Morgunblaðið - 19.10.1976, Side 26

Morgunblaðið - 19.10.1976, Side 26
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 Höf n við Skaftárósvita Héraðið milli Mýrdalssands og Skeiðarársands hefur þá sérstöðu að þaðan er lengst að sækja til hafna hér á landi. Nábýlið við eldfjöll og eyðimerkur hefur einnig veitt þvl sérstöðu og höggvið stór skörð I byggðir þess. Fortíð þessarar byggðar er ótrú- lega ókunn. Gæti sú verið ástæða til að hér er rigningasöm veðrátta og ritaðar heimildir hafa geymzt illa. Það rofar fyrst til er eldklerkurinn Jón Steingrlmsson kemur hér og ritar ævisögu sfna. Sr. Jón var kunn- ugur vlða hér á landi og það er sýnilegt að hann kemur hér f meiri velsæld en hann hefur áður þekkt. Til dæmis eru hér sekir þjófar frómir kallaðir. Þótt slfk árátta hafi aldrei þótt prýði á neinum hef ur alltaf verið tekið þar harðara á eftir þvf sem fátækt var meiri. Og svo var það syndin, alltaf verður hún nú tilkomu- minni ef engin eru efnin. Hvað var það sem gerði héraðið „á milli sanda" að slfku gósenlandi? Þvf er fljótsvarað. Úrvals beitiland. Gömlu hraunin hafa verið vaxin birkiskógum á stórum svæðum. Má sjá leifar af þeim bæði f Botnum og á Leiðvelli. Svo var það sjórinn. Fisk- inn hefur rekið f stórum stfl á fjör- urnar. Það mikið að ekki hefur þótt þörf á að róa til fiskjar. Kemur þetta óbeint fram f ævisögu sr. Jóns. Hann getur þess sérstaklega hvernig mat- ar var aflað f Móðuharðindunum. Þar á meðal að fiskur var sóttur á fjörur, bátur fenginn til selveiða, en hann getur þess ekki að róið hafi verið til fiskjar og má telja fullvfst að svo hafi ekki verið. Sr. Jón Steingrfmsson er hér á tfmamótum. Eitt mesta eldgos ver- aldarsögunnar hefst og það verður ægilegt áfall fyrir þjóðina og alveg sérstaklega fyrir héraðið „milli sanda". Hraunið leggst yfir mjög mikinn hluta af beztu löndum hér- aðsins og sandrdar aukast. Eftir „eld" er söðlað hér um f atvinnuháttum, þá er snúið sér meir að sjónum. Nú er ekki látið nægja að hirða þann fisk, sem rekur á fjörur. Nú er róið til fiskjar fullum fetum. Hér f Meðallandi var róið á þremur stöðum: frá Skaftárósi, Skipabót og frá Kúðaós. Um 1860 gengu fjögur skip frá Skaftárósi, en þaðan var einnig róið úr Landbroti. En ég veit ekki um sókn frá hinum stöðunum. Úr Álftaveri var einnig róið til fiskjar og lengur en úr Meðallandi. Sjósókn hér lagðist að mestu niður, er leið á öldina. Stórkostlegir fiskiflotar út- lendinga sóttu hér að ströndinni. Það var annað stóráfallið, sem hér- aðið varð fyrir og afleiðingin varð fólksflótti, sem f raun hefur haldizt sfðan og gerir enn sérstaklega hvað ungt fólk snertir. Það hefur flest orðið að yfirgefa héraðið. Ekkert byggðarlag stenzt slfkt til lengdar og er óþarft að nefna þar nein dæmi. Samskiptunum við sjóinn var þó ekki lokið, þótt fiskiróðrar legðust niður. Gamli útgerðarstaðurinn við Skaftárós var notaður f áraraðir sem höfn til inn- og útskipunar fyrir hluta héraðsins. Var þarna reist verzlunar- hús og byggður uppskipunarbátur. Þessi starfsemi lagðist niður f byrjun sfðari heimsstyrjaldar, er samgöngur á landi bötnuðu. En saga verstöðvarinnar við Skaftárós var þó ekki öll. Bátamir, sem veiða f Meðallandsbugnum liggja þarna útaf vitanum f vestlæg- um og norðlægum illviðrum. Þeir eru þarna uppi við sand f ágætu skjóli. Er þá þessum þætti f atvinnusögu okkar að fullu lokið, samskiptunum við sjóinn? Ég vil svara þvf og full- yrða að svo mun ekki vera. Á seinni árum hefur mér orðið það Ijóst, að ef rétt er að staðið, eru við Skaftáraós- vita ágæt skilyrði til hafnargerðar og Ifklega hvergi önnur eins á Suður- landi. Ég kom lauslega að þessu máli á sameiginlegum hreppsnefndafundi á Klaustri f fyrra og hafði gaman af undirtektunum, sem voru f daufasta lagi. Mér kom þetta ekki á óvart. í afskekktum sveitum þarf helzt utan- Áðalfundir félaga sjálfstæðis- manna í hverfum Reykjavíkurl HAALEITISHVERFI 2l!ft v! Fundarstaður: Sjálfstæðishúsið, Bolholti 7. Fundartími: Þriðjudaginn 1 9. