Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 39 TAFLA 1. Fjármunair.yndun seir, hlutfall af verfri þjóðarfranleióslu í nokkruir. lör.cur. 1970-1974 . N.eSaltal 1970 1971 1972 ' 1973 1974 1970-197 Noregur 2 F,8 30,1 28,1 30,2 32,1 29,5 ísland 2 4,u 2 3,6 28,2 30,4 3*2,9 29,1 Finnland í u , - . " ,. 2 7 ,: - 7 , 2S,J 27,5 Júgóslavía 28,u 27,5 26,2 24,2 24,8 26,2 Grikklanc 23,7 25,3 26,0 28,3 21,7 25,4 V. -Þyzkalar.c 26,4 26,6 26,1 2 4,6 22 ,5 25,2 Frakklar.d 24,5 2a , 3 24,4 24,4 25,1 24,5 írland 21,8 22,6 21,0 22,3 24,9 22,5 Danmörk 21,7 21,7 22,1 23,1 21,9 22,1 Svíþjóö 22,3 21,6 22,3 21,9 22,1 22,0 Fortúgal 17,6 18,7 20,4 20,3 19,3 19,3 brc-tiand 15,6 16,5 18,6 19 5 20,1 19,1 Bandaríkir. 17,2 17 „6 18,? 18,5 17,6 17,8 Heiir.ild*: Þjóöhagsreikningar C^CD -landa 1974. . TAFLA 2. Hiutfalisleg skipting fiármunamyndunar eftir tegundum í nokkrum löndum 1970-1974. Aörar önr.ur Imsar Ibúöarhús byceingar mannvirki Flutningatæki vel sr og tæki Sarr.tals Noregur 17,9 11’, 5 21,2 21,8 20 ,6 100,0 Island 21,7 22,3 25,4 8,5 22,1 100,0 Finnianö 25 ,2 25,4 16,9 37 ,5 100,0 Grikklar.d 24,8 13,7 25,1 8,5 27,9 100 ,0 V.-Þýzkaland 23,1 32,6 9,2 34,9 100 ,0 Frakklanc f i j1 ^ Irland 26,2 20 ,6 29,5 19,3 14,6 7 ,6 15,0 36,7 30,5 100,0 100 ,0 Danmörk 24,9 21,5 12,2 10,2 '3,8 100,0 Svíþ jóÖ 24,2 39,8 8 , C 27,3 100 ,? Portúgal 15,7 40,0 10,3 34 ,0 100 ,0 Bretlanc 18,9 35,0 10,8 35 ,3 100,0 1) 1963-1973. Heimild: Þjóöhags reikningar OE'CD landa 1974. TAFLA 3. Rá6s töfun þióÖarframleiÖslu 1950-1975. Hlutfa lisleg skipting á verðlagi hvers árs 1950-1954 1955-1959 1960-1964 -365-1970 1971-1975 ‘ Einkaneyzla 7 3 ,2 67 ,0 6S,u 65,3 64,7 Samneyzla 8,7 5,0 8,6 9,5 10,2 F j ármunamyndun 20,2 25 ,6 26 ,c 27,4 31,0 Birg6a- og bústofnsbreytingar + 1,0 +1,0 -0,2 - + 1,1 Ráöstöfun alls = þjóöarútgjöld ,10 3,1 102 ,6 100 ,6 102,2 107,0 Útflutningur vöru og þjónustu 31,7 24 ,6 44,1 40 ,9 38,7 Innflutningur vöru og þjónustu -34,8 -27,2 -44,7 -43,1 -45,7 Vi6skiptajöfnu6ur -3,1 -2,6 -0,6 -2,2 -7,0 Þjóöarframleiösla, verg, 10 0.0 100,0 100,0 100 ,0 þjóðarframleiðslu farið stöðugt en hvort þe ir fjárfestu of mikið Með svipaðri fjárfestingu og vaxandi undanfarin 25 ár, úr eða hvort um óhjákvæmilega önnur OECD-lönd hefðum við 20% árin 1950—54 í 31% fjárfestingu væri að ræða lét þvi a uðveldlega getað fjár- árin 1971—75. Innan hvers tímabils eru þó talsverðar sveiflur. Fjárfestingar voru til dæmis 29,8% af þjóðarfram- leiðslunni 1960 en aðeins 22,9% árið á eftir. 1967 eru þær 31% og 1968 31,7% en lækka í 25,2% 1969. Hæst verður hlutfallið 1975 eða 34% en líklega lækkar það í 30% í ár. Ef leitað er skýringa á sveifl- um í fjármunamyndum þá kom það fram hjá Ólafi að á tímabil- inu 1955—59 voru íbúðar- byggingar miklar en fjárfest- ingar atvinnuvega og opinber- ar framkvæmdir í lágmarki. í aukningunni, sem verður 1960—64, munar mest um mikla aukningu í fjárfestingum í atvinnutækjum, svo sem fiski- skipum og flugvélum. 