Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANÚAR 1977
Margháttaðar tilraunir
með vélvinnslu kolmunna
- bæði hér á landi og í nágrannalöndunum
MIKLAR rannsóknir og tilraunir fara nú fram víða í Norðurálfu með
vinnslu á kolmunna sem taingað til hefur verið lítt nýttur nema 1 mjöl.
1 brezka tlmaritinu Economist er til að mynda rætt um þær vonir sem
brezki fiskiðnaðurinn bindi við veiðar og vinnslu á kolmunna til
manneldis og tilraunir með v-þýzka vél sýni að unnt sé að flaka þennan
einkennilega lagaða fisk eftir allt saman. Óvfða hafa þó farið fram
meiri tilraunir með flökun á kolmunna en hér á landi og hafa einnig
verið gerðar hér tilraunir með einni tegund flökunarvélar, frá hinu
v-þýzka fyrirtæki, sem um er rætt f brezka blaðinu.
Það er fyrirtækið Baader sem
framleiðir vélar þessar, og að
undanförnu hafa verið gerðar til-
raunir með vél frá því fyrirtæki
hjá Miðnesi h.f. í Sandgerði. Hún
Skjálftar
aukast og
land rís
að nýju
Frí ÁkúsIí I. Jónssyni við Kröflu:
laugardag:
RÚMLEGA 80 jarðskjálftar
mældust á Kröflusvæðinu frá
klukkan 3 á föstudaginn til
klukkan 3 f gær. Á sama tíma
byrjaði landris að nýju á
svæðinu eftir að hafa staðið f
stað f tvo sólarhringa. Við
hallamælingar f stöðvarhúsinu
nam landrisið 0.15
millimetrum frá því í fyrra-
kvöld þar til f gærdag.
Veruleg aukning hefur orðið
á jarðskjálftunum. Sólar-
hringinn á undan mældust 68
jarðskjálftar en fyrri hluta
vikunnar voru þar á biiinu frá
32 til 49 á sólarhring. Skjálft-
arnír tvo síðustu daga hafa
flestir verið litlir, þeir stærstu
á bilinu 2,2—2,6 stig á Richter-
kvarða.
Kristján Sæmundsson jarð-
fræðingur sagði í viðtali við
Mbl., að meðan jarðskjálft-
arnir ykjust yrðu stöðugt meiri
líkur á hættuástandi, jafnvel
eldgosi. Sagði Kristján að und-
anfarna daga hefði það komið
fram, sem jarðfræðingar
spáðu, er þeir lögðu til, að
framkvæmdír yrðu stöðvaðar
við Kröflu i janúarmánuði.
Hefðu jarðfræðingar talað um
þriggja vikna timabil, þar sem
hætta gæti verið á verðum.
Tvær vikur væru nú liðnar af
þeim tíma en erfitt væri að
Framhald á bls. 47
er fyrst og fremst ætluð til síldar-
flökunar, og hafa verið gerðar til-
raunir með að flaka bæði
uppþídda síld og einnig með að
flaka saltsíld auk þess sem
flakaður hefur verið í henni
uppþíddur kolmunni. Að þvi er
Ásgeir Hjörleifsson hjá Baader-
þjónustunni tjáði Morgunblaðinu
þótti síðastnefnda tilraunin gefa
ágæta raun miðað við þá reynslu
sem fékkst af flökun kolmunna
bæði á Hornafirði og Neskaupstað
á sínum tíma. Sagði Ásgeir, að úr
því að svo vel tókst til um flökun
uppþídds kolmunna ætti árangur-
inn að verða enn betri þegar um
ferskan kolmunna væri að ræða.
Flökunarvél þessi flakar kol-
munnann vmist í tvö aðskilin flök
eða samhangandi, fjarlægir
hryggjarliðsbeinin en hins vegar
verða beinin í bakugganum eftir
og vélin roðflettir ekki. Ásgeir
sagði að vél sú sem um væri rætt í
Economist væri hins vegar
skemmra á veg komin en mark-
miðið með henni væri að skila
roðflettum og beinlausum
flökum, sem hentuðu þannig
ágætlega í blokk fremur en í
marning. Tilraunir með þá vél
hefðu farið fram á Stoneway á sl.
