði
dr. Björn Dagbjartsson,
hvernig þessar veiðar og
vinnsla hefðu komið út að mati
Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins.
„Ég er nú kannske ekki rétti
maðurinn til að tala um
veiðarnar, en ég held að þær
hljóti að teljast hafa gengið
nokkuð vel a.m.k. stundum, t.d.
tilkynntu þessir rúmlega 20
bátar 2-svar sinnum um 5000
tonna afla á sólarhring.
Vinnslan gekk alls staðar
hálfilla fyrst í stað, enda voru
menn óvanir þessu hráefni og
loðnan var full af átu og mjög
viðkvæm á stundum, og allt að
því leystist upp fyrir augunum
á mönnum. Verksmiðjurnar
komust svo upp á lag með að
vinna þetta og sjómenn voru
samvinnuþýðir, þ.e. hreinsuðu
sjóinn vel úr í bátunum, notuðu
formalfn til rotvarnar og voru
ekki of lengi úti með slatta, þó
að þeir fengju ekki alltaf f fullt
skip. Þetta gekk sem sagt ágæt-
lega undir það sfðasta, það ég
best veit.
Ur þessum 75 þuáund tonn-
um ættu að hafa komið um 10
þúsund tonn af mjöli og upp
undir annað eins af lýsi svo að
útflutningsverðmætið er örugg-
lega vef á annan milljarð
króna.“
Sp.: „Hvað halda menn um
framhald þessara veiða næsta
sumar?“
„Ég er alveg viss um að, ef
veður og haffs leyfa, þá verða
miklu fleiri bátar á þessum
veiðum næsta sumar."
Sp.: „Er ekki farið að hugsa
um loðnuvertfðina f vetur?“
„Fiskifræðingar hafa spáð
góðri loðnugöngu á komandi
vetri og ég er viss um að margir
hafa hug á veiðunum. Ég óttast
að afkastagetan í landi tak-
marki veiðarnar, þ.e. verk-
smiðjurnar hafi hvergi nærri
undan að bræða, ekki síst ef
Norglobal verður ekki fáanleg-
ur eins og gefið hefur verið í
skyn. Það verða sjálfsagt langar
siglingar og löndunarbið oft á
tfðum. Mér finnst rétt að gera
sér grein fyrir því núna, að
þessi staða geti komið upp, það
er of seint að hugsa til úrbóta
þegar komið er fram á vertíð.
Svo verður að taka það með I
reikninginn, að loðnan
skemmist um borð í bátum, sem
bíða og þetta getur haft áhrif á
hversu mikið verður hægt að
frysta af loðnu og loðnuhrogn-
um en þau eru ónýt ef þau
geymast nokkuð að ráði í
bátunum."
Sp.: „Já, loðnuhrognin þau
eru mikil verðmæti, er það
ekki? Er ekki hægt að nýta þau
betur er gert er?
„Jú, við höfum orðið varir við
mikinn áhuga fyrir söfnun
loðnuhrogna. t fyrra voru fryst
7—800 tonn, þá var vfst hægt að
selja 2—3000 tonn fyrir mjög
gott verð, og talið er líklegt að
hægt verði að selja a.m.k.
svipað magn i vetur. Við höfum
auðvitað ekki möguleika nú til
að vinna eða selja nema hluta
af þeim 20—30 þúsund tonnum,
sem fræðilega mætti safna.
Kannske má salta þau lfka eins
og þorskhrogn. Nokkkrir skip-
stjórar og útgerðarmenn eru að
láta útbúa báta sfna til þessa og
löndunarhafnir sem ekki gátu
safnað hrognum í fyrra eru nú
að koma sér upp aðstöðu. Það
hefur töluvert verið rætt um
það í blöðum undanfarið hvort
það væri skaðlegt fyrir loðnu-
klakið að hirða hrogn, sem
kreistast úr við dælingu úr nót-
inni. Ég held nú að það sé
fráleitt. í fyrsta lagi veiðum við
ekki nema á að giska 10% af
hrygningarstofninum og alls
ekki nema þriðjung til helming
af því þegar loðnað er i
hrygningarástandi, þ.e. með
lausum hrognum. t öðru lagi
kreistist tiltölulega lítill hluti
af hrognum úr við dælingu úr
nótinni. Okkur sýndist það
kannske geta orðið um lÁ% af
afla, en um hrygningartfmann
eru hrognin alls 10—12% af
afla. t þriðja lagi geta hrognin
Framhald á bls. 37
EQutu Flórida-
ferd í verd-
laun frá Sól hf.
