Morgunblaðið - 16.12.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
11
MINNING OG UPPGJÖR
Kristján Albertsson:
FERÐALOK.
Helgafell 1976.
I FERÐALOKUM nýtur lesanc-
inn leiðsagnar Kristjáns Alberts-
sonar um Evrópu þriðja áratugar-
ins. Bókin er leit að þessum liðnu
tímum, en endar sem uppgjör við
nútímann. Söguhetjan Einar
Brandsson er þá kominn hátt á
áttræðisaldur. Það er aðeins í
niðurlagi bókarinnar, fáeinum
blöðum hennar, sem hinn aldraði
Einar hefur orðið; meirihluti
hennar er helgaður honum í
blóma lifsins.
Engu að síður er lykilinn að
bókinni að finna i niðurlaginu.
Þar er vikið að „óheillaöflum"
sem eru „að verki í okkar sam-
tíð“. Gömul siðmenning hrynur
svo að ný geti orðið til:
„Þau þáttaskil geta orðið löng
og ill. Og eins er hugsanlegt að
engin ný menning verði til. Slíkt
hefur áður gerzt, að menning
hrundi og þær þjóðir sem hana
áttu bið þess aldrei bætur... Nú
fer fram harðvitug barátta gegn
þeirri gömlu trú, að ekki komi
jarðneskt ríkidæmi manninum að
neinu haldi ef hann glati sál sinni
— en án þeirrar trúar er engin
menning. Nú er helzt svo að sjá
sem mannleg sál eigi að teljast
gamaldags fordómur — í öllu falli
þægilegast að vera að sem mestu
leyti án hennar. Nú er okkur sagt
að það sem maðurinn eigi um-
fram allt að vilja sé ótakmarkað
„frelsi", og þá einkum til að
hverfa aftur á leið niður til apans,
og þó helzt niður fyrir allar apa-
tegundir sem vitað er til að lifað
hafi. Hvað getur þér annað fund-
izt þegar þú lest það sem klúrast
er eða kvikindislegt í nýrri bók-
menntum, eða þegar þú sérð að
aðalgata í hjarta stórborgar, sem
áður var með indælustu borgum,
er orðin pornógrafisk sorpgryfja,
eða þegar þú hugleiðir að klám-
filmur eru að verða fastur þáttur
í uppeldi æskunnar, og að engin
tónlist er talin betur tjá okkar
tíma en hin lægsta músík sem
tekizt hefur að framleiða á jörð-
inni“.
Tilvitnunin er orðin löng. en
samt ekki lokið. Ritstjóranum
Einari Brandssyni er mikið í mun
að sannfæra ungan vin sem á að
taka upp merki hans að honum
látnum. Við þekkjum aftur
greinahöfundinn Kristján Al-
bertsson í þessum orðum. Krist-
ján hefur löngum verið ódeigur
við að segja samtiðinni til synd-
anna og látið sig litlu skipta þótt
hann hafi verið kallaður siðapost-
uli. Kristján hefur ekki getað
stöðvað rás tímans, hina aðsóps-
miklu dægurmenningu, en oft
held ég að hann hafi vakið til
umhugsunar. Styrkleiki hans hef-
ur í senn verið rökfimi og heitur
hugur og skoðanir sínar hefur
hann birt í vönduðu og öguðu
ritmáli með andblæ horfinnar tíð-
ar. Margar blaða- og tímarita-
j/reinar Kristjáns Albertssonar
eru unnar af vandvirkni eins og
húmanista af gamla skólanum
sæmir, nægir að benda á greina-
safnið í gróandanum. En á okkar
frjálshyggju og „frelsistímum"
býst ég ekki við að greinar hans
eigi verulegan hljómgrunn, að
minnsta kosti ekki meðal æsku-
fólks. Það er enginn dómur um
Kristján Albertsson. Okkur veitir
áreiðanlega ekki af heilbrigðri
íhaldssemi og það ber að virða við
menn þegar þeir standa vörð um
það sem er þeim heilagt, gefast
ekki upp þrátt fyrir andbyr.
Að hér skuli greinahöfundur-
Kristján Albertsson.
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
inn Kristján Albertsson vera
nefndur stafar af því að Ferðalok
eru að mínu viti umræðuskáld-
saga, efni bókarinnar er sett fram
með þeim hætti að minnir á grein
eða ritgerð. Hinni Ijúfu menn-
ingu liðins tíma er stefnt gegn
óhrjálegum veruleik nútímans.
Hreinleikur sannrar ástar, um-
burðarlyndi og mannlegur skiln-
ingur baðast ljósi endurminninga
sem eru fagrar og fölskvalausar
og verða aðeins bjartari við hlið
skugganna. Ferðalok eru vel að
merkja ekki einlitur lofsöngur
um Evrópu þriðja áratugarins, á
nokkrum stöðum rýnir höfundur-
inn í breyskleik mannlegs eðlis.
Hann horfir ekki á það sem gerst
hefur einungis úr fjarska, af
sjónarhóli hins vitra og lifsreynda
manns, heldur verður þessi tími
víða áþreifanlegur og gæti bent
til þess að bókin hafi verið samin
fyrir löngu; aftur á móti hafi höf-
undinum þótt að nú væri stund
hennar runnin upp, nú ætti hún
brýnt erindi til fólks.
