Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 21
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTÚbAGUR 16. DESEMBER 1976
21
Do Amaral, leiðtogi miðdemð-
krata
Sa Carneiro, leiðogi sóslaldemó-
arata
flokks hans hefur þó drjúgur
hluti þjóðarinnar það mikið
traust á flokknum að hann vill og
trúir því að sá flokkur eigi að
glíma við efnahagsástandið í land-
inu. Sú ákvörðun Soaresar að láta
mjög umdeildan ráðherra land-
búnaðarmála, Lopes Cardoso,
vlkja úr embætti fyrir skömmu og
eiga þar með á hættu að fylgis-
menn Cardosos sneru baki við
flokknum, sýndi töluvert hug-
rekki, sem gefur ef til vill fyrir-
heit um að Soares sé að sækja í sig
veðrið og muni verða aðsópsmeiri
í framtíðinni. Skipan Antonios
Barretos, viðskiptaráðherra, í
starf landbúnaðarráðherra hefur
mælzt betur fyrir en margir
þorðu að vona og það er skoðun
margra I Portúgal, að takist að
efla landbúnaðinn og auka fram-
leiðslu hans I landinu sé mikið
unnið.
Kommúnistaflokkurinn bætti
verulega stöðu sína frá því í þing-
kosningunum, fékk nú um 18%
og miðað við úrslitin i þingkosn-
ingunum er það veruleg aukning.
Oft hefur verið jafnað til þeirra
7% sem frambjóðandi flokksins,
Octavio Pato, fékk í forsetakosn-
ingunum. Það er ekki alls kostar
réttur samjöfnuður, þar sem Ot-
elo Carvalho fékk 16% og er talið
vist að fjölmargir fylgismenn
kommúnista hafi veitt honum at-
kvæði sitt vegna megnar óánægju
með Pato, sem þótti litt verðugur
frambjóðandi.
Fylgisaukning kommúnista er
ögn meiri en sem svarar því sem
Sósíalistaflokkurinn missti og
getur það komið mæta vel heim
og saman við það, að óánægðir
sósíalistar, sem finnst Mario Soar-
es ekki hafa sýnt nægilega rót-
tækni, hafi því hallazt að komm-
únistum nú i þessum kosningum.
Sósialdemókratar undir forsæti
Francisco Sa Carneiros (hétu áð-
ur alþýðudemókratar) fengu 24%
eða svipað og í þingkosningunum
og miðdemókratar undir forsæti
Freitos do Amarals fengu um
16%, einnig mjög áþekkt hlutfall
og I aprilkosningunum. Hvor
tveggja úrslit benda til að þessir
flokkar hafi ekki sýnt það mikið
harðfylgi I stjórnarandstöðu að til
þeirra flykktust nýir kjósendur
að svo stöddu. Hafa þó báðir
flokkar haldið uppi talsvert
hressilegri gagnrýni á Soares-
stjórnina siðan hún settist að
völdum.
Niðurstaða þessara kosninga
mun sjálfsagt ekki skipta neinum
sköpum I Portúgal. Fylgisaukning
kommúnista er ekki það veruleg
að þeirra áhrif ættu að aukast
neitt að marki. Fylgisaukning
Framhald á bls. 29
Teikning skv. lýsingu Stewarts og
Margulis á Hughes á banabeðinu.
Þar kemur m.a. fram að Hughes
var andlega kvalinn og ruglaður,
en skeytti engu um hirðu likama
sins og útlits, að hann fékk
stundum köst sem nálguðust
hreina geðveiki, bjó við hálf-
gerðar fangelsisaðstæður og lézt
sökum skorts á nýrnavél, sem
hans eigin læknisfræðirann-
sóknarstofnun hafði hjálpað til að
smfða.
Hughes var orðinn eiturlyfja-
neytandi og sprautaði sig með
einhverjum lyfjum mörgum sinn-
um á dag, sem gerðu hann ruglað-
an og syfjaðan. Ekki er vitað
hvaða lyf var hér um að ræða, en
meðan hann var í Las Vegas tók
hann stóra skammta af Valium á
degi hverjum.
