Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977 19 t tfzkuverzlun unga fólksins Karnabæ var móðurinni færð peysa að gjöf, og hér sést Erlendur Borgþórsson verzlunarstjóri af- henda Þorbjörgu peysuna. Happdrætti Háskóla tslands færði hinum nýja þjóðfélagsþegn ársmiða f happdrætt- inu, og það er Björn Björnsson fulltrúi happdrættisins sem hér afhendir miðann. Hressó gefur skfrnartertuna. Hér er Sig- mundur Smári Stefánsson yfirbakari Hressingarskálans að afhenda for- eldrunum gjafabréf fyrir tertunni. Það er ekki amalegt að vera sparifjár- eigandi strax á fyrstu dögum lífsins, en dóttirin eignaðist einmitt eina slfka með 15 þúsund krónum í, frá Búnaðarbankanum. Það er Stefán Þormar Guðmundsson deildarstjóri, sem hér afhendir þessa gjöf Búnaðarbankans, ásamt sparibauk. Hjá Reykjalundi við Suðurgötuna beið barnsins stór kassi fullur af Lego Duplo Legokubbum, og hér er það Jón Benedikts- son sem afhendir þá. NAUST Loks var svo komið á Naustið. Geir Zoega bauð fararfólki upp á kaffi og pönnukökur. Við það tækifæri afhenti Geir foreidrunum boðsbréf til kvöldverðar áNaustinu. Þá var komið f Austurstrætið og efst á horninu er tfzkuverzlunin Bonaparte. Sú verzlun færði föðurnum skyrtu eftir eigin vali að gjöf. Það var Sigrfður Hermanns- dóttir afgreiðslustúlka sem afhenti Kristni skyrtuna. (Ljósmyndir — Friðþjófur) Þær mynduðu nokkuð stóra hrúgu gjafirnar frá fyrirtækjunum þegar þeim hafði verið komið fyrir heima. Litla dóttirin, barn ársins 1977, var sofandi þegar Morgunblaðið barjið og lét myndatökuna Iftið á sig fá — og svaf vært. Það er því ekki hægt að segja að umstangið hafi haft mikil áhrif á þennan fyrsta þjóðfélagsþegn ársins, en stúlkan á vafalaust eftir að njóta gjafanna vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.