Morgunblaðið - 16.12.1976, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
VlW
MORöJN-í
KAFP/NU 1
Það er bezt að ég og Lalli höld-
um heim á leið. — Það er nauð-
synlegt hans vegna!
Cr þvl ég er hér uppá vatn og
brauð, væri þér sama að hafa
það þrumara?
Leyfist mér að fara út með
sjálfum mér að ganga?
Þau reru á smákænu á Þing-
vallavatni.
Hann: Þetta er yndislegur
bátur. Hann hefur aðeins einn
ókost. Ef maður reynir að kyssa
stúlku I honum, þá hvolfir hon-
um.
Hún: Nei, er það satt?
Þögn.
Hún: Eg kann vel að synda.
Konur hafa valdið mér von-
brigðum. Ég hef ekki kynnst
einni einustu sem er rfk!
Maður í æstu skapi kom síðla
kvölds á lögreglustöðina og bað
um að hann yrði settur I
„kjallarann" þegar I stað.
Kvaðst hann hafa lamið konu
sfna með kústskafti.
— Er hún dáin? spurði varð-
stjðrinn, eða mikið sködduð?
— Nei, svaraði maðurinn. Það
er nú þess vegna, sem ég er hér.
Atvinnulaus garðyrkjumaður
barði að dyrum hjá ððalsbðnda
einum og bað um vinnu.
Honum var vfsað á dyr. Daginn
eftir kom hann samt aftur og
bankaði. Bóndi kom sjálfur til
dyra og er hann sá komumann
varð hann styggur við og sagði:
—Sagði ég yður ekki I gær að
ég hefði ekki not fyrir yður.
— Jú, svaraði garðyrkjumaður-
inn, en ég hef fengið vinnu hjá
bóndanum á næsta bæ og nú er
ég kominn til að ná I garðyrkju-
áhöldin, sem hann lánaði yður
fyrir fjórum árum og eru enn
hjá yður.
Skozkur bóndasonur var svo
óheppinn, að hann varð skotinn
i tveimur stúlkum samtfmis.
önnur þeirra var stór og krafta-
leg, en hin Iftil og nett. — Loks
leitaði hann ráða hjá föður
sfnum um hvað hann skyldi
gera.
„Well“,~ sagði faðirinn, „það
er farið að nota vélar svo mikið
við landbúnaðinn, að þess ger-
ist ekki þörf að konurnar vinni
svo mikið. Þess vegna held ég
að ráðlegast sé fyrir þig að taka
þá veikbyggðari, hún borðar
alltaf minna.“
Verkstjórinn: Þú kemur
tveimur tfmum of seint.
Verkamaður: Já, það er nú
saga að segja frá þvf. I morgun
þegar ég leit f spegilinn gat ég
hvergi séð sjálfan mig. Jæja,
hugsaði ég þá með sjálfum
mér, þú ert sjálfsagt farinn f
vinnuna, karl minn. Það var
ekki fyrr en tveimur tfmum
seinna að ég uppgötvaði að
glerið var dottið úr speglinum.
Er stefna K.S.Í. að stuðla að
atvinnumennsku hér á landi?
„Þeirri slæmu þróun sem átt
hefur sér stað, að erlend knatt-
spyrnufélög virðast geta orðið
hvenær sem er tekið frá okkur
sterkustu leikmenn landsliðsins
og komið þeim í atvinnumennsku
verður með einhverju móti að
sporna við. Það er einnig skoðun
mín að þeir leikmenn, sem leika
með erlendum félögum, eru at-
vinnumenn í knattspyrnu, eigi
lítið erindi í landsliðið og þar ætti
K.S.Í. að taka H.S.Í. sér til fyrir-
myndar, að nota ekki at-
vinnumennina í landsliði sínu.
Vil ég þá nefna í þessu sambandi
að K.S.Í. eyðir stórfé í það að
kalla atvinnumennina heim fyrir
landsleiki. Skiptir það örugglega
hundruðum þúsunda króna sem
K.S.Í. eyðir árlega á þann hátt.