Utlit Hughes var hroðalegt.
Tætingslegt skegg náði niður á
maga og hárið niður á mitt bak.
Neglurnar á fingrum hans urðu
allt að 5 cm langar og táneglurnar
liktust stundum tappatogara, er
þær voru sem lengstar. Hann var
oftast allsnakinn eða i þunnum
nærbuxum. Þrisvar á þessu tíma-
bili hitti hann gesti að máli og lét
þá raka sig og þrifa.
Þrátt fyrir að 4 læknar önnuð-
ust hann reglulega var heilsa
hans ömurleg. Hann var fyrir
nokkrum árum 190 cm á hæð, en
hafði lækkað niður i 182 cm og vó
aðeins 58 kg. Hann þjáðist af gigt
og minnisleysi og stöðugum melt-
ingar- og hægðatruflunum og sat
eitt sinn 72 klukkustundir sam-
fellt á salerni.
Eftir að hann fór frá Banda-
ríkjunum 1970 hætti hann að
fylgjast með fréttum og vissi
stundum ekki hvaða mánuður
var. Eina, sem hann gerði, var að
liggja upp i rúmi eða sitja i stól og
horfa á kvikmyndir og yfirleitt
sömu myndirnar aftur og aftur og
hafði t.d. er hann lézt séð mynd-
ina Ice Station Zebra 150 sinnum.
Hann drakk ekkert nema lindar-
vatn, sem tekið var á flöskur á
vorin i Mainefylki. Ferðalög hans
og leyndin, sem yfir öllu varð að
hvíla, kostaði um 150 milljónir
dollara á ári.
Hughes bjó sjálfur til þá
einangrun, sem hann dvaldist i
siðustu árin, en að sögn þeirra
Stewarts og Marguils reyndu
læknarnir og aðstoðarmenn hans
sex, sem allir voru mormónar,
ekkert til þess að fá hann til að
breyta lífsháttum sínum sem
hreinlega leiddu hann til dauða.
Þeir hafa algerlega neitað að
svara öllum spurningum, en
munu þurfa að koma fyrir rétt í
sambandi við deilurnar um erfða-
skrá Hughes og þeim 14 málum,
sem höfðuð hafa verið á hendur
fyrirtækjum Hughes. Er talið að
mörg ár muni líða þar til allt
verður komið á hreint um dánar-
bú hans og þá 2,3 milljarða
dollara, sem talið er að hann hafi
látið eftir sig. Hughes var um 70
ára er hann lézt og hafði þá ekki
sézt opinberlega um nær 25 ára
skeið.
Snyrtistofan Sólheimum 1
Hef opnað snyrtistofu að Sólheimum 1, sími
36775. Andlitsböð Augnbrúna- og
Húðhreinsun augnháralitun
Handsnyrting Augnbrúnaplokkun
Fótsnyrting Vaxmeðferð.
Kvöldföðrun Þórdís Lárusdóttir, snyrtisérfræðingur.
snjódekk
Sérstök Volvo snjódekk,
negld og ballanséruð,
tilbúin á felgum
fyrir Volvo árgerðir 1975, ’76
og '77.
Kynnið yður
verð og kjör.
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
SÉRA GUNNAR
BENEDIKTSSON
HEFUR ALDREI
VERIÐ HREIN-
SKILNARI OG
OPINSKÁRRI
UM EINKAMÁL
SÍN OG ÆVIKJÖR
EN í ÞESSARI
BÓK.
FRÁSAGNARGÁFA
ÞESSA BYLT-
INGARSINNAÐA
KLERKS ER
ÞJÓÐKUNN,
PENNI
HANS LÉTTUR
EN HVASS.
Góð bók er gulli betri
ÖRN OG ÖRLYGUR
Vesturgötu 42, Sími: 25722