ári en hún væri nú að nýju komin
til Þýzkalands þar sem verið væri
að vinna að frekari endurbótum á
henni. Ekki treysti Ásgeir sér á
þessu stigi til að fullyrða hvort
með þessari vél myndi takast að
fá bæði roðflett og beinlaus kol-
munnaflök, eins og stefnt væri að,
en hins vegar kvað hann það nú
sem óðast að koma í ljós að unnt
ætti . að vera að vélvinna
kolmunna að minnsta kosti í
marning. Arðsemi kolmunna-
veiða og ágæti hans sem markaðs-
vöru væri síðan allt annar hand-
leggur sem ætti eftir að skýrast
betur.
Víðistaðasókn;
Fyrsti safnaðar-
fundurinn hald-
inn á þriðjudag
FYRSTI safnaðarfundurinn í
hinni nýjU Viðistaðasókn í Hafn-
arfirði verður I Viðistaðaskóla á
þriðjudaginn klukkan 20.30. Þar
verður kosin safnaðarstjórn fyrir
prestakallið og rædd framtiðar-
mál safnaðarins. Fundurinn er
opinn öllum þjóðkirkjumönnum
sem eiga heima á hinu nýja safn-
aðarsvæði sem er fyrir norðan
Reykjavíkurveg.
Heildaraflinn minnkaði um
10 þúsund lestir á s.l. ári
Botnfiskaflinn jókst um 17 þúsund lestir
HEILDARAFLI landsmanna á
s.l. ári var alls 974.587 lestir á
móti 984.344 lestum 1975 og var
aflinn því röskum 10 þúsund lest-
um minni á s.l. ári en árið á
undan. 1 yfirliti Fiskifélags ts-
lands segir, að botnfiskafli báta-
flotans hafi numið 240.395 lestum
á móti 240.124 lestum árið 1975 og
hefur þvf botnfiskaflinn aukist
um góðar 200 lestir. Á svæðinu
frá Hornafirði til Stykkishólms
minnkaði aflinn um röskar tvö
þúsund- lestir og eins minnkaði
aflinn hjá bátum á Norðurlandi.
A Vestfjörðum og Austfjörðum
jókst bátaaflinn hins vegar nokk-
uð.
Afli skuttogaranna var alls
196.545 lestir á árinu, en var
179.297 lestir árið 1975, en afla-
aukningu skuttogaranna má fyrst
og fremst rekja til fjölgunar tog-
aranna. Af heildarbotnfiskaflan-
um veiddust tæplega 11 þúsund
lestir á miðunum við Austur-
Grænland. Heildarbotnfiskaflinn
er því 436.930 lestir 1976, en var
1975 alls 419.421. Botnfiskaflinn
jókst því um 17.590 lestir á s.l. ári.
Þá gerist það í fyrsta sinn í
mörg ár, að meiri síld er landað
innanlands en erlendis. Slldarafi-
inn á s.l. ári varð 31.210 lestir á
móti 33.729 lestum árið á undan.
Innanlands var landað i fyrra
18.488 lestum, en erlendis 12.722
lestum. 1975 var hins vegar land-
að 13.390 lestum innanlands, en
20.399 lestum erlendis.
Loðnuafli siðasta árs var alls
457.992 lestir á móti 500.318 lest-
um 1975. I sambandi við loðnuafl-
ann má benda á að sumar- og
haustafli á loðnuveiðum nam um
111 þús. lestum hér við Iand 1976,
en um 4 þús. lestum árið áður.
Loðnuafli á fjarlægum miðum
varð hins vegar langtum minni á
s.l. ári en árið áður. Nokkur hluti
þeirrar loðnu, er landað var hér á
landi s.l. sumar og haust veiddust
utan miðlinu milli Islands og
Grænlands.