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ræðumaður: Ragnhildur Helgadóttir, alþ.m. fjallar um stjórnmálin og áhrif Alþingis. AUSTURBÆR- OG NORÐURMYRI Fundarstaður: Sjálfstæðishúsið, Bolholti 7. Fundartími: Miðvikudaginn 20. október kl. 21 .00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ræðumaður: Davíð Oddsson, borgarfulltrúi NES- OG MELAHVERFI Fundarstaður: Átthagasalur, Hótel Sögu. Fundartími: Miðvikudaginn 20. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ræðumaður: Valgarð Briem, varaborgarfulltrúi. HLIÐA- OG HOLTAHVERFI Fundarstaður: Sjálfstæðishúsinu, Bolholti 7. Fundartími: Fimmtudaginn 21. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ræðumaður: Jóhann Hafstein, alþingismaður. ARBÆJAR- OG SELASHVERFI Fundarstaður: Félagsheímili rafveitunnar v/Elliðaár. Fundartimi: Fimmtudaginn 2 1. október kl 20.30. Dagskrá: Venuleg aðalfundarstörf Vilhjálmur Eyjólfsson héraðsmenn, ffna og með dýr próf, til að leiða menn á allan sannleika og hann vill oft verða brenglaður vegna ókunnugleika. Það voru að- eins menn, sem flutzt hafa hingað úr öðrum héruðum, sem vildu að ég skýrði þessa hugmynd betur. Ég sagðist mundu skrifa um þetta, en það hefur dregizt þar til núna. Það sem gerir hafnargerð við Skaftárósvita mögulega mun ég nú draga saman f nokkur atriði: 1) Þessi staður en innst f Meðal- |l landsbugnum og sjólag svipað og inni á flóum. Þarna munu og ekki vera sagnir um slys við sjóróðra. 2) Á vegum Landgræðslu rfkisins hafa sandarnir frá Kúðafljóti að Landsbrotslækjum, verið friðaðir. Þarna ofan við fjörurnar hefur ein göngu verið um sjálfgræðslu að ræða og ótrúlega öra. Við þetta hef- ur sú breyting á orðið að nú er mest möl þarna f fjörunum en var nær eingöngu sandur áður. Er Eldvatnið brauzt til sjávar f fyrra. vestar en það hefur áður farið, komu f Ijós gömlu malarkamparnir frá landnámi og það má frekar heita að þeir séu úr grjóti en möl og Eldvatnið vinnur ekki enn til fulls á þeim. Með þvi að friða landið við sjóinn, jafnvel allt að Hvalsfki, mundu fjör- urnar gróa upp og verða grýttar eins og áður heur verið. Sandfokið á fjör- unum er mestmegnis hringrás. Með sáningu mætti flýta þessari þróun. III) Hávarður Jónsson er lengi bjó f Efri-Fljótum sagði mér að mýrarmór næði að fjörumölunum vestan við Skaftárósvita. Hann veiddi þarna f Eldvatninu fyrir sfðustu aldamót og þar var erfitt vegna móflúða. Þarna ofan við fjöruna var Hlaupataglið, einhverjar mestu slægjur á Suður- landi, og náðu upp að Steinsmýrar- bæjum. Er þvl líklegt að þarna séu þykk mólög. IV.) Eldvatnið var áður sandlaust. Það rann á föstum botni niður fyrir Fljótá. Innan skamms tfma verður það aftur sandlaust ef unnið verður að þvf svo sem verið hefur hingað til. Þá opnast sá möguleiki að taka hluta þess f skurð til sjávar frá Syðri- Fljótum að Skaftárósvita, um það bil 8 kflómetra. Sandlaus á mundi gera þarna hyldjúpan ós er mætti nota sem höfn og hún gæti verið inni I landinu svo sem henta þætti. Þarna er land gróið að miklu leyti til sjávar og auðvitað verður að græða það sem eftir er, áður en nokkuð