Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976
Gjöf ta
Ármanns-
stofunnar
ÁRMANNSSTOFU í Sjálfstæðis-
húsinu, Bolholti, sem gerð var til
minningar um Ármann Sveins-
son, barst nýlega myndarleg pen-
ingagjöf, kr. 40.000,- frá Fjölni,
félagi ungra Sjálfstæðismanna í
Rangárvallasýslu.
Með tilkomu Ármannsstofu hef-
ur skapast aðstaða fyrir sjálf-
stæðisfólk til að vinna að hugðar-
efnum sínum með hjálp bóka- og
blaðakosta Sjálfstæðisflokksins.
í Ármannsstofu liggja ennfrem-
ur frammi nýleg tímarit um
stjórnmál og önnur þjóðfélags-
mál.
(Fréttatilkynning frá
Sjálfstæóisflokknum).
AEG
HANDVERKFÆRI
Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra til iðnaðar-
bygginga- og tómstundavinnu.
Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri.
Speglun
Hljómplatan frá Eik sem fólkið hefur beðið eftir.
Einnig fyrirliggjandi á kasettum.
Farið nú varlega í jólaumferðinni
Eik-útgáfan
______Halldór Jónsson, verkfræðingur:_
Um vegi og viðbúnað
Fyrir meira en áratug kynntist
ég dálítið starfi og áætlunum við-
víkjandi almannavörnum á
tslandi. Þá var uppi dálítill áhugi
meðal fólks og ráðamanna á því,
iivað yrði um Island og tslendinga
ef til stríðs kæmi.
Þá áttu Rússar um 350
atómsprengjur og ailir voru
hræddir við þær. Nú eiga þeir
meira en 3500 stykki og þær jafn-
vel stærri, en enginn er hræddur
við þær. Ef maður bara ekki
hugsar um það — þá fer það,
segja Þjóðverjar um timburmenn.
Varnir landsins
Það hefur verið allnokkuð til
umræðu undanfarið, hvort
Islendingar hefðu skjól eða ekki
af varnarliðinu og Nato. Eða
hvort Nato hefði skjól af okkur.
Hinir „ábyrgu" hafa talið að
stöðvar Nato hérlendis væru sjálf-
sagt framlag okkar til varna hins
vestræna heims. Hinir „óábyrgu"
telja sjálfsagt að kúga fé af Nato
og könum fyrir stöðvarnar að
dæmi Francos, Tyrkja, Norð-
manna og annarra samvizku-
lausra fjárkúgara, taka það inn á
fjárlög og halda veizlu. Enn aðrir,
sem eru bara núil, tala um það, að
Kaninn og Nato skuldi okkur tölu-
vert þar sem þeir eiga samkvæmt
samningi að verja okkur líka,
ekki bara sjálfa sig eins og þeir
geri núna. í stað þess að sitja með
okkar blíðasta bjánaglott og biða
eftir því hvort það komi hvellur
ef bomban springur þá ættum við
að hugsa svolítið um það hvað við
ætlum að gera, ef þeir ætla að
fara að striða þarna útí henni
veröld.
Getum við gert
eitthvað
Það eru til þrjár varnir gegn
kjarorkusprengjum. Sú fyrsta og
nauðsynlegasta fyrir framhaldið
er að vera ekki mættur þar sem
þær springa. Sú næsta er að vera
ekki mættur og hafa auk þess
tiltækt afdrep ef geislavirku úr-
falli rignir niður eða geta fljót-
lega forðað sér til staðar þar sem
það kemur ekki. Sú þriðja er að
vera í kassa, sem þolir bombuna.
Þessir kassar eru líkast til dýrir,
enda telja hvorki Bandaríkja-
menn né Rússar sig hafa ráð á
þeim og þá liklega ekki við.
Þá er að athuga tvær fyrstu
leiðirnar. Ef maður þarf að láta
sig hverfa snarlega, þá verður
maður að hafa bæði greiða leið og
fararskjóta. Sá fararskjóti sem
almenningi er hvað aðgengi-
legastur er bíilinn. En hvað er bíll
án brauta. Hætt er við að það
myndaðist fljótlega stífla ef of
margir reyna að komast af Suður-
nesjum í einu. Svo er hætt við að
fljótlega syrfi að fólki þó að það
kæmist út á land þar sem
viðbúnaður virðist enginn vera til
þess að mæta slíkri stöðu. Samt
höfum við nýlega reynslu af því,
að skyndilegir fólksflutningar í
stórum stil eru vel mögulegir
skipulagslega séð hér hjá okkur
og að við myndum ráða við verk-
efnið ef við værum undirbúnir.
