Morgunblaðið - 19.10.1976, Page 25

Morgunblaðið - 19.10.1976, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 29 Störf og stefna rikisstjórnan Hjöðnun verð- bólgu og við- skiptahalla Landhelgis- og öryggismál — Frá pallborðsumræðum á Varðarfundi Landsmálafélagið Vörður gekkst fyrir fjölmennum og lífleg- um pallborðsfundi sl. miðvikudag um störf og stefnu ríkis- stjórnarinnar. Forsætisráðherra, Geir Hallgrlmsson flutti inn- gangserindi, sem hefur verið efnislega rakið hér f Mbl. Þátt f pallborðsumræðum tóku: Ólafur Björnsson, prófessor, Þráinn Eggertsson, hagfræðingur, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri, Pét- ur Sigurðsson, alþingismaður og Hjörtur Hjartarsson, kaup- maður. Fundarstjóri var Ólafur B. Thors. Hér á eftir verða pallborðsumræðurnar lauslega raktar, efnislega, en ekki gerð tæmandi skil, rúmsins vegna. ERFIÐASTI HJALLINN FRAMUNDAN Ólafur Björnsson prófessor svaraði fyrirspurn stjórnanda pallborðsum- ræðna Ólafs B Thors, þess efnis, hvort stefna stjórnarinnar I efnahagsmálum EFTIR 2ja ÁRA _______STJÓRNARSETU____________ Styrmir Gunnarsson ritstjóri vakti athygli á eftirfarandi staðreyndum i endaðan tveggja ára feril rikisstjórnar- innar: Geir Hallgrfmsson forsætisráflherra flytur inngangserindi sitt. hefði borið árangur. Hann sagði efnis- lega: Á þvi er enginn vafi, og þvi ber að fagna, að orðið hefur breyting til batnaðar á þessum vettvangi, bæði vegna bættra viðskiptakjara og ýmissa skynsamlegra stjórnunarráðstafana. Hins vegar er rik ástæða til að vara við ofmikilli bjartsýni. Við höfum um árabil eytt umfram tekjur, lifað á fyrningum og þó fremur skuldasöfnun Viðskipta- batinn hverfur i fyrri umframeyðslu Ég hygg að erfiðasti kafli leiðarinnar út úr ógöngunum sé framundan Verðbólga er hér margföld á við helztu viðskipta- lönd okkar. Það er ekki sizt undirrót vandans Það skiptir mestu máli að hér skapist sá almannaskilningur á nauð- syn viðnáms gegn verðbólgu, sem er forsenda þess samátaks þjóðfélags- stéttanna og stjónvalda, sem virðist óhjákvæmileg forsenda þess að kom- ast yfir erfiðasta hjallann, sem mér sýnist við fætur okkar. VALD STÉTTARFÉLAGA í LÝDFRJÁLSU RÍKI Þriinn Eggertsson hagfræðingur sagðist sammála prófessor Ólafi um ýmis batamerki, hjöðnun verðbólgu og viðskiptahalla, en nú væri vandinn sá að glutra ekki niður þeim árangri, sem náðst hefði Innflutt og heimatilbúin verðbólga, sem að hluta til hefði stafað af fölskum kaupmætti, einkum i endað- an feril vinstri stjórnar, er þjóðarfram- leiðsla og þjóðartekjur drógust saman i kjölfar óraunhæfra launahækkana. Hann benti hins vegar á að rikisstjórn. hvern veg sem skipuð væri, hefði ekki fulla stjórn þessara mála I hendi sér Við lifum i frjálsu landi, þar sem frjáls, sterk launþegasamtök setja mark sitt á þjóðfélagið Hér þarf til að koma lagni og samátak stjórnar og stéttarsamtaka. ef vel á að vera. og þann veg hefur verið haldið á málum. og væri enn gert, með samstarfsnefnd gegn verð- bólgu. að skapa skilyrði fyrir sllku samátaki 1. Verðbólguskriðið hefði hjaðnað úr 53% vexti í 25 til 30%, eða um helming á þessum tveimur árum. Þetta væri umtalsverður árangur, enda þótt betur mætti gera ef duga ætti, þar sem verðbólga væri hér enn tvöföld, jafnvel þreföld við það sem gerðist I viðskipta- löndum okkar 2. Viðskiptahallinn út á við hefði verið 10 til 12%, er rlkisstjórnin tók við, en væri nú kominn niður i 4 til 5%. Hér væri enn um verulegan árangur að ræða, þó hinu mætti ekki gleyma, að enn brúuðu útflutningstekj- ur ekki bilið yfir i innflutta eyðslu og. fjárfestingu 3. í