Rækjuafli síðasta árs var alls
6.529 lestir, en var 4.887 lestir
1975 og hefur hann því aukist all
verulega. 3.602 lestir veiddust af
hörpudiski, en 2.734 lestir árið
áður. 2.757 lestir fengust af humri
á s.l. ári, en 2.307 lestir 1975. Þá
veiddust 568 lestir af kolmunna
og 7.006 lestir af hrognkelsum á
móti 5.706 lestum 1975. Annar
afli 1976 var 27.981 lest, en árið
1975 15.242 lestir. Af „öðrum
afla“ 1976 er stærsti hlutinn
spærlingur, enda jukust spærl-
ingsveiðr verulega á árinu. Á ár-
inu 1975 veiddust hins vegar ein-
ungis rúmlega 4 þúsund lestir af
spærlingi og um 10 þúsund lestir
af sardinellu og markríl við
Afriku sem flokkast undir „ann-
an afla“.
Siglufjörður;
7000 lesta
þróarrými
stendur ónotað
Siglufirði 15. janúar
I MORGUN lauk löndun úr
sfðustu bátunum, sem komu með
loðnu hingað 1 gærkvöldi, og að
sögn forráðamanna SR er ekkert
þróarrými fyrir hendi, sem
stendur. Hins vegar er öllum Sigl-
firðingum kunnugt um að SR
hefur enn 6000—7000 lesta þróar-
rými og segja má að bæjarbúar
séu gáttaðir á þeirri framkomu
yfirmanna SR, að fylla ekki allar
þrær af loðnu, á meðan loðnan er
rétt við bæjardyrnar.
Nýja pressan sem á að setja upp
i verksmiðju SR, stendur enn í
kassanum, sem hún kom í til
landsins, og er ekki enn farið að
slá utan af henni. Það ætlar því að
verða langt i, að hún komist upp
og geti farið að pressa loðnuna og
um leið skapa gjaldeyri fyrir
þjóðarbúið.
Skuttogarinn Sigluvík kom
hingað í morgun með 75 lestir af
fiski eftir stutta útiveru.
MJ
Skattaskírteinin
ganga slælega út
r
Oákveðið enn, hvort framhald
verður á skyldusparnaðinum
Telex-tæki um borð
í varðskip Gæzlunnar
UM þessar mundir er verið
að setja niður fyrsta telex-
Sýningar á Öskubusku
hef jast á sunnudag
ÆVINTÝRALEIKURINN
Öskubuska er nú u.þ.b. að sjá
dagsins ljós á fjölunum hjá Leik-
félagi Akureyrar. Eyvindur Er-
lendsson hefur gert handritið eft-
ir kvikmyndanandriti Evgeni
Schwartz, en hann gerði einnig
leikgerð Rauðhettu, sem L.A.
sýndi á sínum tíma. Öskubuska er
gamanleikur með söng, hljóð-
færaslætti, dönsum og sjónhverf-
ingum. Eyvindur Erlendsson er
jafnframt leikstjóri og hefur unn-
ið gerð leikmyndar með Hall-
mundi Kristinssyni og að vali og
samningu tónlistar ásamt Ingimar
Eydal. Öskubuska verður mann-
flesta og vinnufrekasta sýning,
sem Leikfélagið tekur sér fyrir
hendur. Alls koma fram 22 leik-
arar og mynda þeir jafnframt kór
og sviðsskiptalið. Þeir sem leika
helztu hlutverkin eru Jóhann
Ögmundsson, konungur, Ingi-
björg Aradóttir, Öskubuska,
Marino Þorsteinsson, Björg
Baldvinsdóttir, Aðalsteinn Berg-
dal, Saga Jónsdóttir, Kristjana
Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir
o.fl.