1965—70 eru það aftur á móti opinberar framkvæmdir og þá fyrst og fremst virkjunar- framkvæmdir við Búrfell, en einnig framkvæmdir vegna samgöngumannvirkja, sem eru helzta ástæðan. Miklar fjárfestingar í fiski- skipum, raforkuverum (Sigalda og Krafla) og hitaveitum valda svo því að toppur næst á tíma- bilinu 1971—75. Niðurstaða Ólafs var því sú að íslendingar fjárfestu mikið, hann ósvarað. Ásmundur Stefansson, hagfræðingur Alþýðusam- bands íslands, gekk út frá þessari niðurstöðu og kvað fjár- festingu á íslandi vera of mikla og þvi þjóðhagslega óhag- kvæma. Bæði væri hún megin- orsök viðskiptahallans og fram- kvæmd hennar væri verðbólgu- aukandi. Ásmundur lagði áherzlu á að það væri rangt að halli á við- skiptajöfnuðinum ætti rætur að rekja til of mikillar neyzlu. Benti hann á að einkaneyzla er í ár minni miðað við þjóðarfram- leiðslu en nokkurt annað ár síðan eftir stríð að þremur árum (1965, 69 og 73) undanskild- um. Auk þess hefur einka- neyzla verið svo til stöðug síð- ustu 15 ár en hafði farið minnkandi frá striði fram til 1962. Þá sagði Ásmundur að sparnaður íslendinga í fyrra og í ár væri svipaður og fyrr eða 25,1 og25,9%ená timabilinu 1962 — 73 hefði hann að meðaltali verið 25,6%. Væri það meiri sparnaður en í öðrum OECD-löndum, sem sjá mætti af því að meðalfjárfesting þeirra hefði verið 21% af þjóðarframleiðslu 1962 — 73. magnað allar fjárfestingar með eigin sparifé. En nú fjárfestum við mun meira eða, sem nemur 34% af þjóðarframleiðslu að meðaltali undanfarin 2 ár og innlendur sparnaður hefði þvi hvergi nægt til að fjármagna þá fjárfestingu. Raunin hefði því orðið sú að við hefðum þurft að fjármagna mikinn hluta fjár- festinganna með erlendu láns- fé og þær hefðu því valdið halla á viðskiptajöfnuðinum. (sjá mynd 1). Þá sagði Ásmundur að eins og fjárfestingum væri háttað hér á landi þá væru þær verð- bólguaukandi. Heita mætti að allar fjárfestingar væru komnar undir opinbera forsjá, en hún væri skipulagslítil eða jafnvel skipulagslaus. Það væri því lítill vafi á þvi að mikil óþarfa fjár- festing hefði verið gerð í at- vinnulifi og ekki síður i opinber- um framkvæmdum. Væri auð- sætt að skipulagsleysið væri mjög verðbólguaukandi. Niðurstaða Ásmundar var því sú, að þensla undanfarinna ára og viðskiptahalli stafaði ekki af of mikilli eftirspurn neyzluvara, hvorki til einka- neyzlu eða samneyzlu, heldur af of mikilli fjárfestingu og það væri því hún, sem væri vanda- málið í íslenzku efnahagslífi. Opid bréf til heil- brigðisráðherra Hafnarf jörður 30. nóv. 1976 Blessaður Matthfas. Ég rita þetta bréf vegna þeirra umræðna er farið hafa fram und- anfarið um heilbrigðismál. Ymsir hafa tekið sér penna i hönd og látið skoðanir slnar I ljós, en lítið hefur heyrzt eða sést frá þér um þaú mál. Þó minnist ég þess að hafa séð og heyrt til þín I þættinum Kastljós fyrir nokkru, þar sem þú svaraðir fyrirspurn- um varðandi málefni endurhæfingardeildar Land- spítalans. Einhvern veginn verk- aði það svo á mig, það samtal, að