Morgunblaðið - 16.12.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 16.12.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 7 Samneyzla/ skattheimta. A8 þvi er vikiS i leiðara Timans i gær, a8 sam- neyzla hér á landi (þ.e. heildarútgjöld ríkis og sveitarfélaga) sé i raun minni en á hinum NorSur- löndunum. Þetta má til sanns vegar færa. En I samanburSi á samneyzlu einstakra landa þarf að taka mið af viSblasandi staðreyndum og mismun- andi aðstæðum, ef hann á að vera raunhæfur. í fyrsta lagi er þess að geta að samneyzla mun hvergi hærra hlutfall af þjóðarf ramleiðslu en á Norðurlöndum. Og þar sem samneyzlan er I raun sama fyrirbrigðið og skattheimtan, er það hlut- fall af tekjum einstaklinga og heimila sem samneysl- an tekur til sin hærra á Norðurlöndum en viðast hvar annars staðar. Þetta hefur sagt til sin i vaxandi óánægju og hefur haft viðræk pólitisk áhrif þar. Flokkaf jöldinn i Dan- mörku (12 þingflokkar) og mikill vöxtur hins nýja Glistrup-flokks þar i landi (en hann hefur nánast það eitt stefnumið að lækka skattheimtuna) eru afleið- ingar almennrar óánægju sem samneyzlu / skamm heitu-vöxtinn. Þá má heldur ekki ganga fram hjá þeirri staðreynd að i samanburBi á rikisútgjöld- um hér og á öðrum NorS- urlöndum. að þau hafa umfangsmikil útgjöld af landvörnum (eigin her) sem ekki er til að dreifa hér á landi. Islenzk sérstaða jslendingar eru aðeins rúmlega 220.000 manns. Engu að siður þurfa þeir að halda uppi sams konar yfirbyggingu i þjóðfélag- inu og samneyslukerfi og milljónaþjóðir. Þegar frá eru teknir þeir, sem vegna æsku. elli. náms eða af öðrum orsökum taka ekki eða litt þátt t þjóðarfram- leiðslunni, er sá hópur ekki stór. á alþjóðlegan mælikvarða, sem í raun stendur undir verðmæta- sköpuninni i þjóðarbúinu og greiðir sina skatta og skyldur til samneyzlunn- ar. Þessi smæð eða þetta fámenni skapar séris- lenzkar aðstæður, sem engin leið er að ganga fram hjá i sanngjörnum samanburði við önnur lönd. Af þessum sökum verða jslendingar að leggja harðar að sér, vinna lengri vinnudag, til að halda uppi sambærileg- um lifskjörum og aðrar þjóðir búa við. Og af þess- um sökum verðum við að hafa meiri gát á um sam- neyzluútgjöld en aðrar þjóðir. Enn bætist við sú sérstaða, sem felst i ein- hæfri þjóðarframleiðslu; þau takmörk sem sveiflur i sjávarafla og útflutnings- verði sjávarafurða setja okkur á hverri tið. Ráðstöfunarfé heimila og einstaklinga. Óhjákvæmilegt er að halda uppi verulegri sam- neyzlu hér á landi, sér- staklega á sviði almanna- tryggirtga, heilsugæzlu, fræðslumála. samgangna og annarra opinberrar þjónustu. Það er til að mynda mælikvarði á menningarstig þjóðar, hvern veg hún býr að öldr- uðum og örkumla sam- borgurum. En aðstæður knýja okkur til að hafa strangt aðahald á sam- neyzluútgjöldum i heild. Ein meginforsenda þess að hægt sé að hamla gegn verðbólguvexti og við- skiptahalla eru aðhaldsað- gerðir i rikisútgjöldum, samneyzluútgjöldum og hallalaus rikisbúskapur. Engir hafa farið ver út úr verðbólguvexti og skulda- vexti þjóðarheildarinnar en þeir. em verst eru sett- ir í þjóðfélaginu. Verð- bólgubálið hefur giöreytt sparifé hinna eidri. sem lagt var fyrir til efri ára, og skuldabyrðin. sem stofnað hefur verið til. tekur til sin æ stærri hlut af þjóðarframleiðslunni. sem aftur takmarkar getu þjóðfélagsins til að mæta þörfum hinna verst settu. Samneyzlan og þar með skattheimtan eru