Morgunblaðið - 22.12.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.12.1976, Qupperneq 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Spámaður of- an á allt annað Jónas Guðmundsson: berhenti, skáldsaga. Leiftur, Reykjavfk 1976. Ágúst ÞÓ að títt sé erlendis, að þar komi út sakamálasögur og séu þar ærið vinsælar, er fátítt, að íslenzkir höfundar velji sér sakamál að söguefni. Frá þessari öld man ég í fljótu bragði aðeins eftir tveimur sögum er beri svip hinna erlendu fíknisagna sem njóta almennrar hylli. Önnur er Húsið við Norðurá, eftir Guðbrand prófessor Jónsson, hin bankaráns- saga, Ólafs ritstjóra Friðriks- sonar. Var saga Guðbrands rituð af mikilli íeikni, og þótti hún’ góður skemmtilestur á sinni tíð. Hin mun hafa verið talin fullótrúleg, þó að ótrúlegustu réttir séu á borð bornir í slíkum sögum. Nú hefur hinn mikli og fjölhæfi eljumaður Jónas Guðmundsson sent frá sér sakamálasögu, en eins og menn vita er hann allt I senn, rithöfundur, blaðamaður, list- dómari og myndlistarmaður, sem virðist njóta ámóta frægðer erlendis og sum af skáldum okkar sem hafa af sér frægðarsögur að segja. Saga Jónasar ber heiti og viður- nefni aðalpersónunnar, hins sér- kennilega fjárbónda austan úr sveitum, Ágústs berhenta. Ágúst fer í viðskiptaerindum til höfuð- staðarins og hefur með sér skuldabréf og allmikinn fjársjóð. Hann fer að vanda á fyllirí — og svo hverfur hann eitt kvöldið og reynist ekki skila sér að morgni eða næstu daga, og svo þykir þá ekki leika vafi á, að hann hafi verið myrtur. Sagan fjallar svo um meðhöndlan yfirvalda á morð- málinu, og er fyrst og fremst ádeila á undanlátssemi bæjar- fógeta og æðstu stjórn dómsmála gagnvart æsilegum áróðri blaða- manna og þeirri múgæsingu sem skrif þeirra vekja gegn meintum sakamönnum og þeirri linkind, sem þeim sé sýnd. En múgæsing- in veldur því að yfirvöldin kvelja Iffið úr sjúkum og bláfátækum snæfellskum bónda og brenni- merkja annan borgara sem meintan glæpamann, þó að reyndin verði sú, að Ágúst berhenti finnist dauður suður f Hafnarfjarðarhrauni með fjár- muni sína óskerta og án allra ummerkja þess, að hann hafi verið myrtur. Sagan er skrifuð áður en Geir- finnsmálið alræmda varð til, og þó að þar sannist sök, má segja að Jónas hafi að nokkru leyti gerzt spámaður — svo að óhætt mun að Græn eða rauð bylting? — Vaknað af .. . Framhald af bls. 47 einn í draumi ðttu að móka aldrei sveitast þfnu blóði dorma á sfðum draumabóka deyja f þfnu einkaljóði. Það er í ljóðum af þessu tagi sem Ingimar Eriendi tekst best upp i þessari bók: stuttar en hvassar ljóðlínur, fá orð en þung svo hvert þeirra vegur fjórðung. Maður er feiminn að segja „hnit- miðað" vegna langvarandi ofnotk- unar á orðinu, en i svipinn finn ég þó ekki annað orð er betur lýsi aðferðinni. Ekkert er ofsagt, ekk- ert heldur vansagt. Ég nefni líka ljóðið Vegir sem er einneginn ádeiluljóð. Og ekkert verið að fela hvert skeytum er beint: 1 heimsins strfði hörðu mitt hjarta drottinn rýndi. Ég veit um gamla vörðu sem veginn forðum sýndi. Á st jörnu augum störðu ég stefnu aldrei týndi. Ég veit af öðrum vegi sem varðlið rauðra boðar. Svo dimmt þar á degi og dreyri sporin roðar. Þar enga st jörnu eygl og enginn hjartað skoðar. Það er ekki aðeins efnisleg upp- bygging þessa ljóðs sem gerir það eftirminnilegt, heldur einnig formið; rímið t.d. sem hefur