Morgunblaðið - 16.12.1976, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.12.1976, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 : i : s í »••••••••••••••••••••••« »•••••« % bænda í A-Húnavatnssýslu á bændaf undi: BÆNDUR í Austur-Húnavatnssýslu fjölmenntu sl. mánu dagskvöld til almenns bændafundar á Blönduósi en til fundarins boðuðu Búnaðarsamband A-Húnvetninga og Sölufélag A-Húnvetninga. Á fundinum voru til umræðu afurðasölumál landbúnaðarins og staðan i kjaramálum bænda. Framsöguerindi á fundinum fluttu þeir Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, Guðmundur Sígþórsson, deildarstjóri i landbúnaðarráðu- neytinu, Kristófer Kristjánsson, bóndi í Köldukinn og for- maður Búnaðarfélags Húnvetninga, Árni S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi, Guðbjartur Guðmundsson, ráðunautur á Blönduósi, og Stefán A Jónsson, bóndi á K gaðarhóli og stjórnarmaður i Sölufélagi A-Húnvetninga. Fundarstjórar voru Jóhannes Torfason, Torfalæk, Pétur Sigurðsson, Skeggjastöðum, og Sigurður Magnússon Hnjúki Fundarritarar voru Grímur Gislason, Blönduósi, og Valgarður Hilmarsson, Fremstagili Alls sóttu fundinn 160 manns og verður hér á eftir greint frá umræðum á fundinum en frá ályktun fundarins var sagt í blaðinu í gær. * i W : I Laun bænda 30% lægri en annarra landsmanna Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda. sagði bændur í landinu nú vera um 4 500 en þeir sem lifðu eingöngu af búskap væru 3790 Þá vék Gunnar að verðlagsgrundvelli landbúnaðar- vara og sagði að kjarnfóðurnotkun i grundvellmum hefði nú verið minnkuð um 5% frá síðasta grund- velli en launaliðurinn væri nú 48% af útgjöldum búsms Reiknað væri með 1 7.4 kg á hverja kind í grund- vellmum Gunnar minnti á. að hækkun ullarverðs hefði numið um 102 þúsundum á grundvallarbúið og þvi væri mikilvægt fyrir bændur að öll ull kæmi til skila Ræddi Gunnar nokkuð um hversu slátur- kostnaður væri orðinn hár og sagði að á sama tíma og kmdakjöt hefði hækkað um 1 56%, þá hefði slátur og heildsölukostnaður hækkað um 200°/. Ég hef reynt. sagði Gunnar, að gera mér grein fyrir hvað margir hafa lifibrauð sitt af landbúnaði á íslandi og hef komist að þeirri niður- stöðu að 4 fjölskyldur lifi á hverju verðlagsgrundvallarbúi auk fjöl skyldunnar sem vinnur við búið sjálft Sagði Gunnar að mikil vægasta verkefnið. sem nú þyrfti að vinna að. væri að tryggja að bændur fengju það sem þeim er ætlað sam- kvæmt verðlagsgrundvellmum en samkvæmt skýrslum Þjóðhagsstofn unar eru meðaltekjur framteljenda sl. ár (1975) kr 1 836 000 en þetta sama ár voru meðaltekjur bænda aðeins 1.223 000 krónur — Mér er raun að þvi, sagði Gunn- ar að lokum. að sjá að bændur hafa 30% lægri meðaltekjur en aðrir landsmenn Landbúnaðurekki skoðaðursem útflutnings- atvinnuvegur Guðmundur Sigþórsson, deildar stjóri i landbúnaðarráðuneytinu. ræddi um stöðu þjóðarbúsins og taldi að gera mætti ráð fyrir að bati væri framundan i efnahagslifinu Ræddi Guðmundur þessu næst um afurðalán landbúnaðarms og sagði lánum Seðlabankans skipt í fjóra flokka Nefndi hann að út á 1 flokkmn lánaði