komin að mörkum þess hér á landi, sem efnahagslegar aðstæður frekast leyfa. Það er þvi þörf á ströng- um aðhaldsaðgerðum i ríkiskerfinu; endurskipu- lagningu með sparnað fyr- ir augum. Þörf er á að kanna tekjujöfnun eftir öðrum leiðum en gegnum tryggingakerfið. Þörf er á að kanna til hlitar, hvort ekki er hægt að sinna enn betur þörfum þeirra. sem i raun þurfa á aðstoð að halda, með þvi að tak- marka fyrirgreiðslu til þjóðfélagsþegna. er telj- ast verða sjálfbjarga og e.t.v. vel það. Ráðstöfunartekjur heimila markast ekki af þvi, hverjar brúttótekjur fyrirvinnu eru, heldur þvi, hvað eftir er til ráðstöfun- ar, þegar samneyzlan (riki og sveitarfélög) hafa tekið sitt. Sé gengið um of á þessar ráðstöfunartekjur heimilanna; ráðstöfunar- rétt einstaklinganna á eig- in aflafé, getur skapast það ólguástand á vett- vangi þjóðmála, sem nú setur t.d. svip á dönsk þjóðmál. Það er ástand. sem islenzkt þjóðlif ætti erfitt með að mæta. Þess vegna er timabært að staldra við og setja rikis- útgjöldum i tima „þak", i skynsamlegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu hverju sinni. Vandaóu valió - veldu Philishave Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði Jólaljósin verða afgreidd i Hafnarfjarðarkirkjugarði frá fimmtudeginum 1 6. desember til fimmtudagsins 23. desember frá kl. 10 — 1 9. Lokað á sunnudag. Guðrún Runólfsson > Rowent’A, Vöfflujárn teflonhúð Litur: Orange. ROWENTA- UMBOÐIÐ ✓ V mn -oi Iþróttatöskur— Iþróttatöskur yfir 20 mismunandi gerðir. Merktar töskur m.a. Arsenal. Liverpool, Tottenham. Celtic, Stoke M. City, Derby, Leeds. Q.P.R. o.fl. Verð frá kr. 1415.- KLAPPAHSTIG 44 SIMI 1 1783 LOUHOLUM 2 — 6 SÍMI75020 mqjóilifí/ O/kaiy/onair Skeggrót þín er sérstök, hver húð hefur sín einkenni. Þess vegna hefur nýja Philishave 90- Super 12,dýptarstillingu. Handhsegur rennistillir velur réttu stillinguna^sem best hentar þinni húð og skeggrót. Veldu 1—9 og ein þeirra hentar þér. Þess vegna velur þú líka Philishave. Philishave — nafnið táknar heimsfrægt rakhnlfakerfi. Þrjá hringlaga fljótandi rakhausa. Þrisvar sinnum tólf fljótvirka hnífa.sem tryggja fljótan, þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinnum niutiu raufar, sem gripa bæði löng hár og stutt í sömu stroku. Er ekki kominn timi til, að þú tryggir þér svo frábæra rakvél? Löng og stutt hár í sömu stroku. Nýja Philishave 90-Super 12 kerfið hefur auðvitað hina þrautreyndu hringlaga rakhausa með 270 rakraufum (90 á hverjum haus). Árangurinn lætur ekki á sér standa: Löng og stutt hár hverfa i sömu stroku og rak- hausarnir haldast eins og nýir árum saman. Eitt handtak og bartskerinn af stað. Snyrtir barta og skeggtoppa á auga- bragði. Það kunna snyrtimenni að meta. — Hraður og mjúkur rakstur. Nýja Philishave 90-Super 12 hefur tvöfalt fleiri hnifa en eldri gerðir. Árangurinn er hraður rakstur. Auk þess, hefur þrýsting ur sjálfbrýnandi hnífanna á rakhaus- inn verið aukinn. Árangurinn er mýkri ogbetri rakstur. Reyndu Philishave 90-Super 12, og þú velur Philishave. HP 1121 — Stillanleg rak- dýpt.sem hentar hverri skeggrót. Bartskeri og þægilegur rofi. Auðvitað gormasnúra og vönduð gjafaaskja. PHILIPS Fullkomin þjónusta tryggir Philips kann tökin á tækninni. Nýja Philishacve 90-Super 12 3x12 hnífa kerfið. II!I LAPP0NIA skartgripir frá Finnlandi KJARTAN ASMUNDSSON gullsmiður — Aðalstræti 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.