Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 40
Uppvíst um smygl á tug-
um kílóa af fíkniefnum
FlKNIEFNIN — Sýnishorn af
ffkniefnum, sem gerð hafa
verið upptæk að undanförnu.
A myndinni sjást tæp 10 kg af
hassi, og til viðmiðunar er eld-
spýtustokkur. Söluverðmæti
þessa magns á ólöglegum
markaði hér innanlands er lík-
lega um 15 milljónir króna.
Umfangsmesta fíkniefnamálið, sem komizt
hefur upp um hér á landi — Tæpiega 100
ungmenni flækt í málið nú þegar
FlKNlEFNAMALIÐ, sem
Fíkniefnadómstóllinn og fíkni-
efnadeild lögreglunnar f Reykja-
Engin spor
eftir ís-
lendinginn
í Frankfurt
ÍSLENDINGURINN sem
hvarf sporlaust I Frankfurt I
Vestur-Þýzkalandi fyrir rúmri
viku er enn ófundinn og f gær
hafði utanríkisráðuneytið ekki
fengið neinar upplýsingar um
ferðir mannsins síðustu viku.
Lögreglan I Frankfurt hefur
leitað mannsins, en sendiráðið
i Bonn fylgist með framvindu
mála. Eiginkona mannsins var
með honum á ferð I V-
Þýzkalandi en hún mun vera
væntanleg heim í dag ásamt
fleiri ættingjum mannsins,
sem fóru utan vegna þessa
máls. Morgunblaðið fékk þær
upplýsingar í utanríkisráðu-
neytinu í gær, að engar
upplýsingar hefðu borizt þvi
um það hvort talið væri að um
glæpamál væri að ræða.
vik hafa verið með til rannsóknar
að undanförnu, er hið umfangs-
mesta, sem upp hefur komið hér á
landi. Arnar Guðmundsson,
fulltrúi við Ffkniefnadómstólinn,
staðfesti f samtali við
Morgunblaðið f gær, að þarna
væri um að ræða smygl og
dreifingu á tugum kflóa af
ffkniefnum frá f vor. Söluverð-
mæti ffkniefnanna skiptir tugum
milljóna króna. Sagði Arnar að
ekki væri hægt að skilgreina
magnið nánar, þar sem mörg
atriði málsins væru óljós. Verður
rannsókninni haldið áfram af
fullum krafti og sfðan greint frá
málinu f lokin. Núna sitja 4 ungir
menn í gæzluvarðhaldi vegna
málsins og tæplega 100 ungmenni
hafa tengzt málinu á einn eða
annan hátt.
Rannsókn málsins hefur staðið
yfir síðan í júlí, og hefur Arnar
stjórnað henni frá upphafi og
með honum hafa unnið þrír
starfsmenn fíkniefnadeildar
lögreglunnar. Hafa þeir unnið
þrotlaust að rannsókninni síðan i
júlí með þeim árangri, að upp
hefur komizt um ólöglega
meðferð á tugum kílóa af
fíkniefnum. Málið var smátt í
sniðum fyrst í stað en siðan hefur
það hlaðið utan á sig með hverri
Frainhuld á bls. 42.
Þeir sem halda á hassbirgðunum eru starfsmenn ffkniefnadeildar
lögreglunnar, þeir Gfsli Pálsson (t.v.) og Snorri Sigurjónsson. Mvnd-
irnar voru teknar f gærkvöldi. Ljósm. Mbl. RAX.
Hafa selt síld fyrir
580 milli. króna
tSLENZKU sfldveiðiskipin f
Norðursjó seldu alls 1.028 lestir
af sfld f Danmörku f síðustu viku
fyrir 79.150.776 krónur og var
meðalverð pr. kfló kr. 76.98. Sölu-
ferðir skipanna voru 16 f vikunni.
Hæstu heildarsölu vikunnar
fékk Eldborg GK sem seldi 104.6
lestir fyrir 8.3 milljónir króna og
fékk skipið ennfremur næst
hæsta meðalverð vikunnar, kr.
79.82. Hæsta meðalverðið fékk
hins vegar Ljósfari ÞH, kr. 80.11.
Ljósfari seldi 31.9 lestir fyrir 2.5
millj. króna.
Frá því að síldarsölur byrjuðu í
Danmörku í maí s.l. hafa íslenzku
skipin selt alls 7.941 lestir af síld
fyrir kr. 580.433.730.- og er
meðalverð pr. kiló kr. 73.09. Á
síðastliðnu ári hófu skipin sölur í
apríl og á sama tfma voru þau
búin að selja 14.504 lestir af sfld
fyrir 606.160.004 kr. en þá var
meðalverðið aðeins kr. 41.79.