Seðlabankinn 58,5% af skilaverði (heildsöluverði) að frádregnum 2% í sjóðsgjöld en í þessum flokki eru emgöngu vörur, sem ætlaðar eru til útflutnmgs s.s. gærur. húðir, skinn og ull Til viðbótar láni Seðlabankans lánar viðskiptabankinn 15 til 30% Sagði Guðmundur að afurðalán frá Seðla- bankanum í lok nóvembermánaðar sl hefðu numið 5722 milljónum og þar af hefðu 4349 milljónir verið vegna sauðfjárafurða Þessu til viðbótar koma 15—30% frá viðskiptabanka sláturleyfishafans Verðmæti sauðfjárframleiðslunnar sl haust er áætlað um 9.2 milljarðar en 7.5% af því eru 6^9 milljarðar Því þyrftu 1.9 milljarðar að vera komnir inn fyrir seldar afurðir til að 75% markið næðist i greiðslum til bænda Fram kom hjá fjárlögum ársins milljónir króna flutnmgsbóta en Guðmundi að í 1976 eru 890 ætlaðar til út- þörfin yrði alls 1550 milljómr króna og ákveðið hefði verið að þær yrðu greiddar að fullu fyrir 20 desember sl Að siðustu minnti Guðmundur á að landbúnaður væri ekki skoðaður sem útflutnmgsatvmnuvegur og hefði því ekki notið tollfríðinda sem slíkur Mikið af því fjármagni sem landbúnaðurmn fær í útflutnmgs- bótum fer til greiðslu á tollum Nefndi Guðmundur sem dæmi að ef ylræktarverið yrði byggt hér á landi og mnflutningur til þess yrði tollfrjáls yrði hann um 500—600 milljónir króna en ef greiða yrði aðflutnmgsgjöld hækkaði upphæðin um 200 milljómr Bændur vinna kauplaust f 3 mánuði Kristófer Kirstjánsson. Köldukinn. sagði að bændur hefði i mörg ár vantað 25—30% af árlegum laun- um sínum Þetta svaraði til þess, að bændur ynnu fjórða hvern dag kauplaust eða 3 mánuði á ári hverju. — Ég lít svo á, að samningaaðilar okkar i sexmannanefnd séu ekki lengur raunhæfir viðsemjendur, sagði Kristófer og bætti við ríkið grípur þarna orðið alltof mikið inn í Þá greindi Kristófer frá könnun, sem gerð hefði verið á vaxtagreiðslum bænda i tveimur hreppum 1975. Hefðu bændur þá að meðaltali greitt 84 600 krónur i vexti til Kauþfélags A-Húnvetninga og 120 589 krónur vegna stofnlána en i verðlagsgrund- velli næmu vaxtargreiðslur vísitölu- búsins kr 72 330.00 Sagði : : i Gunnar Guðbjartsson I ræSustól. Fundarstjórarnir sitja vi8 borðið, Jóhannes Toriason (næst ræðustólnum). þá Pétur Sigurðsson og Sigurður Magnússon. Ljósm. U.A. »••••••••••••••••••« Bændur hafa ekki fengtð 25-30% afár- legnm lannnm níiiiiiii Kristófer að bændur ættu að semja við þá aðila, sem réðu, og semja beint við ríkisvaldið um verð á bú- vöru og þar með laun sín. Að síð- ustu sagði Kristófer nauðsyn bera til að breyta lausaskuldum bænda í langtímalán. Greiddur kostnaður 7500 kr. — en afurðalánin 7154 Árni S Jóhannsson kaupfélags- stjóri og framkvæmdastjóri Sölufé- lags A-Húnvetninga. sagði að heild- söluverð á meðaldilk hefði sl haust verið 10.230.00 krónur. Hjá Árna kom fram að Sölufélagið hefði greitt bændum 5980 krónur fyrir meðal- dilkinn eða 79,6% af þvi verði, sem bændur ættu að fá fyrir dilkinn sam- kvæmt verðlagsgrundvellinum frá 1 september sl Sláturleyfishafi yrði trl nóvemberloka að greiða 1517 krónur i kostnað við slátrun ofl Þannig að i allt þyrfti félagið að leggja út 