Morgunblaðið - 19.10.1976, Síða 28

Morgunblaðið - 19.10.1976, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 Núverandi verðlagskerfi stórskaðar alla aðila 32 Ræða Gunnars Snorrasonar formanns Kaupmannasamtakanna á ráðstefnu samtakanna um mál- efni smásöluverzlunarinnar Ræða flutt á ráðstefnu Kaup- mannasamtaka Islands um mál- efni smásöluverzlunarinnar. Eg vil lýsa ánægju minni yfir því að sjá svo marga þátttak- endur hér á ráðstefnunni, eg ég er ekki í nokkrum vafa um það, að slfk ráðstefna sem þessi er til mikils gagns, þótt ekki væri til annars en að hittast og blanda geði saman og skiptast á skoðunum. Fyrir um það bil ári síðan, eða nánar til tekið, á 25 ára afmæli Kaupmannasamtak- anna gat ég þess, að ákveðið hefði verið að Samtökin gengj- ust fyrir ráðstefnu um málefni smásölunnar á þessu ári. Það er ætlunin að þessi ráðstefna taki til meðferðar málefni verzlun- arinnar og þá sérstaklega mál- efni og vandamál smásöluverzl- unarinnar. Hvað er verslun? En hvað er þá verzlun? I frumbernsku mannkynsins, þegar það var á veiðimanns- eða hjarðmannsstiginu, var um enga eiginlega verzlun að ræða. Kröfurnar voru svo litlar, sem frummaðurinn gerði til lífsins, en eftir þvi sem menningin óx, eftir þvi blómgaðist verzlun og viðskipti. Veldi hinna fornu menning- arþjóða svo sem Rómverja byggðist fyrst og fremst á verzl- un. A bysanska tímabilinu varð Mikligarður aðalverzlunarmið- stöð heimsins og þannig mætti áfram telja allt til okkar daga og nú kemst mannkynið ekki af án mikillar verzlunar og við- skipta. Ur Islandssögunni þekkjum við það mikla hlutverk, sem verzlunin gegnir. Við þekkjum þjóðveldisöldina með verzlun- arfrelsi. Við þekkjum einokun- ina með verzlunarhöftum og svo verzlunarfrelsið að nýju, um miðja sfðustu öld, og það framfaraskeið, sem því fylgdi. Ný viðhorf til verzlunar Eitt af því, sem þjakar ís- lenzka verzlun í dag, eru úrelt og hörmuleg verðlagsákvæði, sem verka öfugt við það, sem þeim var upphaflega ætlað að gera. Það er búið að ala upp heila kynslóð kaupmanna og neytenda undir stimpli verð- lagsstjóra rfkisins. Þessi kyn- slóð ber orðið svo mikla virð- ingu fyrir þessum opinbera stimpli, að verðskyn hennar er vægast sagt mjög lélegt. Verð- lagsyfirvöld ákveða, hvað varan eða hluturinn á að kosta og það sem þau segja er rétt, og þá er hugsun óþörf. Með tilkomu þeirrar rikis- stjórnar, Sem nú situr, verður að ætla, að skapast hafi ný við- horf til verzlunar og viðskipta. I stefnuyfirlýsingu hennar seg- ir: „Undirbúin sé ný löggjög um verðmyndun, viðskipta- hætti og verðgæzlu. Stefnt sé í átt til almenns eftirlits neyt- enda með viðskiptaháttum til að tryggja heilbrigða sam- keppni og eðlilega verðmyndun verzlunar- og iðnfyrirtækja til bættrar þjónustu fyrir neytend- ur. Haft sé samráð við hags- munasamtök þau, sem hlut eiga að máli.“ Þessari stefnumörkun ber að fagna. Nógu lengi höfum við búið við úrelt verðlagskerfi, sem nágrannaþjóðir okkar hafa Iagt til hliðar fyrir löngu síðan Þetta verðlagskerfi stórskaðar alla aðila, ekki sizt neytendur. Eg vona þvi, að Alþingi taki á sig rögg og fylgi fast eftir yfir- lýstri stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli og setji sem fyrst löggjöf um verðmyndun og verðgæzlu, sem samrýmist nú- timanum, en leggi um leið til hliðar úrelt lagaákvæði frá tímabili hafta og skömmtunar, þegar vöruvöntun var í iand- inu. A því myndu allir hagnast, ekki sízt hinn almenni neyt- andi, sem fengi betri og ódýrari vörur, alveg eins og sýnt sig