Kristján Albertsson er ekki
dæmigerður skáldsagnahöfund-
ur. Þess vegna glatar saga hans að
nokkru þeirri reisn sem úrvinnsla
snjalls skáldsagnahöfundar vitn-
ar tíðum um. Sum atriði sögunnar
skipta ekki verulegu máli, of mik-
ið er gert úr ýmsum smámunum,
samtöl eru of löng. En ef við lítum
á Ferðalok sem umræðuskáldsögu
þar sem endurminning og afstaða
renna í eitt, lesum hana með það i
huga, verður höfundinum margt
fyrirgefið. Og eitt verður að segja
um Kristján Albertsson: honum
tekst oft að draga upp skemmti-
legar og lifandi myndir úr fram-
andi verúleik, frá þeirri veröld
sem var. Sennilega er bókin sam-
in með erlenda lesendur í huga.
Fróðleikur um Island og íslenska
menningu er fyrirferðarmikill.
Skáldsögur úr erlendu um-
hverfi eru ekki algengar á ís-
lensku. Ferðalok minna mig,
hvernig sem á því getur staðið, á
skáldsögur Þorvarðar Helgason-
ar. Kannski er það bara vegna
þess að Þorvarður lýsir oft Islend-
ingum í útlöndum og útlending-
um í bókum sínum, en það sem
þeir Kristján eiga sameiginlegt er
andrúmsloft trega og vilji til að
komast að niðurstöðu, átta sig á
tilgangi lífsins. Stíll þeirra er líka
með hefðbundnu sniði, andstætt
við erlendar sviðsmyndir Thors
Vilhjálmssonar svo að þriðja
dæmið sé nefnt.
Glæsimennið Einar Brandsson
verður okkur minnisstæður að
loknum lestri Ferðaloka. Það
verða fleiri persónur bókarinnar,
skáld og listamenn, ævintýra-
menn og undursamlegar konur.
Hótellífi þar sem iðjuleysi og
framhjáhöld eru þungamiðjan
kann Kristján Albertsson að lýsa.
Að mati söguhetju hans eru
freistingar einkum til að standast
þær. Hann tekur ekki undir með
Tómasi Guðmundssyni sem spyr í
einu Ijóða sinna: „Og hversvegna
kemur enginn að draga oss á tál-
ar?“ En vel að merkja. Tómas
segir í sama ljóði: „Og ef til vill
verður oss ljóst þegar líður á dag-
inn, / að ljómi vors draums er
fólginn í öðru en að rætast.“ Ein-
ar Brandsson hefur að minnsta
kosti höndlað hina andlegu ást
þegar leiðir hans og höfundarins
skiljast. Það er ef til viU meira
virði en að gefa sig á vald hold-
legrar nautnar? En hvaða öfl eru
svo sterk að þeim auðnist að
sundra ungri konu og ungum
manni sem unnast? Margar
spurningar vakna við lestur
Ferðaloka og það er síst af öllu
veikleiki bókarinnar. Lesendur
verða sjálfir að gera upp við sig
hvort þeir fallist á boðskap Kristj-
áns Albertssonar. Að sigrast á
sjálfum sér, göfgi tilfinninganna,
mætti kalla erindi Ferðaloka.
Söguhetjan, hinn stórhuga
menntamaður, virðist langt í
burtu frá samtima okkar. Að
dómi Kristjáns Albertssonar er
mikil eftirsjá í honum.
Fjölbreytt og þjóðlegt efni, m.a.
þættir um hstamennina Finn
Jónsson og Kjarval, dr. Stefán
Einarsson og Margréti móður
hans, húsfreyju á Höskulds-
stöðum, ábúendatal Dísastaða í
Breiðdal, lýsing Fossárdals, upp-
haf prentlistar og blaðaútgáfu á
Austurlandi.
Grnmar
Benediktsson
RÝNTÍ
FORNAR
RÚNIR
Saga þolgæðis og þrautseigju,
karlmennsku og dirfsku, saga
mannrauna og mikilla hrakninga,
heillandi óður um drýgðar dáðir
íslenzkra sjómanna á opnum
skipum í ofurmannlegri aflraun
við Ægi konung.
Stórskemmtilegir og fróðlegir
þjóðlífsþættir frá liðinni tíð, frá-
sagnir af körlum og konum úr
alþýðustétt, raunsönnum aðals-
mönnum og höfðingjum eins og
þeir gerast beztir.
Hin mikilvirka, nýlátna skáld-
kona lauk rithöfundarferli sínum
með þessari faliegu bók, frá-
sögnum af þeim dýrum sem hún
umgekkst og unni í bernsku
heima í Skagafirði og eins hinum,
sem hún síðar átti samskipti við
árin sem hún bjó á Mosfelli.
Snjallar ritgerðir í sambandi við
frásagnirfornra rita íslenzkra,sem
varpa nýju ljósi á lif stórbrotinna
sögupersóna. Gagnmerk bók,
sem á sess við hlið íslendinga-
sagna á hverju bókaheimili.
Bergsveinn
Skúiason
Gamlir
grannar
yyy
£ OULARMÖGN
HUBANS
Stórkostleg bók um undraaílið
ESP. - Einnig þú býrð yfir ótrú-
legri hugarorku, yfirskilvitlegum
hæfileikum, sem gjörbreytt geta
lífi þínu og lífsviðhorfum. Allir,
sem leita aukins sjálfsþroska, ættu
að lesa þessa bók og fara að ráð-
um hennar.