7500 krónur fyrir dilkinn en lán Seðlabankans voru i lok nóvember 4842 krónur út á þennan dilk og að viðbættu 1 5% láni við- skiptabankans 5568 krónur. í desembermánuði hækka afurðalánin upp I 7154 krónur. Sagði Árni að þetta væru staðreyndir og Ijóst væri að hlutfall afurðalána þyrfti að hækka upp i 90% af verðlagsgrund- vallarverði til innleggjandans Þá þyrfti að hækka afurðalánin ársfjórð- ungslega eins og búvöruverð í ræðu sinni gerði Árni að umtals- efni hversu seint greiðslur útflutn- ingsbóta hefðu borizt frá rikissjóði og sagði það hafa valdið bændum miklum erfiðleikum. Þannig hefði hver bóndi I A-Húnavatnssýslu orðið fyrir vaxtatapi, sem svaraði til nærri 25000 króna á árinu 1976 af þess- um sökum Lagði Árni áherslu á, að þessum greiðslum yrði að koma'í fast form Þá væri einnig. að skil á búvöruverði bærust seint frá Bú- vörudeild SÍS og kostnaður deildar- innar við söluna væri hærri en áætl- að væri vtð verðlagningu. Minnti Árni á, að það sem helst mætti verða til að bæta úr þessum erfiðleikum bænda væri, að afurða- lán landbúnaðarins yrðu aukin, bætt yrðu skil á söluverði búvöru. vaxta- og geymslukostnaður yrði greiddur mánaðarlega. milliliðakostnaður færi ekki fram úf áætlun og bændur fengu beina aðíld að stjórn Búvöru- deildar SÍS og Osta: og smjörsöl- unni Ekki nýlendu- þjóðflokkur fyrir iðnaðinn Guðbjartur Guðmundsson. ráðu- nautur á Blönduósi, ræddi nokkuð um lánamál landbúnaðarins og taldi lán til stofnunar búskaps ófullnægjandi Helst væri sú fyrir- greiðsla, sem stjórnvöld veittu, þannig að gera mætti ráð fyrir þvi að það væri opinber stefna að leggja landbúnað niður hér á landi Einnig ræddi hann um ullarverð og mót- mælti því að bændur ættu að verða það, sem hann kallaði ..nýlenduþjóðflokk" fyrir iðnaðinn. Að síðustu spurði hann hvort landbúnaðurinn hefði nokkru sinni fengið lán úr ríkisábyrgðasjóði Bændur fái aðild að stjórn Búvörudeildar SÍS Stefán Á. Jónsson, bóndi á Kagaðarhóli, sagði að stjórn Sölu- félags A-Húnvetninga teldi það skyldu slna að skila bændum sem bestu skilaverði fyrir afurðir þeirra og samkvæmt því yrði stjórnin að starfa Sagði Stefán að dráttur á greiðslu útflutningsbóta hefði valdið Sölufélaginu um 5 milljón króna vaxtatapi á árinu 1976. Ekki bætti það úr skák. að óeðlilega miklar fjárhæðir færu til greiðslu á milliliða- kostnaði Nefndi Stefán i þessu sam- Guðmundur Sigþórsson : Stefán A. Jónsson bandi sem dæmi að Búvörudeild SÍS hefði á árinu 1975 annast sölu á 585 tonnum af dilkakjöti fyrir SAH og af þessu kjötmagni hefðu 334 tonn farið beint til útflutnings frá Blönduósi. Sölufélagið hefði bor- ið allan kostnað við útskipunina en engu að siður hefði Búvörudeildin tekið 18.43 krónur á kíló fyrir akst- ur, geymslu og afhendingarkostnað eða 6.275.000 krónur og einnig 2% i umboðslaun eða 3,4 milljónir króna. Alls hefði þvi SAH greitt Búvörudeildinni 9,7 milljónir króna fyrir þessa þjónustu og væri það miklu hærra en meðalheildsölu- kostnaður fyrir landið Sagði Stefan það skoðun sína, að eðlilegt væri að þau félög, sem seldu Sambandinu afurðir sinar, kysu fulltrúa á