áherslugildi. Veruleiki draumsins skiptist í átta kafla. Að formi og efni má þessi bók skoðast sem framhald fyrri bóka skáldsins, en Ingimar Erlendur hefur undanfarin ár sent frá sér sem næst bók á ári. Hér er að finna mörg veigamestu Ijóð Ingimars Erlends til þessa. Ég nefni — auk áðurnefndra Ijóða — Uppskeru, Við, Vorvind (tilbrigði við Sörla þátt) og Vor. Þó þarna séu fáein ljóð sem skáldið hefði hugsanlega mátt salta lengur tel ég þetta vera jafn- bestu ljóðabók Ingimars Erlends til þessa. Ætti ég að velja úr ljóð- um hans í einhvers konar sýnis- bók eða antólógíu mundi ég því fletta upp í Veruleika draumsins fyrst aljra ljóðasafna hans. Svip- mikil bók, áherslukveðskapur! — Sagan um . . . Framhald af bls.47, fyrstu verkum þegar hann kemur heim að fljúgast á við Halldór félaga sinn, en Halldór hafði áður fellt hann í slag. Nú er Jón Elías orðinn jafn sterkur og Halldór Það sem meira er: Jón Elías gleymir ekki þeim sem hafa verið honum góðir og lærir að sætta sig við fjölskyldu sína og umhverfi. Þau Jenna og Hreiðar hafa með Jóni Elíasi samið sögu handa ungum börnum sem ég hef sann- prófað að börn hafa gaman af. Eins og í öðrum bókum þeirra er töluvert lagt upp úr hollum sið- ferðilegum boðskap. En það er- indi þeirra við lesendur skyggir hvergi á gang sögunnar. Sagan er skemmtileg og víða fyndin. Höfundarnir eru athugulir og fundvfsir á ýmis sérkenni barna. Dæmi um fjörlegar og lifandi frá- sagnarstíl þeirra er sagan af kett- inum hans Halldórs, þann vanda sem eigandinn fær að glíma við. Umhverfislýsingar og orðræður eru beint úr þeim veruleika sem við þekkjum. Ekki þarf að segja lesendum frá því að Jenna og Hreiðar eru með atkvæðamestu barnabókahöfund- um okkar, nægir að minna á öddubækurnar. Þau hafa einnig samið skólabækur í félagi. Aftur á móti sendi Hreiðar einn frá sér barnabókina Blómin blíð fyrir nokkru og Jenna kvaddi sér hljóðs sem ljóðskáld í fyrra með Engispretturnar hafa engan kon- ung. Gunnar Dal: KAMALA. Saga frá Indlandi. Vfkurútgáfan 1976. MÖRGUM okkar er tamt að líta fyrst og fremst á Gunnar Dal sem ljóðskáld. Hann vakti ungur athygli fyrir ljóð sín, varð fastur í sessi meðal þeirra skálda sem fara að mestu hefðbundnar slóðir. Þýðing Gunnars Dals á Spámanninum (1958) eftir Kahlil Gibran og Móður og barni (1964) eftir Tagore eru að margra mati vandaðar Ijóðaþýðingar. En einkum hefur Gunnar á síðari árum fengist við að semja bækur um heimspeki. í flokki heim- spekirita hans má nefna Gríska heimspekinga (1963), Öld Sókra- tesar (1963), Plató (1966 ), Aristóteles (1966)- og Indverska heimspeki (1972). Gunnar hefur með þessum bókum og fleiri lagt sitt af mörkum til heímspekium- ræðu og það hefur ekki sfst verið kostur bóka hans að þær eru alþýðlega skrifaðar. Kamala er þriðja skáldsaga Gunnars Dals, hinar eru Orðstír og auður (1968) og Á heitu sumri (1970). í þess- um skáldsögum fjallar Gunnar um samtímavandamál. Einkenni Kamölu eru í senn félagsleg alvara og spekimál. Þar verða átök á milli gamals og nýs, þess sem fólki er lagt upp í hendur og vilja til endurskoðunar og breyt- inga. Sögusvið Kamölu er indverskt þorp. Þrátt fyrir það könnumst við við ýmsar manngerðir þess og misklíðarefni. Kamala sver sig í ætt við þorpslýsingar sem sígildar eru orðnar í íslenskum bókmennt- um. Stéttabaráttan hefur innreið sína í þorpið. Ungur maður