Það er held ég auðsætt, að
dátarnir á Miðnesheiði vernda
okkur ekki baun gegn bombunni,
hún getur hvenær sem er dottið
niður um skorsteininn hjá
aðmírálnum þar suður frá. Þar
hjálpar okkur aðeins okkar eigin
andvari og fyrirhyggja.
Nú kann einhver að segja. Það
eru til annars konar stríð, þar sem
dátarnir duga okkur vel. Jú,
mikið rétt, en það er erfitt að
segja fyrir um þróun átaka, ef
þau hefjast á annað borð. Það
getur meira að segja verið að það
komi ekkert stríð, þó að Maó
blessaður hafi ekki haft mikla trú
á því. Það er yfirleitt heldur
óskynsamlegt að athuga ekki
afleiðingarnar ef hið versta
skyldi koma fyrir. Ég man vel, að
menn frá Almannavörnum stóðu
inni í bæ í Vestmannaeyjum og
horfðu á Surtsey gjósa. Hún var
þá notalega fjarlæg. Samt var
gerð áætlun og athugun á því,
hvernig bregðast ætti við ef. . .
Mér vitanlega spillti sú áætlun
ekkert fyrir þegar til stykkisins
kom. Halda menn eitt augnablik,
að það sé af engu sem Rússar
þjálfa árlega 20 milljónir manna í
almannavörnum. Fólksflutninga-
æfingar frá helstu borgunum eru
stöðugt haldnar og fólk á lans-
byggðinni er æft í að taka á móti
mörgu fólki úr borgunum. Rússar
eyða meira en billjón dollurum á
ári í almannavarnir og það er
vitað að þeir stefna að þvi að
missa „aðeins" 10—20 milljón
manns í fyrstu hrinu kjarnorku-
styrjaldar. Ef Rússar telja fólks-
flutninga og viðbúnað til
almannavarna nauðsynlega hvers
vegna ekki við.
Hvers konar
stríðshætta
í sambandi við styrjaldir er
auðvelt að gefa ímyndunaraflinu
lausan tauminn. Án þess að
seilast inn á verksvið Hermanns
Kahn og Randstofnunarinnar,
getur maður á leikmannsvísu
stillt upp nokkrum dæmum.
1. Rússar gera leifturáras á
ísland með venjulegum vopnum
og taka það. Bandarikjamenn
beita ekki kjarnorkuvopnum á
móti. Rússar hafa ísland.
2. Styrjöld brýst út í Evrópu eða
Mið-Austurlöndum. Fyrst er
barizt með venjulegum vopnum
og Vesturveldin bíða ekki algeran
ósigur strax. Bandaríkin hefja
liðsflutninga. Þeir hafa ísland.
3. Bandaríkin setja Rússum úr-
slitakosti, svipað og í Kúbu-
deilunni. Báðir aðilar vígbúast.
4. 3. í öfugri röð.
5. Varnarstöðin í Keflavík er
lögð niður. Við göngum úr Nato.
„Þjóðfrelsisfylkingin" gerir
byltingu með eða án aðstoðar
kúbanskra sjálfboðaliða. Varsjár-
bandalagið vill auka ítök sín hér.
6. Alger kjarnorkustyrjöld er
sem allír reikna með er
vasatalva frá Texas
Instruments með Minni,
Konstant og Prósentu
Texas Instruments
DÞÚRM
SlMI B15QO-AHMÚLA11
V_______________/
......./
Taflfélag
Húsavíkur
endurvakið
Húsavík 20. desember.