Og það getur varla talizt heil-
brigð stefna af K.S.l. að greiða
Tony Knapp landsliðsþjálfara
upphæð sem nemur 2,9 milljón-
um króna fyrir 5 og hálfs
mánaðar starf í sumar. Annað vil
ég benda á, það er að atvinnu-
mennirnir okkar eru kallaðir
heim til landsleikja jafnvel þó
þeir hafi ekkert leikið með sínum
félögum (liðum) um hálfsmánað-
ar til þriggja vikna skeið, — er
þetta hægt? Veit landsliðsnefndin
ekki hversu mikilvægt það er að
landsliðið hafi fengið næga sam-
æfingu og þjálfun fyrir lands-
leiki? Eg skora á stjórn K.S.I. að
breyta hugsunarhætti sinum,
athuga það að eftir 8 ár eigum við
jafnvel 25 leikmenn í atvinnu-
mennsku og verður því ekki róið
á þau mið. Landsliðsnefnd verður
að fara að athuga meira okkar
áhugamenn, en láta atvinnu-
mennina í friði, því nóg hafa þeir
samt fyrir stafni.
Að lokum vil ég segja það að
það er mín trú og von að íslend-
ingar eigi eftir að bæta sinn góða
árangur sem þeir hafa náð í knatt-
spyrnu á undanförnum árum og
óska ég Ellert B. Schram og hans
mönnum velfarnaðar í starfinu
um ókomin ár og bið þá um leið að
taka ábendingum mínum vel.
Kæri Velvakandi minn, ég
þakka þér birtinguna um leið
fyrir allt það skemmtilega og góða
BRIDGE
í UMSJA PÁLS
BERGSSONAR
Við spilaborðið gera allir villur
en í spili dagsins gerði sagnhafi
villu af verstu gerð. Hann gafst
upp. Sökudólgurinn var í suður.
Hann gaf og opnaði á 1 hjarta.
Norður
S. 10732
H.KG652
T. K8
L.K7
Vestur
S. K
H.4
T. G9652
L. 1085432
Austur
S. Ág9865
H.98
T. 1074
L.96
Suður
S. D4
H.ÁD1073
T. ÁD3
L.ÁDG
Annars gengu sagnir þannig, að
norður sagði 1 spaða, suður 3
grönd og norður sagði 6 hjörtu,
sem varð lokasögnin. Útspil vest-
urs var lágt lauf. Sagnhafi tók nú
8 slagi, þ.e. 2 tromp og 6 á láglit-
ina. Slðan lagði hann spil sín á
borðið og sagði: „Hérna, þið fáið 2
slagi á spaða, einn niður. Austur
og vestur brostu og þökkuðu fyrir
sig. Þeir sáu, að sagnhafi þurfti
ekki annað en spila lágum spaða
frá hendinni til að vinna spilið.
Vestur verður að þiggja slaginn
en þarf siðan að spila út í tvöfalda
eyðu.
Rétt er það að, spaðalegan er
ósennileg. En vandvirkni og nýt-
ing allra möguleika er aðalsmerki
góðra spilara. P.B,
Hvaða kúnstir aðrar kann hann?
AL'GLYSINGA-
SÍMINN KK:
Maigret og þrjózka stúlkan
35
Hvað er um að vera? Hvað
veldur því að Petillon verður
gripinn slfkri örvæntingu.
Hann eigrar á milli staða á
Montmartre og leitar að ein-
hverjum, sem hann finnur
ekki. Enda þótt hann geri sér
grein fyrir að lögreglan er á
hælum hans. Þó fer hann alla
ieið til Rouen og spyr þar á
hóruhúsi eftir kvenmanni sem
hann kallar Adele og hafði
hætt störfum á „heimilinu"
fyrir mörgum mánuðum.
Eftir það er fylgzt með
manni, sem hefur misst kjark-
inn. Hann er að brotna saman.