Eins og sést á ofangreindum
tölum, þá vantar enn mikið á að
síldveiðiskipin hafi fengið jafn-
mikinn heildarafla og í fyrra, en
hins vegar er verðmæti aflans
aðeins 26 milljonum króna lægra
nú.
I gær seldu tvö íslenzk síldveiði-
skip f Danmörku og fengu bæði
yfir 80 kr. meðalverð pr. kíló og
jafnframt hæsta verð sem fengizt
hefur fyrir sild í Danmörku í
haust.
Eldborg GK seldi 56.6 lestir
fyrir kr. 5.0 millj. og var meðal-
verðið kr. 88.22 sem er hæsta verð
sem fengizt hefur fyrir síldar-
kílóið í Danmörku á þessu ári.
Svanur RE seldi 29.7 lestir fyrir
kr. 2.4 millj. kr. og var meðal-
verðið kr. 82.04.
Grimsby:
Héldu duflið vera
klippurnar” illræmdu
ÞAÐ varð uppi fótur og fit á
löndunarbryggjunni f Grimsby
f s.l. viku þegar togarinn Rán
frá Hafnarfirði seldi þar fisk.
Dufl og netadreki, sem var aft-
ur á bátapalli togarans, óx svo f
augum Breta, að þeir fyllyrtu
að hér væri um trollklippurnar
illræmdu að ræða og að Rán
hefði jafnvel notað þessi hryili-
legu verkfæri f sfðasta þroska-
strfði til að klippa á troll
brezku togaranna. Gekk þetta
svo langt, að mynd af dulfinu
og netadrekanum birtist f einu
blaðanna og menn frá sjónvarp-
stöð f Grimsby komu um borð
og ætluðu sér að mynda duflið.
Þá var Ásgeiri Gfsiasyni, skip-
stjóra á Rán, nóg boðið og bauð
hann fréttamönnum að taka
duflið með sér f land. Sendi
hann sfðar duflið f land til
rannsóknar og reyndist það
vera þýzkt mælingadulf.
1 viðtali við Morgunblaðið í
gær sagði Ásgeir, að skipverjar
á Rán hefðu fundið duflið s.l.
vetur í Norðursjónum er þeir
voru að koma úr söluferð frá
Þýzkalandi. Það hefði verið
stórt um sig og skipverjar tekið
það til bragðs að binda það nið-
ur á bátapallinn. Auk þessa
hefðu verið bundnir þar niður
netadrekar, sem komið hefðu
upp með trollinu.
„Þegar við vorum að landa í
Grimsby að kvöldi hins 13.
október skildi ég ekkert í því,
að múgur og margmenni stóð
við skipið og var að skoða
duflið. Myndin kom af duflinu
daginn eftir, þar sem fullyrt
Framhald á bis. 42.
Óveruleg hækkun
marksins gagnvart
ísl.
RAÐSTÖFUN v-þýzkra stjórn-
valda f þá veru að hækka gengi
þýzka marksins hefur fremur
óveruleg áhrif á gengisskráningu
hér á landi, þvf að gagnvart
fslenzku krónunni nemur
hækkunin aðeins um 0,2%.
Gengishækkunin hefur þannig
nokkur áhrif til hækkunar á vör-
um sem Island flytur inn frá V-
Þýzkalandi, en V-Þýzkaland
kemur næst á eftir Sovét-
rfkjunum sem það land sem við
kaupum mest frá og nam
innflutningurinn frá V-
Þýzkalandi fyrstu sjö mánuði
þessa árs 5,4 milljörðum króna.
Sem dæmi um hækkunina má
nefna á v-þýzkir bílar sem hér
kosta milli 1,5—2 milljónir króna
hækka f kringum 7 þúsund
krónur f verði vegna þessarar
hækkunar.
Gengishækkun v-þýzka
marksins hefur einkum haft þau
Framhald á bls.42.
Bragi tekur
ekki starfinu
— NEI, ég er ekki lengur f
rannsóknarlögreglunni, sagði
dr. Braga Jósepsson, er Morg-
unblaðið hafði samband við
hann f gær, en eins og kunnugt
er af fréttum var Bragi skipað-
ur rannsóknarlögreglumaður f
sfðustu viku. — Ég sendi Ólafi
Jóhannessyni dómsmálaráð-
herra skeyti f gærmorgun og
greindi þar frá þvf, að ég tæki
ekki við starfi f rannsóknar-
lögreglunni. Að öðru leyti vil
Framhaid á bls. 42.