TAFLFÉLAG Húsavíkur hefur
nú verið endurvakið og hefur það
starfað með miklum blóma það
sem af er vetri. Firmakeppni
félagsins lauk fyrir nokkru. Alls
tóku 82 fyrirtæki þátt í keppn-
inni. Sigurvegari varð Lands-
banki Island,, og vann bankinn til
bikars, sem Samvinnubankinn
hafði gefið. Fyrir Landsbankann
tefldi Kári Kárason. Ólafur Ólafs-
son lyfsali var aðal hvatamaður-
inn að endurreisn Taflfélagsins,
en formaður er Hjálmar
Theodórsson.
fréttaritari.
háð. Suðurnes og Reykjavík
hverfa af kortinu. Styrjöld lokið.
I öllum þessum tilvikum, nema
1. og 5., er eina vörn íslendinga á
Suðurnesjum að forða sér þaðan i
tæka tíð og vörn annarra Is-
lendinga að geta flutt sig til. í 1.
og 5. tilviki myndi Suðurnesja-
fólki vera haldið í gislingu heima
hjá sér, til þess að storka mann-
gildissjónarmiðum Bandaríkja-
manna og fólksflutningar
bannaðir.
Gott vegakerfi og annar
viðbúnaður til almannavarna er
því greinilega forsenda þess að
íslendingar séu varðir minnstu
ögn. Samkvæmt samningi ber
Nato að stuðla að vörnum okkar.
Þarna stendur verulega upp á þá.
Að vanrækja þessa hluti er hins
vegar í þágu kommúnista. Það
mættu hinir „ábyrgu“ athuga.
Hvað fleira þarf
Samhliða góðu vegakerfi er
margt annað, sem þarf að aðgæta.
Við þurfum að geta fiskað og
heyjað þó allt sé komið til and-
skotans í henni veslu. Við getum
hvorugt nema við eigum vara-
birgðir af olíu f stað þess að nú
eigum við aldrei meira en olíu til
nokkurra vikna. Sama gildir um
ýmislegt annað erlent kruðeri,
sem yrði illfáanlegt fljótlega eftir
stríð. Við þurfum að eiga tiltækar
búðir á ýmsum stöðum landsins
til þess að hýsa margt fólk um
stundarsakir. (Stöðvarhúsið við
Kröflu er ágætt ef ekki kemur
gufa né gos). Nei, það er ekki
skynsamlegt af okkur að nota
ekki samningsaðstöðuna sem við
höfum nú á friðartímanum til
þess að láta vini okkar í Nato
hjálpa okkur til þessara hluta,
sem þei vita ofur vel, að þeim ber
að gera. Eða hvað skildist ykkur á
Luns?
Svo er það annað mál, hvað við
gætum notað þessa vegi og annað
á friðartímanum til þess að berja
á byggðavandamálinu og byggja
upplandið. 18.11.1976
Halldór Jónsson verkfr.
Strætis-
vagnar
vanbúnir
til aksturs
í hálku
t Ályktun sem bifreiðastjórar hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur hafa
sent frá sér er m.a. bent á þá
geysilegu hættu sem skapast f
umferðinni þegar 50 stérir
strætisvagnar eru f umferðinni,
algjörlega vanbúnir til aksturs f
hálku. Lýsa vagnstjórarnir allri
ábyrgð á hendur stjórn SVR og
áskilja sér rétt til að stöðva
akstur á þeim leiðum, sem
viðkomandi bflstjórar telja
ófærar.
Ályktun bifreiðastjóranna er
svohljóðandi:
„Bifreiðastjórar hjá S.V.R.
leyfa sér að benda stjórn S.V.R. á
þá geysilegu hættu sem skapast í
umferðinni þegar allt að 50 stórir
strætisvagnar eru í umferðinni,
algjörlega vanbúnir til aksurs í
hálku.
Síðbúnar aðgerðir sva sem salt-
burður koma oft lítið að haldi.
Höfum við margsinnis bent á
nauðsyn þess að vagnarnir verði
búnir negldum hjólbörðum og
ítrekum þá skoðun okkar.
Þar sem okkur er kunnugt um
þá hættu, sem stafar af strætis-
vögnum, einsog nú er ástatt, lýs-
um við allri ábyrgð á hendur
stjórnar S.V.R. og áskiljum okkur
rétt til að stöðýa akstur á þeim
leiðum, sem viðkomandi bflstjór-
ar telja ófærar.
Væntum við þess að stjórn
S.V.R. taki mál þetta föstum
tökum og bæti úr ástandi vagn-
anna hið fyrsta."