fund, sem yrði aðal- fundur Búvörudeildarinnar og hann kysi stjórn deildarinnar. Stefán sagði, að ekki mætti gleyma því að Búvörudeildin hefði á árinu 1975 velt á 6 milljarða króna og stjórnun deildarinnar og afkoma hennar hefði ekki litið að segja fyrir bændur Stefán sagði, að afkoma bænda hefði greinilega stórversnað á þessu ári og það væru skuldir bænda ef til vil besti mælikvarðinn. Ekki væru þær vegna Kanaríeyjaferða heldur vegna búrekstursins og heimilis- halds bænda Sagði Stefán að síð- ustu, að bændur hefðu alltaf verið seinþreyttir til vandræða en nú myndu þeir fylgja málum sinum fast eftir. Hversu lengi ætla bændur að láta traðka á sér Guðmundur Pálsson, Guðlaugs- stöðum, sagði að bændur væru eina stéttin, sem sætti sig við gerðar- dóm. Ræddi Guðmundur þessu næst almennt stöðu efnahagsmál- anna og minnti á að við lifðum í gifurlegu verðbólguþjóðfélagi en ekki vissi hann hvort þar væri um að kenna háskólamenntuðum hagfræð- ingum eða öðrum en eitt væri þó víst, að gengið hefði ekki verið fellt vegna bænda. Þorvaldur G. Jónsson, Guðrúnar- stöðum, varpaði fram þeirri spurningu hvað væri að hjá bændum? Sagði hann það hastar- legt, að eftir tveggja ára samstjórn þeirra flokka, sem hefðu nær alla bændur innan sinna vébanda, skyldu bændur vera verr komnír en eftir mörg kalár. Þorvaldur sagði, að nú væri svo komið, að það væru ekki yngri bændurnir, sem réðu, heldur þeir eldri Að siðustu spurði Þorvaldur úr hvaða skúffu Búvöru- deild SÍS hefði fengið peninga til að borga það sem á vantaði á gæruverð frá i fyrra og nú hefði verið ákveðið að borga Ágúst Sigurðsson, Geitaskarði, sagði að verðlagsgrundvöilinn yrði að endurskoða frá grunni. Hvatti hann bændur til að láta nú i sér heyra og knýja á um úrbætur i málum sinum, því spurningin væri einfaldlega hversu lengi bændur ætluðu að lá traðka og troða á sér. Ihlatti Ágúst til þese að söluskattur yrði felldur niður og bændur fengju þá hækkun til sin. Kjartan Ólafsson, deildarstjóri Búvörudeildar SÍS. sagði að i nóvember hefði Búvörudeildin greitt til sláturleyfishafa helming þeirra 6% sem þá hefðu staðið eftir af greiðslum fyrir dilkakjöt og eftir- stöðvarnar yrðu greiddar eftir 20 desember, þegar útflutningsbætur hefðu verið greiddar. Varðandi kostnað SÍS við kjöt til útflutnings nefndi hann meðal annars, að Bú- vörudeildin yrði að standa fyrir nám- skeiðum i þessu sambandi og bera af þvl kostnað Að siðustu mótmælti hann orðalagi á tillögu að ályktun fundarins, þar sem fundurinn telur núverandi stjórnarfyrirkomulag Bú- vörudeildarinnar óviðunandi og bendir á þá staðreynd að búvöru- deildin hafi ekki skilað réttu verði á réttpm tima til sláturleyfishafa. Lagði Kjartan fram brytingartillögu við þetta orðalag en til ala hans vai felld slðar á fundinum Ekki sagðist Kjartan v vernig Búvörudeildin mætti þeim greiðslum. sem nú hefði verið ákveðið að greiða vegna þess, sem vantaði upp á gæruverð frá I fyrra Friðrik Brynjólfsson ræddi tillögu þá, sem fyrir fundinum lá, og taldi Framhald á bls. 26 l•••••••••••••é••••• •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.