snýr heim með nýjar hugmyndir um ræktun. Það skortir fé til nauð- synlegra framkvæmda. Auðmaður þorpsins freistar þess að kaupa unga manninn til hlýðni við sig. Það tekst ekki. Þá er grip- ið til ráða sem valda því að þorps- búar snúast gegn auðmanninum, gera aðför að honum. Hefðbundn- ar venjur eru að engu hafðar.. Auðmaðurinn finnur ekki aðra leið en að gerast helgur maður, ráfa um og betla, að ráði hins alvitra Gúrú. I bókarlok eru þau Kamala sem látin er segja söguna og unnusti hennar, ungi bylt- ingarmaðurinn Tara, úti á akrinum að plægja. Það er í senn von og vonleysi í niðurstöðu sögunnar, efasemdir eru túlkaðar með orðum Kamölu: „Við göngum saman út á akur- inn og byrjum að sá. Tara hefur opnað litla hvíta sekkinn sinn og það er birta í augum hans. Ég veit að hann trúir á grænu byltinguna sína en ég veit líka að það er kvíði í sál hans. Jörðin er miskunnar- laus við menn og dýr og við svelt- um enn í þorpinu. Eitt og eitt falla fræ mín um bambusrörið mjóa í heita þurra mold og ég hugleiði ósjálfrátt orðin sem höfð voru eftir Vadíval: „Fyrir fólk eins og okkur dugar engin græn bylting — aðeins sú rauða.““ Sigvaldí Hjálmarsson, maður gagnkunnugur Indlandi og ind- verskum málefnum, skrifar greinargóðan formála að bók Gunnars Dals. Hann bendir á að „ný samfélagsgerð verður að koma með mildilegum ráðstöf- unum, ekki valdi, því vald er i sjalfu sér illt“. Það er í samræmi við kenningar Gandhis. „Ríkis- valdið megnar ekki og í sumum tilvikum vill ekki hlutast til um hvað fer fram í þorpunum“, segir Sigvaldi ennfremur. Dómur hans um sögu Gunnars er sá að hún sé „sannferðug lýsing á indversku sveitalffi þar sem arfi fortíðar og möguleikum ókominna ára eru að jöfnu gerð skil“. Að mínu viti er Kamala einföld dæmisaga. Mér þykja þeir kaflar bókarinnar bestir þar sem ind-' versku þjóðlífi er lýst, gömlum Jónas Guðmundsson Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN fullyrða að hann hafi nú byrði gnæga, þar sem aðrir verði velflestir að láta sér nægja krepping. Ekki gerir Jónas þá kröfu með þessari sögu, að hún teljist til fagurbókmennta en margt er þar snöfurlega mælt, mörg gefin oln- bogaskotin og jafnvel Iátnar hnútur fljúga um borð. En hvort væri nú ekki ástæða til, að skýr og skarpskyggn rit- höfundur og álíka einarður og Jónas, gerði ástand það, sem ríkir nú í landi hér í brotamálum og meðferð þeirra að efni i stóra og gertæka skáldsögu? Gunnar Dal Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON siðum, þáttum trúarinnar í lífi fólksins. Mynd Kamölu verður skýr og geðfelld í huga lesandans. Mathúr garnli er tákn hins vitra og hógværa Indverja, rætur hans liggja í gömlum tíma, en hann liefur líka skilning á því sem koma skal. Gúrú, jóginn Góvinda, er ómissandi í indversku um- hverfi. Ef til vill er hlutur hans þó of stór í sögunni; áhugi höfundar á indverskri speki fær hann til að ætla henni mikið rúm. Netrí Ram, landeigandinn auðugi, er líkt og jóginn táknmynd og það er alltaf hætt við því að slíkar persónur verði ekki af holdi og blóði. Alþýðufólkið í sögunni er eftirminnilegast: bændur, konur þeirra, svínahirðar, förumenn og þannig mætti lengi telja. Kamala er saga af þeirri gerð sem hentar vel þroskuðum unglingum. Hún er öðrum þræði unglingabók. Sumir kaflar hennar eru ljóðrænir, aðrir æsi- legir, en umfram allt er sagan lærdómsrík. Það er ljóst að höfundurinn hefur vandað sig, enda held ég að betri skáldsaga hafi ekki komið frá Gunnari Dal. Honum er söguefnið kært. Sagan hefur mest gildi sem öfgalaus lýsing á indverskum veruleik-og vekur til umhugsunar um þau lönd sem skammt eru á veg komin í tækniþróun. Skáld Alfræði Menningarsjóðs. ISLENZKT SKÁLDATAL M—ö. Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins 1976. SlÐARA bindi Islenzks skáldatals er nú komið út. Undirrituðum er efst í huga það sem gott er um þessa útgáfu þótt eflaust megi margt að henni finna. I Skálda- talinu er saman kominn mikill fróðleikur um höfunda og bækur þeirra og um það helsta sem um þá hefur verið skrifað. Ekki þarf að velta því fyrir sér hvert gildi slfkt rit hlýtur að hafa. Það er augljóst. Mig minnir að í tilefni fyrra bindis Skáldatals hafi verið deilt nokkuð á val þeirra Hannesar Péturssonar og Helga Sæmunds- sonar. Þar voru á ferðinni ákaf- lyndir höfundar og aðdáendur þeirra sem gramdist að mönnum sem að eigin sögn voru jafnokar helstu ritsnillinga íslenskrar tungu var úthýst. Veljendur hafa gert grein fyrir sjónarmiðum sín- um og árétta þau í Fáeinum eftirmálsorðum. Þeir vikja að þvi að hlutur barnabókahöfunda hafi verið talinn of smár: „Vel má svo vera, en þá ber að hafa hugfast um leið, að árið 1972 kom út sér- stakt kver, þar sem taldir eru islenzkir barnabókahöfundar; mönnum er því nokkuð auðgengið að æviatriðum þeirra og ritaskrá á einum stað". Þetta þykir mér ekki fullgilt svar. Aftur á móti mætti réttlæta hið nauma rúm sem barnabókahöfundar fá ef Menningarsjóður hefði gert þeim Til sk ogfró Arthur Hailey: BANKAHNEYKSLIÐ 299 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Ak- ureyri, 1976. BENDI maður á eitthvert mynst- ur fyrir nútimaskemmtisögu er helst að nefna skáldsögur Arthurs Haileys. Þær fela i sér flest sem krafist er af slíkum verkum. Þær eru spennandi. Þær eru sannfærandi og þær eru snilldarlega upp byggðar. Þær eru reistar á nákvæmri rannsókn og þekking á staðháttum þar sem þær eru látnar gerast hverju sinni, hvort sem það er á hóteli, alþjóðaflugvelli eða i banka. Þær geyma ekki sviðsetning atburða sem séu æsandi út af fyrir sig heldur röð smáatvika sem tengj- ast innbyrðis og magna á þann hátt stigandi sögunnar sem endar þannig að allir þræðir koma sam- an, það, sem hulið hefur verið, upplýsist, málin leysast, sögulok. Persónurnar eru gerðar hver ann- arri ólíkar — til aðgreiningar fyrst og fremst en einnig til að framkalla söguleg átök, mynda söguefni. Þeim er ágætlega lýst sem slikum. Um dýpri skap- gerðarlýsingar eða „sálarlífslýs- ingar“ er tæpast að ræða enda er sliks ekki krafist af skemmtisögu, hún er ekki samin með þess hátt- ar sjónarmið fyrir augum og mundi þvllík krufning og gegnlýs- ing hvorki samræmast eðli henn- ar né tilgangi. Svo er annað: Arthur Hailey tekur ávallt efni úr samtimanum. Svo vel sem Conan Doyle tókst að lýsa inn í skúmaskot nitjándu ald- ar stórborgar — þannig heppnast Arthur Hailey að feta sig inn I miðja ringulreið nútímalífsins þar sem tilfinningalffið ruglast því meir sem viðskiptalífið staðl- ast. Bankahneyksli til að mynda — hvað er algengara nú á dögum? Lítum bara í eigin barm! En, sem sagt, sögusviðið er þarna stór- banki í Bandarfkjunum. Sagan hefst með fundi yfirmanna bank-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.