upphafi ferils rikisstjórnarinnar hafi ýmsir boðað viðtækt atvinnuleysi hér, i kjölfar efnahagskreppunnar, svipað þvi sem hafi orðið í flestum rlkjum V-Evrópu. Hér hafi hins vegar tekist að tryggja atvinnuöryggi um gjörvallt landið Það væri tvimælalaust mesta afrek núverandi rikisstjórnar 5. í upphafi núv rikisstjórnar hafi ríkisfjármál verið i hinum mesta ólestri og rikisbúskapurinn rekinn með veru- legum halla Svo virtist sem hallalaus rikisbúskapur myndi nást á þessu ári, og skv fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi væri stefnt að þvi sama á næsta ári Þetta væri mjög mikilsvert atriði, sem væri einn af höfuðþáttum i viðnámi gegn verðbólgu. Þá hefði einnig tekist að lækka nokkuð hluta rlkisútgjalda i þjóðartekjum, sem hafi vaxið óðfluga á tlmum vinstri stjórnar. ÁTTI AÐ SÝNA MEIRI HÖRKU í VIÐ- NÁMSAOGERÐUM?___________ Pétur Sigurðsson alþingismaður minnti á þann árangur, sem náðst hefði á tveimur undirstöðuatriðum þjóðmála okkar: landhelgismálinu. sem leitt hefði verið til farsælla lykta, og öryggismálum hennör, sem komin hafi verið I tvlsýnu. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins i siðustu kosningum hefði Frá fundinum ekki hvað slzt byggst á stefnumörkun flokksins I þessum málum. Hagstæðari utanrikisviðskipti byggðust m.a á þvi að tryggður hefði verið framgangur fyrri samningsatriða um tollfriðindi á Evrópumarkaði En fyrst og fremst á þeirri markaðsaðstöðu sem tekist hefði að byggja upp i Bandarikjunum Mörgum finnst að hægt hafi miðað I viðnámi gegn verðbólgu, þó einnig þar væri sýnilegum árangri náð Þeim hin- um sömu væri tamt að tala um „harka- legri og árangursrlkari aðgerðir". Hann væri ekki sammála þessum kenning- um. Þeir hinir sömu væru að krefjast aðgerða. sem hefðu leitt til atvinnu- leysis, sem væri versta böl almenn- ings. Hér hefði verið farið I slóð fyrri forystumanna Sjálfst.fl., sem leitað hefðu samstarfs við stéttarfélög. sbr svokallað lúnisamkomulag 1964, þ.e hægfara aðlögun að breyttum aðstæð- um Og fara ekki út fyrir þann ramma, sem rúmaði atvinnuöryggi fólks Þannig hefðu og öfgahópar verið stöðvaðir af Hitt væri efalaust rétt, að hægt væri að tapa þvi sem áunnizt hefði, ef verðbólguhvatar fengju fætur á ný I þjóðfélaginu ÁRANGUR NOKKUR ________— EN ÓNÓGUR_____________ Hjörtur Hjartarson kaupmaður sagði að núverandi rikisstjórn hefði náð sýnilegum árangri á sviði efnaags- mála, en að slnu mati ónógum Núver- andi stjórnarsamstarf hefði verið eini færi möguleikinn, eins og mál stóðu, er stjórnin var mynduð Hinu væri ekki að leyna. að ýmsum hefði þótt það sár kostur. að leiða til áframhaldandi stjórnunar þá, er forystu hefðu haft um útafkeyrslur vinstri stjórnar Hjörtur benti á, að i þeim lóndum. sem byggju við frjálst hagkerfi, væri verðbólgan minnst og verðlag lægst Af þessu ætti að vera hægt að draga nokkurn lær- dóm Hann taldi og að i rikjum frjáls markaðskerfis væri hlutfall rikisút- gjalda mun lægra i þjóðartekjum en hér, jafnvel þó flest þeirra stæðu undir kostnaðarsömum eigm vörnum Hann gagnrýndi verðmyndunarkerfið hér og gerði samanburð á þvl og i rikjum frjáls hagkerfis, þar sem verðlag væri stöðugra og hagkvæmara neytendum. Hann sagði það eftirtektarvert að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ekki farið með stjórn i viðskiptaráðuneyti I tvo áratugi Hjörtur sagði að stefna rikisstjórnar- innar i efnahagsmálum nyti ekki, þrín fyrir nokkurn árangur. nægilega djúp- stæðs trausts almennings Sá væri vin- ur er til vamms segði og þvi teldi hann Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.