er gert. En byrja verður á þvf að samræma tvö sjónarmið, fiskirækt f Eldvatninu og hafnargerðina. Hafist það ekki, er þetta óframkvæmanlegt. En ef vits er gætt f upphafi má komast langt f slfkum hlutum. VI.) Mjög stutt er f grjót er nota mætti við framkvæmdirnar. Þá hef ég talið helztu rök fyrir möguleikum á hafnargerð hér. í dag ráðum við yfir þeirri tækni er til hennar þarf. Þrátt fyrir allt voru það Skaftáreldarnir, er sköpuðu hér að- stöðu til hafnargerðar. Þeir samein- uðu gömlu bergvatnsárnar og fluttu þær f mátulega afstöðu við eina staðinn, sem gat komið til greina. Það verður aðeins tfmaspursmál, hvenær þessi aðstaða verður notuð. Það góða við þessi skilyrði er að hægt er að byrja f smáum stfl. En þegar höfnin er komin er héraðinu að miklu leyti bætt áfallið frá Skaftáreldunum. Hnausum f Meðallandi — 20. sept. 1976, Vilhjálmur Eyjólfsson. Útflutningsbætur á Blaðinu hefur borizt eftir- farandi greinargerð land- búnaðarráðherra um greiðslu útflutningsbóta úr ríkissjóði: Greiðslur á útflutningsbótum með því fyrirkomulagi, sem er I dag, hafa verið framkvæmdar síð- an árið 1960. Þá var horfið frá þvi fyrirkomulagi við verðlagningu á landbúnaðarafurðum að hækka verð innanlands til að bæta verð útfluttra búvara ef með þyrfti, en tekið upp núverandi fyrirkomu- lag. Það er þannig að ríkissjóður ábyrgist bænum lágmarksverð fyrir útfluttar búvörur, sem Sex- mannanefnd ákveður að bændur þurfi að fá fyrir afurðir sínar til að þeir hafi sömu tekjur og verka- menn og iðnaðarmenn. Greiðslur ríkissjóðs vegna verðábyrgðar sem hann ber á útfluftum land- búnaðarafurðum má þó ekki nema hærri upphæð en nemur 10% af heildarverðmætum land- búnaðarframleiðslunnar frá bændum. Því hefur löngum verið haldið fram ár hvert, að verðábyrgð ríksisjóðs vegna útfluttra land- búnaðarafurða væri slvaxandi byrði á rfkissjóði. Því er hins- vegar ekki svo farið vegna þeirrar takmörkunar, sem áður er getið. Þetta kemur fram af eftirfarandi tölum, sem sýna hversu stór hundraðshluti verðbæturnar hafa verið sfðan 1960 af gjöldum rfkis- sjóðs. Árið 1960 voru þær 1,8% Arið 1961 voru þær 1,7% Árið 1962 voru þær 2,3% Arið 1963 Arið 1964 Árið 1965 Arið 1966 Arið 1967 Arið 1968 Árið 1969 Arið 1970 Arið 1971 Arið 1972 Arið 1973 Arið 1974 Arið 1975 voru voru voru voru voru voru voru voru voru voru voru voru voru þær 3,5% þær 5,5% þær 5,2% þær 5,6% þær 4,9% þær 3,7% þær 4,0% þær 3,6% þær 3,0% Þær 2,1% þær 1,7% þær 2,3% þær 1,9% 1 frumvarpi til fjárlaga árið 1977, sem nýlega var lagt fram á Alþingi, er áætlað til útflutnings- bóta 1800 millj.kr., sem er 2,2% af gjöldum eða ámóta hlutfall og s.l 4 ár., en mun lægra hlutfall en árin 1963 til 1971. Utflutningur á mjólkurafurð- um sem verðábyrgð rfkissjóðs nær til er skv. áætlun hverfandi á næsta ári. Það er annars vegar vegna óþurrkanna á s.l sumri á Suður- og Vesturlandi og vegna minnkandi áhuga bænda fyrir mjólkurframleiðslu. Hinsvegar er áætlað að útflutningur á kinda- kjöti geti numið allt að 5000 tonn- um á næsta ári eða 36% af kinda- kjötsframleiðslunni. Þessi mikli útflutningur kemur til af góðu árferði í helstu sauðfjárræktar- héruðum landsins og samdrætti i neyslu á kindakjöti innanlands. Árið 1969 voru flutt út tæplega 6000 tonn af kindakjöti eða 47% framleiðslunnar. Arið 1970 féll útflutningurinn í tæp 3000 tonn eða 24% framleiðslunnar. Við útflutning á kindakjöti árin 1969/70 til 1972/73 hafa fengist skv. hagskýrslum 54—67% af framleiðslu- og sölukostnaði inn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.