hefur hjá nágrönnum okkar. Um afstöðu Kaupmannasam- takanna til verðlagsákvæðanna er það að segja, að Kaupmanna- samtökin hafa ætið borið fram þá kröfu, að verðlagsákvæði i núverandi mynd verði afnumin og verðlag gefið frjálst innan ramma nýrrar löggjafar um einokun og hringamyndanir. Ráðamenn hafa gefið fyrirheit um slíka löggjöf, sem sniðin sé, eftir þvi sem ástæður þykja til, eftir löggjöf nágranna okkar, en þar voru verðlagsákvæði í þeirri mynd, sem þau eru hér nú, felld niður fyrir áratugum. Nú munu drög að slikri löggjöf tilbúin, sem væntanlega verða send samtökum viðskiptalífsins til umsagnar. Ég tel að leiðrétt- ing á núgildandi verðlags- ákvæðum þurfi nú þegar að koma til, þar til væntanleg lög ná fram að ganga, ef ekki á illa að fara fyrir smásöluverzlun- inni. Afstaða okkar til verðlagseft- irlits er sú, að við teljum, að neytendur sjálfir séu bezta Gunnar Snorrason verðlagseftirlitið, en skrif- finnska umfangsmikillar ríkis- rekinnar verðlagsskrifstofu sé litt til hagsbóta og nái hvergi nærri því takmarki, sem ætlað er. Smásöluverzlunin er innheimtustofnun fyrir rlkið Annað atriði, sem er þungur baggi á íslenzkri verzlun, er hinn hái söluskattur, sem hér er tekinn, og verzlunin er látin innheimta. Hann er I mörgum tilfellum mikið hærri en smá- söluálagningin er á mörgun vörutegundum. Þetta er vitan- lega alveg fráleitt og steypir heilbrigðum verzlunarháttum í voða. Eg vil benda á að á undan- förnum árum hafa Kaupmanna- samtök Islands átt viðræður við fjármálaráðherra um inn- heimtulaun fyrir söluskatt. Fjármálaráðherrar hafa allir sýnt skilning á þessu máli og talið það réttlætismál, að kaup- menn fengju þóknun fyrir inn- heimtu þessa skatts. 1 ráðherratið Magnúsar Jóns- sonar kom greinilega I ljós skoðun hans á þessu máli. Áleit hann, að skilafrestur kaup- manna á söluskatti væru inn- heimtulaunin fyrir söluskatts- innheimtuna. Þá var söluskatts- hlutfallið fyrst í stað 3%, síðan 5'A% og 7'/i% o.s.frv. og skila- frestur ársfjórðungslega og síð- ar 6 sinnum á ári. í ráðherratíð Halldórs Sigurðssonar, sem Fjárfestingarlánasjóðir. 1969 Landbúnaður 31.5 Sjávarútvegur 53.3 Verzlun 1.0 Iðnaður 14.2 fjármálaráðherra, hækkaði söluskattshlutfallið í 17% auk þess sem skilafrestur var stytt- ur allverulega eða frá 6 sinnum á ári í 12 sinnum á ári, en kaupmenn fengu engin laun fyrir innheimtu. Þrátt fyrir það lýsti Halldór sig reiðubúinn til þess að athuga nánar, eins og raunar núverandi fjármálaráð- herra hefur einnig gert, og hef- ur það verið ítrekað, en án árangurs fram að þessu. Nú er söluskatturinn 20% og verzluninni er gert að inn- heimta hann og standa skil á honum mánaðarlega. AUir sjá, hve miklar fjárhæðir hér er um að ræða og hversu ósanngjarnt það er að verzlunin skuli vera þvinguð til að inna þetta starf af hendi fyrir rfkisbáknið, vera bundin sem skattheimtustofn- un og þurfa að fórna f það ómældum tíma og fyrirhöfn. Fjárfestingarlána- sjóður er mikil nauðsyn Verzlunin í landinu er eini atvinnuvegurinn, sem ekki hef- ur aðgang að fjárfestingarlána- sjóðum, nema í mjög litlum mæli. Kaupmannasamtök Is- lands komu því fram með til- lögu um að stofnaður yrði svo- kallaður langlánasjóður. Nefnd sú, sem hefur haft með þessi mál að gera af okkar hálfu, hefur rætt við opinbera ráða- menn um þessi mál, en undir- tektir hafa verið heldur dræm- ar. Ef litið er á skiptingu fjár- festingarlána á milli atvinnu- greina f landinu, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka ts- lands (október 