þú hefðir heldur lítið innsæi I heilbrigðismál almennt. Þú talaðir um að heilbrigðismál væru dýr, og erfitt væri að ákvarða hvaða þáttur ætti að njóta for- gangs. Satt er það, að peninga kosta þessi mál öll sömul — þá er það nauðsynlegt Matthías að gera sér grein fyrir þvl að þessi mál þarf að skipuleggja og það vand- lega — heildarskipulag I heil- brigðismálum hlýtur að vera höfuðnauðsyn og getur reyndar þegar I framkvæmd væri komið, stuðlað að lækkun á útgjöldum til þeirra. Þvl er ekki til að dreifa að þú hafir ekki góðan mann þér til aðstoðar, t.d. þar sem Páll Sig- urðsson læknir og ráðuneytis- stjóri er annars vegar. Þar sem þú I áður nefndum Kastljósþætti til- tókst vandræði þín á þvi að ákvarða forgangsefni þá vaknar sú spurning hvort það hafi ekki verið erfið ákvörðun hjá þér að meta t.d. aðstoð þá er þú heimilað- ir vegna starfsemi Heilsuræktar i Glæsibæ. Sannast sagna fannst mér tónninn falskur þvl á sama tíma og þessi aðstoð er veitt er t.d. mokað I sundlaugargrunninn við Landspítalann — en vel á minnst, það hlýtur að hafa kostað krónur llka. Undanfarin 2 ár hef ég, ásamt Gisla Helgasyni, unnið að og flutt ýmsa þætti I Ríkisútvarpinu er fjölluðu um heilbrigðismál. Mark- mið þeirra hefur verið að auka skilning og áhuga almennings á mikilvægi heilbrigðisþjónustunn- ar svo og að þvi fé, er fer til þessara mála, sé ekki illa varið, en betur mætti standa að útdeilingu þess. Vegna þessara þátta minna hef ég heimsótt fjölmargar stofn- anir og rætt við sérfræðinga og sjúklinga. Allstaðar þar sem ég kom, á stofnanir, kvartaði starfs- fólk og sjúklingar um handahófs- kennd vinnubrögð I málefnum viðkomandi stofnunar. Sammála ættum við Matthias að geta orðið um að það er hryggi- legra en orð fá túlkað að verða svo sjúkur eða eiga allt sitt undir þessar stofnanir að sækja. Ég leyfi mér að fullyrða það við þig, að margt af því fólki sem dvelur til langdvala á stofnunum deyr hreinlega andlega — ef þú veist hvað það orð þýðir. Ég vona af heilum hug, að þú sjáir sóma þinn I þvi að upp risi sundlaug við endurhæfingardeild Grensáss, en varðandi málefni Landspitalans vil ég segja það, að þar eru til staar margvisleg vandamál t.d. skapar deildarskipting spitalans vissa tilhneigingu til myndunar smákonungdæma er svo getur verkað sem dragbítur á samstarf og framþróun á heildarmálum spitalans — þarna er verk fyrir þig að vinna sem yfirmaður heil- brigðismála í öllu landinu — þarna átt þú að slá í borðið og sameina kraftana á staðnum. Eng- ar áhyggjur skaltu hafa af því að þú standir einn upp I þeim bardaga. I ljósi þeirra staðreynda að ríkið hefur nú ákveðið að kaupa Landakot kemur það ein- staka tækifæri sem þú færð upp í hendurnar að endurskipuleggja öll málefni Landspitalans, Landa- kots svo og varðandi væntanlega starfsemi í nýju Geðdeildinni sem er að risa á lóð Landspitalans. Nú er tækifærið og fyrir alla muni glopraðu þvi ekki út úr höndun- um á þér. En varðandi nýju Geðdeildina er það að segja, að