Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 41
JíloijjunXiIat»ií> Á LAUGARDAGINN áttu a8 fara fram tveir leikir I reykjavlkurmótinu i körfuknattleik ÍR—KR OG VALUR—FRAM, en aðeins leikur Vals og Fram var leikinn vegna þess að Kristbjörn Albertsson dómari heimilaði ÍR-ingum ekki að leika með Þorstein Hallgrímsson vegna þess að hann hafði verið dæmdur í leikbann. Þessu vildu ÍR-ingar ekki hlita, töldu að tilkynning um leik- bannið hefði borizt of seint, en hún kom ekki fyrr en 2 minútum fyrir auglýstan leiktima. Mikið málaskak varð úr þessu og reyndu menn ýmsar leiðir til að leikurinn yrði leikinn, en bæði ÍR-ingar og Kristbjörn voru óhagganlegir og endaði þetta þvi þannig að Kristbjörn flautaði leikinn af og dæmid KR-ingum sigur 2—0. Ekki voru allir sammála þessum málalokum og munu ÍR-ingar kæra þessi úrslit. I fyrsta lagi telja þeir að tilkynningin um leikbannið hafi borizt of seint og ekki á réttan hátt og einnig töldu þeir að Kristbirni bæri aðeins að dæma leikinn og gætu þá KR-ingar kært ef þeir vildu. Blaðið sneri sér til Kristbjörns og sagði hann um þetta: „Okkur barst bréf aganefndar i hendur um að Þor- steinn Hallgrimsson væri i leikbanni næsta leik i Reykjavikurmótinu. Ef hann spilar þennan leik, getur hann ekki tekið bannið út i öðrum leik þvi að bannið gildir aðeins fyrir þennan tiltekna leik. Ennfremur, ef lið ætlar forystu 39—33 í leikhléi, en Fram- arar börðust af miklli hörku og tókst að jafna i upphafi seinni hálfleiks 50—50, og komust þeir svo yfir 57—56. mest fyrir stórleik Guðmundur Böðvarssonar sem barðist af miklum dugnaði bæði i vörn og sókn og skoraði hann alls 29 stig I leiknum. Fram-liðið vex með hverjum leik og verða þeir ábyggi- lega skeinuhættir stóru liðunum i vetur. Valsmenn eru ekki eins góðir og við mætti búast, Kristján Ágústs- son er ekki eins góður og i fyrra en hann var með Snæfelli. en ekki er öll nótt úti enn og Valsmenn eru til alls visir og gætu gert stóra hluti i vetur. Þórir Magnússon skorar alltaf mikið af stigum og Torfi Magnússon og Rikharður Hrafnkelsson eru góðir, leikmenn og vaxandi leikmenn. Þeir voru lika beztu menn Vals i þessum leik, Þórir Magnússon var með 27 stig Torfi Magnússon með 21 og Rikharður Hrafnkelsson 16. Hjá Fram voru þeir stigahæstir Guðmundur Böðvarson með 29 stig og Þorvaldur Geirsson með 1 6. H.G. EFTIR skemmtilega leikfléttu stekkur Bjarni Guðmundsson inn úr horninu og skorar fyrir úrvalsliðið. Ljósm. Friðþjófur. Msliðið átti létt með Dankersen Leiknr ÍR og KR fór ekki fram vegna deilna að spila með ólöglegan leikmann, læt ég leikinn ekki fara fram til að hunza ekki úrskurð aganefndar og til að sýna samstöðu með dómurum. Ég fer eftir sannfæringu minni í þessu máli vegna þess að engin lög eru til yfir svona mál." Þá er það leikurinn sem fór fram: Valur — Fram 89—82. Framarar eru í stöðugri sókn og áttu Valsarar I miklum vandræðum með þá, voru þó með LÍTIÐ samæft og illa samstillt (slenzkt úrvalslið, landslið, gerði sér lítið fyrir og rassskellti vest- ur-þýzka liðið Dankersen f sfðasta leik Þjóðverjanna f Islandsheims- ókninni, sem fram fór f Laugar- dalshölllinni á laugardaginn. Með sigrinum 20:15, bjargaði úrvals- lið þetta heiðri fslenzks hand- knattleiks, en Dankersen hafði unnið alla leiki sfna hér við fs- lenzk félagslið með nokkrum og upp f miklum mun. Komu þeir sigrar Dankersen nokkuð á óvart, þegar tekið er tillit til þess að lið þetta virðist vera mjög svipað að styrkleika og betri fslenzku 1. deildar liðin. Má vera að ástæðan til sigurs Dankersen yfir félags- liðunum hafi verið sú, að þau Signrganga IS rofin ÞRÓTTARAR rufu sigurgöngu Stúdenta f blakinu á sunnudags- kvöldið er þeir unnu þá 3—1 og urðu þvf Reykjavfkurmeistarar 1976 úrslit einstakra hrina urðu þau að sú fyrsta fór 12—15 fyrir IS en hinar vann Þróttur 15—9, 15—13 og 16—14. Þróttarar voru nokkuð frfskir f þessum leik og hin góða hávörn þeirra setti Stúdenta alveg út af laginu. Beztu menn Þróttar voru þeir Anton Bjarnson, Valdimar Jónasson og Guðmundur Böðvarsson. Þrótt- arar verðskulduðu fyllilega sigur- inn f þessum leik, voru mun frfskari og baráttuglaðari og vönduðu spil sitt mun meira en stúdentar, sem voru mjög daufir f leiknum og gerðu sig seka um óvenju mikið af mistökum. Þetta tap stúdenta eftir tveggja og hálfs árs sigurgöngu leiðir lfkur að jafnara og skemmtilegra