1975) kemur eftirfarandi í ljós. 1970 1971 1972 1973 1974 28.7 25.9 22.5 19.9 20.2 50.8 52.5 54.6 58.8 57.4 1.0 1.0 1.8 1.8 1.8 19.5 20.7 21.2 19.6 20.6 Ljóst er að hlutur verzlunar- innar er lang minnstur og sýnir það bezt, hve þörfin fyrir sterkan fjárfestingarlánasjóð er mikil. Álit manna er það, að það þurfi að lögfesta ákveðið gjald, sem öll verzlunarfyrirtæki f landinu greiddu f sjóðinn, og þar að auki að rfkisvaldið styðji við stofnun þessa sjóðs eins og fjárfestingarlánasjóði annarra atvinnugreina. Það væri rétt- lætismál, að ríkisvaldið léti fé af hendi til væntanlegs lang- lánasjóðs verzlunarinnar, sðm þóknun fyrir innheimtu sölu- skattsins. Aðalfundur Kaup- mannasamtaka tslands 1976 vakti athygli á því misrétti, sem ríkir í lánamálum atvinnu- veganna í landinu. Taldi fundurinn að allar höfuðat- vinnugreinarnar eigi að sitja við sama borð i þessu efni. Fundurinn beindi því þeim tilmælum til stjórnvalda að sett yrði löggjöf, sem tryggði fram- gang hugmynda og tillagna félagasamtaka verzlunarinnar um langlánasjóð verzlunar- innar, enda verði sjóðnum tryggður öruggur tekjustofn til frambúðar. Þetta er eitt af mest aðkallandi hagsmunamálum verzlunarinnar f dag. Ástæða væri til að halda sérstaka ráð- stefnu eingöngu um lánamál verzlunarinnar, og vænti ég þess, að þetta mál verði sérstak- lega tekið til meðferðar á ráð- stefnunni hér á eftir. Aðalfundur Kaupmannasam- taka tslands 1976 beindi einnig þeim tilmælum til fræðsluyfir- valda, að tekin verði upp kennsla f skólum landsins um þýðingu verzlunarinnar sem at- vinnugreinar fyrir landsmenn. I öllum menningarríkjum heims er lögð áherzla á að al- menningur fái þekkingu á þróun efnahagslffsins og skilning á þeim atriðum, sem móta afkomu þjóðarbúsins. tslenzk verzlunarstétt lætur í ljós ósk um að standa jafnfætis öðrum í þessu efni, og krefst viðurkenningar á því hlutverki, sem hún gegnir í þjóðfélaginu f dag. Jafnrétti f skattamálum Smásöluverzlunum f einka- eign hefur fækkað mjög á undanförnum árum úti á lands- byggðinni. Nú er t.d. þannig komið, að aðeins ein verzlun í einkaeign, sem heitið getur verzlun á borð við kaupfélag, er á öllu svæðinu frá Hveragerði og til Hafnar í Hornafirði. Þessi þróun er geigvænleg. kaupfélögin eru sem sagt að yfirtaka meira og meira af verzluninni úti á landsbyggð- inni. Nýlega var haldin Kaup- félagaráðstefna á Bifröst i Borgarfirði. Þar kom fram, að nú þyrfti að fara að styrkja verzlunina úti á landi til dæmis um 2% af söluskattinum. Það sem ég vil segja á þessu stigi um þetta er það, að mér finnst Framhald á bls. 27 Verðlagslöggjöf, er feli í sér frjálsa verðmyndun EFTIRFARANDI ályktanir voru samþykktar á ráð- stefnu Kaupmannasamtaka lslands 9.—10. okt. s.l.: I. Verðlagsmál Núverandi verðlags- ákvæði verði þegar leiðrétt til hagsbóta fyrir þær greinar smásöluverzlunar- innar, sem verst eru settar. Alþingi setji nýja verölags- löggjöf á næsta þingi, sem feli f sér frjálsa verðmynd- un. Ráðstefnan skorar á alla forsvarsmenn frjálsrar verzlunar, sem sitja á AI- þingi, að stuðla eftir mætti að framgangi þessa máls. II. Fjármál Sett verði löggjöf um lang- lánasjóð verzlunarinnar þannig að hún sitji við sama borð og aðrir atvinnuvegir þjóðfélagsins. III. Skattamál. Skattalöggjöfin verði endurskoðuð, með það sem markmið, að skattlagning allra verzlunarfyrirtækja, hvort heldur þau eru rekin I félagsformi eða sem einka- verzlun, verði á sama hátt. Svipmynd frá ráðstefnunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.