Sú tilraun var gerð í fyrra að
auglýsa Rauðhettu sem fjöl-
skyldusýningu og selja aðgöngu-
miðana á sama verði fyrir alla. Að
sögn leikfélaga gafst sú tilraun
vel og verður sami háttur hafður
á með Öskubusku, enda er leik-
ritið valið með það í huga að það
eigi erindi við fólk á hvaða aldri
sem er. Fyrsta sýning á Ösku-
busku verður á sunnudaginn.
tækiö í islenzkt varðskip og
fer það um borð í varðskip-
ið Ægi, en i framtíðinni er
ætlunin að telex tæki verði
um borð í öllum varðskip-
unum. Að sögn Péturs Sig-
urðssonar, forstjóra Land-
helgisgæzlunnar, hafa áður
verið telex-móttökutæki
um borð í varðskipunum,
og hefur það reynst ágæt-
lega, en þar til nú hefur
vantað senditækin við þau.
Með tilkomu telex-
tækjanna verða öll við-
skipti milli stjórnstöðvar
Landhelgisgæzlunnar og
varöskipanna miklu
auðveldari.
Þá er Morgunblaðinu kunnugt
um að Landhelgisgæzlan hefur
fest kaup á nýrri fjarskiptastöð
fyrir stjórnstöð Gæzlunnar en
núverandi fjarskiptastöð þykir
alltof kraftlítil, eftir að fiskveiði-
lögsagan var færð út í 200
sjómílur.
ENGIN ákvöróun hefur enn verið
tekin um það, hvort skattgreið-
endum með tekjur umfram
ákveðið mark verður gert að
kaupa sérstök skyldusparnaðar-
sklrteini, eins og tvö undanfarin
ár hefur verið gert. Árni Kol-
beinsson I fjarmálaráðuneytinu
sagði að þessi ákvörðun hefði ver-
ið tekin á undanförnum vorþing-
um og hefði Alþingi f bæði skipt-
in sett sérstaka löggjöf um
sky Idusparnaðinn.
Afhending spariskirteinanna
frá siðastliðnu ári er enn ekki
hafinn og hefst að öllum likindum
ekki fyrr en eftir 2,til 3 mánuði.
Árni Kolbeinsson sagði að enn
væru kærumál i gangi og ástæðu-
laust væri að afhenda skirteinin,
fyrr en endanleg upphæð þeirra
lægi fyrir. Ef slíkt væri gert
myndi það einungis skapa tví-
verknað og auka kostnað við út-
gáfu þeirra, ef leiðrétta þyrftu
upphæðir þeirra siðar.
Þá kom fram hjá Árna að skatt-
spariskirteinin frá i fyrra hefðu
verið illa sótt af eigendum þeirra
og lægi enn meirihlutn þeirra hjá
ráóuneytinu. Hann kvað það í
raun ekki gera mikið til, því að
þau bæru verðlagsuppbætur,
hvar sem þau lægju og greiðsla
þeirra fyrstu ætti ekki að koma til
framkvæmda fyrr en I febrúar að
ári. Verðlagsbætur, en bréfin eru
tryggð með framfærsluvísitölu,
eru þegar orðnar talsverðar, en
þær hafa ekki verið reiknaðar út,
og bjóst Árni ekki við því að það
yrði gert, fyrr en gjalddagi nálg-
aðist.
Pálmi
Jónsson
Húnvetningar
ALÞINGISMENNIRNIR Pálmi
Jónsson og Eyjólfur Konráð Jóns-
son boða til almennra stjórnmála-
funda I Húnavatnssýslum sem
hér segir:
Miðvikudaginn 19. jan. kl. 21.00
Félagaheimilinu Blönduósi
Fimmtudaginn 20. jan. kl. 21.00
Fellsborg Skagaströnd.
Föstudaginn 21. jan. kl. 21.00
Félagsheimilinu Hvammstanga.
Sýning í Stúd-
entakjallara
OPNUÐ hefur verið sýning á túss-
teikningum og grafikmyndum i
Stúdentakjallaranum við Hring-
braut. Sheena Gunnarsson frá
Hjaltlandi sýnir tússmyndir og
Sviarnir María Lagerborg og
Monica Sater kopargrafík. Skúli
Ölafsson og Ólafur H. Gunnarsson
sýna serigrafmyndir og Ingunn
Eydal tré og dúkskurðarmyndir.
Allar myndirnar eru til sölu. Sýn-
ingin er opin daglega frá kl.
2 — 11.