fslands- móti en verið hefur undanfarin ár og vonandi verður blakið bæði spennandi og skemmtilegt f vetur. H.G. Reykjavfkurmeistara Þróttar 1976 í blaki. Fremri röð frá vinstri Magnús Óskarsson formaður Þróttar, Guðmundur Stefánsson, Valdemar Jónasson, Gunnar Ariiason, fyrirliði og Leifur Harðarson. Aftari röð frá vinstri: Anton Bjarnason, Jason tvarsson, Sæmundur Sverrisson, Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur Pálsson og Ólafur Jóhannsson. Ljósm. Elfas Nfelsson. lögðu ekki mikla áherzlu á leiki þessa. Öll liðin áttu að leika f 1. deildinni um þessa helgi, og höfðu þau greinilega miklu meiri áhuga á þeim leikjum, en harðri viðureign við þýzka liðið. Hins vegar var leikjunum sem vera áttu á sunnudagskvöldið frestað vegna leiksins á laugardaginn. Sigur íslenzka landsliðsins á laugardag var mun minni en efni stóðu til. Allan leikinn, og þó sér- staklega í seinni hálfleik, var ís- lenzka liðið hinu þýzka miklu betra, bæði f sókn og vörn. Mestur varð munurinn 7 mörk er 3 mfn- útur voru til leiksloka, en Islend- ingarnir flýttu sér um of á loka- mínútunum og í stað þess að auka forystu sína fengu þeir á sig tvö sáraódýr mörk. 1 leiknum á laugardaginn mun- aði mestu um frábæra frammi- stöðu Geirs Hallsteinssonar, sem hefur ekki i langan tfma náð eins góðum leik. Hann var hreint og beint óstöðvandi í leiknum. Þó lögðu leikmenn Dankersen mikla áherzlu á að gæta hans — komu jafnan vel út á móti honum, og reyndu að trufla. En allt kom fyrir ekki. Geir sneri stundum svo á þá að áhorfendur gátu tæpast varist hlátri. Það var aðeins í víta- köstunum sem Geir brást boga- listin I leik þessum, en tvfvegis lét hann þýzka markvörðinn verja frá sér vítaköst. Leikur islenzka liðsins var ann- ars, þegar á heildina er litið, oft ágætur á laugardaginn, og þá sér- staklega varnarleikurinn, en þar voru leikmennirnir á mjög góðri hreyfingu og trufluðu „keyrslur" Þjóðverjanna, svo að þau kerfi sem þeir ætluðu sér að leika eftir, gengu sjaldnast upp. Sóknarleik- urinn var líka oft hinn lfflegasti, en einstakir leikmenn liðsins gerðu sig þó seka um óþarflega mikla græðgi. Sú ógnun sem var í leik Geirs Hallsteinssonar opnaði oft vörn Þjóóverjanna, þannig að linumennirnir voru orðnir frfir, en oft voru útispilararnir of sein- ir að átta sig á möguleikum þeirra. í annan tfma virtist svo hreinlega ákveðið að sóknin ætti að enda með sendingu inn á línu, og þá voru línumennirnir á tfðum ekki í aðstöðu til þess að taka við þeim. Auk Geirs Hallsteinssonar áttu Árni Indriðason, Björgvin Björg- vinsson og Þorbergur Aðalsteins- son góðan leik með úrvalsliðinu, einkum þó Árni sem skilaði varnarhlutverki sfnu næstum óað- finnanlega, og var drjúgur i sóknarleiknum. Gangur leiksins var í stuttu máli sá, að allan fyrri hálfleikinn var leikurinn tiltölulega jafn. Dankersen komst tvö mörk yfir þegar 8 mínútur voru af leik, og staðan var 3:1. tfrvalsliðið jafnaði 3:3, og eftir það var jafnt á öllum tölum upp í 6:6. Þá náði íslenzka liðið þriggja marka forystu 9:6, sem Þjóðverjunum tókst síðan að minnka með vitakasti á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Stóð 9:7 að honum loknum. Dankersen skoraði svo þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins og komst yfir f 10:9. Sfðast var jafn- tefli í leiknum 11:11, en eftir það seig fslenzka liðið jafnt og þétt framúr. Mátti sjá tölur eins og 16:12, 18:13 og 20:13 á markatöfl- unni. Bestir f liði Dankersen f leik þessum voru markvörðurinn Martin Karcher sem varði oft ágætlega, Bernhard Busch og Ölafur H. Jónsson, en nokkra furðu vekur annars hvernig hann er notaður hjá Dankersenliðinu og virðist koma mun minna út úr leik hans en efni standa til. Mörk úrvalsliðsins skoruðu: Geir Hallsteinsson 5, Árni Indriðason 4 (3 v), Björgvin Björgvinsson 3, Þorbergur Aðal- steinsson 3, Ölafur Einarsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Þórarinn Ragnarsson 1. Mörk Dankersen: Dieter Waltke 4, Axel Axelsson 3, Bern- hard Busch 3 (2 v), Ólafur H. Jónsson 1, Gerd Becker 1, Hans Kramer 1, Walter von Oepen 1 (v), Jiirgen Hans Grund 1. Tveimur leikmanna Dankersen var vfsað af veili, þeim Walter van Oepen og Hans Kramer, en engum úrvalsliðsmanni. Dómarar voru Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson og dæmdu þeir vel. —stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.