frekar þarf að hraða framkvæmd- um en draga úr þeim. I kjallara hennar mun skapast aðstaða fyrir göngudeild er þjónað gæti öllum deildum Landspitalans, svo og Geðdeildinni. Þetta er nú orðið æði langt bréf hjá mér Matthías en að lokum vil ég þó fara fram á það við þig, að þú ræðir i alvöru við nafna þinn fjármálaráðherra, og það sem þið berið nú báðir nafn postulans langar mig að minna ykkur á orð hans þar sem hann vitnar i orð frelsarans er hann stóð á fjallinu og fólkið færði til hans alla sjúka sem haldnir voru ýmsum sjúkdómum og hörmungum. Sælir eru miskunnsamir, þvi að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti, því að þeir munu saddir verða. Og að lokum sagði hann: Hver sem því brýtur eitt af þessum boðorðum, og kennir mönnum það, hann mun verða kallaður minnstur í himnaríki, en hver sem breytir eftir þeim og kennir þau, hann mun kallaður verða mikill í himnariki. Ég vil svo að lokum bjóða þér í ökuferð með mér á hverja þá stofnun sem ég hef hingað til kynnt mér og bensínið skal ég borga — smátima frá þingstörf- um og öðru amstri hlýtur þú að geta fengið fri og eitt er víst að þú kemur betri maður til baka. Með bestu kveðju til þin og þeirri ósk að ekki þurfir þú að lenda á neinni stofnun til þess þá að kynnast þessum málum. Andrea Þórðardóttir. Pílagrímaflutningum Flugleiða UMSOMDUM flutningum Flug- leiða með pílagríma frá Nígeríu til Saudi-Arabiu lauk á sunnudag- inn, en samið var um að Flugleið- ir færu fjórar ferðir til viðbótar og verður síðasta ferðin farin i dag. Starfsfólk Flugleiða, sem unnið hefur ytra við þessa flutn- inga, er væntanlegt heim á Þor- láksmessu. Hafa flutningar þessir gengið vel að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, en þó voru nokkrir erfiðleikar í upphafi vegna sand- storms, en alls hafa á milli 15 og 16 þúsund farþegar verið fluttir á vegum Flugleiða á milli fyrr- nefndra landa. Flutningar þessir hófust 1. nóvember síðastliðinn og var lok- ið við að flytja pílagrímana til hins helga staðar, Jedah í Saudi- Arabiu, 22. nóvember. Byrjað var að flytja þá til baka 5. þessa mán- aðar og lýkur þeim flutningum í lokið í ár dag, miðvikudag, eins og áður sagði. I upphafi var ekki reiknað með að þessum flutningum lyki fyrr en jafnvel eftir jól og hafa þeir því gengið betur en búizt var við. Var reyndar samið um flutn- ing á 20 þúsund farþegum, en þeir munu ekki verða svo margir. I þessum flutningum hafa verið notaðar tvær DC-8 flugvélar Flug- leiða og starfsfólk Loftleiða aðal- lega séð um störf i lofti. Að þessu verkefni loknu munu vélarnar fara i skoðun í Luxemborg, en að henni lokinni verður þeim tveim- ur vélum, sem Flugleiðir hafa verið með á leigu frá bandarisku fyrirtæki, skilað aftur. Fyrir síðustu jól fluttu Flug- leiðir talsvert af fragt fyrir sömu aðila og sömdu nú um flutning á pílagrímunum. Hefur tekizt gott samstarf á milli og er ekki ólík- legt að frekara samstarf verði á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.