FYRIRTÆKIÐ Sól h/f ákvað að
bjóða þeim kaupmanni, sem yki
hlutfallslega mest sölu af
Tropicana appelsínusafa í verzlun
sinni á þessu ári, til vikudvalar
fyrir tvo á Flórída. Verzlun
Sláturfélags Suðurlands á
Akranesi reyndist hlutskörpust,
en verzlunarstjóri er Eðvarð Frið-
jónsson, sem sést hér á myndinni
ásamt konu sinni, Laufeyju
Runólfsdóttur, þar sem þau eru
að leggja af stað til Flórida. Það
er Árni Ferdínandsson hjá Sól
h/f, sem óskar þeim hjónum
góðrar ferðar.
landbúnaðarafurðir
SNJÓHJÓLBARÐAR
aniands, og verðábyrgð ríkissjóðs
hefur jafnað það sem á hefur
vantað á verðin. Ull og gærur sem
fóru til útflutnings þessi ár skil-
uðu að fullu framleiðslu- og sölu-
kostnaði. Fyrir hvern dilk sem fór
til útflutnings fengust að jafnaði
74% framleiðslu- og sölukostnað-
ar hér innanlands, en 26%
greiddust vegna verðábyrgðar
ríkissjóðs af útflutningsbótafé.
Verðábyrgð ríkissjóðs vegna
þessa útflutnings hefði orðið
verulega lægri þessi ár, ef ekki
þyrfti að greiða nema að takmörk-
uðu leyti tolla og söluskatt af
rekstrar- og fjárfestingarvörum f
landbúnaði, svo sem réttilega er
gert ráð fyrir hjá útflutningsat-
vinnugreinum.
Undanfarin ár hefur útflutn-
ingur á kindakjöti aðallega verið
til Norðurlandanna og mestur til
Noregs. Nú er áætlað að 3500 tonn
seljist Norðmönnum. Stjórnvöld
þessara landa hafa á síðustu árum
háð baráttu gegn hækkunum á
framfærslukostnaði innanlands
og m.a. beitt niðurgreiðslum á
nauðsynjum, einkum mjólk og
kjöti. Þetta hefur gert viðskipta-
kjör fslensks landbúnaðar f þess-
um löndum lakari en ella. T.d.
voru niðurgreiðslur á kindakjöti í
Noregi á s.l. ári hækkaðar um
n.kr. 3.80 (ísl. kr. 135), sem leiddi
til hliðstæðrar lækkunar á út-
flutningsverði okkar. I Svfþjóð
eru niðurgreiðslur á vöruverði
um 3.200 millj. s.rk. (ísl. kr. 142
milljarðar). Væntanlega er hér
um tímabundið ástand að ræða og
bætt viðskiptakjör fyrir landbún-
að okkar framundan í þessum
löndum.
Svo sem fram hefur komið verð-
ur útflutningur á mjólkurafurð-
um á næsta ári hverfandi, en út-
flutningur kindakjöts verulegur.
Utflutningsverðmæti ullar og
skinna hafa vexið óðfluga á sfð-
ustu árum, en ullar- og skinnaiðn-
aður er vaxtarbroddur íslensks
útflutningsiðnaðar. Að meðtöld-
um ullar- og skinnavörum nemur
útflutningur landbúnaðarafurða
um 8% af öllum útflutningi. Ull-
ar- og skinnaiðnaður úr íslensku
hráefni getur þvf aðeins haldið
áfram að vaxa og skila þjóðinni
gjaldeyri, að honum sé séð fyrir
nægu og góðu hráefni. Það fer
ekki saman að auka þau hráefni
og minnka framleiðslu á kinda-
kjöti frá þvf sem nú er. Þó út-
flutningsbætur þyki orðið háar að
krónutölu, eru þær helmingi
lægra hlutfall af ríkisútgjöldum
en var fyrir áratug. Þær stuðla að
framleiðslu hráefnis til útflutn-
ingsiðnaðar okkar sem margfald-
ast f meðförum og skila þjóðinni
gjaldeyri sem hún getur ekki ver-
ið án.
Þá ber að undirstrika það, auk
þess sem að framan er getið, að
gjaldeyririnn, sem aflast við út-
flutning landbúnaðarafurðanna,
skilar rfkissjóði umtalsverðum
tekjum vegna aukinna viðskipta,
sém hugsanlega jafnar ríkissjóði
greiðslur útflutningsbótanna.
Þetta þyrfti sérstakrar könnunar
við. Þá má heldur ekki gleymast
að hinn sveltandi heimur þarf á
aukinni matvælaframleiðslu að
halda og það í ríkum mæli, og
íslendingar eiga, ekki sfður en
aðrar þjóðir, að leggja sinn skerf
þar til málanna. Auk þess þarf
okkar þjóð aukna fcamleiðslu til
að leysa sín efnahá'gsmál, en hef-
ur engin ráð á því að draga úr
framleiðslu sinni.
fyrir VÖRUBIFREIÐAR fyrirliggjandi
HJÓLBARÐA-
ÞJÓNUSTAN
Laugavegi 172 — símar 28080 — 21240.
HEKLA HF.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240