Ilann gefst upp. Maigret getur
gengið rakleitt að honum og
tekið hann undir arminn. Nú er
hann reiðubúinn að skýra frá
öllu sem hann veit.
Og einmitt á þvf andartaki er
hann skotinn niður á miðri
götu og sá sem heftir staðið að
þvf er enginn viðvaningur.
Er það ekki sá sami sem þýt-
ur sfðan af stað áleiðís til
Jeanneville án þess að eyða
nokkrum tfma til spillis?
Place Pigalle. Petillon var
með lögregluforingjanum og
það breytti engu: morðinginn
réðst engu að sfður til atlögu.
Vörður er um hús Lapies
gamia. Maðurinn veit það
væntanlega. Hann hlýtur að
minnsta kosti að gruna það.
Engu að sfður lætur hann það
ekki aftra sér frá þvf. Hann
kemst inn f húsið, færir stól að
klæðaskápnum og losar um
fjöl.
Hafði hann fundið það sem
hann leitaði að? Þegar Felicie
kemur að honum, siær hann
hana niður og hverfur á braut
og það eina sem hann skilur
eftir sig eru fótaför.
Þetta gerðist milli þrjú og
fjögur um nóttina. Og daginn
eftir er einhver sem tekur til
óspilltra málanna f herbergi
Jacques Petillons og snýr þar
öllu á hvolf.
Kvenmaður að þessu sinni.
Dökkhærð lagleg kona, rétt
eins og þessi Adele frá hóru-
húsinu f Rouen. Henni verður
ekki á nein skyssa. Hún hefði
sem hægast getað komið inn á
þetta hótel, og þekkir venjur
þess. Hvort sem var f fylgd með
elskhuga sfnum eða sökunaut.
En hver veit nema vörður sé
um Hotel Beaujour? Hún teflir
f tvfsýnu og tekur áhættu. Það
er kannski með einhverjum
sem hún hefur fundið úti á
götu af tilviljun að hún biður
um herbergi. Og þegar hann er
farinn — læðist hún upp stig-
ann. Þar er enginn á þessum
tfma dags og sfðan leitar hún f
herberginu af sérstakri ná-
kvæmni.
Hvaða ályktun skal dregin af
öllu þessu. öllu sem virðist
stöðugt færast f aukana og
verða æ hraðara? Að ÞAU eru
smeyk og þurfa að Ijúka ein-
hverju af. Að það er eitthvað
sem ÞAU verða fyrir hvern
mun að finna. Sem sagt, þau
hafa ekki fundið það enn sem
komið er!
Þess vegna hefur Maigret
lfka hraðan á. En þannig er það
f hvert skipti sem hann fer frá
Cap llorn. Honum finnst alltaf
að eitthvað voðalegt hljóti að
gerast á meðan.
Framhaldssaga oftir Georges
Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
Hann rffur blað út úr minnis-
bókinni sinni:
— „Gerið áhlaup f nótt f 9. og
18. hverfi."
— Látið Piaulet lögreglufor-
ingja hafa þetta. Hann skilur
hvað ég á við.
Þegar hann kemur út á göt-
una Iftur hann enn einu sinni
snöggt á fólkið sem situr á úti-
kaffihúsinu og virðist ekki
þurfa um annað að hugsa en
njóta Iffsins á sem notalegastan
máta. Æ, hvernig væri að fá sér
glas af bjór f einum hvelli.
Hann kyngir sfðustu dropun-
um þegar hann er setztur inn f
leigubflinn.
— Fyrst til Poissy... Svo skal
ég segja yður...
Hann berst við svefninn. Með
luktum augum heitir hann þvf
að jafnskjótt og þessu máli sé
lokið skuli hann veita sér að
sofa f sólarhring samfleytt.
Hann sér fyrir sér svefnher-
bergið sitt og heyrir þekkt
hljóð, kona hans er að læðast
um til að vekja hann ekki.
En sumt gerist aldrei. Maður
ieyfir sér að láta sig dreyma, en
svo verður aldrei neitt úr